Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 4
4 4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ1982 V elferðarsamfélagið líka fyrir aldraða? Erna Ellingsen Erna Ellingsen: Guðni Jónsson: „Ekki hægt að bú- ast við því betra“ Guðni Jónsson er um nírætt og býr ásamt konu sinni, Olafíu F. Jó- hannesdóttur, við Öldugötu. „Já, þetta er nú orðinn góður spotti hjá mér, en þó hefur þetta liðið helsti fljótt. En það er margt gert fyrir gamla fólkið. Ég hef ekkert út á það að setja. Það er ekki hægt að búast við því betra. Það er mikill styrkur að ellilaun- unum, margir geta lifað á þeim. Fyrir mitt leyti þarf ég ekki að kvarta. Hingað kemur núna stúlka einu sinni í viku frá heimilishjálp- inni og hjálpar mér í bað. Það er mjög gott. Við erum reyndar óánægð með skrefagjaldið, því þá er verið að skammta manni tíma til að hringja. Við greiðum líka fullt gjald fyrir útvarp og sjónvarp og síma, en fáum örlítinn frádrátt á fasteignagjöldum. Við þurfum varla að kvarta." SIB. GuðniJónsson ERNA Ellingsen er hátt á áttræð- isaldri og býr við Hrefnugötu, en dótturdóttur hennar býr i sama húsi. „Það er gert margt fyrir okkur. Til mín kemur stúlka frá heimilishjálpinni einu sinni í viku og er hér í þrjá-fjóra tíma og síðan kemur önnur frá heim- ilishjúkruninni og aðstoðar mig við að baða mig einu sinni í viku. Ég kemst ekkert út, vegna þess hvað ég er slæm til gangs og eiginlega er það einmanaleikinn sem er verstur. Ég er mjög vel stödd miðað við marga aðra, bæði fjárhagslega og hvað það varðar, að ég bý hér í sama húsi og mitt fólk. Ég er þó alltaf ein í húsinu allan daginn til fimm eða svo. Það er dálítið langir klukkutímar stundum. En ég les mikið. Ég hef því stundum verið að hugsa um, hvort ég gæti fengið einhvers staðar íbúð á svona heimili fyrir aldraða, en jafn- harðan hætt við það, því það eru jú svo margir á undan mér, svo margir sem eru meira þurfandi en ég. Ég veit að það er mjög erfitt hjá sumu af þessu gamla fólki. Fólk sem lifir á ellilaunum og þarf svo kannski að borga húsaleigu og hita og rafmagn af því. Það á afskaplega erfitt. Það hlýtur að vera hræðilegt að þurfa að lifa við það. Ég get því hrósað happi. En auðvitað verður manni stundum hugsað til þess hvað muni gerast, ef maður veikist. Það helsta sem ég sé að í mál- efnum aldraðra eru í fyrsta lagi húsnæðismálin, þ.e. skortur á litlum ódýrum leiguíbúðum í sambýli og hins vegar þarf að efla heimilishjálpina og heimil- ishjúkrunina. Það er til dæmis mjög slæmt fyrir marga, að það er gersamlega útilokað að fá að- stoð á kvöldin eða um helgar. En ég þarf sem sagt ekki að kvarta. En það eru svo margir sem eiga engan að. Hvað gera þeir, ef þeir veikjast?" SIB. „Útilokað að fá aðstoð á kvöldin eða um helgaru Hetjudáð úr heimi fatlaðra: „Umleikinn ölduföldum“ Nýlega barst í hendur mér bók, sem ég hef lítið eða ekkert heyrt getið áður, þótt nú séu þrjú ár síð- an hún kom fullgerð fyrir augu almennings. Samt er hægt að segja það hér strax í upphafi þessarar litlu greinar „við gluggann", að mér finnst hún af tveim orsökum ein hinna merkilegustu bóka, sem ég hef séð. Hún er í fyrsta lagi hetjusaga heillar ættar við Breiðafjörð, sem nefnd hefur verið Hergilseyjar. Og í öðru lagi er hún rituð og unnin af manni, sem hvorki getur hreyft hönd eða fót eiginlega al- gjört undur eða kraftaverk á veg- um fatlaðra hér á landi, já, kannski í heiminum öllum. Bókin heitir: „Umleikinn ölduföldum" og í því heiti felst bæði fegurð og sann- leikur. Aðalsöguhetjan er Eggert Ólafsson, umkomulaus drengur, sem flyzt með foreldrum sínum Steinunni Gunnarsdóttur og Ólafi Bjarnasyni frá Tungumúla á Barðaströnd og setjast að á Von- arvöl, sem var kot á bökkunum við Hólsbúð í Flatey. Þetta er fátækt fólk í orðsins fyllsta skilningi. Og Eggert vekur athygli og verður athlægi fyrir fá- tæklegan klæðnað og er uppnefnd- ur „brekánsstrákurinn", sem 1 draumi varð þó fyrstur allra drengja eyjarinnar til að komast upp á kirkjuturninn í Flatey. Þar er nú mynd hans í dag. Er ekki að orðlengja það, að þessi flækingur af „Ströndinni", verður í raun og sannleika einn frægasti maður landsins á átjándu og nítjándu öld, ekki einungis sem auðmaður með full koddaver af peningum, heldur fyrst og fremst sem bjargvætturinn mikli við Breiða- fjörð í hungri móðuharðinda og hryllingi bólusóttar og holdsveiki. En um leið ættfaðir afi og lang- afi einvalaliðs, sem barðist við all- ar hættur og böl bæði á sjó og landi, sem hrelldi hvert manns- barn á Islandi árum og öldum saman. Það verða ógleymanlegust sjó- slysin í Hergilsey, Bjarneyjum og Oddbjarnarskeri um og eftir alda- mótin 1800, þegar tugir manna, kvenna og barna drukknuðu í fiskiróðrum, flutningum og kirkjuferðum á nokkrum árum. Allt þetta lifði hinn mikli ætt- faðir og hetja eyjanna Eggert í Hergilsey, án þess að bugast, margra kvenna eiginmaður um ævina og líklega afi fjögra barna, sem fórust ófædd með mæðrum sínum í hinni ógleymanlegustu kirkjuferð eyjanna árið 1801, auk allra sem lifðu langa ævi. Hér er aðeins á þetta bent, sem efnivið bókarinnar: „Umleikinn ölduföldum." En annars má fullyrða að sá efniviður gæti orðið efni margra binda ættasagna, allt frá því Egg- ert litli í Tungumúla kemur til Flateyjar og til þess langafadótt- irin ljúfa, Þóra Einarsdóttir, verð- ur allt sem yndi má veita öldungi sem fósturdóttir, leiðir hann um stéttir, er honum augu og eyru allt í senn til hinsta dags. En er síðan hrifin, sem fullorðin stúlka, úr faðmi unnusta síns Dav- íðs Sigurðssonar, skipstjóra hjá Guðmundi Scheving í Flatey, svipt honum og syni þeirra Þórði litla og send upp að Skógum til að gift- ast fátækum bónda, 23ja ára að aldri. Eignast þar í faðmi fjall- anna 13 börn og þar á meðal þjóð- skáldið Matthías, sem gerði hana fræga í ódauðleguljóði um móður. En samt átti hún eftir að kveðja ein síns liðs úr öllum þessum hópi í örmum tvíburasysturinnar Helgu á Hallsteinsnesi. Þær voru tættar hver frá annarri nýfæddar, en voru svo lífi tengdar, að þegar Þóra lagðist á sæng veiktist Helga líka þótt margar bæjarleiðir að- skildu þær. Og hjá Helgu vildi Þóra deyja. Það verður enginn svikinn af efni þessarar bókar sem ann ís- lenskri menningu, sögu og samfé- lagi í eymd og neyð, lífi og dauða, göfgi og gleði, en um leið örbirgð og auði, manndyggðum og mann- vonsku. Samt er ekki síðri sá þáttur bókarinnar, sem beint er tengdur hetjudáð höfundar, Játvarðar Jök- uls Júlíussonar, bónda á Miðjanesi í Reykhólasveit. Bókin er unnin sem vísindalegt ættfræðirit, þótt mjög bregði fyrir skínandi glömpum snilli og listar eins og nafnið eitt gæti sannað, hvort sem það er miðað við efni eða sögusvið. Stundum getur maður saknað þess, að höfundurinn lætur ekki gamminn geisa á vegum ímyndun- arafls og orðkynngi eins og stjörn- urnar: Gunnar, Laxness og Guðm. Dan. En gæti ekki einmitt þessi að- ferð hans, háð ártölum og ættvísi, gjört efnið að uppistöðu og ívafi síðari tíma skálda og þeirra rita sem framtíðin á eftir að sæma ís- lenskar bókmenntir um líf hetj- anna við Breiðafjörð. Mesta undur bók þessari tengt er samt hinn ósigrandi lífskraftur og trú höfundar á Guð í eigin barmi. Hvernig sá háttur og innri orka virðist allt geta sigrað. Leitað heimilda, borið þær saman, hafn- að og valið handalaus og ritað svo sitt „handrit" með munninum. Svo magnaður manndómur er einsdæmi og slíkum höfundi ætti að veita verðlaun við hæfi ofar öll- um, sem hafa tvær heilbrigðar hendur. Hann Játvarður varðar sannarlega sigurbraut fatlaðra um ókomin ár og aldir. 11. maí 1982.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.