Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1982 21 Óhöpp í Nokkuð var um óhöpp á Grand Prix-kappakstrinum í Monte Carlo í Monaco um helgina. Verst fór hjá Alain Prost, efsta mannin- um í stigakeppninni, en hann ók bifreið sinni utan í varnarvegg er aðeins þrír hringir voru eftir og hann í forystu. Olía og bleyta á brautinni ullu óhappinu. Prost slapp miklu betur en á horfðist í Monaco fyrstu, marðist illa á fótum. Nokkrum sekúndum síðar klessti Irinn Derek Daly einnig bifreið sína, en slapp óskaddaður. Ricardo Patresse frá Ítalíu skaust fram úr Prost og sigraði að þessu sinni. Hann ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum, fyrsti Grand Prix- sigur hans í 70 mótum. Sveinn sigraði á fyrsta stigamótinu SVEINN Sigurbergsson sigraöi á Tab-mótinu svokallaða í golfi sem fram fór i Hvaleyrarvellinum um hclgina. Þetta var fyrsta stigamót sumarsins þar sem landsliðsstig voru í húfi, 10 efstu menn fengu stig. Leiknar voru 72 holur og sló Sveinn 298 högg. Hann er í GK. Annar varð Sigurður Haf- steinsson úr GR á 300 höggum og Sigurður Pétursson úr GR varð þriðji á 301 höggi. Þeir Sigurður Sigurðsson og Hannes Eyvindsson voru jafnir í 4.-5. sætinu með 303 högg hvor. Sama var uppi á ten- ingunum í 6.-7. sæti, þar voru Óskar Sæmundsson og Páll Ket- ilsson jafnir með 305 högg hvor. Einar Þórisson GR varð áttundi á 306 höggum og þeir Gylfi Krist- insson GS og Úlfar Jónsson GK léku á 307 höggum. Úlfar er aðeins 13 ára gamall og greinilega mikið efni á ferðinni. „Lárus var maðurinn á bak við velgengni Waterschei* — sagði þjálfari liðsins Vestur-Þjóöverjinn Kunnecke Frá sigtrrggi Sigtrjggsnyni á Heynel- leikvanginum i Bríinnel: „Þetta var sannarlega ánægju- legur og góður sigur hjá Waterschei og Lárus Guðmundsson var maður- inn á bak við velgengni félagsins í keppninni,“ sagði Vestur-Þjóðverj- inn Kunnecke, þjálfari Waterschei, í samtali við fréttamann Morgun- blaðsins eftir að liðið hafði sigrað Waregem 2—0 á Heyssel-leikvang- inum í Bríissel. Sigur Waterschei var engin tilviljun, liðið hefur slegið út lið eins og Anderlecht og Beveren á leið sinni í úrslitaleikinn og tæplega 30.000 manns sáu íslenska lands- liðsmiðherjann Lárus Guðmundsson skora bæði mörk Waterschei í leikn- um. Lárus hefur sannarlega reynst Waterschei betri en enginn í keppn- inni, þrjú mörk hans í undanúrslita- leikjunum tveimur gegn Beveren fleyttu liðinu í úrslitin. Merkilegt, að Beveren átti möguleika á því að næla í Lárus síðastliðið haust, en hætti við. Var talsvert um það rætt í belgískum blöðum er Lárus hafði spyrnt Beveren öfugu út úr keppn- inni. Kunnecke sagði enn fremur: „Ég er geysilega ánægður með frammistöðu Lárusar, ekki bara í þessum leik heldur allar götur frá því hann kom til liðs við okkur. Hann hefur í sér eiginleikann að vera á réttum stað á réttum tíma, er markheppinn, og hefur sýnt fram á að hann getur bætt sig enn meira. Það verður gaman að fylgj- ast með honum á næsta keppnis- tímabili. Þessi sigur var geysilega mikilvægur fyrir okkur, sérstak- lega þar sem hann er farmiði í Evrópukeppnina á næsta keppn- istímabili." Um leikinn er það annars að segja, að fyrri hálfleikurinn var slakur, völlurinn háll og erfiður og leikmenn taugaveiklaðir. Belgíski landsliðsmaðurinn Millecamps gætti Lárusar og lítið bar á hon- um. Síðari hálfleikurinn var ger- ólíkur þeim fyrri, miklu opnari og fjörugri. Lárus fór þá að sýna sín- ar bestu hliðar og Millecamps fór að ráða illa við hann. Á 58. mínútu skoraði hann svo fyrra markið. Hann reyndi gegnumbrot, en vörn Waregem bjargaði í horn. Úr hornspyrnunni barst knötturinn að nærstönginni þar sem sóknar- maður Waterschei „nikkaði" knettinum áfram fyrir markið. Knötturinn þaut fast fram með markinu til Lárusar sem afgreiddi hann snyrtilega í netið með þvi að reka fram hnéð. Fór knötturinn í netið af þverslánni. Gífurlegaur fögnuður læsti sig um leikmenn og áhangendur Waterschei, en engu munaði skömmu síðar að Ware- gem jafnaði, einn leikmanna liðs- ins komst á auðan sjó, en þrumu- skot hans fór i stöngina. Á 76. mínútu gerðist það svo, að Lárus braust einn upp allan völl og komst inn fyrir vörn Waregem. Atti hann aðeins markvörðinn eft- ir, en Lárus flýtti sér um of og brenndi af. Fór þar gott færi for- görðum, en aðeins þremur mínút- um síðar bætti hann fyrir atvikið. Hann slapp þá í gegn um vörnina og komst í mjög svipað færi. Að þessu sinni var hann yfirvegaðri, lyfti knettinum laglega yfir út- hlaupandi markvörðinn af nokkuð löngu færi. Gott mark og sigurinn í höfn. „Ég var alveg ferlega svekktur að klúðra fyrra færinu, en svo þegar ég fékk nánast alveg eins færi skömmu siðar hugsaði ég um það eitt að fara mér að engu óðslega, vanda mig. Og allt gekk upp og það var frábært að horfa á eftir knettinum í netið," sagði Lárus um þetta atvik. Þegar blásið var til leikhlés brutust út mikil fagnaðarlæti og ekki fagnaði Lárus minnst, dans- aði hann stríðsdans fram og til baka, fór kollhnísa og sýndi alls kyns leikfimi. Lárus Guðmundsson skallar að marki Waregem í bikarúrslitaleiknum á Heysel-leikvanginum í Brússel um helgina. Lárus átti góðan leik og tryggði liði sínu sigur með því að skora tvö mörk. Mikið var fjallað um leikinn í blöðum í Belgiu í gærdag og stórar myndir og fyrirsagnir um íslendinginn sem kom, sá og sigraði með liði sínu. Lárus skoraði fimm mörk i síðustu þremur bikarleikjunum með Waterschei. „Er hreinlega í tíunda himniM — segir Lárus Guðmundsson sem skoraði tvívegis gegn Waregem í úrslitum belgísku bikarkeppninnar Frá Sijftryggi Sigtryggssyni í Briissel, 24. mai. „Ég er hreinlega í tíunda himni,“ sagði Lárus Guðmunds- son, landsliðsmiðherji í knatt- spyrnu, í samtali við Morgunblaðið á sunnudaginn eftir að hafa skorað tvívegis og lagt grunninn þannig að sigri Waterschei í úrslitum belg- ísku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu. Lárus hélt áfram: „Ég lét mig aldrei dreyma um það að fyrsti stórleikur minn sem atvinnumaður myndi enda með þessum hætti, að skora tvö mörk í úrslitaleik. Ótrú- legt“ Lárus sagði enn fremur, að hann hefði fundið sig illa í fyrri hálfleiknum, „ég var tauga- óstyrkur, en það lagaðist í seinni hálfleik, þá fann ég mig mjög vel.“ Eftir að blásið hafði verið til leiksloka fylgdu sjónvarpsvél- ar Lárusi eftir þar sem hann hljóp fagnandi heiðurshring með félögum sínum. Var enginn vafi á því að hann var maður leiks- ins. Ekki í fyrsta skipti sem ís- lenskir knattspyrnumenn gera það gott á erlendri grund, Ásgeir Sigurvinsson varð bikarmeistari með Standard í fyrra á sama leikvangi og vorið 1980 varð Pét- ur Pétursson hollenskur bikar- meistari með Feyenoord, skoraði tvívegis í 3—1 sigri liðsins. Pétur var meðal áhorfenda á Heyssel-leikvanginum, einnig Sævar Jónsson og fleiri íslend- ingar. Pétur sagði um leikinn: „Lárus stóð sig mjög vel í leikn- um, hann skapaði sér tækifæri og gaf góðar sendingar. Síðara markið hjá honum var sérlega glæsilegt. Það er engin tilviljun að hann hefur skorað svona mik- ið að undanförnu, hann hefur sýnt og sannað að hann getur náð langt í atvinnumennskunni." Blöð í Belgíu fjalla að sjálf- sögðu mikið um úrslitaleikinn og slá mjög upp þætti Lárusar. Tal- pð er um íslensku mörkin sem færðu Waterschei bikarinn og gulldreng félagsins, Lárus Guð- mundsson. Eitt blaðanna, Het Nieuwsblad, segir að Lárus hafi ritað nafn sitt gullnu letri í sögu Waterschei. Ásgeir Sigurvinsson: Litlar líkur á því að ég leiki með Bayern gegn Aston Villa — úrslitaleikurinn í Evrópukeppninni á morgun „ÞAÐ ER svo til alveg öruggt að ég kem ekki til með að leika gegn Ast- on Villa í úrslitaleik Evrópumeist- arakeppninnar i knattspyrnu á mið- vikudagskvöld. Að undanförnu hafa stórstjörnur Bayern, Breitner, Rummenigge, Dremler o.fl. hvílt sig vel undir átökin og jafnað sig af meiðslum sínum. Ég hef leikið tvo siðustu leiki með Bayern í fjarveru þeirra, en verð væntanlega settur á varamannabekkinn aftur á miðviku- dag,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson er Mbl. ræddi við hann í gærdag. — Lið Bayern mun halda til Rotterdam í dag, og æfa þar fyrir leikinn. Það gera sér allir grein fyrir því í liði Bayern að mikið er í húfi, og enginn er öruggur með sigur gegn Aston Villa. Þjálfari liðsins fór um síðustu helgi til að sjá Aston Villa leika og var mjög hrifinn. Hann sagði í viðtali við þýsku blöðin hér í dag að hann ætti von á spennandi og jöfnum leik. Hann sagði jafnframt að hann áliti lið Villa erfiðari mót- herja en Liverpool-liðið var í und- anúrslitunum í fyrra, en þá sló Li- verpool lið Bayern út úr keppn- inni. Að sögn Ásgeirs á hann enn við slæm meiðsli að stríða í nára þrátt fyrir að hann hafi leikið með að undanförnu. Hann sagðist fara til Stuttgart á föstudag í læknisskoð- un og þá yrði reynt að gera eitt- hvað í málinu. — ÞR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.