Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1982 25 24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ1982 Tilþrifalítill leikur hjá KA og Akranesi KA og ÍA skiptu stigunum bród- urloga á milli sín er liðin skildu jöfn í 1. deildinni í knattspyrnu á Akur- eyri á sunnudaginn. Leikið var á KA-vellinum í ákjósanlegu knatt- spyrnuveðri. Leikurinn var frekar tilþrifalítill, leikmenn börðust af mikilli hörku allan tímann og knattspyrnan, sem sýnd var, var ekki mikið augnayndi. Liðin skiptust á að sækja í upphafi og voru Skaga- menn heldur sterkari. KA-markið komst fyrst í hættu á 10. mín. Jón Alfreðsson átti þá gott skot af löngu færi en Aðal- steinn var vel á verði í KA-mark- inu og varði. Næsta stundarfjórð- ung gerðist lítið markvert. Mikið var um lang- og háspyrnur og voru Skagamenn öllu iðnari við það. Þeir leika mjög stórkarlalega knattspyrnu, eru líkamlega sterkir velflestir en ekki kom mik- ið út úr tilraunum þeirra. Næsta marktækifæri féll ÍA einnig í skaut. Það var á 23. mín. að Sig- urður Halldórsson skallaði á KA- markið af stuttu færi eftir fyrir- gjöf Arna Sveinssonar en Aðal- steinn bjargaði. Fimm mínútum síðar komst Sigurður Lárusson í mjög gott færi inn á vítateig KA en Aðalsteinn átti ekki í miklum erfiðleikum með að verja laust skot hans. Síðasta færi hálfleiks- ins áttu sunnanmenn einnig, er Sigþór skallaði framhjá af stuttu færi eftir fyrirgjöf Árna. Eins og á þessu sést fékk KA ekkert um- talsvert færi í fyrri hálfleik og var framlínan bitlaus. Seinni hálfleikur var öllu líf- legri en sá fyrri, en knattspyrnan var þó sem fyrr ekki í háum gæða- flokki. Skagamenn spiluðu kröft- uglega, en þó brá fyrir tilraunum til netts samleiks hjá einstaka mönnum. KA-menn reyndu að spila létt á stundum en varð lítt ágengt. Guðbjörn fékk fyrsta færi hálfleiksins. Hann skallaði yfir af stuttu færi eftir fyrirgjöf. Skaga- markið komst fyrst í hættu á 13. mín. hálfleiksins er Jóhann Jak- obsson átti skalla á markið, eftir langt innkast Gunnars Gíslason- ar, en Bjami bjargaði í horn. Einni mínútu síðar skoraði Sigþór Ómarsson fyrir ÍA en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Skaga- menn voru sprækari fyrri hluta hálfleiksins en um miðjan hálf- leikinn sóttu KA-menn sig og voru sterkari aðilinn. Þeir sóttu tölu- vert en sköpuðu sér þó ekki mörg færi. Besta færi þeirra kom á 39. mín. er Ásbjörn átti mjög gott skot utan úr teig á ská, en knött- urinn hafnaði í hliðarnetinu utan- verðu. Skagamenn áttu líka færi en Aðalsteinn var ávallt á réttum stað og bjargaði. Liðin Leikurinn var í heild ekki sér- staklega vel leikinn. Hvorugt liðið náði að sýna fallega knattspyrnu heldur sátu kraftarnir í fyrirrúmi, sérstaklega hjá Skagamönnum. Sterkasti hluti KA-liðsins voru miðverðirnir Erlingur og Harald- ur ásamt Aðalsteini í markinu en þeir stóðu allir vel fyrir sínu. Framlínan var slök í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var Hinrik Þórhallsson mjög frískur og barð- ist vel en hann fékk of litla aðstoð til að skapa verulega hættu. Skagamenn voru sterkari á miðj- unni. Þeir áttu flesta skallabolta og voru sterkari í návígjum. Mest hætta skapaðist af þeirra hálfu er Árni Sveinsson kom fram í sókn- ina og sköpuðu fyrirgjafir hans oft töluverða hættu. Miðverðirnir, Sigurður Halldórsson og Jón Gunnlausson, voru traustir og sterkir í skallaboltunum. KA- menn gerðu þá skyssu að senda háa bolta í gríð og erg inn á miðja vörn íA og höfðu varnarmennirnir oftast betur. Dómari var Þóroddur Hjaltalín og línuverðir Rafn Hjaltalín og Kjartan Tómasson og stóðu þeir sig vel ef á heildina er litið. I stuttu máli: KA-völlur 1. deild sunnudagur 23. maí. KA - ÍA 0:0. Áminning: engin. — sh. Atli skoraði 1000. markið HAMBORG SV hefur tryggt sér titil- inn í v-þýsku knattspyrnunni um helgina. Lið Kölnar sem átti mögu- leika á að ná Hamborg gerði jafn- tefli, 4—4, við Frankfurt. Hamborg gerði jafntefli við Fortuna, 3—3. Bayern-liðið sigraði Armenia Biele- feld 3—2. Úrslit leikja urðu þessi: Kaiserslautern — Niirnberg 2—1 Leverkusen — Bor. Mönchengl.0—0 Darmstadt — Stuttgart 3—1 Bremen — Duisburg 5—1 Fort. Diisseldorf — Hamb. SV 3—3 Karlsruhe — Eintr. Frankfurt 2—2 Braunschweig — FC Köln 4—4 B. Dortmund — Bochura 3—2 Bayern — Armenia 3—2 Ásgeir Sigurvinsson lék með Bay- ern og átti allgóðan leik. Atli Eð- valdsson skoraði fyrsta mark Diiss- eldorf er liðið gerði jafnteflið við Þýskalandsmeistarana. Var það 1000. markið i deildinni. Staðan í deildinni er nú þessi: liamburg SV 33 18 11 4 92:42 47 FC Köln 33 18 9 6 69:34 46 Bayern Múnchen 33 20 3 10 7643 43 BomsNÍa Dortmund 33 18 5 10 S9-A7 41 FT Kawerslautern 33 15 10 8 66:58 40 Werder Bremen 33 16 8 9 57:50 40 Bor. Mönchengladbach 33 14 10 9 55:50 38 Kintracht Frankfurt 33 16 3 14 79:70 35 VFB Stuttgart 33 13 9 11 60:51 35 Kintr. Braunnchweig 33 14 4 15 59*2 32 VFL Bochum 33 11 8 14 49:50 30 Arminia Bielefeld 33 12 6 15 45:47 30 SC Karlarube 33 9 8 16 47:65 26 F(’ Niirnberg 33 10 6 17 50:72 26 Fortuna Diiaseldorf 33 6 13 14 47:71 25 Bayer Leverkusen 33 8 7 18 42:71 23 Darmstadt 98 33 5 11 17 45:76 21 MSV Ihiwburg 33 7 3 23 38:76 17 • Sigurjón Kristjánsson skorar þriðja mark Breiðabliks eftir góða sendingu frá Sigurði Grétarssyni. Þorsteinn gerði hvað hann gat til að bjarga marki en allt kom fyrir ekki. Ljósm. Kriatján Einnrason Öruggur sigur UBK gegn Keflavík LIÐ Breiðabliks trónar nú í efsta Kti 1. deildar í knattspyrnu. UBK hefur fengið óskabyrjun í mótinu unnið tvo leikí og gert eitt jafntefli. Skorað sjö mörk í þremur leikjum. Á sunnudagskvöldið sigraði liðið ÍBK 3—0. En lið Keflavíkur hefur nú leikið þrjá leiki í mótinu án þess að skora mark. Má því alveg búast við [iví að róðurinn verði þungur hjá liði BK í 1. deild í sumar. Fyrri hálfleikur í leik UBK og ÍBK var mjög jafn. Liðin skiptust á að sækja en ekki voru marktæki- færin mörg. Sigurður Grétarsson átti gott skot á 26. mínútu sem fór rétt framhjá. Og Óli Þór átti mjög laglegt skot á 29. máútu sem Guð- mundur varði naumlega í horn. Á 33. mínutu leiksins skora Keflvík- ingar mark úr þvögu inni í mark- teig. En línuvörðurinn gerði athugasemd við markið, taldi að brotið hefði verið á vamarmanni UBK og dómarinn dæmdi markið því af. Á. 34. mínútu átti Hákon Gunnarsson mjög gott færi en Þorsteinn markvörður var vel á verði og bjargaði í horn. Fyrsta markið kom svo á 43. mínútu. Hvað annað. Það er ekki út af neinu sem þessi mínúta í fyrri hálfleik er nefnd markamín- útan. Sigurður Grétarsson komst skyndilega einn innfyrir vörn ÍBK sem var illa á verði. Sigurður lék upp að markteig og reyndi skot. Þorsteinn markvörður ÍBK kom vel út á móti, kastaði sér fyrir fætur Sigurðar og varði skot hans vel, en hélt ekki boltanum, sem skoppaði út til Birgis Teitssonar sem var ekki í vandræðum með að senda hann i netið af stuttu færi með föstu skoti, 1—0. Þannig var staðan i hálfleik. í Einkunnagjofin KA: Aöalstainn Jóhannsson Tómas Vilbargsson Guójón Guójónsson Haraldur Haraldsson Erlingur Kristjánsson Gunnar Gíslason Elmar Geirsson Ormarr Órlygsson Hinrik Þórhallsson Jóhann Jakobsaon Ásbjörn Björnsson ÍA: Bjami Sigurósson Guójón Þóröarson Jón Gunnlaugsson Siguróur Lárusson Siguróur Halldórsson Jón Áskalsson Sveinbjörn Hákonarson Jón Alfrsósson Sigþór Ómarsson Guóbjörn Tryggvason Ámi Sveinsson UBK: Guómundur Ásgeirsson Ólafur Björnsson Valdimar Valdimarsson Helgi Helgason Ómar Ratnsson Bjöm Þ. Egilsson Hákon Gunnarsaon Sigurjón Kristjánsson Siguróur Grátarsson Trausti Ómarsson Birgir Teitsson ÍBK: Þorsteinn Bjarnason Kristinn Jóhannsson Gislí Eyjólfsson Siguróur Björgvínsson Einar Ólafsson Magnús Garöarsson Daníel Einarsson Óli Þór Magnússon Rúnar Georgsson Ingiber Óskarsson Hermann Jónasson LID ÍBV Hreggviöur Ágústsson Snorri Rútsson Ágúst Einarsson Valþór Sigþórsson örn Óskarsson Sveinn Sveinsson Jóhann Georgsson Ómar Jóhannsson Þóróur Hallgrímsson Sigurlás Þorleifsson Kárí Þorleifsson Hlynur Stefánsson (vm) LID KR Stefán Jóhannsson Guójón Hilmarsson Sigurftur Pátursson Ottó Guómundsson Siguróur Indriöason Jósteínn Einarsson Ágúst W. Jónsson Jakob Eínarsson Óskar Ingimundarson Willum Þórason Magnús Jónsson Siguróur Sigurósson (vm) LID VÍKINGS: Ögmundur Kristinsson Þóróur Marelsson Magnús Þorvaldsaon Stefán Halldórsson Helgi Helgason Gunnar Gunnarsson Ómar Torfason Jóhann Þorvaróarson Jóhannes Báróarson Heimir Karlsson Sverrir Herbertsson Óskar Tómasaon vm. LIÐ ÍBÍ: Hreióar Sigtryggsson Gunnar Pátursson Guómundur Jóhannsson Ámundi Sigmundsson Örnólfur Oddsson Gunnar Guómundsaon Haraldur Stefánsaon Kristinn Kristjánsson Halldór Óiafsson Gústaf Baldvinsaon Jón Oddsson UBK o n -IBK 3-0 síðari hálfleiknum léku Breiða- hliksmenn mun betur en í fyrri hálfleik. Þeir náðu nú sína stutta og hraða samspili betur og náðu betri tökum á miðju vallarins. Annað mark liðins kom á 52. mín- útu. Hákon Gunnarsson átti skot að marki eftir pressu á mark ÍBK og einn varnarmaður ÍBK sá sér þann kost vænstan að bjarga á línu með höndunum. Sigurður Grétarsson skoraði svo úr víta- spyrnunni sem dæmd var, 2—0. Lið ÍBK gafst síður en svo upp við mótlætið í leiknum. Leikmenn börðust af miklum dugnaði og náðu oft að leika vel saman. Það hefði síður en svo verið ósann- gjarnt að liðinu hefði tekist að skora mark. Á 69. mínútu til dæm- is munaði mjög litlu. Þá var Magnús Garðarsson í mjög góðu færi en mistókst að skora. Guð- mundi markverði tókst að bjarga á síðustu stundu naumlega, bolt- inn barst fyrir markið og þar var stíft pressað en Ólafur fyrirliði náði að bjarga á marklínu og hreinsa frá. Þetta var besta tæki- færi ÍBK í síðari hálfleiknum. UBK bætti þriðja marki sínu við á 73. mínútu. Sigurður Grétarsson átti allan heiðurinn af því. Hann fékk langa sendingu út á kantinn, brunaði upp, lék á varnarmann IBK og gaf síðan gullfallega send- ingu á Sigurjón Kristjánsson sem kom á fullri ferð inn í vítateiginn og skoraði framhjá Þorsteini Bjarnasyni, 3—0. Lið UBK lék allvel í síðari hálf- leiknum gegn ÍBK, en var lengi að ná sér almennilega á strik. Það er alveg greinilegt að þrátt fyrir að Iiðið leiki oft vel, þarf ekki mikið til að það detti niður á sama plan og liðin í neðri helmingi deildar- innar. Styrkleiki Breiðabliks ligg- ur meðal annars í því hversu jafn- ir leikmenn liðsins eru. Þeir hafa flestir góða boltameðferð og gott auga fyrir samleik. Þá spilar liðið vörnina vel. Leikmenn valda mað- ur á mann, en Ólafur Björnsson er látinn liggja aftast og er fríspil- andi. Þetta gefst mjög vel. í leikn- um gegn ÍBK átti Valdimar Valdi- marsson góðan leik. Traustur leik- maður sem valdar mjög vel í vörn- inni og er ávallt tilbúinn að grípa inn í leikinn og hjálpa samherjum sínum. Ómar og Ólafur voru líka mjög traustir. Sigurður Grétars- son var góður í framlínunni, leik- maður sem er ávallt hættulegur hvaða vörn sem er. Sigurjón Kristjánsson var mikið í boltan- um, en hættir til að vera of seinn að gefa hann frá sér, jafnframt sem hann vantar meiri yfirsýn yf- ir leikinn. Sigurjón hefur góða boltatækni og er baráttuglaður. Lið ÍBK lék alls ekki illa í leikn- um, síður en svo. Leikmenn sýndu allir mikla baráttu, en skorti nokkuð á að ná beittum samleik. Liðið mætti nýta vallarbreiddina betur en það gerði í leiknum gegn UBK. Um of var sótt upp miðju vallarins. Leikmenn voru jafnir að getu, en Óli Þór þó einna skástur. Sigurður Björgvinsson lék allvel á miðju vallarins en skorti nokkuð stuðning. Kristinn Jóhannsson kom vel frá bakvarðarstöðu sinni, lipur leikmaður sem kann ýmis- legt fyrir sér í knattspyrnunni. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild. UBK-ÍBK 3-0 (1-0) Mörk UBK: Birgir Teitsson á 43. mínútu. Sigurður Grétarsson úr vítaspyrnu á 52. mínútu. Og Sigpir- jón Kristjánsson á 73. mínútu. Gult spjald: Þorsteinn Bjarnason, markvörður ÍBK. Dómari í leiknum var Gísli Guð- mundsson og dæmdi hann vel. Línuverðir voru þeir Hreiðar Jónsson og Guðmundur Sigur- björnsson. Áhorfendur voru 1470. — ÞR. Líjill meistarabragur á Islandsmeisturunum - er þeir töpuðu 2-3 fyrir nýliðum ÍBÍ NÝLIDAR ÍBÍ í 1. deild komu heldur betur á óvart á sunnudaginn, er liðið gerði sér lítið fyrir og sigraði meistara síðasta árs Víking mjög verðskuldað á Laugardalsvellinum. Fyrsti sigur ÍBÍ í 1. deild, ekki bara á þessu keppnis- tímabili heldur frá upphafi félagsins. Óhætt er að segja að lítill meistarabrag ur hafi verið á leik meistaranna og ef framhald verður á slíkri frammistöðu hjá liðinu þarf það frekar að hafa áhyggjur af falli en að verja titilinn. Hreinl ótrúlegt að sjá hversu illa liðið lék, engu líkara en að leikmenn liðsins hafi talið það nægja að mæta til leiks, sigurinn væri vís. Gestirnir gengu á lagið, hreinlega hlupu yfir Víkingana og sigur liðsins var meira en verðskuldaður. Stórkarlaleg knattspyrna Leikur þessi var afar stórkarla- legur, fyrst og fremst gífurleg barátta og kraftur ísfirðinga setti mark sitt á leikinn. Tilviljana- kennd langspyrnuknattspyrna hjá ÍBÍ og ómarkviss og misheppnuð þríhyrningaknattspyrna Víkinga, krydduð langspyrnum fyrst og fremst út í bláinn. Sigur ÍBÍ var afar sanngjarn eins og fram kem- ur í upphafi greinar, sanngjarn vegna þess að leikmenn liðsins börðust af fádæma og aðdáunar- verðum krafti. Og það sem skipti ekki minna máli, liðið fékk þrjú marktækifæri og nýtti þau öll. Víkingarnir á hinn bóginn gátu varla talist þátttakendur í leikn- um og færi fengu þeir fá sem kall- andi er því nafni. Víkingsmarkið slapp vel eftir nokkrar góðar fyrirgjafir Isfirð- ínga og darraðardansa framan af fyrri hálfleiknum, en á 25. mínútu skoraði ÍBÍ. Liðið fékk auka- spyrnu hægra meginn og er knött- urinn barst vel fyrir markið gnæfði körfuknattleiksrisinn úr IS, Guðmundur Jóhannsson, yfir aðra leikmenn og stýrði knettin- um í fallegum boga yfir ögmund markvörð og í hornið fjær. Mikill fögnuður hjá ÍBÍ, 1—0. Fleira markvert gerðist hreint ekki í fyrri hálfleik og þeir að vestan gengu teinréttir og reifir til bún- ingsklefa í hálfleik. ÍBÍ eykur forskotiö Síðari hálfleikur hófst með leið- inlegu og sorglegu atviki. Andrés Kristjánsson fyrrum leikmaður ÍBÍ og nú með Víking kom inn fyrir Sverri Herbertsson, en vart voru tvær mínútur liðnar er hann var borinn ökklabrotinn af leik- velli. Sparkaði hann saman við ís- firðing nokkurn er báðir sóttu að Víkingur-ÍBÍ 2-3 • Andrés Kristjánsson framlínu- maður hjá Víking varð fyrir því óhappi i leiknum að ökklabrotna eft- ir aðeins fárra minútna leik knettinum. Algjört óviljaverk. Óskar Tómasson kom þá inn á og leikurinn hélt áfram. En þegar hálfleikurinn var aðeins tíu mín- útna gamall greiddu ísfirðingar Víkingum vænan kinnhest. Vík- ingar sóttu og var mikil þvaga í kring um vítateigslínu ÍBI. Einn varnarmanna liðsins náði til knattarins og spyrnti langt fram. Hinn fótfrái Jón Oddsson og Jó- hannes Bárðarson hófu þá kapp- hlaup um knöttinn og þarf vart að taka fram hvor hafði betur. Virt- ist Jóhannes hreinlega hafa skotið stólparót í völlinn og dró hann þó ekkert af sér. Komst Jón einn að marki Víkings og skoraði af ör- yggi! Víkingar jafna og ... Víkingarnir hófu nú að sækja af hálfgerðri örvæntingu, en til að byrja með gekk ekkert. Á 66. mín- útu lék lánið þó við þá, þeir brugðu sér þá á flóamarkað og festu kaup á einu af ódýrustu mörkunum sem þar fengust. Heimir Karlsson tók aukaspyrnu langt úti á vinstri kantinum og sendi knöttinn inn að markinu. Ömar Torfason hljóp fyrir skotlínuna en snerti ekki knöttinn. Nærvera hans ruglaði þó Hreiðar markvörð illa og var hann í gervi áhorfanda er knötturinn sniglaðist skoppandi í netið. Þetta ódýra mark lífgaði Víkinga aðeins við og dró að sama skapi kjark úr ÍBÍ—mönnum um hríð. Vík- ingarnir jöfnuðu því umsvifalaust, Jóhann Þorvarðarson skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Heimis frá vinstri. En atgeirar Víkinganna voru nú orðnir bitlausir, einnig tennur þeirra á því að bíta í skjaldarend- urnar, allt sótti í sama horfið á ný og tíu mínútum fyrir leikslok skoraði ÍBÍ glæsilegt sigurmark. Stefán Halldórsson braut á Jóni Oddssyni út við endalínu skammt utan vítateigs og aukaspyrnu Kristins Kristjánssonar skallaði Gústaf Baldvinsson stórglæsilega í netið. 3—2 fyrir ÍBÍ og fleiri urðu mörkin ekki. Það var fátt um fína drætti hjá íslandsmeisturunum, helst að Sverrir Herbertsson sýndi góða takta, en vegna meiðsla gat hann ekki leikið síðari hálfleik. ísfirð- ingamir eiga hins vegar allir lof skilið fyrir frammistöðu sína, jafnræði leikmanna liðsins var styrkur þess og ósanngjarnt væri að taka einn út úr og skjalla öðr- um fremur. Þetta var sanngjarn sigur samtaka liðsheildar. I stuttu máli: íslandsmótið 1. deild: Víkingur- ÍBÍ 2-3 (0-1) Mörk Víkings: Heimir Karlsson á 66. mínútu og Jóhann Þorvarðar- son á 68. mínútu. Mörk ÍBÍ: Guðmundur Jóhanns- son á 25. mínútu, Jón Oddsson á 55. mínútu og Gústaf Baldvinsson á 80. mínútu. Áminningar: Engar. Áhorfendur: 600. Dómari: Vilhjálmur Þór Vil- hjálmsson. — gg. Þrjú lið eru efst og jöfn í 2. deild FH-INGAR sigrudu Reyni í miðju- þófsleik í Kaplakrika um helgina. Það var nýliðinn í liði FH-inga, Guð- jón Árnason, sem skoraði mark FH með glæsilegum skalla eftir góða fyrirgjöf fri Jóni Halldóri, um miðj- an fyrri hálfleik. Leikurinn var annars ekki mikið fyrir augað, en þó kom fyrir að liðin spiluðu sæmilega knatt- spyrnu. FH-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og sköpuðu sér þá nokkur hættuleg færi, en í FH- Reynir síðari hálfleik snerist dæmið við og Reynir sótti meira. Ef Reynir hefði nýtt sín færi hefðu þeir hæglega getað farið með eitt stig með sér heim. Völsungur sigraði Einherja 2-1 í 2. deild á Húsavík á sunnudag. Leikur liðanna var nokkuð jafn. Mörk Völsungs skoruðu Jónas Hallgrímsson og Hörður Benón- Islandsmðtlð 2. delld ýsson. Mark Einherja skoraði Baldur Kjartansson. Á Neskaupstað léku heima- menn, Þróttur, við Þór, Akureyri, og sigraði Þór 1-0. STAÐAN Staðan í 2. deild eftir leiki helg- arinnar er þessi: Þróttur R Þór Ak. Völsungur Fylkir FH Þróttur N Einherji Reynir S Njarðvík Skallagrímur 22005-04 2 2 0 0 5-2 4 2 2 0 0 3-1 4 21103-23 21102-13 10010-10 10011-20 2 0 0 2 0-2 0 2 0 0 2 2-5 0 2 0 0 2 1-6 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.