Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ1982 2 7 Gervigrasvöllur yrði knattspyrnunni mikil lyftistöng • Þessi mynd er af einu fallegasta marki sem enn er komið í leikjum íslandsmótsins í knattspyrnu, jöfnunarmark Breiðabliks gegn Fram. það var Hákon Gunnarsson sem skoraði markið. Skaut háum snúningsbolta inn að marki Fram af löngu færi. Boltinn skrúfaði sig efst í markhornið eins og sjá má á myndinni. Guðmundur Baldursson leggur sig allan fram við að ná til knattarins en allt kom fyrir ekki. í netið fór hann. Ljósm. Kristján Einarsson. Boltinn farinn að rúlla Undirritaður mun í sumar sjá um þátt þann sem undanfarin ár hefur birst hér í Mbl. undir heitinu: Á eftir boltanum. Ýmsir mætir menn hafa haft um- sjón með þessum þáttum á sl. árum og nægir að nefna þá Árna Njálsson, Helga Daníelsson og félaga minn, Magnús Sigurjónsson, sem var dálkahöfundur í fyrra. Hugmyndin er að þáttur þessi verði viku til hálfs- mánaðarlega, allt eftir því hve mikið er um að vera á knattspyrnusviðinu. Ekki verður um eiginlega gagnrýni á leiki fslandsmótsins að ræða, því at- riði sinna íþróttafréttamenn blaðs- ins sem fyrr. Hins vegar mun að sjálfsögðu verða fjallað um 1. deildarkeppni ís- landsmótsins svona almennt, auk þess sem ég mun leitast eftir fremsta megni við að taka fyrir sem flest atriði, er flokkast undir hugtak- ið: íslenzk knattspyrna. Landsliðið fær sinn skerf eins og vera ber, svo og kvennaknattspyrnan, yngri flokk- arnir, þjálfaramál, vallamál og önn- ur mál, sem of langt er upp að telja. Vona ég að lesendur blaðsins hafi einhverja ánægju af skrifum mínum, og ekki væri lakara ef þau yrðu til að vekja umræður um ýmis þau mál sem miður fara í knattspyrnunni hjá okkur, og stuðli jafnvel að úrbótum. í því sambandi væri ekki úr vegi fyrir forystumenn knattspyrnufé- laga, leikmenn, dómara eða aðra áhugamenn um vöxt og viðgang ís- lenzkrar knattspyrnu að senda línu til undirritaðs ef þeir hafa eitthvað fram að færa, hugmyndir, kvartanir eða hrós einhvers konar. Slíkt má merkja undirrituðum og senda til Morgunblaðsins, Aðalstræti 6, Reykjavik. Vallamál: Aöstaöa eöa aöstööuleysi Nú þegar íslandsmótið í knattspyrnu 1982 er nýhafið, er ekki úr vegi að líta á þær aðstæð- # Hörður Hilmarsson mun skrifa greinar um knattspyrnu fyrir Mbl. í sumar. ur, sem keppendum er boðið upp á við æfingar á undirbúnings- tímabilinu og í leikjum í „æf- ingamótum" s.s. Reykjavíkurmót- inu, litlu-og stóru bikarkeppnun- um o.fl. „Rjóminn" af knatt- spyrnumönnunum okkar, þ.e. þeir sem leika í 1. deild, byrjar að æfa utanhúss í janúar og hefur þegar deildarkeppnin byrjar, 5 mánuð- um síðar, æft og leikið við vægast sagt skrautlegar aðstæður, sem eiga engan sinn líka (það skal þó tekið fram að undirritaður hefur ekki kynnt sér aðstæður þær sem nágrannar okkar, Færeyingar og Grænlendingar æfa og keppa við á veturna). Sá umdeildi maður og þjálfari Tony Knapp lét einhverju sinni hafa eftir sér í viðtali við enskt knattspyrnutímarit, að íslenzkir áhugamennirnir æfðu við aðstæð- ur sem ekki þýddi að bjóða ensk- um knattspyrnumönnum þó þeir fengju borgað fyrir það. Þá átti hann vitanlega m.a. við veðrátt- una (sem hvorki Baldur Jónsson vallarstjóri né borgaryfirvöld ráða neinu um, svo vitað sé), en hún er oft ærið hryssingsleg hér norður við „Ballarhaf" og hefur í för með sér, að menn eru einn dag- inn að æfa í ökkladjúpri leðju, næsta dag er boðið upp á glerhál- an og stórhættulegan malarvöll og þriðja æfingin fer fram við 10 vindstig, meðan menn ösla snjó upp að hnjám í þeirri fjórðu. Eg held að hinn almenni áhorfandi sem mætir á völlinn klukkan átta á sólríku maíkvöldi og sér t.d. stórskemmtilegan leik milli Fram og UBK (2—2) geri sér enga grein fyrir því hvað leikmennirnir 26 (bæði liðin skiptu tveimur mönnum inn á) hafa lagt á sig til að komast í æfingu, komast í lið. Og enn síður hvernig aðstæður menn hafa þurft að æfa við og hvað hægt er að gera til að betr- umbæta þær. Nú, við veðrinu sjálfu er ekkert hægt að gera, en það er hægt að skapa aðstæður svo okkar dug- mikla knattspyrnufólk geti æft hvernig sem viðrar og æft allt (ekki bara farið út að hlaupa). í nágrannalöndum okkar svokölluð- um, Skandinavíu og Finnlandi, er að finna þrenns konar aðstöðu, sem ég hef hrifist mjög af og tel að möguleiki væri á að koma tveimur þeirra upp hér á landi. Annars vegar er um að ræða e.k. braggalaga tjald, sérkennilega byggingu sem sjá má víðs vegar í Svíþjóð og að ég held Noregi. Tjald þetta er upphitað og inni- heldur eitt stykki sand-/malar- völl, ca. 60x25m. Svona bygging kæmi sér vel hérna á „klakanum" og mætti að sjálfsögðu æfa fleiri íþróttir en knattspyrnu í henni. Fleiri grasvelli og þ.á m. gervigrasvöll Gervigrasvöllur yrði knattspyrn- unni í landinu ómetanleg lyfti- stöng. Ég á þá ekki við til að keppa á yfir sumartímann, heldur til æf- inga haust, vetur, vor og hugsan- lega fyrir fyrstu leiki íslands- mótsins, í stað þess að leika þá á möl. Kostnaður við svona fram- kvæmdir er sjálfsagt töluverður, en hvað kostar ekki peninga í dag? Það má hugsa sér að nokkur félög tækju sig saman og byggðu bragg- ann og/eða bæjar- eða sveitarfé- lög sameinuðust um eitt stykki gervigrasvöll. Iðkendur knatt- spyrnu eru u.þ.b. 20.000 hér á landi, og það þætti sumum stór þrýstihópur, tæplega 10% þjóðar- innar. Fyrir utan gervigrasvelli og inn- anhússmalarvelli í „braggatjöld- um“ má finna á Norðurlöndum fullkominn gervigrasvöll innan- húss. í Lahti í Finnlandi hafa und- anfarna tvo vetur farið fram opinberir landsleikir í knatt- spyrnu á slíkum velli við Svía og Norðmenn. Ekki höfum við íslend- ingar bolmagn til að fjármagna byggingu slíks íþróttahúss, en hitt er hægt. Ekki get ég lokið þessum pistli um velli og aðstæður til knatt- spyrnuiðkunar án þess að benda á nauðsyn þess að sem flest félög hafi æfingaaðstöðu á grasi. Ekki bara fyrir elstu leikmennina, held- ur ekki síður fyrir yngri flokkana. Núverandi landsliðsþjálfari, Jó- hannes Atlason, hefur verið ungl- ingaþjálfari hjá knattspyrnufé- laginu. Fram undanfarin ár með mjög góðum árangri og hann legg- ur mikla áherslu á þetta, þegar hann ber saman íslenska knatt- spyrnu og „útlenda”. Okkur vantar tilfinnanlega meiri tækni, betri boltameðferð og grunnurinn að slíku er lagður í yngstu flokkun- um, og því mikils um vert að poll- arnir og píurnar fái undirstöðu- kennsluna á grasi, sem er hið rétta „undirlag" fyrir knattspyrnu. Nóg um vallamál og aðstæður, og snúum okkur að nýhafinni 1. deildar keppni karla. Hörkukeppni framundan Þeir leikir, sem fram hafa farið í 1. deildinni nú að undanförnu, gefa vissulega vonir um jafnt og spennandi íslandsmót. Vegna þess hve lítið ég hef fylgst með leikjum hér á landi sl. tvö ár get ég ekki dæmt um hvort gæði knattspyrn- unnar séu meiri eða minni en í fyrra eða hitteðfyrra. Hitt þykist ég geta séð fyrir, að mótið í ár verði svipað mótum sl. þriggja ára, þannig að flestir leikjanna verði jafnir (og vonandi einnig vel leiknir) og liðin reyti stigin hvert af öðru, en ekki verði um tveggja liða einvígi að ræða eins og átti sér stað „i den tid“, sællar minn- ingar. Eina liðið sem gæti hrakið þessa spá mína er hið unga og stórskemmtilega lið Breiðabliks. Ég bæði trúi því og vona að UBK verði í einhverju af þremur efstu sætunum þegar upp verður staðið í haust. Það yrði sigur fyrir íþrótt- ina sem slíka, ef lið sem leikur eins góða knattspyrnu og UBK gerir, næði árangri. önnur lið sem ég reikna með að verði ofarlega eru t.d. ÍA og ÍBV. Skagamenn eru sjálfsagt með elsta liðið í deildinni, þ.e. hæsta meðalaldurinn, en það kemur þeim frekar til góða heldur en hitt. Reynsla „gömlu jaxlanna" kemur til með að vega þungt í jöfnum og erfiðum leikjum, og svo hefur hinn slóttugi stór-þjálfari George Kirby snúið „heim“ aftur og hann hefur þann eiginleika að ná því besta út úr hverjum leik- manni. Góður kostur það hjá þjálfara. ÍBV hefur byrjað tíma- bilið óvenju vel og þegar þar við bætist að eyjamenn eru alltaf ákaflega erfiðir heim að sækja er Ijóst að liðið kemur til með að „vera í slagnum“. En það er líklegt að þeir örn óskarsson og Sigurlás Þorleifsson verði burðarásar liðs- ins og því eins gott að þeir sleppi við meiðsli. Fjórða liðið sem verð- ur alveg örugglega með í barátt- unni á toppi deildarinnar er Vík- ingur. Liðið er greinilega í góðri líkamlegri þjálfun og við stjórn- völinn er mjög fær maður, Youri Sedov. Valur og Fram eru þau félög, sem erfiðast er að staðsetja í röð- inni. Þau gætu blandað sér í toppbaráttuna, en meiri líkur eru fyrir því að þau komi til með að sigla lygnan sjó um miðbik deild- arinnar. Frammarar eru með ungt BELGÍSKI landsliðsmarkvörðurinn Jean Marie Pfaff, hefur undirritað samning við þýska knattspyrnufélag- ið Bayern Miinchen. Er samningur- inn til þriggja ára og fer Pfaff til Þýskalands á næstu dögum. Pfaff, sem er 29 ára gamall, hefur leikið og sérlega efnilegt lið, en það er viðbúið að það taki nýja þjálfar- ann, hinn mjög svo viðkunnanlega Andrzej Strejlau, nokkurn tíma að fastmóta liðið. En Fram er alltaf erfitt viðureignar, því vörn liðsins og markvarsla er með því besta sem gerist hér á landi. Valsliðið hefur ekki byrjað vel að þessu sinni og virðast of margir veikir hlekkir vera í liðinu sem stendur. Nokkrir reyndir garpar eru ný- byrjaðir og aðrir eru á leiðinni, en það tekur tíma fyrir alla þessa menn að komast í æfingu og leik- æfingu svo það lítur ekki út fyrir Vals-sumar í ár. Þau fjögur félög sem enn eru ónefnd, KR, ÍBÍ, KA og ÍBK, hafna væntanlega öll í neðri helmingi deildarinnar, en ekki treysti ég mér til að segja fyrir um hvaða tvö félög verða neðst og falla niður í aðra deild. Hvert þessara fjögurra liða um sig getur unnið hin væntanlegu topp- lið og því haft veruleg áhrif á það hvar íslandsbikarinn hafnar. Vona ég að við vallargestir fáum að sjá skemmtilega leiki í sumar, en til þess að svo megi verða þurfa leikmennirnir að pússa rykið af gömlu góðu leik- gleðinni og bæta henni við barátt- una, leikaðferðirnar og annað sem þjálfararnir hafa verið að berja inn í menn á síðustu mánuðum. Grasið er grænt, boltinn er hnöttóttur og knattspyrna er „súper“-íþrótt. Sæl að sinni! Hörður Hilmarsson með Beveren síðustu árin. Hann er fastur maður i belgíska landsliðinu. Knattspyrna) Á EFTIR B0LTANUM Pfaff til Bayern M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.