Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 2
4 2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ1982 V elferdarsamfélagið líka fyrir aldraða? Uppi á lofti er hríkalegt um aö litast. Reykháfurinn snarhallar og telur Þorsteinn að ekki þurfi mikið til aö hann sligist alveg og falii í gegn um húsiö. Gegn um rifur í mæninum sér upp í heiöan himin. Þorsteinn Jónasson: „Mig hryllir beinlínis við að þurfa að hírast hér eitt árið enn“ l'egar ég haföi gengið tvo hringi í kringum húsið að Vesturgötu 5, sem er stakstætt timburhús og allhrörlegt, hafði ég alveg gefið það frá mér að þarna gæti verið mannabústaður. Víða eru rúður brotnar í gluggunum og það hefur verið neglt fyrir marga. Gardínur fyrir glugga á annarri hæð og munir í gluggakistunni bentu þó til að þarna hefði a.m.k. verið búið til skamms tíma. Ég lét því slag standa og þrýsti á ósjálegan bjölluhnapp við dyrastaf, sem málningin er farin að flagna af. Og viti menn — einhver kemur niður stigann. Þorsteinn Jónasson, fæddur rétt uppúr aldamótum, en kvikur í hreyfingum og ber aldur- inn vel. „Þetta er ekkert hús,“ segir hann þegar við förum upp stigann. „Það er mesta furða að það sé ekki farið á hliðina — gólfið er 10 senti- metrum lægra að austanverðu en vestan." — Og hvernig er svo að búa þarna? „Það er hreinasta hörmung," segir Þorsteinn. „í rigningum drýp- ur vatnið viðstöðulaust hér niður veggina hjá mér og er alveg búið að eyðileggja betrekkið. Þetta er eng- in furða — ef þú færir hérna upp á loft gætir þú séð í heiðan himin í gegn um mæninn. Ég hef verið að reyna að setja ílát undir lekann, en það er vonlaust verk — vatnið vætlar svo víða inn. Kalda vatniö hefur frosið hér í pípunum Húsið er svo gisið að hér verður alveg nístingskalt í frostum. Það bætir ekki um, að þegar kalt er og mikið álag á hitaveitunni, kemur ekkert heitt vatn hér á ofnana. Það hefur oft komið fyrir að kalda vatnið hefur frosið í pípunum, ef ég hef ekki gætt þess að láta renna stöðugt. Þá hef ég ekkert vatn hér þar til hlýnar aftur. Það hefur bjargað mér að ég er með gasvél hér í eldhúsinu, þannig að ég get haft dálítinn yl þar. Ég elda þá á henni líka til að spara rafmagnið. Ég hef að visu raf- magnsofn hérna, en nota hann ekki nema þegar alveg nauðsynlega þarf — rafmagnið er svo dýrt að ég hef hreint ekki efni á því. Unglingar hafa gert þrjár árásir og stútað rúðum Hitinn er líka fljótur að rjúka út hérna. Húsið er gisið og gluggarnir grautfúnir. Ég ætlaði að láta lappa uppá þá nýlega, en þeir sögðu að það væri ekki viðlit — póstarnir væru orðnir svo fúnir að þeir myndu aldrei halda nöglum. Það gustar stöðugt hérna inn þegar hann stendur uppá og ég verð að hafa ílát undir gluggakistunum svo vatnið fari ekki út um allt gólf. — Það hefur verið neglt hérna fyrir flesta gluggana? „Já, unglingar hafa gert þrjár árásir á húsið og stútað rúðum. Síðast þegar þeir komu hótuðu þeir að kveikja í húsinu er ég reyndi að fá þá til að hætta. Ég hef svo látið negla fyrir þessa glugga sem þeir hafa brotið og reynt að þétta þá með pappa eftir föngum — annars væri ekki viðlit að hafast hér við.“ — Hvað hefurðu verið hér lengi? „Ég var búinn að vera hér í 12 ár þann 14. apríl sl. og ég vona að þau verði ekki fleiri. Ég hef reynt að komast í betra húsnæði, en það hefur ekki gengið. Fyrir fjórum ár- um lagði ég inn umsókn hjá Félags- málastofnun Reykjavíkur og hefur hún legið þar síðan. Ég hélt að það væri nóg að leggja inn umsókn, en það þarf víst að fylgja þessu betur eftir, það veit ég núna. Ég hef góða. von um að það rætist úr fyrir mér með húsnæði áður en langt liður.“ — En færðu ekki einhverja heimilishjálp? „Nei, hér kemur enginn. Ég hef legið hér veikur í rúminu í hálfan mánuð, án þess að nokkur hafi komið. Það vildi til að ég hafði sím- ann og gat látið drengina mína ná í lækni fyrir mig.“ — En hvernig gengur þér að komast af fjárhagslega? „Það gengur með ýtrasta sparn- aði. Það er ekki mikið sem ég borða — ég elda ofaní mig sjálfur og nenni ekki að matreiða nema eina máltíð á dag. Svo er ég með brauð og kaffi á öðrum tímum. Vatnið drýpur stöðugt niður veggina f rigningum Það er ekki há leiga sem ég borga, en húsráðandinn hefur held- ur ekki fengist til að gera neinn skapaðan hlut fyrir húsnæðið. Mér varð því ekki um sel þegar leigan var hækkuð fyrirvaralaust um helming í vor. Sjálfur hef ég eytt töluverðu fé í að lappa uppá þenn- an hluta hússins sem ég bý í. Ég lét teppaleggja hér, eins og þú sérð, og ætlaði líka að láta mála húsið hérna hjá mér. En það hefur bara ekki nokkra þýðingu — vatnið drýpur stöðugt niður veggina hérna í rigningum eins og ég sagði þér. Ég sá að það var ekki annað en vitleysa að reyna að mála þá og hætti við það.“ Þorsteinn á mikið starf að baki. Hann stundaði búskap í 40 ár, síð- an byggingarvinnu í Reykjavík og Kópavogi, og á tímabili var hann ríkisstarfsmaður. Ég spyr hann hvort ekki séu mikil viðbrigði að hafa svona litlar tekjur. Hryllir við að hírast hér eitt árið enn „JÚ, mér bregður mikið við — en það þýðir ekkert að vera að kvarta. Ef ég hefði betra húsnæði og ein- hverja heimilishjálp kæmist ég sæmilega af. Auðvitað verð ég að spara við mig eins og framast er unnt til að endar nái saman — en meðan það gengur er ég sæmilega ánægður. Börnin mín líta alltaf inn til mín, þegar þau eiga leið í bæinn. Ég á 9 börn sem öll eru gift og hópurinn stækkar óðum því barnabörnunum er alltaf að fjölga. En börnin mín hafa ekki getað hjálpað mér neitt — þetta er allt fjölskyldufólk sem á nóg með sig.“ Að lokum segir Þorsteinn mér að það sé mjög algengt að útlendingar séu að mynda húsið að utan. „Það er líklega vegna þess að það stend- ur á svo áberandi stað í miðbænum svona hrörlegt, og þeir sjá að það er búið hérna. Mér þykir það leið- inlegt þegar þeir eru að taka ljós- myndir af húsinu, svona íbúðar- húsnæði er alls ekki dæmigert fyrir Reykjavík. Ég bind miklar vonir við að vist mín hér í húsinu sé brátt á enda,“ segir Þorsteinn. „Það var mjög erf- itt að vera hér í vetur og mig hryll- ir beinlínis við að þurfa að hírast hér eitt árið einn.“ — bó. Þorsteinn hefur komið fyrir fötu upp undir loftinu til að taka viö lekanum — með litlum árangri, því í rigningum vætlar vatnið um alla veggi. Breiöa verður yfir alla viðkvæma hluti sem standa nálægt veggjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.