Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 18
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ1982 Orkumál og olíustyrkur eftir Jens í Kaldalóni Svo sem eðlilegt er, rísa orku- mál landsbyggðarinnar hátt í hug- um manna til umræðu og umþenk- ingar, enda hér um það stórmál að ræða, — sem svo alvarlega snertir hag og afkomu alla, að fátt eitt sverfur og sargar fastar að lífsstíl manna, en sú rándýra upphitun, sem á undanförnum hörku- veðravetrum hefur stór skörð gleypt úr þeirri ekki alltof stóru launaköku, sem almenningur hef- ur úr að spila. Það sem hér verður að umræðu haft eru upphitunarmál okkar Djúpmanna, svo sem þau hafa á svið sett verið frá þeim opinberu aðiluni sem allt skyldu í sölurnar leggja til að létta af herðum neyt- andans þeim drápsþunga synda- bagga, sem upphitunar kostnaður dreifbýlismanna nú orðinn er. Engan olíustyrk höfum við fengið hér í Snæfjallahreppi síðan á miðju ári 1980, eða nærri að vera komin 2 ár. En hinsvegar borgum við auðvitað eitt og hálfa prósent- ið í söluskatt af öllu því sem við lifum og hrærumst í, sem til þess var ætlað að jafna mesta kúfinn af olíuhækkunnni til húsahitunar. Held ég að varla verði sagt að slíka ósvinnu hafi mennsku fólki oft boðið verið í samskiftum af opinberu drottinvaldi í jafn ógeðslegu formi og því, að stað- hæfa að nægjanlegt rafmagn sé fyrir hendi frá Orkubúi Vestfjarða til upphitunar húsa og annarrar orku-rafmagnsnotkunar hér í Djúpi. Svör Orkubús Vestjarða við fyrirspurn frá Fjórðungssam- bandi Vestfjarða dags. 17. des. sl., dagsett 11. janúar sl. hljóða svo: „í mars 1980 var sett upp 200 kw dísilstöð í Reykjanesi til viðbótar 2 stk 50 kw dísilvélum sem þá voru fyrir hendi þar og voru áður not- aðar sem varaafl fyrir Reykja- nesskólann. Segja má að síðan í mars 1980 hafi veitukerfi og orkustöðvar í Isafjarðardjúpi ver- ið í stakk búnar til að skaffa upp- sett hámarksafl á svæðinu." Ef ekki þarf að hafa meira fyrir sannleiksgildi orða sinna til að setja þau á blað, og aðrir skuiu eftir lifa, er ekki vandasöm staða Körfubílar — Vinnupallar pál mn/on &VAL/XOn Klapparstíg 16 S:27745 w , 27922 að standa í forsvari fyrirtækis svo sem Orkubús Vestfjarða, því sannleikurinn er sá, — að í allan fyrravetur, og það sem af er þess- um vetri, frá hátíðum að telja að minnsta kosti, og þó öllu betur að desember meðtöldum, hafa þessar stöðvar í Reykjanesi verið aðalafl- ið sem fyrir hendi er hér norðan Djúps, ásamt skólasetrinu öllu í Reykjanesi. Ekki þó 300 kw. held- ur aðeins 220 kw. eftir því sem eftirlitsmaður vélanna í Reykja- nesi segir sjálfur, og sem ég best þekki að sannsögli og heiðarleika. Það er sem sé ekki alltaf nóg að horfa bara á skiltið á vélunum, sem upphaflegt afl þeirra er mið- að við, þetta eru nl. orðnar útslitn- ar, eldgamalr mskínur, sumar lík- lega margra tuga ára. Það var í smáfrostakafla hér í vetur, og þá ekki síður í fyrravet- ur, að Blævardalsárvirkjun var al- gerlega stopp, og Mýrarárvirkjun hefur ekki snúist einn einast hring síðan á hátíðum í vetur, enda voru hér hálfrauð Ijósin í perunum um langan tíma af spennufalli, og svo urgandi í mjaltavélamótorunum þá í gang voru settir á mjöltum, að maður var með lífið í lúkunum að allt brynni yfir. Svo á að segja okkur að nóg rafmagn sé til upp- hitunar að auki. Þvílíkt og annað eins. Eftir svo að hlýnaði ögn og bleytukafla gerði í febrúar, þá var hægt að gangsetja Blævardalsár-' virkjun og bæta inná kerfið, og þá lítillega lagaðist spennan, — en 20—25 kw. tjáir stöðvarstjórinn þar að mesta nyt fáist úr þeirri kostakú, og hafi aldrei meiri verið síðan eftir hátíðar í vetur. — í fyrravetur kallaði sami eftirlits- maður hvað eftir annað í talstöð um að koma þeim boðum til fólks hér á bæjum, — ef með eitthvað rafmagn væri til hitunar, að taka það af, hvað ég og gerði, sem þó var ekkert um að ræða, þar sem gott þótti að hafa til ljósa og eld- unar. Þótt gamnað hafi sér þjóð okkar með því að þorskurinn hafi fögur hljóð og finnist oft á heiðum, — er hitt síður en svo gamanmál, að útbýta þeim hroðalegu öfug- mælum, að orkustöðvar við Djúp séu í stakk búnar til að skaffa það hámarks-rafafl, sem þurfa kann til upphitunar húsa hér í Djúpi, auk annarrar rafmagnsnotkunar. Eru slík öfugmæli slík fyrn i óskammfeilni, að afsökunar mætti vægast sagt á þeim biðja, í stað þess að staðhæfa í 3. málsgrein í áðurgreyndu svari Orkubúsins að: — Gera má ráð fyrir að innstillt markafl á hverju býli dugi til upp- hitunar og almennrar heimilis- notkunar — sem hér segir: í Snæfjhr. 6 bæir, Nauteyrarhr. 8 bæir, Reykjarfj.hr. 5 bæir, og í 4 málsgrein: Engar hömlur hafa verið á leyfisveitingum mark- Jens í Kaldalóni taxta, — og svo er heldur ekki nú um rafhitunartaxta á þessu svæði.“ Maður hreint og beint gapir, eins og lómurinn, uppí skýin, eftir að sjá slíkt vottorð frá ábyrgum aðila Orkubús Vestjarða undir- skrifað af Jakobi einhverjum Ólafssyni. En þegar ég átti tal við sjálfan Orkubússtjórann í vetur, Kristján Haraldsson, var í honum allt annað hljóð að heyra. Það mátti segja, að það væri eins og maður talaði við mann af viti. Við höfum verið hér með 10 kw mark- taxta allar götur síðan fyrst að rafmagnið kom hér, en aldrei fengið þann skammt að vetri til, enda kílóvattstundin kostað hér að meðaltali uppí 70 aura. Enda hafa menn hér fengið lækkaða sína marktaxta sumir hverjir, þar slíkur taxti hefur lengst af verið keyptur útí loftið, og borgað fyrir rétt eins og ekkert mél væri í pok- anum sem keyptur væri. Þetta þekkjum við hér mætavel. í Snæfjallahreppi eru 6 bæir, auk Radíóstöðvar Landssímans, í Nauteyrarhr. eru 15 bæir, og gróð- urhús að auki. Ofan á þetta bætist svo Reykjanesskólinn með 60—70 kw. meðalnotkun. Hér væri því komin ekki undir 300 kw meðal- notkun bara til upphitunar á þess- um bæjum og fyrir Reykjanes- skólann, og ætti þá hverjum meðalgreindum hagfræðingi eða rekstrarstjóra fyrirtækis að vera hæg sú reikningskúnstin að sjá hvað afgangs verður til allra ann- arra nota af 240—250 kílóvatta heildarframleiðslu sem fyrir hendi er, með því að ekkert uppá- fallandi komi fyrir. En fyrir Reykjafjarðar- og ögurhreppa hefur Botnsvirkjun rétt dugað, enda staðið sig langsamlega miklu best af þeim vatnsaflsstöðvum sem hér í Djúpi eru. Það er ekkert gamanmál, að kosta uppá dýrar breytingar úr olíukyndingu í rafmagns, vitandi vits, að engin leið er að fá þá orku í rafmagnsformi sem til þess þarf, og því af biturri margra ára reynslu okkar þekkjum við þessi mál útí æsar, svo engar sjónhverf- ingar þurfum við þar um að læra. En á þessum sjónhverfingavott- orðum Orkubús Vestfj. virðist sem olíustyrkurinn hafi verið af okkur tekin. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að við íbúar þessara tveggja sveita erum svo miskunnsamir hver öðr- um, — að við höfum reynt að hliðra svo til hver fyrir öðrum eft- ir bestu getu, að miðla þeim raf- magnsútkostum svo bróðurlega á milli sín, að ekki hafi í þeim eilífu hörmungum staðið, að standa í kolsvarta myrkrinu kvölds og morgna langtímum saman, þar sem rafmagninu slær út sí og æ, og eru flestir orðnir langþreyttir og svekktir á slíkum uppákomum. Hitt er ekki síður staðreynd, að menn gera það ekki að gamni sínu að brenna 8000—10000 lítrum af gasolíu á ári á bæ til upphitunar húsa sinna. Það er ekkert glingur né gamanmál, þegar langt í 4 milljónir gamalla króna fer til þess aðeins að halda viðunandi hita í hýbýlum sínum. Það er engin lifandi sála hér í sveitum heldur svo grannt þenkj- andi, að ekki viti mæta vel, að ef rafmagni væri hleypt hér á alla bæi til húshitunar, að þá yrði hér myrkur um miðjan dag til allra annnarra nota, — og þá heldur enginn hér í sveitum svo vitlaus, að ekki margfaldlega viti, — að engin glóra er í því að framleiða • rafmagn með dísilvélum inní Reykjanesi til upphitunar húsa hér um allar sveitir, en aðeins í janúar einum saman var ausið á þessar vélar 35 þúsund lítrum af olíu, sem kosta mun með núv. olíu- verði um 128 þúsund krónur, eða tæpar 13 milljónir gamalla króna, en svo liggja nýuppbyggðar vatns- aflstöðvar steindauðar og stopp- aðar af því að vantar að veita að þeim aflinu sem þær áttu að vinna með m.a. vatnsmiðlunarlón Mýrarárvirkjunar nær veggjafullt af malarframburði og grjóti, og búið að liggja í mörg ár án þess að nokkur hreyfi hendi til að moka því út eða hreinsi. Og svona er nú stundum þegar eini hatturinn er kominn á höfuðið á bergrisanum, sem með samstilltum kröftum tel- ur allra meina bót að færa allar einingar saman í stórt veldi, sem getur svo flaggað vottorðum um allsnægtabúið í orkumálum sín- um, og hvað skal þá smælingjun- um farast að vera að jarma um litia spenan sinn, olíustyrkinn. Og ef að viðskiptaráðherrann okkar er sá miskunnsami samherji, sem hann í fyrravetur virtist, þá er hann sagði það aldrei mætti verða, að nokkur maður yrði lát- inn borga skatta af tilbúnum, ímynduðum tekjum þeim sem skattalög útdeildu, væri honum nú sæmst að leggja svo fyrir sveina sína í ráðuneytinu að borga nú orða- og umtalslaust allan þann olíustyrk sem af okkur rændur hefur verið frá 1. júlí 1980 til þessa dags, með vöxtum og fullum vísitölubótum. Lionsmenn gefa hjartalínuritstæki llveragerði, II. maí. LIÖNSKLÚBBUR Hveragerðis hef ur fært heilsugæzlustööinni að gjöf vandað hjartalinuritstæki og afhenti formaður khúbbsins, Hallgrimur Egilsson, tækið á fundi 10. maí sl., en Björn Johnsen, heilsugæzlu- læknir, veitti því viðtöku. Sagði Björn við þetta tækifæri, að slíkt tæki hefði tilfinnanlega vantað, en heilsugæzlustöðin var nýlega tekin í notkun og væri hún því að ýmsu leyti vanbúin tækjum. I bráðum hjartatilfellum gæti það varðað líf eða dauða að hafa slíkt tæki, sem væri svo létt og hand- hægt að hægt er að fara með það til sjúklingsins í stað þess að flytja hann i læknastofuna. Lionsfélagar í Hveragerði, sem eru um 30 talsins, hafa áður gefið augnprófunartæki (glákutæki), smásjá og súrefnistæki og unnið margt fleira að heilbrigðis-og mannúðarmálum hér í byggðar- laginu. Sigrún DAGA TIL AÐ SLÁ ÞÉR Á KASSETTUTÆKI FRÁ AKAI MEÐ 20% VERÐLAUNA- AFSLÆTTI.* Laugavegi 10 sími 27788 * Miðað við staðgreiðslu 80 66 FARÐU EKKITÆKJAVILLT - TRYGGÐU ÞÉR M IGÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.