Morgunblaðið - 19.05.1982, Síða 30
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1982
Gamli Marx í „sós-
íalistaklæðum
eftir Asdísi
Erlingsdóttur
í áratugi hefir verið reynt hér á
landi að koma á Marx-Lenín-
kommúnisma, miðstýrðum frá
Rússlandi og draumurinn: Al-
heims kommúnismi. Ef lega
landsins hefði ekki verið ljós
blettur í varnarkerfi vestrænna
þjóða þá hefði ástandið hér á landi
löngu orðið í líkingu við umkomu-
leysi Austur-Evrópuríkja gagn-
vart Rússum. I heimkynnum
hugmyndafræðinnar var snemma
Ijóst að kommafræðina varð að
íklæða sósíali§taklæðum, því að
Evrópubúar virtust ekki ginn-
keyptir að meðtaka einræðisbrölt
kommúnismans. „Og sósíalista-
klæðin hafa dugað vel.“ Það má
með sanni segja að Norðurlöndun-
um sé stjórnað af dulbúnum
kommúnisma í sósíalistaklæðum
en Færeyingar og Norðmenn hafa
þó sloppið betur og er það því að
þakka að guðleysis áráttan hefir
ekki náð til að festa rætur og mis-
þyrma andlegu siðferði þjóðanna.
Skæðasta vopn kommafræðinnar
er blaðrið um trúna á manninn og
getu hans án tilveru Guðs. En þeg-
ar farið er að treysta á staðfestu í
einu sem öllu á veikleikavafið
mannfólk án tilveru Guðs, þá eru
fyrstu ummerki hrörnunar í slíku
hugarástandi m.a. að almennt
velsæmi er útbíað á almannafæri,
lygin og klámþörfin rennur yfir
hindrunarlaust.
Þegar kommar hér á landi fengu
menntamálaráðherraembættið
fyrir tæpum 40 árum þá var
kappkostað að uppræta hjá þjóð-
inni trúna á Guð og reynt að gera
fólk hlægilegt og veiklundað er
áleit sig vita betur. Lærisveinar
hugmyndafræðinnar sáðu inn
agaleysi í skólum með ýmsum ráð-
um og ennþá leyfa sér sumir
kristnifræðikennarar að segja við
börnin: Krakkar mínir ég trúi
þessu ekki en þið ráðið hverju þið
trúið. En ef rætt er um kenningu
sem er verið að sanna með breyti-
legum kenningum, t.d. um milljón-
ir milljóna ára aldur sköpunar-
verksins og að maðurinn sé kom-
inn af apa eða eðlu úr sjó þá eru
engin andmæli og allt tekið sem
gott og gilt.
Og nú er svo komið að ótrúlega
margir þættir þjóðlífsins eru sem
hálfhengdir, frelsið er kyrkings-
legt og virkar oft sem ófrelsi og er
ófrelsi þó að puntað sé upp með
lýðræðis- og frelsistali.
Stofnun fyrsta
kaupfélags og
„Sósíalistaklæðin“
Stofnun fyrsta kaupfélagsins á
Islandi var einstaklingsframtak
og stórátak til handa frjálsri sam-
keppni í verslun og viðskiptum. En
með tímanum tóku við menn sem
höfðu ótrú á frjálsri samkeppni
m.a. í verslun og viðskiptum og
börðust fyrir að fá skattfríðindi til
handa kaupfélögunum sem tókst á
timabili, lokað var fyrir lántöku
til smákaupmanna svo að þeir
fóru á hausinn og kaupfélögin
keyptu víða upp eignir þeirra. Síð-
an fengu þau aðstöðu í nefndir og
ráð ríkisbankanna en þessi einok-
unarfyrirtæki i peningamálum
þjóðarinnar eru beint og óbeint
höfuðvígi í sálarbraski alþing-
ismanna og kvenna í landinu.
Nú er svo komið að það má með
sanni spyrja: Hvar í heiminum
þekkist slíkur auðhringur og SÍS
sem er nær sjálfu sér nægur í öllu,
„Ríki i ríkinu"? Þeir reka banka
og kaupfélögin reka innlánsstofn-
anir hvert á sínum stað. Þeir eiga
olíufélag, skipafélag, tryggingar-
félag. SIS er einn af einokunarað-
ilum í fiskútflutningi, SÍS á stór-
U
an hlut ásamt Ríkinu í einokun-
arfyrirtækinu Aðalverktökum á
Keflavíkurflugvelli. Þeir reka
heildsölu, einnig smásölu, þeir
eiga hlut í ferðaskrifstofu og flug-
félagi o.fl. mætti telja. Er þetta
böl og ófrelsi í verslun og viðskipt-
um og lögskipaðri lágri álagningu
ávinningur fyrir SÍS? Ef illa geng-
ur, taprekstur hjá sameignarfé-
lögum, hlutafélögum og einkafyr-
irtækjum, þá bara fara þau á
hausinn en ef taprekstur er á einu
fyrirtæki SIS þá eru útréttir arm-
ar dótturfyrirtækja þess sem
hlaupa undir bagga og brengla þar
með alla frjálsa samkeppni. Hver
man ekki eftir harmakveininu
nýlega á Akureyri og m.a. kröfð-
ust þeir að fá skilning þ.e.a.s. rík-
isstyrk, en rétt á eftir kveininu
keypti einn armur SIS vel rekið
einstaklingsfyrirtæki á Suðureyri,
sem að vísu stóð illa á fyrir þá
stundina. Ef SIS er ekki auðhring-
ur þ.e.a.s. auðhringasamsteypta,
hvað er þá auðhringur?
Auðhringalög
Hvað er vinstri flokka stefna?
Hún er m.a. að mata og rétta öll-
um, miðstýra sjálfsbjargarvið-
leitni einstaklinga með of miklum
ríkisafskiptum. Reynt er að gera
fólk ósjálfstætt, hjálparvana með
útréttar hendur til Ríkisins og að
viljalausum verkfærum í anda
meðalmennskunnar. Þessar
vinstri ekki dyggðir eru fram-
kvæmdar í skjóli þess að verið
væri að hjálpa fátæku fólki og
gjöra alla jafna. En hvað er jafn-
rétti? Er það ekki jafnrétti að fara
ekki í manngreinarálit og gefa öll-
um jafnan rétt og aðstöðu til að
sjá fyrir sér og sínum og að launa-
fólk sem ekki vill önnur umsvif
geti lifað af 8 stunda vinnudegi.
Væri það ekki að stuðla að jafn-
rétti ef Alþingi setur löggegn auð-
hringamyndun til að vernda ein-
Ásdís Krlingsdóttir
staklingsframtak og frjálsa sam-
keppni fólksins í landinu?
Hvað er að og af hverju fá olíu-
félögin t.d. að reka bensínútsölu-
staði og Mjólkursamsalan að vera
í samkeppni við bakara o.fl.?
Hvað er hægri-
flokka stefna?
Grundvallarstjónarmið hægri-
flokkastefnu er að stuðla og að
greiða fyrir frjálsu framtaki ein-
staklinga, en frjálst framtak er
sjálfsbjargarviðleitni einstaklinga
til að vinna fyrir sínu brauði, sjá
fyrir sér og sínum, til þess að vera
ekki upp á neinn kominn. Sú gjörð
er ábyrgðartilfinning gagnvart sér
og sínum og samfélaginu til
handa. En ef ábyrgðartilfinningin
hverfur, hvað verður þá um heið-
arleikann og samviskusemina i
starfi.
Þessi þáttur í hægri stefnumót-
un slær í takt við kristilegar
dyggðir.
Náungakærleikur og öll sam-
hjálp á vegum samfélagsins skal
vera hvetjandi stefna til handa
sjálfsbjargarviðleitni einstaklinga
en ekki letja þá og sá þar með inn
illsku og heimtufrekju annarra.
Þeir sem ekki geta borið hönd
fyrir höfuð sér eru í sérflokki og
mættu margir heilbrigðir af þeim
læra bæði fyrir dugnaðinn að
reyna að bjarga sér og lítillætið og
þakklætið sem fyrir þá er gjört.
Að sinni!
Ég minnist orða aðdáenda ríkis-
reksturs án frjálsrar samkeppni á
jafnréttisgrundvelli. Hann sagði í
blaðaviðtali fyrir síðustu Alþing-
iskosningar, m.a. að íhaldið ætlaði
að stela eignum fólksins í landinu.
En hver getur séð fyrir sér og sín-
um með því að álíta sig eiga eign-
arhlut í slíkum fyrirtækjum og
hafa ekki annað í höndunum þeg-
ar á reynir en „slagorðin".
Háskóli Islands æðsta mennta-
stofnun þjóðarinnar hefir haft
stór miklu hlutverki að gegna með
að veita þjóðinni velmenntaða ein-
staklinga til ýmissa starfa, en
hvaða sess skipa kristilegar
dyggðir, sannleikur, réttlæti og
náungakærleikur samhliða sér-
námi? Mennt er máttur en mennt-
un í réttlæti er máttugri. „Kær-
leikurinn er máttugastur." Kenn-
ingar Marx gamla hafa um ára-
raðir átt gott skjól í Háskóla ís-
lands og hefir stofnunin verið sem
uppeldisstöð guðleysis og mata og
rétta samfélagsskoðana. En nú
vill svo til að þessi virðulega
stofnun kvartaði nýlega yfir skiln-
ingsleysi yfirvalda vegna ónógra
fjárframlaga til stofnunarinnar.
En hvar á að taka peningana?
Ekki hafa ríkisreknu fyrirtækin
skilað það miklum arði sambr.
blaðagrein Höskuldar Jónssonar
ráðuneytisstjóra, að peningavon
komi þaðan í rekstur og eyðsluhít
skólans. En hverjir eiga að afla
peninganna m.a. til samhjálpar og
samfélagsþarfa? Er ekki ljótt að
tala um peninga „græða" og hefir
ekki verið reynt um áraraðir að
setja steinbitstak á frjálst fram-
tak einstaklinga og frjálsa
viðskiptahætti, vegna þess að slíkt
athafnafrelsi væri aðeins hugsjón
kapitalista en ekki sjálfsögð
mannréttindi?
Marx gamli virðist taka sig vel
út í sósíalistaklæðunum og er ekki
af baki dottinn við þá iðju sína að
brjóta á bak og breyta mannlegu
eðli og þeim eiginleikum og skyld-
um sem Guð hefir áskapað mann-
fólkinu að standa á eigin fótum og
vera ábyrgt gjörða sinna.
í bókinni Neðanjarðarkirkjan
eftir sr. Wurmbrand segir m.a.:
„Janfvel hundurinn elskar beinið
sitt.“
Prófdómarinn Raymond Seel í góðum félagsskap nokkurra kennara við Söngskólann í Reykjavík.
Söngskólinn í Reykjavík:
Prófdómari frá Eng-
landi prófar nemendur
IIKK Á iandi er nú staddur i vegum
Söngskólans í Kcykjavík prófdómari
fri Koyal Assoriated Board of Vlusir,
en i vegum þeirra samtaka starfa m.a.
allir konunglegu lónlistarskólarnir i
Knglandi, en þoir eru 4 talsins.
Söngskólinn hefur allt frá því er
skólinn tók til starfa fengið hingað
til lands prófdómara frá samtökum
þessum til að prófa hæfni nemenda
skólans í því augnamiði að gera
staðal Söngskólans á við það sem
best gerist erlendis.
Prófdómari að þessu sinni var
Raymond Seel. Prófaðir voru 69
nemendur og af þeim fullnægðu 67
þeim kröfum sem gerðar voru en
slíkt hlutfall er á við það besta sem
gerist í slíkum skólum í heiminum.
Skólaslit Söngskólans fara fram
laugardaginn 22. maí kl. 2 og í beinu
framhaldi af skólaslitunum verða
nemendur skólans með tónleika í
Gamla bíói kl. 3. Öllum gestum tón-
leikanna verður boðið að þiggja
ókeypis kaffiveitingar í húsakynn-
um skólans að tónleikunum loknum.
Einar Einarsson leikur á gítar
á Sal Menntaskólans á Akureyri
Gítartónleikar verða á Sal
Menntaskólans á Akureyri í dag
miðvikudag þann 19. Þar leikur
Einar Kristján Einarsson verk
eftir Bach, Torroba, Villa-Lobos,
R.R. Bennett og fleiri. Einar lauk
nú nýverið burtfararprófi frá
Tónskóla Sigursveins D. Krist-
inssonar þar sem aðalkennarar
hans voru Gunnar H. Jónsson og
Jósep Ka Cheung Fung. Eins og
áður sagði verða tónleikarnir á
Sal Menntaskólans og hefjast þeir
kl. 20.30. .... . .
(Freltalilkynning.)
Drykkjan ætíð
áhættusöm
Frá Áfengisvarnaráði:
Öðru hverju birtast fregnir
um „rannsóknir" sem eiga að
hafa leitt í ljós að „hófleg áfeng-
isneysla" dragi úr hættunni á að
menn fái ákveðna hjarta- og
æðasjúkdóma. Yfirleitt stendur
ekki á blaðamönnum að birta
slíkar fregnir. — Vegna þessa er
sérstaklega um þetta fjallað í
skýrslu (hinni fjórðu) til Banda-
ríkjaþings um áfengi og heilsu.
— Þessi skýrsla var lögð fram í
-fyrra og segir þar m.a.:
„Full ástæða er til varkárni
þegar fjallað er um það sem
menn gera ráð fyrir að séu já-
kvæðir fylgifiskar áfengisneyslu.
Með hliðsjón af því sem nú er
vitað um Jæssi efni er mönnum
gerður bjarnargreiði með því að
hvetja til áfengisdrykkju til að
koma í veg fyrir hjarta- og æða-
sjúkdóma eða hindra að þeir taki
sig upp að nýju. Óhætt er að full-
yrða að líti út fyrir að einhver
möguleiki sé á heillavænlegum
áhrifum hófdrykkju verða þau
að engu vegna þeirrar áhættu
sem hlýst af aukinni neyslu. Þar
kemur m.a. til hætta á háum
blóðþrýstingi, hjartaslagi,
vöðvaskemmdum (kardiomyop-
ati), svo og fleiri þættir varðandi
heilsufar, að ógleymdu því fé-
lagslega tjóni sem mikil áfeng-
isneysla veldur."
(ÁfpnKÍNvarnaráð 7. maí ’82.;