Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1982 IGNIS COMBI IGNIS COMBI frystiskápur sem skiftist til helminga I kælir að ofan og djúpfryst- ir að neöan. Tveggja kerfa skápur sem er öruggur, hljóölátur og stllhreinn. Þægilegur I notkun og tek- ur Iftið gólfpláss. Mál: Hæð180cm Breidd 60 cm Dýpt 60 cm Verð: 10.470 RAFIÐJAN H.F. Kirkjustræti 6 v/Austurvöll Sími 19294 og 26660 FITUBANINN Adeins 2-3 töflur 1/2 tíma fyrir máltíð, gefur fylhngu þanmg að þú borðar ekki meira en þú þarft. INNIHELDUR einmg, Prótein og jurtaefni Nú fáanlegt í Apótekum og matvöruverslunum um mest allt landið ÍNDHOLD ca. i 100 stk á et rent ^sk produM Mosfellshreppur: „Afskaplega ánægður með úrslitin“ „Vid höldum okkar meirihluta hér í Mosfellshreppi, þrátt fyrir sameig- iniegt framboð Alþýðubandalagsins og Framsóknar, sem fylltu M-list- ann. Sú sameining var gerð með því eina augnamiði að fella okkar fjórða mann,“ sagði Magnús Sigursteins- son, efsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins í Mosfellshreppi. „Við bættum við okkur í þessum kosningum, og höfum nú yfir 53% atkvæðamagns, sem er um 7% fylgisaukning frá því 1978. Maður er að sjálfsögðu afskaplega ánægður með úrslitin. Það vann margt fólk mikið og gott starf að undirbúningi þessara kosninga, og við fundum það greinilega, að það var mikið streymi til okkar á kjör- dag og dagana á undan. Að þessi árangur skuli hafa náðst, ber fyrst og fremst að þakka þessu mikla starfi, sem unnið var fyrir kosn- ingarnar, því margir lögðu hönd á plóginn. Þá á eflaust þessi hægri- sveifla, sem átti sér stað um allt landið næstum því, líka þátt í að móta þessi úrslit. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka öllu stuðningsfólki D-Iist- ans fyrir sitt framlag," sagði Magnús. Sehjarnarnes: „Sannarlega ánægðir með úrslitin" „Við erum sannarlega ánægðir með úrslit þessara kosninga. Við héldum okkar hlut og vel það, bætt- um við okkur einu og hálfu pró- senti,“ sagði Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri Seltjarnarness en þar hlaut Sjálfstæðisflokkurinn fimm menn kjörna. „Sjálfstæðisflokkurinn er langt kominn með að hafa 65 prósent atkvæða hér á Seltjarnarnesi. Við þökkum það því að við höfum fylgt þeirri meginstefnu að leggja ekki hærri gjöld á íbúana en nauðsyn- legt er. Það er þessi fræga lág- skattastefna. Okkar skoðun er sú að borgararnir séu betur fallnir til að ráðstafa sínu fé en við. Ég held að fólk kunni að meta það. Eins höfum við verið heppnir með okkar framkvæmdir hér á nesinu og engin deilumál hafa ris- ið, sem valdið hafa illindum eða sundrung hjá mannskapnum. Við héldum 1974 þegar við fengum okkar fimmta mann kjörinn að hann væri hálfgerðúr happ- drættisvinningur en það reyndist ekki vera og greinilegt að fólk kann að meta okkar störf hér í bænum," sagði Sigurgeir Sigurðs- son, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi í lokin. Sauöárkrókur: „Við erum 1 sókn og látum ekki deigan síga“ „Við erum mjög ánægðir með okkar útkomu úr þessum kosning- um. Við höfum unnið verulega á og við teljum að það boði betri tíð fyrir Sjálfstæðisflokkinn hér á þessum stað,“ sagði Þorbjörn Árnason, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins á Sauðárkróki, en þar fengu sjálfstæð- ismenn þrjá menn kjörna. „Ég vil þakka þetta fyrst og fremst," sagði Þorbjörn, „því að við höfum verið leiðandi afl í bæj- arstjórn síðastliðið kjörtímabil, þar sem við komum í gegn þeim framkvæmdum, sem við beittum okkur fyrir. Auk þess höfðum við mjög frambærilegum lista á að skipa og sjálfstæðismenn unnu mjög vel fyrir þessar kosningar. Framsóknarmenn eiga hér mjög sterk ítök í fólki, en það er ljóst, að við höfum unnið verulega á og erum í sókn og látum ekki deigan síga,“ sagði Þorbjörn. Gardabær: Kjósendur hafa eingöngu staðfest að gott er að búa í Garðabæ „Framundan er að standa við það sem við höfum lofað og það ætlum við að gera,“ sagði Sigurgeir Ólafs- son, efsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins í Vestmannaeyjum, í sam- tali við Mbl. í gærkvöldi, en sjálf- stæðismenn unnu glæsilegan kosn- ingasigur og meirihluta i Vest- mannaeyjum, 6 bæjarfulltrúa af 9 og litlu munaði að 7. maður Sjálfstæðis- flokksins næði kjöri, þ.e. ef Fram- sóknarflokkurinn hefði fengið 40 at- kvæðum færra, en Sjálfstæðisflokk- urinn þeim mun meira. I 16 ár hafa vinstri flokkarnir haft samstarf um meirihluta- stjórnun bæjarins, en áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn haft meiri- hluta um langt árabil. Fylgisaukn- ing Sjálfstæðisflokksins í Vest- mannaeyjum nú var liðlega 20%, en hann hefur nú nær 60% kjör- fylgis. „Við stefnum að því að fyrsti bæjarstjórnarfundur undir okkar stjórn verði haldinn seinnipartinn í næstu viku og þar munum við taka fast og skipulega á málum og ákveða röð þeirra," sagði Siggi Vídó eins og hann er kallaður í daglegu tali í Eyjum, „kosninga- baráttan hófst með glæsilegu prófkjöri sem 1650 manns tóku þátt í, þar á meðal fólk undir kosningaaldri, og niðurstaða prófkjörsins var látin gilda óbreytt áfram á lista Sjálf- stæðisflokksins til bæjarstjórnar- kosninganna. Það var talið í próf- kjörinu 22. febrúar og listinn sam- þykktur 3 dögum seinna einróma af fulltrúaráði flokksins og þar með var fyrsta stig kosningabar- áttunnar hafið. Mikill fjöldi fólks tók á ýmsan hátt þátt í undirbún- ingi kosninganna síðasta mánuð- inn fyrir kosningar og kosninga- baráttan var mjög lífleg og skemmtileg. Frambjóðendur flokksins sem valdir voru í próf- kjörinu settu fram sínar skoðanir í Fylki, blaði sjálfstæðismanna, og allir frambjóðendur unnu að þeirri stefnuskrá sem sett var fram og alla kosningabaráttuna var mikil samstaða hjá öllum flokksmönnum um að kosninga- baráttan yrði málefnaleg og heið- arleg. Á þessari samstöðu unnust kosningarnar, með mikilli vinnu og baráttu, drengskap og vilja fólks til þess að breyta um við stjórnun bæjarins, enda tel ég að það geti varla komið skýrar fram en þessi mikla fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins sýnir." Siglufjöröur: „Gífurlega ánægðir“ „Við erum gífurlega ánægðir með þessi úrslit. Við höfum hlotið betri kosningu nú en nokkurn tíma áður. Baráttan hefur alltaf staðið á milli þriðja manns Sjálfstæðisflokksins og þriðja manns Alþýðubandalags- ins, en núna fáum við fjóra menn og erum gífurlega ánægðir með það.“ Þetta sagði Björn Jónasson, efsti maður á lista sjálfstæðismanna á Siglufirði en þar hlaut flokkurinn fjóra menn kjörna, en hafði áður tvo. Bætti sem sagt við sig tveimur mönnum. „Þetta þakkar maður fyrst og fremst þeirri sveiflu sem átt hefur sér stað í landinu og beinist til okkar sjálfstæðismanna. Einnig er um mikið persónufylgi fram- bjóðenda hér að ræða. Én við ger- um okkur grein fyrir því að vandi fylgir vegsemd hverri og við ætl- um okkur virkilega að reyna að breyta þessum bæ, sérstaklega hvað umhverfi hans varðar. Hvað samstarf varðar, hafa engar þreifingar átt sér stað í því sambandi. Hér var áður þriggja flokka samstarf og það er ljóst að svoleiðis verður það ekki í fram- tíðinni. Hver flokkanna verður með okkur í samstarfi er ekki vit- að ennþá, en við getum verið með þeim öllum í stjórn," sagði Björn Jónasson Siglufirði. Fjögur ung- menni fermd í Malmö ANNAN í hvítasunnu, 31. maí, mun íslendingafélagið í Malmö og nágrenni gangast fyrir ís- lenskri guðsþjónustu í Vástra- Skravlinge-kirkju í Malmö. Fermd verða 4 ungmenni og 2 börn skírð. Prestur verður séra Jóhann Hlíðar, sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn. Eftir athöfnina verður öll- um kirkjugestum boðið upp á kaffi og meðlæti á Herragarð- inum í Rosengárd í Malmö. Nöfn þeirra sem fermast: Birna Rán Loftsdóttir, Ram- eldsvág 101, Malmö, Baldvin Sigurjón Georgsson, Lugna- gatan 45, Malmö, Árni Birgis- son, Lundegatan 3a, Simris- hamn, Vilhjálmur Birgisson, Lundegatan 3a, Simrishamn. (KrétUlilkynning). Notaöar vinnuvélar Traktorsgrafa CASE 580 F Jaröýta I.H.T.D. 15 Traktorsgrafa MF50B Hjólaskófla MF356 Traktorsgrafa IH 3820 A Traktorsgrafa MF 70 Beltagrafa JCB7C Traktorgrafa JCB3D Dráttarvél Zetor 7011 VÉLAR & ÞJÓNUSTA HF„ Járnhálsi 2, sími: 83266. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU oböös þo ásstr 'c

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.