Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ1982 71
Misþykkir eru
blinds manns bitar
eftir Pétur
Bjarnrason, Isafirði
Það brá mörgum all illilega í
brún, þegar í ljós kom hvað það
var, sem yfirnefnd hafði náð sam-
komulagi um í fiskverðsmálum,
eftir að flotinn hafði legið í höfn
frá áramótum og fram yfir miðjan
janúar í því skyni að þrýsta á um
ákvörðun fiskverðs.
Niðurstöður þeirra ákvarðana,
sem þar voru teknar, eru í stuttu
máli þær að ungviðisdráp er verð-
launað með of háu verði á smá-
fiski. 111 meðferð á veiddum fiski
er verðlaunuð með hækkandi verði
á óslægðum fiski, og með því að
stuðla að því að komið sé með all-
an fisk óslægðan að landi er komið
í veg fyrir að mannshöndin komi
að liði við aukið klak á miðunum.
Síðan er ákveðið að stofna ein-
hverskonar matsráð til þess að
styðja við bakið á Framleiðslueft-
irliti sjávarafurða þegar á að fara
að meta morkuna, sem af þessari
verðlagningu leiðir.
Það er illa hægt að slá fram
slikum fullyrðingum án þess að
rökstyðja þær nokkuð nánar, þó
það ætti að vera óþarft fyrir þá,
sem til málanna þekkja.
Það er þá í fyrsta lagi að benda
á að verðmunur á 2ja og 5 kg fiski
er aðeins 50 aurar pr. kg og þar af
leiðandi alls ekki ófýsilegt að
veiða smáfiskinn, ef hann fæst,
enda ekki óalgengt að meðalþungi
fisks í heilum togaraförmum sé
2—3 kg. Nú sjá allir sem sjá vilja
að dráp á 2ja—3ja kg fiski er
hreint útsæðisát þar sem um er að
ræða fisk, sem getur orðið allt að
12—15 ára gamall og yfir 10 kg að
þyngd.
Það hlýtur að vera þjóðhagslega
óhagkvæmt að drepa smærri fisk
en 5 kg, og við það ætti verðlagn-
ingin að miðast. Við verðum að
gera okkur grein fyrir því að nú
tekur enginn annar þennan fisk og
hann fer ekki neitt í burtu en
stækkar aðeins frá ári til árs.
Um að verðlagningin verðlauni
illa meðferð á fiski með 23,3%
hækkun á óslægðum fiski þegar
hækkun á slægðum fiski er aðeins
16,4% þá er því til að svara að
engin meðferð á fiski er verri en
að kasta honum saman í tugum
tonna í lest eða á þilfari, óslægð-
um og óísuðum, í mismunandi
langan tíma, þar til hann er
slægður í landi. Engin meðferð,
sem fiskurinn fær á seinni stigum
verkunar, getur afmáð þær
skemmdir, sem fiskurinn hefur
orðið fyrir við slíka meðferð. Frá
gæðamatslegu sjónarmiði ætti því
skilyrðislaust að slægja allan fisk
á sjónum, hvort sem um er að
ræða á togurum eða neta- og línu-
bátum, og ísa hann strax, helst í
kassa, og við það ætti verðlagning
og fjöldi áhafnar að miðast.
Á árunum fyrir seinni heims-
styrjöldina var oft mikill fjöldi
erlendra og innlendra togara og
færaskipa á saltfiskveiðum á Sel-
vogsbanka. Á þessum flota stóðu
menn í blóðgun, hausun og flatn-
ingu sólarhringum saman svo nam
hundruðum tonna á dag. Þá sagði
Bjarni Sæmundsson, að liklega
væri svelgurinn á togurunum á
Selvogsbanka stærsta klakstöð í
heimi, þar sem saman hrærðust
hrogn og svil svo tugum tonna
skipti og rynnu síðan í sjóinn. Nú
er allur netafiskur kasaður niður í
lest og allt drepið, sem innan í
honum er svo útilokað er að nokk-
uð af því komist til lífs. Svo er
verðlagningunni fyrir að þakka.
Til áréttingar þeirri skoðun
Bjarna Sæmundssonar að hrogn
og svil geti verið lifandi um ein-
hvern ókannaðan tíma þó fiskur-
inn sé dauður má geta þess að
dauðir laxar hafa verið fluttir
utan af landi til Reykjavíkur og
kreistir þar í klak með ágætum
árangri.
Helstu veiðarfæri, sem notuð
eru á íslandi í dag, eru net, troll og
lína. Öll eru þau búin þeim eigin-
leikum að vera veljandi, annað-
hvort á stærðir eða gæði og einnig
á hvortveggja,
Lína er veljandi á gæði og skilar
fiskinum lifandi og óskemmdum í
hendur fiskimannsins, en hún er
síður veljandi á stærðir. Þó má
hafa nokkur áhrif á stærð með
notkun stærri króka og stærri
beitu.
Á útilegutímabilinu við Snæ-
fellsjökul á árunum fyrir stríð
notuðu norsku línuveiðararnir þá
aðferð að hafa stærri króka og
skera stærri beitu og hafa lengra
á milli tauma og draga hægara
(12—14 lóðir á klst.) heldur en ís-
lendingar sem drógu 18—20 lóðir
á klst. Með þessu lagi fengu þeir
að jafnaði færri en stærri fiska
heldur en við fengum, sem notuð-
um smærri króka, skárum smærri
beitu og drógum hraðar.
Net eru veljandi á stærðir, eftir
því hvaða riðilstærðir eru notaðar
en aldrei veljandi á gæði, því fisk-
ur sem festist í neti byrjar strax
að kafna og um leið að blóðspringa
og heldur því áfram allan tímann
sem hann er í netinu og á leiðinni
upp þegar netið er dregið verður
hann fyrir átaki, sem getur numið
tugum tonna í íll langan tíma eft-
ir því á hvaða dýpi og i hvað lang-
an tíma netið hefur legið.
Það hlýtur því að vera hverjum
fiskimanni ljóst, sem leggur net
sín í dag, að aflinn sem hann tekur
úr þeim á morgun getur orðið mik-
ill að stærð og þunga, en gæði
fisksins sem kæfður hefur verið á
miklu dýpi geta aldrei orðið svo að
hann geti flokkast í fyrsta flokk.
Þegar svo við bætist kösun í lest
án slægingar og ísunar þá tekur
fyrst steininn úr. Og enn má
þakka verðlagningunni.
Trollið er þriðja veiðarfærið,
sem flotinn notar til þorskveið-
anna. Ekkert eitt veiðarfæri getur
leikið svo í hendi þess, sem á held-
ur, eins og trollið, að það færi hon-
um nákvæmlega það sem hann vill
fá upp í hendurnar. Með möskva-
stærð og fellingu getur hann ráðið
svo til algjörlega hvaða stærð
hann fær og með togtíma og drátt-
arþunga getur hann ráðið gæðum
þess fisks, sem hann innbyrðir. Að
skemma fisk í trolli, hvort heldur
er á togi eða í hífingum, er algjör-
lega þeim að kenna sem á heldur
og getur því alls ekki skrifast á
reikning veiðarfærisins.
Á tímum gömlu siðutogaranna
voru þrjár meginreglur um með-
ferð fisks, sem barðar voru inn í
höfuðið á okkur, sem þar unnum. í
fyrsta lagi að toga aldrei lengur en
einn og hálfan til tvo tíma, því ef
dregið er lengur fer fiskurinn sem
fyrst kom í pokann að kafna og
blóðspringa og sá galli verður
aldrei bættur síðar. í öðru lagi að
hífa aldrei þyngri en tveggja
tonna poka því þá fer fiskurinn að
kremjast og sá galli verður heldur
ekki bættur síðar. í þriðja lagi að
blóðga alltaf upp á milli poka, svo
fiskurinn úr fyrri pokunum lendi
ekki undir kösinni. Þetta voru
grundvallaratriðin, sem eldri
skipstjórnarmenn kenndu okkur
sem þá vorum ungir að væru skil-
yrði þess að við gætum ætlast til
að matsmenn gæfu okkur fyrsta
flokks mat á aflann.
En nú er öldin önnur. Annað
hvort hafa eiginleikar fisksins
breyst eða heldur betur hefur
slaknað á kröfunum til gæðamats-
ins, því nú toga menn allt upp í 4
til 8 tíma og hífa 20 til 30 tonn í
einu. Þó i skutrennu sé og þá er
eðlilega stór hluti aflans meira og
minna dauðblóðgaður. Samt vilja
menn búast við fyrsta flokks mati
á aflann.
Ég hefi séð á prenti eftir Auðun
Auðunsson skipstjóra að siglingar
skipa með óunninn afla á erlendan
markað séu þjóðhagslega óhag-
kvæmar og ætti að banna. Ég er
sammála Auðuni um að það sé
þjóðhagslega óhagkvæmt að sigla
með óunninn afla á erlendan
markað, en það er fleira, sem er
þjóðhagslega óhagkvæmt. Verð-
lagning, sem verðlaunar ungviðis-
dráp og verðlaunar illa meðferð á
fiski og hvetur til notkunar á veið-
arfærum, sem aldrei geta skilað
góðu hráefni, í svo ríkum mæli að
þau bola öðrum burtu af bestu
miðunum, er þjóðhagslega
óhagkvæm og ætti ekki að þekkj-
ast.
Það er nöturleg tilhugsun, að
þegar alltaf er verið að staglast á
því að okkar eina haldreipi til að
halda stöðu okkar á fiskmörkuð-
unum sé aukin vöruvöndun og
strangari gæðakröfur, séu teknar
ákvarðanir um fiskverð, sem
ganga í öllum greinum þvert á þá
stefnu að auka gæði sjávarafurða.
Þegar tekið er tillit til þess, að
frá gæðamatslegu sjónarmiði
skila þorskanet aldrei óskemmd-
um fiski á land, heldur aðeins mis-
munandi mikið skemmdum, þá er
næsta undravert hvað mikils
frjálsræðis netaveiðimenn njóta
um sóknarsvæðin. Þeir hafa í sí-
vaxandi mæli sótt á dýpri mið frá
einu ári til annars og bolað togur-
unum í burtu af þeirri slóð, sem
þeir áður höfðu, því eftir að neta-
bátar hafa lagt trossur sínar er
slóðin orðin lokuð öðrum veiðar-
Pétur Bjarnason
.. ungviðisdráp er
verölaunað meö of háu
veröi á smáfiski. 111
meöferö á veiddum fiski
er verðlaunuð meö
hækkandi veröi á
óslægðum fiski, og með
því aö stuöla aö því að
komið sé meö allan fisk
óslægðan aö landi er
komið í veg fyrir að
mannshöndin komi aö
liði við aukið klak á
miðunum.“
færum, og drauganetagirðingin
liggur áfram á slóðinni og heldur
áfram að drepa fisk og kasa hon-
um dauðum niður til eyðileggingar
öllu öðru lífi árum saman eftir að
þeir þykjast hafa tekið upp net
sín, eins og fram kom í viðtali við
togaraskipstjóra nú í páskastopp-
inu.
Og nú berast kvartanir frá
trilluveiðimönnum á Akureyrar-
polli um að netaveiðimenn þrengi
svo að þeim, að þeim sé nú ekki
lengur vært á veiðislóð, sem þeir
hafi haft að lifibrauði árum sam-
an.
Það má vera harðsnúinn þrýsti-
hópur, sem að því stendur, að fá
fram mestu hækkun á lélegasta
hráefnið, og svo til einokun á öll-
um bestu fiskimiðunum við landið
bæði djúpt og grunnt, ásamt al-
gjöru ábyrgðarleysi á að hafa skil-
ið eftir endalausar girðingar af sí-
drepandi drauganetum allt í
kringum landið löngu eftir að þeir
þykjast hafa tekið upp öll sín net.
Meðan svo fer fram verður lítið
um vöruvöndunarhagnað í ís-
lenskum sjávarútvegi í náinni
framtíð. Og enn má færa verð-
lagningunni þakkir.
Ein þeirra greina sjávarútvegs,
sem verðlagningin hefur haft
slæm áhrif á, er rækjuveiðin í ísa-
fjarðardjúpi. Þegar æviskeiði
nýsköpunartogaranna á ísafirði
lauk, sneru nokkrir þeirra, sem
þar höfðu starfað sé að rækjuveið-
um, þar á meðal undirritaður. Þá
var fiskað í handpillun og menn
fengu greitt fyrir pillað kíló. Því
betri sem rækjan var því betri út-
koma. Smárækjudráp var óæski-
legt, þar sem konurnar pilluðu alls
ekki smárækjuna og útkoman
varð engin. Síðar komu pillunar-
vélar og eitt verð á alla rækju upp
úr sjó. Þá hófst eitt ævintýrið í
útgerðinni. Allt var drepið, sem
hægt var að drepa, því sama verð
var fyrir allt. Verksmiðjunum
fjölgaði úr 3 í 7 og bátum úr 12 í 60
og áður en varði hafði heildarafl-
inn hrapað vegna ungviðisdráps
svo að taka varð upp skömmtun á
hámarksafla. Eftir að farið var að
flokka verð á rækju og bilið á milli
flokka var tiltölulega stutt vakn-
aði aftur áhugi á að losna við
ungrækjuna úr aflanum á toginu.
Til þess beittu menn ýmsum að-
ferðum, svo sem fyrirbindingum
og skolun. Báðar þessar aðferðir
gáfu það góða raun, að þegar
breitt var úr talningsprufunni á
borðinu, þá sást strax á minnk-
andi smárækjumagni í prufunni,
hvort bundið hafði verið fyrir eða
ekki.
Á því leikur enginn vafi í augum
okkar sem höfum haft þennan afla
á milli handanna á hverju kvöldi í
áraraðir, að bæði skolunin og
fyrirbindingin hafa skilið eftir á
miðunum verulegt smárækju-
magn, sem síðan hefur komið
fram í næsta árs veiði, sem vaxn-
ari einstaklingar og staðið undir
vaxandi tonnatali frá ári til árs.
En nú leggja menn þetta ekki á sig
lengur, því nú er ekki eftir neinu
að slægjast, þvi nú er flokkunin sú
að sama verð er fyrir alla rækju á
bilinu 261 til 350 stk. í kíló og á þvi
bili liggur meginhluti ársaflans úr
Djúpinu, svo segja má að um sé að
ræða eitt verð fyrir alla rækju á
vertíðinni og þar með er gamla
ungviðisdrápsstefnan aftur komin
upp á yfirborðið, og enn getum við
hugsað með þakklæti til verðlagn-
ingarinnar.
Ef takast á að koma í veg fyrir
þá ungviðistortímingu, sem núver-
andi verðlagningu fylgir, verður
skilyrðislaust að koma til þrep í
verðlagsstigann um 300 stk. mörk-
in með verulegum verðmun, svo
menn sjái sér hag í að bjarga sár-
asta ungviðinu. Áframhald þeirr-
ar stefnu, sem ríkjandi er í verð-
lagsmálum varðandi verðlagningu
á ungviði er harðasta aðför, sem
að þessum atvinnuvegi hefur verið
gerð og getur ekki endað með öðru
en að samdráttur verði í uppsker-
unni af slíku útsæðisáti.
Það er alþekkt regla að með
tognun má loka möskva og með
fellingu opna þá. Drangsnes- og
Hólamvíkurbátar hafa með góðum
árangri beitt þeirri aðferð að færa
átakið af netinu yfir á belg-
línurnar og fellt netið um 20% að
ofan og 10% að neðan inn á belg-
línurnar þannig að netið er alltaf
slakt og sigtar allan tímann.
Einnig hefur Guðni Þorsteinsson
verið við ýmiskonar fellingatil-
raunir hér í Djúpinu undanfarnar
3 vertíðir og vonandi verður ár-
angur af þeim ungviðinu til vernd-
ar.
En hvað sem því líður verðum
við skilyrðislaust að falla frá
þeirri verðlagningarstefnu, sem
verðlaunar ungviðisdráp í öllum
greinum sjávarútvegs. Við verðum
að gæta þess að nú tekur enginn
útlendingur lengur þann afla, sem
við ekki tökum sjálfir. Við verðum
því að ganga vel um garðinn.
ísafirði, 22. apríl 1982,
LITMYNDIR SAMDÆGURS!
Filman inn fyrir kl. 11 — Myndirnar tilbúnar kl. 17.
Verzlið hjá fagmanninum
lYNDAÞJÓNUSTAí
1178 REYKJAVIK