Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ1982 23 Lokastaðan í deildinni varð þessi: Aju 34 26 4 4 117:42 56 PSV 34 24 3 7 81:38 51 AZ-67 34 21 5 8 74:40 47 Haarlem 34 17 8 9 57:41 42 FC lltrecht 34 17 5 12 56:38 39 Feyenoord 34 13 12 9 61:59 38 FC (ironingen 34 14 9 11 56:38 37 Sparta 34 13 10 11 61:48 36 Roda JC 34 15 6 13 60:53 36 GA Eagles 34 13 9 12 58:49 35 NAC 34 12 9 13 41:47 33 FC Twente 34 13 5 16 50:58 31 NEC 34 11 8 15 41:62 30 Willem 11 34 1« 7 17 50:64 27 PEC Zwolle 34 8 10 16 45:69 26 MVV 34 6 11 17 35:70 23 F(’ I)en llaag 34 4 5 25 29:82 13 De (iraaf.schap 34 3 6 25 29:95 12 Dauðalæri hjá ÍBV, en í netið vildi knötturinn ómögulega. Ljósm. Sigurgeir. Njáll tryggði Val sigur þegar 20 sekúndur lif ðu — en sanngjarn gat sigurinn vart talist VALUR sigraði Fram 1—0 í 1. deild- inni í gærkvöldi og skoraði Njáll Eiðsson sigurmarkið er aðeins 20 sekúndur voru til leiksloka. Ingi Björn Albertsson braust upp hægri vænginn og fyrirgjöf hans hrökk af ótal varnarmönnum áður en knöttur- inn rúllaði til Njáls sem gat vart annað en skorað. Aðeins mínútu áð- ur hafði Viðar Þorkelsson komist einn inn fyrir vörn Vals og spyrnt í þverslá. Ætla mætti af lýsingum þessum að um bráðfjörugan og spennandi leik hafi verið að ræða, Elnkunnagjðfln LIÐ VALS: Brynjar Guðmundsson Úlfar Hróarsson Grímur Sæmundsen Þorgrímur Þráinsson Dýri Guðmundsson Magni Pótursson Njáll Eiðsson Ingi Björn Albertsson Þorsteinn Sigurðsson Hilmar Sighvatsson Brynjar Nielsen Úlfar Hróarsson vm. LID FRAM: Guðmundur Baldursson Trausti Haraldsson Hafþór Sveinjónsson Sverrir Einarsson Marteinn Geirsson Valdemar Stefánsson Ólafur Hafsteinsson Viðar Þorkelsson Guðmundur Torfason Steinn Guðjónsson Halldór Arason Lárus Grétarsson vm. STAÐAN Staðan í 1. deild eftir leiki helgar- innar er þessi: UBK ÍBV KR ÍA ÍBÍ Víkingur KA Valur Fram ÍBK Valur 4 n Fram llO en það er eins fjarri sannleikanum og hugsast getur. Þeir sem báru gæfu til þess að missa af leik KR og KA í Laugardalnum um daginn höfðu á orði að þeir hefðu ekki séð það daufara í mörg ár. Vonandi fara þessir vortaktar að mást af liðunum. Ef ekki, er ekki bjart framundan. Fyrri hálfleikur var ekkert ann- að en hlaup og fum, samleikur sást vart og má segja liðin hafa verið að þessu leyti afar jöfn að „getu“. Að einu leyti höfðu Vals- menn nokkra yfirburði, þeir voru nefnilega sýnu grófari og sumir leikmanna liðsins, t.d. Ulfar Hró- arsson, mættu íhuga að það er vel hægt að leika fast án þess að það llþrotllrl sé gróft. Alloft í leiknum, einkum þó í fyrri hálfleik, virtust Vals- menn hafa meiri hug á að fella andstæðinga sína en að ná knett- inum. Dómarinn Þorvarður Björnsson lét mörg ljót brot óátal- inn og má átelja hann fyrir það. Annars áttu liðin sitt hvort skotið í fyrri hálfleik, bæði úr þröngum færum, alls ekki hættuleg færi. Framarar voru ívið sterkari í seinni hálfleik, en sem fyrr var knattspyrnan Iéleg og færin fá. Trausti Haraldsson komst í dauðafæri 15 mínútum fyrir leikslok og átti nokkru áður gott þrumuskot að marki Vals, en Brynjar Guðmundsson varði bæði skotin vel. Síðustu mínútunni hef- ur áður verið lýst. Þeir voru ekki margir sem stóðu upp úr leik þessum, helst Hilmar Sighvatsson hjá Val og Trausti Haraldsson hjá Fram. í STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild: Valur — Fram 1—0 (0-0) MARK VALS: Njáll Eiðsson á 90 mínútu. ÁMINNINGAR: engar. DÓMARI: Þorvarður Björnsson. -gg- Ljósm. (lUðjón. Hafþór Sveinjónsson og Þorsteinn Sigurðsson kljást um knöttinn. KR-ingar sóttu tvö stig til Eyja KR-INGAR gerðu sér lítið fyrir á sunnudaginn og sóttu tvö stig til Vestmannaeyja þegar þeir óvænt sigruðu ÍBV 1—0 í einum þeim til- þrifaminnsta knattspyrnuleik sem sögur fara af á þeim gamla góða Hásteinsvelli í Eyjum. Þessi leikur var ekki aðeins tilþrifalítill heldur beinlinis leiðinlegur á að horfa og það er alls ekki nógu gott þegar tvö fyrstudeildarlið eiga i hlut Vonandi verða ekki fleiri slíkir leikir á boð- stólum í sumar. Annars er óhjákvæmilegt að fara fljótt yfir sögu og hreinasta sóun á dýrmætu plássi að þenja frásögn af leiknum á marga dálka þvi satt að segja var minnisbókin góða yfir að líta sem eyðimörk þegar hún var Hollenska knattspyrnan: Markakóngurinn aðeins 18 ára Kcppnistímabili knattspyrnumanna í Hollandi er nú lokið. Lið Ajax varð meistari og innsiglaði öruggan sigur sinn i 1. deildinni með því að sigra Haarlcm 3—1 i síðasta leik sínum. Hinn 18 ára gamli framherji Ajax, Willem Kieft, varð markakóngurinn í Hollandi í ár, skoraði 32 mörk. Kees Kist AZ-67 varð í öðru sæti með 31 mark. Síðasta umferðin í deildinni skipti litlu máli þar sem öll úrslit voru ráðin varðandi Evrópusæti og meistaratitla. En úrslit urðu þessi: Tilburg — PEC Zwolle Feyenoord Rotterdam — FC Twente Enschede NEC Nijmegen — De Crarfschap Doetinchera llaarlem — Ajax Amsterdam AZ-67 Alkmaar — FC Den Haag Roda JC Kerkrade — FC Groningen FC Utrecht — Sparta Rotterdam (*o Ahead Eagles Deventer — NAC Breda MVV Maastricht — PSV Eindhoven 3-1 3-3 2—0 1- 3 5—2 ÍI? 2— 1 1-7 IBV —kr 0:1 opnuð og sest var niður við ritvélina. Já, þetta var þannig leikur. Þó er ekki annað hægt að segja en leikurinn hafi farið líflega af stað og fyrirheit um spennandi leik þar gefin, en því miður var það falsvon ein sem þar kviknaði. Það var nefnilega strax á 6. mín. sem KR skorar mark það sem er á reyndi dugði til sigurs og stiganna dýrmætu sem í boði voru. Guðjón Hilmarsson var þá með langsend- ingu inn að marki ÍBV og þar fékk Willum Þórsson að athafna sig í rólegheitum og hann renndi bolt- anum laglega framhjá Hreggviði markverði ÍBV. Það var svo aðeins tvívegis eftir þetta í fyrri hálfleik sem ástæða þótti til að bera penna í minnisbókina, í bæði skiptin þeg- ar Stefán markv. KR greip vel inn í og stöðvaði sóknarlotur Eyja- manna þegar mark blasti við. Staðan í hálfleik var því 1—0 en strax á upphafsmín. síðari hálf- leiks fékk Jóhann Georgsson besta og raunar eina tækifæri Eyja- manna til að jafna metin. Eftir laglega tilburði Hlyns og Sigur- láss var Jóhann einn með boltann á markteigslínu fyrir miðju marki en boltinn bögglaðist fyrir fótum hans og færið rann út í sandinn. Nú, annað fór ekki á blað í bókina góðu. KR-ingar börðust óhemju vel í þessum leik, upp á það vantaði ekkert en knattspyrnan sem liðið leikur er ekki hróss verð. Þeir gáfu Eyjamönnum aldrei stundlegan frið. í s.h. lagðist liðið í vörn, stað- ráðið í því.að halda fengnum hlut og það tókst. Eyjamenn komust ekkert áleiðis í þessum leik og leikur þeirra allur í molum. Nánast aldrei spilað upp kantana heldur böðlast upp miðj- una þar sem KR-ingar voru sterkari fyrir í vörninni. Það er ekki hægt að segja að þessi sigur KR hafi verið sanngjarn og ekki áttu Eyjamenn meiri kröfu til sig- urs, jafntefli hefði einfaldlega ver- ið sanngjörnustu úrslitin. En það voru KR-ingar sem knúðu fram með krafti sínum og dugnaði úr- slit sér í hag, og það er hið eina sem skiptir máli. Hvað sé sann- gjarnt eða þá ósanngjarnt er svo óendanlega umdeilanlegt. Það er kominn tími til þess að ljúka þessum geðvonskuskrifum og þá er tilvalið að tína til það sem gladdi auga í þessum annars leið- inlega leik. Það var hinn fallegi blómvöndur sem Ómar Jóhanns- son fékk í upphafi leiks, en Ómar hefur leikið 100 leiki með ÍBV. Það var svo einmitt Ómar sem var besti maður vallarins í þessum leik. Og hér setjum við amen á eftir efninu og munum reyna að gleyma þessum leik sem allra fyrst og það eina sem stendur eru stigin tvö sem færð hafa verið KR-ingum til tekna á stigatöflunni. I stuttu máli: 1. deild Hásteinsvöllur 23. maí. ÍBV - KR 1-0 (1-0) Mark KR: Willum Þórsson á 6. mín. Áminningar: Hlynur Stefánsson og Ómar Jóhannsson fengu gul spjöld upp að andlitinu þegar mót- lætið fór að fara í skapið á Eyja- mönnum. Dómari: Sævar Sigurðsson. — hkj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.