Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ1982 47 BÚSSUR TIL SÖLU Tel Kvennaframboðið eiga stærstan þátt í sigri Sjálfstæðisflokksins — segir Kristján Benediktsson „Fyrir hönd okkar framsóknar- manna er ég tiltölulega ánægður með þessi úrslit,“ sagði Kristján Benediktsson þegar Mbl. innti hann álits í gær. „Við bættum við okkur atkvæðum og einum borgarfulitrúa, einum af þessum sex sem bættust við.“ „Miðað við þessa hægri sveiflu sem orðið hefur um allt land, held ég að hlutur okkar framsóknar- manna hér í Reykjavík megi telj- ast góður. Við vorum í meiri- hlutasamstarfi hér sl. fjögur ár og erum eini flokkurinn í því sam- starfi sem heldur sínum hlut og kemur vel út úr þessum kosning- um.“ — Kemur afstaða til ríkis- stjórnar fram í kosningaúrslit- um? „Ég er ekki viss um að afstaða til hennar hafi svo mjög komið fram í þessum kosningum. Hins vegar getum við ekki neitað þeirri staðreynd að í hvert skipti sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í stjómarandstöðu, hefur hann unnið verulega sigra í borgar- stjórnarkosningum og stundum miklu stærri sigra en þennan núna. Ég nefni sem dæmi árið 1974 þegar hann fékk 58% at- kvæða og árið 1958 þegar hann fékk nærri 60% atkvæða." ♦ — Nú endurheimti Framsókn- arflokkurinn ekki nema örlítið brot af fylgishruninu 1978. „Hvernig var hægt að búast við því, miðað við þessar aðstæður þegar hægri sveifla er? Við héld- um okkar og vel það. Alþýðu- bandalagið tapar hér rúmum 10% og Alþýðuflokkurinn nærri 7%. Þegar tekið er tillit til þess að við vorum í samstarfi með þessum flokkum, þá tel ég það góða út- komu að við skyldum bæta við okkur, þó það séu ekki nema um þrjú hundruð atkvæði." — Hvaða áhrif telur þú að Kristján Benediktsson, borgar- fulltrúi Framsóknardokksins. kosningabarátta ykkar, áherslan á Egil Skúla, hafi haft? „Hún hlýtur að hafa haft já- kvæð áhrif, vegna þess að maður- inn er góður. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur alltaf flaggað með borg- arstjóraefni í hverjum einustu kosningum. Það er ekkert undar- legt að við skyldum leggja til að það yrði leitað til ákveðins manns, sem er búinn að vinna sér álit og hefur fjögurra ára reynslu, að verða borgarstjóri." — Hvernig skýrir þú fylgis- aukningu Sjálfstæðisflokksins? „Ég held að Kvennaframboðið eigi stærstan þátt í að Sjálfstæð- isflokkurinn fékk aukið fylgi. Fólki leist ekki á að eini valkost- urinn á móti Sjálfstæðisflokknum yrði fjögurra flokka stjórn okkar og Kvennaframboðsins. Viðhorfin hefðu orðið allt önnur ef Kvenna- framboðið hefði ekki komið frarn." Gleðilegt sumar með sumar- húsgögnum frá Bláskógum VANTAR ÞIG VINMJ VANTAR ÞIG FÓLK tP Þl AIGLÝSIR IM ALLT LAXD ÞEGAR ÞL Al'G- LVSIR í MORGl-XBLADtXt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.