Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ1982 Álit staðarvalsnefndar: íbúafjöldi á Austfjörð- um ónógur fyrir álver í nyútkominni skýrslu staðarvalsnefndar um orkufrekan iönað á ís- landi, er hvergi minnst á álver á Austfjöröum, en oft á tíðum hefur verið rætt um Austfirði, sem ákjósanlegan staö fyrir álver. Bragi Guðbrandsson, ritari Staðarvalsnefndar, sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að það væri af ofureinfoldum ástæðum, sem ekki væri gert ráð fyrir að álver yrði reist á Austfjörðum í nánustu framtíð. „Það er þegar gert ráð fyrir kís- tilkoma álvers valda óeðlilegri ilmálmverksmiðju á Austfjörðum og ef gert væri ráð fyrir álverk- smiðju þar í nánustu framtíð, þá myndi það valda óeðlilegri byggðaröskun. Ibúafjöldinn þar er ónógur og vinnumarkaðurinn ekki nægilega stór. Ennfremur myndi byggðaröskun og afleiðingin gæti orðið sorgleg. Fyrir þessu er reynsla erlendis frá, þar sem iðn- aðurinn hefur orðið of einhæfur, eins og til dæmis frá Noregi," sagði Bragi. 29 listamenn hlutu starfslaun í 3—12 mánuði, 97 sóttu um f FJÁRLÓGUM fyrir árið 1982 eru ætlaðar 1.115.000 krónur til starfslauna listamanna og miðast starfslaunin sem næst við byrjunarlaun menntaskóla- kennara. L'msóknir um þau voru 97 talsins, en eftirtaldir 29 listamenn fá starfslaun að þessu sinni: 12 mánaða laun: Hringur Jóhannesson til að vinna að myndlist og undirbúa sýningu. 9. mánaða laun: Karl Kvaran til að vinna að myndlist og undirbúa sýningu. 6 mánaða laun: Askell Másson til að vinna að tónverkum. Guðmundur Emilsson til að setja á stofn og stjórna kammerhljómsveit. Guðný M. Magnúsdóttir til að vinna að mynd- list og undirbúa sýningu. Hafsteinn Austmann til að vinna að myndlist og undirbúa sýningu. Kristinn Reyr til að semja leikrit. Svava Jakobs- dóttir til að semja leikrit. Þórður Ben Sveinsson til að vinna að myndlist. 3ja mánaða laun: Baldur Óskarsson til að vinna að Ijóðabók og ljóðaþýðingum. Bjarni Bernharður Bjarnason til að vinna að ljóðabók og smásagnasafni. Er- lendur Jónsson til aö vinna að leik- riti og Ijóðaflokki. Eyjólfur Einars- son til að vinna að myndlist og und- irbúa sýningu. Gunnar Hjaltason til að vinna að kirkjuskreytingarlist. Gylfi Gíslason til að vinna að myndlist í Sveaborg. Helga Ing- ólfsdóttir til að undirbúa tónleika. Hjörtur Pálsson til að vinna að ljóðabók. Jónína Guðnadóttir til að vinna að myndlist og undirbúa sýn- ingu. Nína Björk Árnadóttir til að vinna að ljóðabók. Ólafur Gunnars- son til að vinna að skáldsögu um Breytingar á borgarstjórnarsal vegna fjölgunar borgarfulltrúa Islendinga í Kristjaníu. Olga Guð- rún Árnadóttir til að semja barna- leikrit með tónlist. Ragna Róberts- dóttir til að vinna að myndvefnaði og undirbúa sýningu. Sigrún Eld- járn til að vinna að myndlist og undirbúa sýningu. Sigurður Egill Garðarsson til að vinna að tónsmíð- um. Sigurður Örlygsson til að vinna að myndlist og undirbúa sýningu. Vilhjálmur Bergsson til að vinna að myndlist og undirbúa sýningu. Þorbjörg Höskuldsdóttir til að und- irbúa farandsýningar. Þórður Hall til að undirbúa sýningu á málverk- um og teikningum. Örn Bjarnason til að vinna að leikriti. Uthlutunarnefnd skipuðu sr. Bolli Gústafsson, formaður úthlut- unarnefndar listamannalauna, Þorkell Sigurbjörnsson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, og Runólfur Þórarinsson stjórnar- ráðsfulltrúi, formaður nefndarinn- ar. NÆSTKOMANDI fimmtudag verður haldinn auka- fundur i borgarstjórn Reykjavíkur þar sem valdaskipti fara fram. Þá verður kjörinn borgarstjóri i Reykjavík, for.seti borgarstjórnar og tveir varaforsetar. Einnig verða kjörnir borgarráðsmenn, svo og skrifarar borgar- stjórnar. Að undanförnu hafa verið gerðar breytingar á sal borgarstjórnar vegna fjölgunar borgarfulltrúa og má sjá þær breytingar á meðfylgjandi mynd. Nú að borgarstjórnarkosningunum loknum mun 21 borgarfulltrúi sitja í borgarstjórn Reykjavíkur. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur þar 12 fulltrúa, Alþýðuflokkur 1, Framsóknarflokkur 2, Kvennaframboð 2 og Alþýðu- bandalag 4. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru: Davíð Oddsson, Markús Örn Antonsson, Albert Guðmundsson, Magnús L. Sveinsson, Ingibjörg Rafnar, Páll Gíslason, Hulda Valtýsdóttir, Sigurjón Fjeldsted, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, Hilmar Guðlaugsson, Katrín Fjeldsted og Ragnar Júlíusson. Fulltrúi Alþýðuflokksins er Sigurður E. Guðmundsson. Fulltrúar Framsóknarflokksins eru: Kristján Benediktsson og Gerður Steinþórsdóttir. Full- trúar Kvennaframboðs eru: Guðrún Jónsdóttir og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir. Fullrúar Alþýöubandalagsins eru: Sigurjón Pétursson, Adda Bára Sigfúsdóttir, Guð- rún Ágústsdóttir og Guðmundur Þ. Jónsson. Reynslan af kosning- um á laugardegi góð — segja talsmenn stjórnmálaflokkanna „REYNSLAN er út af fyrir sig góð, hins vegar urðum við vör við það að fjöldi fólks áttaði sig ekki á þessari breytingu fyrr en á kjördag," sgði Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgun- blaðið, en hann var spurður að því hvernig reynslan væri af því að kosningar færu fram á laugardegi í stað sunnudags, eins og áður tíðkaðist. ö INNLENT „Það kom í ljós að sumt fólk kom í bæinn á laugardag og ætlaði sér að kjósa á sunnudag, eldra fólk held ég að hafi margt ekki áttað sig til fulls á þessari breytingu fyrr en á kjördag. Kjörsóknin, sem var svipuð og 1978, sýnir að laug- ardagskosning hefur ekki haft af- gerandi áhrif á kosninguna. Hins vegar teljum við að kosningaþátt- takan hefði mátt vera meiri. Við sjáum ekki annað, starfslega séð fyrir flokkana, en að það sé ágæt- lega heppilegt að hafa kosningar á laugardegi," sagði Kjartan Gunn- arsson. Úlfar Þormóðsson, kosninga- Gunnar Thoroddsen um sveitar- og bæjarstjórnakosningarnar: ,,Samstaða sjálfstæðis- manna spáir góðu“ „SEM sjálfstæðismaður gleðst ég yfir þeim mikla sigri sem Sjálfstæð- isflokkurinn vann í sveitarstjórna- kosningunum," sagði Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi um niðurstöðu kosninganna og stöðu mála. „Það var ákaflega mikilvægt að endurheimta Reykjavík,“ sagði Gunnar, „eftir meirihlutatap fyrir 4 árum og í Vestmannaeyj- um vannst stórsigur. Það er yfir- leitt allstaðar um ávinning að ræða hjá sjálfstæðismönnum, bæði aukning kjósenda og víða fjölgun bæjarfulltrúa. Það er ákafiega ánægjulegt að þrátt fyrir ágreining um ríkis- stjórn skyldi sjálfstæðismönnum auðnast að hafa samstöðu í kosn- Gunnar Thoroddsen ingunum, það er ánægjulegur ár- angur og spáir góðu. Það er rétt að taka fram að ég tel að með þessari kosningu hafi komið í ljós að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur ekki beðið atkvæða- tjón af stjórnarmynduninni í febrúar 1980, heldur kannski þvert á móti. Varðandi ríkisstjórnina er ekki kosið um hana í þessum sveitar- stjórnakosningum og ég reikna ekki með að úrslitin hafi áhrif á það hvort ríkisstjórnin starfar lengur eða skemur. Allir aðilar ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir eftir kosningarnar að stefnt sé að því að stjórnin starfi út kjörtímabilið og á því er engin breyting af minni hendi,“ sagði Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra. stjóri Alþýðubandalagsins í Reykjavík sagðist telja að laug- ardagskosning hafi ekki skipt neinu máli, svipuð kosningaþátt- taka hefði verið nú og síðast. Mik- ið hefði verið gert sameiginlega af flokkunum til að brýna það fyrir fólki að kosið væri á laugardegi. Úlfar sagði að ríkisfjölmiðlarnir og blöðin hefðu staðið sig vel í því að minna fólk á það hvenær kosið væri. „Ég held að þetta hafi ekki haft áhrif á kosninguna, þegar upp var staðið," sagði Úlfar. Haukur Ingibergsson kosninga- stjóri Framsóknarflokksins í Reykjavík sagðist telja að betra væri að kjósa á laugardegi en sunnudegi. Kosið væri fyrr í laug- ardagskosningu og það væri kost- ur. Haukur sagði að frá sjónarhóli hins almenna kjósenda væri betra að kjósa á laugardegi, það væri frídagur daginn eftir. Hins vegar taldi Haukur að það væri hag- stæðara fyrir flokkana sem væru með margt fólk í starfi á kjördegi, að hafa frídag daginn fyrir kosn- ingar, en hagsmunir kjósendanna yrðu að sitja fyrir hagsmunum flokkanna í því efni. Höskuldur Dungal, kosninga- stjóri Alþýðuflokksins í Reykjavík sagðist ekki sjá að laugardags- kosning hafi orsakað neina breyt- ingu, hann kvaðst ekki hafa heyrt um neinn sem ekki hefði verið viss um hvenær kosið væri. Hann sagði að þessi nýbreytni hefði mælst vel fyrir, fólk hefði getað vakað um nóttina vegna frídagsins daginn eftir. Saltpönnuhús: Istak var meö lægsta tilboðið FYRIR nokkru voru opnuð tilboð í byggingu 1950 m2 saltpönnuhúss sjóefnavinnsl- unnar á Reykjanesi. Fjögur tilboð bárust: VörðuFell hf. mkr. 8.565 Mannvirki sf. mkr. 4.576 Húsanes sf. mkr. 6.508 ístak hf. mkr. 4.524 Kostnaðaráætlun Hönnunar hf. nam mkr. 4.619. Eftir er að meta frávik í tilboðsgerð. Kosningar samhliða bæjarstjórnakosningum: Opnun áfengisútsölu samþykkt á Akranesi en hafnað í Garðabæ Hundahaldi hafnað í Kópavogi og Hafnarfirði SAMHLIÐA sveitarstjórnakosning- um var kosið um hundahald og opnun áfengisútsölu i nokkrum stöðum. I kosningum um hundahald í Kópavogi urðu úrslit þau, að þeir sem vildu banna hundahald alfar- ið voru 3.342. Þeir er fylgjandi voru banni með undantekningar- ákvæðum voru 1.196. Þeir sem vildu leyfa það með ákveðnum skilyrðum voru 1.843 og þeir sem vildu leyfa hundahald án sér- stakra skilyrða voru 224. Á Akranesi var samþykkt að opna áfengisútsölu, fylgjandi voru alls 1.430, en andvígir voru 1.240. í Garðabæ var þessu öfugt farið, þar voru 1.328 andvígir opnun áfengisútsölu, en 1.078 fylgjandi. í Hafnarfirði var kosið um hundahald, og þar reyndust fylgj- andi vera 1.250 með, á móti 4.605 sem voru andvígir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.