Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1982 Bond hafnaði boði Benfica JOHN BOND, enski framkvæmda- stjórinn hjá Manchester City, lýsti yfir í gær að hann hefði hafnað glæsilegu tilboði um að gerast stjóri hjá portúgalska stórliðinu Benfica. „Ég og John Benson, aðstoðarmaður minn, verðum áfram hjá City. Við erum í þakkarskuld við félagið sem gaf okkur leyfi til að ræða við Ben- fica og leit meira á það sem almenna kurteisi heldur en hitt að ræða við forseta félagsins. Ég hef sagt það alla tíð síðan ég kom til City að ég kunni vel við mig hjá félaginu og aðeins sárafá félög gætu freistað mín að því marki að ég myndi hug- leiða að yfirgefa félagið. Ég vona nú að þetta mál sé úr sögunni svo ég geti einbeitt mér að því verkefni sem nærtækara er og það sem ég tók að mér, að ná árangri með City,“ sagði John Bond í samtali við AP. Fjölmargir kepptu á Öldungamótinu á skíöum ÖLDUNGAMÓT Skíðaráðs Reykja- víkur var haldið i Bláfjöllum sunnu- daginn 16. maí sl. Keppt var í göngu og svigi. Úrslit urðu sem hér segir: Ganga: Konur 50 ára og eldri, 4 km mín. Anna Hulda Sveinsdóttir 27,06 Konur 40—49 ára, 4 km Svanhildur Árnadóttir 21,45 Konur 30—39 ára, 4 km Sigurbjörg Helgadóttir 19,10 Arndís Björnsdóttir 21,46 Thorun Sigurösson 22,23 Karlar 55 ára og eldri, 4 km Tryggvi Halldórsson 16,30 Haraldur Pálsson 16,38 Þorsteinn Bjarnason 18,50 Þór Þorsteinsson 27,35 Karlar 45—54 ára, 8 km Hermann Guðbjörnsson 29,40 Vésteinn bætir sig í kúluvarpi VESTEINN Hafsteinsson HSK náði sínum bezta árangri í kúluvarpi á frjálsíþróttamóti í Tuscaloosa í Ala- bama um helgina, varpaði 15,89 metra, en hann átti bezt áður 15,54 metra. Vésteinn sigraði í kúluvarp- inu. Vésteinn sigraði einnig í kringlukasti á mótinu, kastaði 57,08 metra. Þórdís Gísladóttir ÍR sigraði í 100 og 200 metra hlaupi, hljóp á 12,9 og 26,66 sekúndum í mótvindi. Páll Guðbjörnsson 30,07 Sveinn Kristinsson 36,41 Ingibjörn Hallbergsson 37,18 Karlar 35—-44 ára, 8 km Guðmundur Sveinsson 29,46 Þorbjörn Jónsson 32,34 Guðni Stefánsson 40,28 Svig: Konur 46 ára og eldri sek. Ásthildur Eyjólfsdóttir Á 105,75 Inga Ólafsdóttir ÍR 113,86 Jakobína Jakobsdóttir ÍR 130,22 Konur 41—45 ára Þóra Vilbergsdóttir KR 82,18 Konur 26—40 ára Svanhvít Hafsteinsdóttir Á 119,24 Konur 31—35 ára Halldóra Friðriksdóttir Á 104,02 Jóhanna Guðbjörnsdóttir Á 120,68 Karlar 46 ára og eldri Kristinn Eyjólfsson Á 88,32 Ingi S. Guðmundsson Á 96,96 Pétur Símonarson Eldborg 102,24 Ríkarður Pálsson Eldborg 105,62 Ólafur Þorsteinsson Eldborg 106,27 Karlar 41—45 ára Viggó Benediktsson KR 81,96 Þorbergur Eysteinsson ÍR 84,53 Guðni J. Guðnason Á 115,29 Jón Gíslason Á 133,96 Leifur Gíslason KR 149,90 Karlar 36—40 ára Sigurður Guðmundsson Á 85,31 Jón Kaldal Vík 86,99 Kristján Óskarsson KR 100,54 Sigurður Einarsson ÍR 116,67 • Óskar Jakobsson, til vinstri, bætir stöðugt árangur sinn í kúluvarpinu og nálgast nú óðum 21 metra. Besti kúluvarpari okkar, Hreinn Halldórsson, til hægri, er nú hinsvegar frá keppni vegna bakmeiðsla. Ljósm. Þórarinn R. Oskar bætir sig og varpar kúlu 20,57 m „ÉG VAR búinn að eiga von á þessu, styrkurinn er kominn aftur eftir veikindin á dögunum, sem drógu úr mér allan mátt. Eftir því sem ég kemst næst er þetta næst bezti árangur háskólamanns utanhúss að sinni, og nú er háskólameistaramót- ið framundan. Þar má búast við harðri keppni,'* sagði Óskar Jakobs- son ÍR í samtali við Morgunblaðið I gær, en hann setti persónulegt met í kúluvarpi í Bandaríkjunum um helg- ina, varpaði 20,57 metra. Eftir tíu daga keppir Óskar á bandaríska háskólameistaramót- inu, og blandar hann sér eflaust í sigurbaráttuna í kúluvarpinu, en hann varð í öðru sæti á mótinu fyrir tveimur árum, og þriðji í kringlukasti. Tveir kúluvarparar vörpuðu yfir 21 metra innanhúss í vetur, en ekkert hefur heyrst um árangur þeirra utanhúss. „Þetta fór ekki vel af stað hjá mér um helgina, gerði fyrstu tvö köstin ógild, og varpaði 19,50 í þriðju umferð. En í fjórðu umferð varpaði ég 20,30, þá 20,55 og loks 20,57 í síðustu umferð, sem er skólamet. Eldra metið átti einn þjálfarinn hérna, Dane LeDuc. Næsti maður varpaði 19,98 og þriðji 19,60, en tíu kastarar voru yfir 18,30 metrum." Óskar sagði að Oddur Sigurðs- son KR hefði hlaupið 400 metra á 47,0 sekúndum og orðið í öðru sæti. Hann hefði hlaupið sprett í 4x400 metra boðhlaupinu og feng- ið 45,8 sek. í millitíma, en tími sveitarinnar var 3:05,8 mín. Oddur er nú við æfingar í níu þúsund feta hæð yfir sjávarmáli, til að venjast þunna loftinu, en Provo í Utah, þar sem háskólamótið fer fram, er í fimm þúsund feta hæð. Ekkert lat a sigur- göngu Gautaborgar Ekkert lát er á sigurgöngu sænska liðsins Gautaborg, sem varð UEFA- bikarmeistari á kostnað Hamburger SV á dögunum. Liðið lék um helgina til úrslita um sænska bikarinn gegn meistaraliði síðasta keppnistímabils, Óster, og sigraði Gautaborg 3—2 í líflegum leik. Torbjörn Nilson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Gautaborg, en Öster náði forystunni með tveim- ur mörkum fyrir leikhlé. Gauta- borgarliðið náði sér vel á strik í seinni hálfleik og þá tryggðu þeir Tommy Holmgren og Jerry Karl- son liðinu sigur með mörkum sín- um. Vegleg verðlaun í Kaldals-hlaupinu Meðal keppnisgreina á Vormóti ÍR í frjálsíþróttum á uppstigningar- dag var Kaldals-hlaupið, minn- ingarhlaup um Jón heitinn Kaldal, sem var fremsti frjálsíþróttamaður þjóðarinnar á sínum tíma. íslands- met hans í lengri hlaupum stóðu í áratugi. Jón Kaldal var ÍR-ingur, og verður Kaldals-hlaupið árleg grein á Vormóti ÍR í framtíðinni. Hlaupið er þrjá kílómetrar og var keppt um veglegan bikar sem ganga mun næstu áratugi, en jafnframt hlýtur sigurvegari eignarbikar. Á meðfylgjandi myndum Frið- riks Þórs Oskarssonar má sjá hlauparana 11 leggja af stað og sigurvegarann, Gunnar Pál Jóa- kimsson ÍR, hampa verðlauna- gripnum, en það var dótturdóttir Kaldals, sem verðlaunin afhenti, og heldur hún á eignarbikarnum. Hlaupararnir eru frá vinstri: Guð- mundur Ólafsson ÍR, Sigurjón Andrésson ÍR, Ingvar Garðarsson HSK, Jóhann Sveinsson UBK, Gunnar Birgisson ÍR, Magnús Friðbergsson UÍA (bak við hann er Gunnar Snorrason UBK), Magnús Haraldsson FH, Einar Sigurðsson UBK og Gunnar Páll Jóakimsson ÍR (á bak við Gunnar er Sighvatur Dýri Guðmundsson HVÍ). Fyrstu fimm menn í mark settu persónuleg met á þessari vegalengd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.