Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ1982 Dagar óyinasetuliðsins taldir segir Nott eftir nýjar árásir ARGENTÍNSKAR þotur réðust á brezk herskip við Falklandseyjar í dag, mánudag, í þriðja skipti á fjórum dögum, en John Nott landvarnaráðherra lýsti því yfir að dagar Argentínumanna á eyjunum væru taldir. Sjö Mirage- og Skyhawk-fiugvélar Argentínumanna voru skotnar niður og reyk lagði aftur úr þeirri áttundu þegar hún flaug burt. Nokkur brezk skip kunna að stríðið gæti orðið alþjóðlegt og hafa laskazt, að sögn ráðuneytis- ins, en nánari fregnir hafa ekki borizt. Press Association (PA) segir að einn sjóliði hafi beðið bana og sjö slasazt þegar argent- ínsk sprengja sprakk í vélarrúmi freigátunnar „Antelope" (syst- urskips „Ardent sem sökk) er reynt var að gera hana óvirka. Ahöfnin hefur yfirgefið skipið, sem sökk á Falklandssundi í kvöld að sögn BBC. Nott viðurkenndi á þingi að brezka herliðið stæði andspænis „gífurlegum vandamálum". „En eitt er víst,“ sagði hann. „Dagar argentínska setuliðsins eru taldir og ekki líður á löngu þar til Falk- lendingar endurheimta lýðræðis- leg réttindi sín.“ Margaret Thatcher forsætis- ráðherra hafnaði formlega áskor- un um vopnahlé frá páfa, sem bú- izt er við að láti verða af Bret- landsferð sinni á föstudaginn. „Arás má ekki bera árangur. Vopnahléi verður að fylgja brottflutningur argentínskra her- manna.“ Hún sagði að annars væri árásaraðila launað fyrir hernað- arævintýri. í Brussel þakkaði Francis Pym EBE fyrir að framlengja refsiað- gerðir gegn Argentínu í óákveðinn tíma og sagði að Bretar „kynnu vel að meta þennan vott samstöðu og stuðnings á þessu mjög alvarlega stigi“. Bretar segjast hafa skotið niður a.m.k. 63 flugvélar, rúman fjórð- ung flughers Argentínu. Þeir segj- ast hafa misst fimm Harrier- þotur og níu þyrlur. Síðasti Harri- erinn varð fyrir slysi og brotlenti í sjónum skömmu eftir flugtak. Loftvarnir brezka fiotans hafa veikzt vegna missis „Ardent" og „Sheffield", auk skemmdanna á öðrum freigátum, en Bretar segja að fyllt sé í þetta skarð með Rapier-loftvarnaeldflaugum, sem verið er að koma fyrir á landi, og Nott sagði að fleiri öflug herskip væru komin til Falklandseyja og þau bættu upp það tjón, sem orðið hefði, og ríflega það. Landvarnaráðherra Argentínu, Amadeo Frugoli, varaði við því að sagði að það „yrði gífurlega al- varlegt fyrir stjórnmálajafnvægið í heiminum og skaðlegt Vestur- löndum". Hann skoraði á Banda- ríkin að taka hlutlægari afstöðu, sem gæti stuðlað að friðsamlegri lausn. Ronald Reagan forseti sagði að Bandaríkin mundu ekki dragast inn í bardagana með herliði eða á annan hátt og að engir nýir samn- ingar hefðu verið gerðir við Breta vegna deilunnar. Hann kvaðst ekki ætla að fresta fyrirhugaðri ferð til Lundúna eftir hálfan mán- uð vegna málsins, en sagði að það gæti breytzt ef eitthvað ófyrirsjá- anlegt gerðist. írar lögðu til í dag að Öryggis- ráðið hvetti til 72 tíma vopnahlés til að gefa framkvæmdastjóra SÞ síðasta tækifærið til að finna frið- samlega lausn. En Sir Anthony Parsons sendiherra sagði að jafn- vel takmarkað vopnahlé væri óað- gengilegt á sama tíma og brezkar hersveitir væru að treysta fótfestu sína á Austur-Falklandi. Liðsauki landgönguliða fer í land á landgöngupramma meðan hlé er á loftárásum á liðsflutningaskipið Canberra (sem sést ekki á myndinni). EBE samþykkir framlengingu viðskiptabannsins á Argentínu ^ Bríúsel, 24. maí. AP. ÁTTA þjóðir innan Efnahagsbanda- lags Evrópu, allar að frum og ítölum undanskildum, samþykktu í dag, að framlengja viðskiptabannið við Arg- entínu um óákveðinn tíma. Allar bandalagsþjóðirnar sam- þykktu eins mánaðar viðskiptabann á Argentínu um miðjan apríl, en að- eins átta endurnýjuðu það, er timinn rann ÚL Hins vegar undirstrikuðu báðar þjóðir, að ekki yrði reynt að grafa undan banninu með því að kaupa meira af argentínskum varn- ingi en venja ber til. Francis Pym lýsti því yfir í dag, að ákvörðun bandalagsins væri Bretum mikið gleðiefni. Þó sagðist hann skilja afstöðu íra og Itala, sem ættu í stjórnmálaerfiðleikum. Fulltrúi ítala sagði að hann teldi bannið ekki hafa eins mikið gildi nú þegar Bretar hefðu þegar ráð- ist til uppgöngu á eyjarnar. írar skýrðu frá því, að önnur ákvörðun af þeirra hálfu, en sú sem varð ofan á, hefði eyðilagt það orðspor, sem fer af írum, sem hlutlausri þjóð. Francois Mitterrand, Frakk- landsforseti, skýrði frá því þar sem hann er nú á ferðalagi um Fílabeinsströndina, að Frakkar styddu Breta eindregið í Falk- landseyjadeilunni. „Stóra-Bret- land er bandamaður okkar,“ sagði hann á blaðamannafundi. „Tengsl þessara tveggja þjóða eru sterkari en svo að þau verði rofin þótt til slíkra atburða, sem á Falklands- eyjum, komi.“ Suöur-Afríka undirbýr vopna- sendingar til Argentínumanna JóhiBneurborK, 24. m*i. AP. AÐ SÖGN dagblaðsins Johannes- burg Star er Suður-Afríka að undir- búa vopnasendingar til Argentínu- manna í baráttu þeirra við Breta á Argentínskír hermenn án matar á Falklandseyjum lx>ndon, 24. maí. AP. „ÉG HÉLT ekki að ég þyrfti að berjast þegar ég var sendur til Malvin- as,“ sagði 19 ára gamall argentínskur hermaður, sem Bretar handtóku á Falklandseyjum (Argentínumenn kalla eyjarnar Malvinas), í viðtali við breska fréttamenn. „Ég fékk bara riffil og sex kúl- ur,“ sagði hann ennfremur. Þá skýrði hann frá því, að hann hefði ekki fengið neitt að borða í tvo daga áður en hann var hand- tekinn. „Ég veit ekki til hvers við vorum sendir hingað," sagði Ag- ostino Akino. „Við fengum engin fyrirmæli." Tveir félagar Akino eru enn- fremur um borð í sjúkraskipinu „Canberra“ þar sem þeir fá hjúkrun eftir að hafa hlotið skotsár á fætur. Ummæli félag- anna þriggja um matarskortinn komu heim og saman við bréf sem borist hafa til Lundúna frá breskættuðum íbúum eyjanna þar sem þeir skýra frá því að matarskortur hafi gert vart við sig eftir að Bretar lýstu yfir bannsvæði umhverfis eyjarnar. Argentínskir hermenn, kaldir og svangir, geta nú „huggað“ sig við útvarpssendingar, sem beint er til þeirra á spænsku frá Asc- ension-eyju. Er útsendingin á vegum breska varnarmálaráðu- neytisins og stendur fjórar stundir dag hvern. Á milli þess sem hugljúf tón- list manna á borð við Neil Dia- mond berst til þeirra, fá þeir „uppörvandi“ fréttir á borð við þær, að „nokkrar argentínskar herdeildir hafi gefíst upp og fangar hafi verið teknir" eða þá að „Sovétmenn hafi stöðvað all- ar kornsendingar til Argentínu," og annað í þeim dúr. Útsendingarnar eru þó ekki alveg einhliða. í þeim er greint frá mannfalli Breta og eitt og eitt atriði frá sjónarhóli Argent- ínumanna tekið með í reikning- inn. Þó er áróðurinn alltaf lúmskur undir niðri eins og þeg- ar hermenn Argentínu á Falk- landseyjum voru hvattir til að gefast upp og halda heim á leið, svo þeir gætu horft á heims- meistarakeppnina á Spáni í beinni útsendingu í faðmi fjöl- ! skyldunnar inni í stofu. Brezkur fallhlífahermaður gætir argentinsks hermanns, sem var tekinn til fanga hjá Port San Carl- os. Argentínumaðurinn er i brezkri landgönguliðapeysu, sem senni- lega befur verið tekin úr geymslum upphafiega setuliðsins. Falklandseyjum. Hefur blaðið eftir heimildarmönnum sinum i Cape Town, að í dag hafi verið unnið við að hlaða flugvél frá Uruguay vopn- um sem ætluð eru Argentínu- mönnum. Ráðamenn í Jóhannesarborg hafa hvorki viljað staðfesta né neita þessari frétt blaðsins og rennir það stoðum undir það að hún kunni að reynast rétt. Hins vegar var það staðfest, að Suður- Afríka hefði veitt Bretum upplýs- ingar um njósnaflug Sovétmanna frá Angóla til að leita uppi breska fiotann. Talsmaður breska sendiráðsins í Jóhannesarborg sagðist ekki vita hvort þessar fréttir hefðu við rök að styðjast. Væri svo, myndi það vekja reiði almennings í Bret- landi. Utanríkismálafulltrúi stjórnar- andstöðunnar í Suður-Afríku hef- ur skýrt frá því að farið verði fram á rannsókn þessa máls hið bráðasta. Reynist fréttin á rökum reist gæti það haft alvarlegar af- leiðingar í för með sér á alþjóða- vettvangi. Forseti Perú, Fernando Bel- aunde Terry, sagði á sunnudag, að ekki yrði um mikla hernaðarað- stoð til handa Argentínumönnum að ræða af hálfu Perúmanna. „Við getum e.t.v. stutt þá eitthvað, en ekki verulega. Annars myndum við afvopna okkur sjálfa."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.