Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 40
Síminn á afgreiðslunni er 83033 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1982 Meirihlutasigur Sjálfstæðisflokksins í Eyjum og Njarðvík SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN vann meirihluta ba-jarfulltrúa í Vestmanna- eyjum og Njarðvík í bæjarstjórnakosningunum, 6 menn af 9 í Vestmannaeyj- um og 4 menn af 7 í Njarðvík, en litlu munaði að sjálfstæðismenn fengju einum fulltrúa meira á hvorum stað. í Vestmannaeyjum fengu sjálf- stæðismenn 58,9% atkvæða og var um 20,4% fylgisaukningu að ræða og 6 menn í bæjarstjórn í stað 4 áður, en vinstri meirihluti hefur Samninganefndir ASÍ og VSÍ hittast í dag: Byggingarmenn í verkfalli Samninganefndir ASÍ og VSÍ munu koma saman til fundar hjá ríkissátta- semjara klukkan 13.30 i dag, en fundir hafa legið niðri frá því á fostudag. Samningar hafa nú verið lausir við flestöll félög ASÍ síðan 15. mai sl. Sólarhrings verkfall flestra félaga byggingarmanna skall á á miðnætti í nótt og ef ekki verður komið sam- komulag nk. fimmtudag hafa þessi sömu félög boðað annað sólarhrings- verkfall til að knýja á um gerð nýs kjarasamnings. Þessi sömu félög fóru í sólarhringsverkfall í síðustu viku. Félag framreiðslumanna var í sól- arhringsverkfalli sl. laugardag, en slitnað hafði upp úr viðræðum þeirra og veitingahúsaeigenda að- faranótt sl. föstudags. Félagið hefur síðan boðað tveggja sólarhringa verkfall um næstu helgi, 28.-29. maí, hafi samningar ekki tekizt. Guölaugur Þorvaldsson, ríkissátta- semjari, sagði í samtali við Mbl., aö enn hefði enginn fundur verið boðað- ur í deilu aðila. — Við ákváðum á síðasta fundi, að ef breyting yrði á afstöðu annars hvors aðilans myndi hann láta mig vita og viðræður yrðu þá teknar upp að nýju. Það hefur hins vegar ekki gerst og ég sé ekki ástæðu til að hefja viðræður að svo stöddu. Það ber svo mikið á milli aðila, sagði Guðlaugur ennfremur. verið í Vestmannaeyjum í 16 ár en áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta um árabil. í Njarðvík fengu sjálfstæðismenn meirihluta á ný, en þeir voru í minnihluta sl. kjörtímabil eftir að hafa haft meirihluta um langt árabil. Það má til gamans geta þess að efstu menn á listum Sjálfstæðis- flokksins í Vestmannaeyjum og Njarðvík, Sigurgeir Ólafsson í Eyj- um og Aki Gránz í Njarðvík, voru bekkjarbræður alla tíð í skóla í Eyjum, árgangur 1925, og í þeirra bekk var einnig fráfarandi borgar- stjóri í Reykjavík, Egill Skúli Ingi- bergsson. Sjá viðtöl í miðopnu og bls. 30. Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum vann glæsiiegan sigur í bæjarstjórnarkosningunum, hlaut 6 menn af 9. Myndina tók Sigurgeir Jónasson af nýja meirihlutanum þar sem karlmennirnir bera Sigurbjörgu Axelsdóttur á örmum sér. Auk Sigurbjargar eru á myndinni frá vinstri: Georg Þór Kristjánsson, Arnar Sigurmundsson, Sigurgeir Ólafsson (Siggi Vídó), Sigurður Jónsson og Bragi Ólafsson. Samningur hjúkrunarfræðinga og ríkisins og Landakots: Laun hjúkrunarfræðinga hækka um tæplega 20% Sjúkraliðar ganga út 1. júní nk. hafi ekki fengizt leiðrétting á kjörum þeirra NÁÐST HEFUR samkomulag rnilli hjúkrunarfræðinga annars vegar og ríkis- ins og Landakots hins vegar um nýjan sérkjarasamning, og hafa hjúkrunar- fræðingar nú snúið til starfa að nýju. Enn er ósamið við hjúkrunarfræðinga á Borgarspítalanum, en búizt er við að það verði gert á næstu dögum og þá á sömu nótum. Hjúkrunarfræðingar hækka samkvæmt samningum úr 11. launaflokki, 2. þrepi, en laun sam- kvæmt þeim flokki verða eftir hækkun 1. júní nk. 8.650 krónur, upp i 14. launaflokk, 2. þrep, en laun samkvæmt þeim flokki verða eftir hækkunina 1. júní nk. 9.662 krónur, og síðan eftir 4 mánuði i starfi upp í 15. launaflokk, 3. þrep, en laun samkvæmt þeim launa- flokki verða eftir hækkunina 1. júní nk. 10.351 króna. Hækkunin er því um 11,7% strax og í raun tæplega 20% ef miðað er við fjög- urra mánaða starf. Eins og áður sagði fóru hjúkr- unarfræðingar fram á, að byrjun- arlaun þeirra yrðu samkvæmt 16. launaflokki, 2. þrepi, en laun sam- kvæmt þeim launaflokki verða eft- ir hækkun 1. júni nk. 10.351 króna, eða sama upphæð og hjúkrunar- fræðingar fá í raun eftir fjögurra mánaða starf í 15. launaflokki, 3. þrepi. En síðan kemur venjulegt launaskrið eftir sem áður eftir 3, 6 og 9 ár. Starfsemi sjúkrahúsanna er nú óðum að færast í eðlilegt horf, en það gæti orðið skammvinn sæla, því sjúkraliðar hafa sagt upp störfum sínum frá 1. júní nk. hafi ekki fengizt leiðrétting á kjörum þeirra fyrir þann tíma. Ekkert virðist benda til þess að svo verði, því enn hafa engar alvöruviðræð- ur farið fram milli aðila. Geir Hallgrímsson um kosningaúrslitin: Samheldni og sóknarhugur — styrkur í baráttunni framundan — Kosningaúrslitin eni ákaflega ánægjuleg fyrir okkur sjálfstæðis- menn. Við eigum mikilli fylgisaukningu að fagna um allt land, sagði Geir llallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær um kosningaúrslitin. — Þegar við misstum meirihlutann í borgarstjórn Reykjavikur fyrir fjórum árum, sögðu andstæðingar okkar, að útilokað væri, að Sjálfstæðisflokkurinn ynni meirihlutann í höfuðborg- inni á ný. Strax að loknu fyrsta kjörtímabili vinstri meirihlutans hefur þessi kenning verið afsönnuð. Hið mikla fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik og nágrannasveitarfélögum og raunar Reykjaneskjördæmi öllu, að ekki sé rainnzt á hinn glæsilega sigur i Vestmannaeyjum, hefur vakið mikla athygli. Hver verða áhrif þessara kosningaúrslita á stöðu mála innan Sjálfstæðisflokksins? — Þessi góði árangur sjálf- stæðismanna ber vitni um sam- heldni og sóknarhug, sem á eftir að verða okkur styrkur í næstu kosningabaráttu fyrir væntan- legar alþingiskosningar, sem hljóta að vera skammt undan og alla vega ekki síðar en á næsta ári. Frambjóðendur flokksins í Reykjavík og annars staðar á landinu, sem ég hef fylgzt með, hafa flutt mál sitt skýrt og skil- merkiiega og staðið sig með af- brigðum vel. Eðli málsins skv. reyndi sérstaklega á borgar- stjóraefni okkar, Davíð Oddsson, og hann gat sér almannalof og traust fyrir framgöngu sína í þessari kosningabaráttu. Reynslan í þessari kosningabar- áttu verður okkur gott veganesti. Við munum halda baráttu okkar áfram og ég tel, að sú samheldni, sem hefur borið svona góðan árangur, verði til þess, að allir sjálfstæðismenn fylki saman liði í kosningabaráttunni fyrir næstu alþingiskosningar. En áhrif kosningaúrslitanna á landsmálin? — Það er ljóst, að Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag hafa misst þá miklu fylgisaukningu, sem þessir flokkar náðu með blekkingum 1978 undir kjörorð- inu „samningana í gildi“, sem þeir hafa svo vandlega svikið. Framsóknarflokkurinn, sem fékk minnsta fylgi sem hann hefur nokkru sinni fengið í kosn- ingunum 1978, stendur í því fari, þótt hann hafi náð sér upp í þingkosningunum 1979, en misst það aftur nú. Stjórnarflokkarn- ir, Alþýðubandalag og Fram- sóknarflokkur, hafa því beðið af- hroð í þessum kosningum og má búast við, að þeir ókyrrist í ríkis- stjórninni. Ummæli talsmanna þeirra bera þessa merki, þar sem Framsóknarflokkurinn hvetur til aðgerða í efnahagsmálum, en Alþýðubandalagið skellir skolla- eyrum við. Sjálfstæðisflokkurinn kvað upp úr um það á landsfundi, að hann ætti enga aðild að ríkis- stjórninni og bæri ekki ábyrgð á gerðum hennar. Kjósendur hafa þess vegna sýnt Sjálfstæðis- flokknum traust í þessum kosn- ingum. Ég flyt sjálfstæðismönnum um allt íand beztu þakkir fyrir fórnfús störf við kosningaund- irbúninginn og ég þakka lands- mönnum fyrir það traust, sem þeir sýndu Sjálfstæðisflokknum í nýafstöðnum kosningum, sagði Geir Hallgrímsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.