Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 14
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ1982 Með atorku til örbyrgðar - eftir Halldór Jónsson, verkfrœðing Eg vildi að ég ætti krónu fyrir hvert orð, sem búið er að falla um það, hversu ÍSAL-samningarnir hafi verið íslendingum óhag- kvæmir. Með þeim hafi landsölu- liðið haft stórfé af alþýðu lands- ins. Það var nú munur þegar Al- þýðubandalagið markaði þá stefnu í stóriðjumálum, að íslendingar skyldu eiga Járnblendifélagið að hálfu. Gunnar Thoroddsen yfir- trompaði svo með því að hækka eignarhlutann í 55% og tryggði að sögn íslendingum viðunandi orku- verð. Enda veit Ólafur Ragnar ekki unaðslegri mann. Raforkuverð Stóriðjan notaði rafmagn sem hér segir: (Allar krónutölur á meðalgengi 1981 1 $ = 7,25) Járnblendi ÍSAL 1980 271,3 Gwst 1225,4 Gwst 1981 321,0 Gwst 1214,5 Gwst Meðalverð til Járnblendifélags- ins var 1981 3,5 norskir aurar á kwst eða 4,42 islenskir nýaurar á kwst, fyrir 321 Gwst. Samtals greiddi það þá um 13,5 milljónir króna fyrir orkuna 1981 (1 Gwst = 1 gígawattstund = 1 milljón kíló- wattstundir). Álfélagið greiddi 1981 meðal- verðið 0,647 cent á kwst eða 4,70 islenska nýaura á kwst fyrir 1214 Gwst. Samtals greiddi ISAL um 57,1 milljón króna fyrir orkuna 1981. (Heimilisverð til Reykvík- inga er nú 94 aurar á kílówatt- stund. Skyldi þetta vera masok- ismi?) Við samanburð tekna íslend- inga af þessum félögum hallar ekki á Járnblendifélagið þó 11,2 milljóna króna framleiðslugjald ($ 20 pr. útflutt tonn) ÍSALs sé lagt að jöfnu við opinber gjöld Járn- blendifélagsins, sem eru aðallega 'h.% landsútsvar, l'h% hærri launaskattur en ISAL greiðir, og fasteignagjöld. Eftir stendur, að raunhæfastur samanburður á arðsemi þessara stóriðjuvera íslendinga er í gegn- um raunverulegt orkuverð til fyrirtækjanna, og starfsmanna- fjölda. En talið er að orkusalan til ÍSAL t.d. sé um 20% af tekjum landsins af starfseminni, en hjá fyrirtækinu vinna um 700 manns. Á Grundartanga starfa um 170 manns. Tvöföldun orkuverðsins til ÍSALs myndi þannig auka tekjur íslendinga um 20%. En hver yrðu áhrifin á Járnblendifélagið? Raunverulegar orkusölutekjur ÍSAL hf. tapaði árið 1981, sem önnur ár, fyrir eigin reikning. Tapið 1981 nam 208 milljónum Halldór Jónsson verkfr. króna, sem eru 28,7% af veltu, sem nam 726 milljónum króna. Þetta tap hefur engin áhrif á greiðslur ÍSALs til íslendinga því þeir eiga 0% í fyrirtækinu. Þetta tap vill Hjörleifur hinsvegar kaupa núna handa íslendingum. Járnblendifélagið tapaði líka árið 1981. Þar er hinsvegar sá munur á, að við íslendingar töpum þar fyrir eigin reikning. En tapið var um 60 milljónir króna 1981 eða 48,4% af 124 milljóna króna veltu, ofan á fyrri töp. Þetta þætti fréttnæmt tapshlutfall ef einka- fyrirtæki ætti í hlut. En þetta er ríkisfyrirtæki eins og þörunga- verksmiðjan og því ekki tiltöku- mál. Iðnaðarráðherra vor allra lét nú einn af sínum harðsnúnu starfs- hópum fara yfir fallíttið á Grund- artanga. Á grundvelli niðurstöðu hópsins var hólkað í gegnum Alþingi frumvarpi um breytingar á lögum nr. 18 frá 11. maí 1977, sem leggur eftirfarandi greiðslu- og ábyrgð- arreikning fyrir íslenska skatt- greiðendur: A. Aukið hlutafé 5,8 milljónir króna. B. Sjálfskuldarábyrgð á (tap)- rekstrarláni að upphæð 3,3 millj- ónir dollara. C. Leyfa Járnblendifélaginu að slá (tap)-rekstrarlán á eigin spýt- ur 5 milljónir dollara. Tapist það líka koma 2,75 milljónir dollara í okkar hlut. Til þess nú að fá fram hinar raunverulegu tekjur íslendinga af járnblendinu er rétt að deila kostnaðinum af liðum A+B+C niður á raforkunotkunina 1981, 11,85 milljónir $ = 3,7 cent/kwst. 321 Gwst en draga frá . það sem félagið raunverulega greiddi. Þá fæst eftirfarandi: Greitt af Járnblendi- félaginu + 4,42 aur/kwst. Meðgjöf Alþingis (3,7 cent/kwst) - 26,80 aur/kwst Raforkumeðgj öf íslendinga til Járn- blendifélagsins: - 22,38 aur/kwst Samtals meðgjöf 0,2238 x 321 Gwst = 72 milljónir króna. Eða með öðrum orðum: Meira en allar raforkusölutekjur íslend- inga af ÍSAL tapast uppá Grund- artanga. Það má því til sanns veg- ar færa, þegar kommarnir halda því fram að ISAL borgi ekki niður Búrfellsvirkjun og það þurfi að hækka á þeim taxtann þessvegna. En verður þá ekki að hækka á Járnblendinu líka? Þetta eru þá kostir innlendrar eignaraðildarstefnu Alþýðu- bandalagsins og Gunnars Thor- oddsen, umfram orkusölustefnu Viðreisnarstjórnarinnar frá 7. áratugnum. Er ekki ástæða til þess að auð- hringaskelfir vor, Hjörleifur, fari að magna Inga R. Helgason upp og beina honum nú í austurveg til þess að kanna hvort Elkem Spieg- erverket hækkar nokkuð í hafi, því sölumálin frá Grundartanga munu vera í þeirra höndum alfar- ið? En þetta eru sjálfsagt bara vondar hugsanir. Því auðvitað er norskt auðvald allt annað en svissneskt. Norðmenn eru jú frændur okkar, er það ekki? ísland og sósíalisminn í raun ætti maður að vera gátt- aður á því, hversu djúpt íslend- ingar eru sokknir í sósíalskan hugsunarhátt, sama hvort er um að ræða sykur, salt, steinull, fóður eða stál. Meðan augu heimsins ljúkast upp fyrir gjaldþroti sósíalskra ríkja, en flest þeirra skulda nú 4—6 ára útflutning sinn á Vestur- löndum, þá siglum við hraðbyri inn í þessa sömu þjóðfélagsgerð undir forystu lærisveina Lenins. En Lenin boðaði meðal annars, að fyrsta skrefið til byltingar væri að eyðileggja efnahagslíf kapítalism- ans. Enn er eftir að framleiða meira af öreigum á íslandi til þess að hinn a-þýsklærði iðnaðarráðherra vor geti komið hér á endanlegu alræði þeirra, skv. áður boðaðri stefnu sinni (Rauða bókin). En eftir atvikum virðist nú bara miða vel í áttina hjá honum. Það er við hæfi að enda þetta skrif í stíl Flosa og málgagns verkalýðs, sósíalisma og þjóðfrels- is: Ein býr þjóð við ysta haf ei við gróða kennd er par. Með atorku brýst til örbirgðar Alþýðubandalagið þar. 10.5. 1982. Kristján Sigurgeirsson, Gísli Erlendsson og Steinar Höskuldsson í tölvudeild fyrirtækisins, en á myndinni má m.a. sjá IBM tölvu sem Rekstrartækni sf. hefur nýlega tekid í þjónustu sína, en tölvan er af gerðinni „system 38“. Ljósm. Mbl. K()K. Rekstrartækni sf. 10 ára um þessar mundir Rekstrartækni sf. á 10 ára af- mæli um þessar mundir, en fyrir- tækið var stofnað í ársbyrjun 1972 og hóf starfsemi í maímánuði sama ár. Stofnendur og eigendur fyrirtækisins eru rekstrartækni- fræðingarnir Gísli Erlendsson og Kristján Sigurgeirsson og veita þeir fyrirtækinu forstöðu ásamt Steinari Höskuldssyni viðskipta- fræðingi. Hjá fyrirtækinu vinna nú 35 starfsmenn, þar af 13 sér- fræðingar á sviði rekstrar-, við- skipta- og kerfisfræði. Árið 1981 opnaði Rekstrar- tækni sf. skrifstofu í Keflavík og vinna þar tveir menn, auk Más Sveinbjörnssonar rekstrar- tæknifræðings, sem veitir skrifstofunni forstöðu. Starfsemi fyrirtækisins skiptist í tvær aðaldeildir, tæknideild og tölvudeild. Meðal verkefna tæknideilar má m.a. nefna rekstrarráðgjöf, skipu- lagningu fyrirtækja, áætlana- gerð, vinnurannsóknir, hönnun og námskeiðahald. Einnig má geta vinnuhagræðingar, t.d. með uppsetningu afkastahvetj- andi launakerfa í frystiiðnaðin- um. Þá hefur deildin haft for- göngu um samstarf nokkurra fyrstihúsa á suðvesturlandi. Umsvif tölvudeildar greinast í tvennt, forskriftagerð og dag- lega vinnslu, en sú vinnsla felur í sér skráningu og vinnslu ým- issa tölvuverkefna. Tvær nýjar íslenskar leik- fléttuskákir Skák Margeir Pétursson Einn helsti styrkleiki flestra ís- lenskra skákmanna er gott auga þeirra fyrir fléttum og leikbrögð- um ýmiss konar, bæði í sókn og vörn. E.t.v. kann það í fyrstu að hljóma nokkuð mótsagnakennt en þessi ágæti hæfileiki hefur jafn- framt háð mörgum af okkar beztu meisturum. Skýringin á því er sú að þeir einblína stundum um of á brögð og brellur og kæra sig litið um uppbyggingu stöðunnar, en miða þess í stað sífellt að fljót- teknum ávinningi. Vafalaust má segja að þessi leikaðferð sé fremur ódrjúg við öflun vinninga þegar til langs tíma er litið, en óneitanlega gleður árangur hennar oft augað þegar vel tekst til. Hér á landi hafa margar glæsilegar fléttur litið dagsins ljós, sumar verið afrakst- ur markvissrar sóknartafl- mennsku en aðrar skyndilega orð- ið mögulegar, svona rétt eins og fyrir tilviljun. Til þess að sanna fyrir lesendum að fléttu- og fórnartaflmennska sé síður en svo á undanhaldi hér á landi, þrátt fyrir að bókvit ís- lenskra skákmanna hafi aldrei verið meira, skulu hér birtar tvær bráðskemmtilegar og vandaðar skákir, báðar tefldar nú í vor. Fyrri skákin var tefld í keppn- inni Reykjavík — Landið, sem fram fór um síðustu helgi, en henni lauk eins og í fyrra með sigri Reykvíkinga. Miklu mjórra var þó á mununum í ár, í fyrri umferðinni var teflt á 20 borðum og urðu úrslit þá 11 'h—S'h Reyk- víkingum i vil, en seinni daginn var teflt á 16 borðum og fóru leik- ar þá 8—8. Samanlagt unnu Reykvíkingar því 19Vi—16V4, en forföll voru mikil í báðum liðum. Seinni skákin var tefld á minn- ingarmótinu um Jón Ingimarsson, sem fram fór á Akureyri fyrir hálfum rnánuði. Þar sigraði Elvar Guðmundsson með fimm og hálf- an vinning af sjö mögulegum, en hálfum vinningi minna hlutu þeir Halldór Jónsson, Sævar Bjarna- son, Jón Viðar Garðarsson og Jón Björgvinsson. Stefán Briem hefur um langt skeið verið einn af okkar frumleg- ustu og sókndjörfustu skák- mönnum. Á íslandsmótinu um daginn var hann ekki í essinu sínu, en í keppninni Reykjavík — Landið vann hann með fádæmum skemmtilega skák: Stefán Briem Hvítt: Stefán Briem (Reykjavík) Svart: Harvey Georgsson (Landið) Frönsk vörn. I. e4 — e6, 2. d4 — d5, 3. Rc3 — Rf6, 4. Bg5 — Bb4. Þetta hvassa afbrigði er kennt við Bandaríkja- manninn MacCutcheon, sem beitti því fyrstur manna í fjöltefli gegn Steinitz í New York árið 1885. Það sézt alltaf af og til á mótum, en hefur aldrei náð miklum vinsæld- um. 5. e5 — h6, 6. exf6I? Oftar er hér leikið 6. Bd2, en það á vel við Stef- án að flækja taflið. — hxg5, 7. fxg7 — Hg8, 8. h4. Hvíta peðið á g7 er auðvitað dauðadæmt, en áður en svartur getur birt það eftirkastalaust má hann gæta sín. — Df6?! 8. — gxh4 er talið tefja liðsskipan hvíts meira. Eftir það er framhaldið 9. Dg4 — Df6, 10. Hxh4 - Dxg7, 11. Dxg7 - Hxg7, 12. Hh8+ — Bf8 mest í brennidepli nú. 9. hxg5 — Dxg5, 10. Rf3 - I)xg7, II. Dd2 — c5. Róleg stöðuupp- bygging. 11. — Rc6, 12. — Bd7 og 13. — 0-0-0 kom hér ekki síður til greina fyrir svartan. 12. 0-0-0 — cxd4, 13. Rxd4 — Bd7, 14. «3 — Ba5, 15. b4 — Bb6, 16. Kbl — Rc6. Svartur á sér einskis ills von og láist því að létta á stöð- unni með 16. — Bxd4, 17. Dxd4 — Dxd4. 17. Rdb5 — 0-04), 18. Ra4! — Kb8, 19. Rxb6 — axb6, 20. De3 — Ra7. Elvar Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.