Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ1982 Tottenham — QPR á Wembley á laugardaginn: Fenwick jafnaði fyrir QPR á elleftu stundu í framlengingunni - Kornungur lítt þekktur markvöröur stjarna QPR EKKI fengust úrslit i fyrstu atrennu 101. bikarúrslitaleiksins á Wembley- leikvanginum á laugardaginn, er Lundúnaliðin Tottcnham og QPR skildu jöfn, 1—1, eftir framlengdan leik. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 0—0 og það voru ekki nema fimm mínútur eftir af framlengingunni er Terry Fenwick skoraði glæsilegt jöfnunarmark fyrir QPR. Liðin verða því að reyna með sér að nýju og eru ýmsar blikur á lofti varðandi þann ieik. Þannig missir fyrirliði QPR, Glenn Roeder, af leiknum vegna leikbanns og lykilmennirnir Tony Currie, Clive Allen og Bob Hazell urðu fyrir meiðslum á laugardaginn sem kynnu að há þeim í aukaleiknum. Leikurinn byrjaði annars all frísklega, var opinn og hraður, en leikmenn Tottenham fengu betri, fleiri og opnari færi þó svo að leikmenn 2. deildar liðsins hafi á köflum leikið prýðilega. Ricardo Villa iék ekki með Tottenham og Garry Waddock, skipaður yfir- frakki Glenns Hoddle, skilaði hlutverkinu mjög vel, þannig að enski landsliðsmaðurinn reyndist ekki eins hættulegur og hann á til. Engu að síður voru leikmenn Tott- enham frískir framan af og leik- urinn var ekki gamall er Garth Crookes hleypti af glæsilegu skoti af 25 metra færi. Peter Hucker, 22 ára gamall lítt þekktur markvörð- ur QPR, varði meistaralega og hann átti eftir að koma mikið við sögu. All oft í leiknum kom nefni- lega upp sú staða að Hucker einn stóð milli Tottenham og marksins. Hucker hafði ávallt betur allt fram undir lok leiksins. Fjarvera Villa og Ardiles, sem vitað var reyndar með góðum fyrirvara að yrði ekki með, veikti þó greinilega lið Tottenham, það sást best er á leikinn leið og Tott- enham náði ekki að skora snemma leiks. Gæði leiksins fóru þverr- andi, hann einkenndist af mikilli baráttu á vallarmiðjunni þar sem leikmenn QPR neyddu mótherja sína til þess að berjast fyrir hverj- um þumlungi. En af markvörðun- um tveimur er óhætt að segja að Peter Hucker hafi verið sá er meira hafði að gera, auk þess að verja þrumufleyg Crookes í fyrri hálfleik varði hann einnig snilld- arlega skot af stuttu færi frá Mike Hazzard. í seinni hálfleik háði Hucker síðan nokkurs konar einkaeinvígi við Steve Archibald, sem fékk þrí- vegis dágóð marktækifæri. Fyrst varði Hucker glæsilega er Archi- bald var kominn einn í gegn, síðan mokaði skoski landsliðsmaðurinn knettinum hátt yfir eftir að hafa lagt knöttinn annars frábærlega vel fyrir sig. í þriðja tilvikinu kom reyndar til kasta þriðja aðilans, bakvörðurinn Ian Gillard potaði knettinum frá Archibald á síðustu stundu. Auk þess varði Hucker vel skot þeirra Hazzard og Hoddle, og sérstaklega vel frá Steve Perry- man, sem geystist einn að marki QPR rétt fyrir leikslok. Færi fékk lið QPR ekki teljandi, leikur liðs- ins var oft efnilegur úti á vellin- um, en vörn Tottenham afgreiddi allar þreifingar 2. deildar liðsins áður en hætta skapaðist. Aldrei reyndi verulega á Ray Clemence í markinu. Framlenging var ekki tilhlökk- unarefni fyrir leikmenn QPR, All- en var farinn meiddur af leikvelli og því var varamaðurinn Mick- elwhite kominn inn á. Þá höfðu þeir Tony Currie og Bob Hazell leikið næstum á öðrum fætinum nær allan leikinn. Leikmenn orðn- ir þreyttir. Leikmenn Tottenham voru auðvitað ekki síður þreyttir, en menn stóðu þar í báða fætur, auk þess sem varamaðurinn Garry Brooke beið eitilfrískur eftir tæki- færi sínu. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik framlengingarinnar, en Tottenham hafði dálitla yfir- burði. Brooke kom síðan inn á og Hucker þurfti fljótlega að verja glæsilega þrumuskot frá honum. En svo þegar tíu mínútur voru eftir af framlengingunni braut Tottenham ísinn. Hin hetjulega barátta Rangers virtis á enda. Glenn Hoddle náði þá knettinum af Garry Waddock úti á miðjum vellinum og brunaði að markinu. Hann skiptist á sendingum við fé- laga sinn og spyrnti síðan á mark- ið frá vítateig. Knötturinn breytti nokkuð um stefnu af fótum Tony Currie og loks þurfti Hucker að hirða knöttinn úr netinu. Nú hefði mátt ætla að allur vindur hefði verið úr leikmönnum QPR. En það var öðru nær, þeir flykktust fram völlinn er færi gafst og gerðu ör- væntingarfullar tilraunir til að bjarga málunum. Og það tókst að- eins fimm mínútum síðar, fimm mínútum fyrir leikslok. Liðið fékk þá innkast vinstra meginn og varpaði Simon Stainrod knettin- um alveg að nærstönginni hjá Tottenham. Þar tók Bob Hazell við knettinum og „nikkaði" honum fyrir markið þar sem Terry Fen- wick var á auðum sjó og skallaði glæsilega í netið. Markið hreint meistarastykki. Tottenham veit allt um auka- leiki, á síðasta keppnistímabili náðist ekki bikarinn fyrr en eftir aukaleik gegn Manchester City, en fyrri leik liðanna þá lauk einnig 1—1. Þá skoraði Ricardo Villa tví- vegis í aukaleiknum eins og frægt varð einkum fyrir þær sakir að hann þótti afar lélegur í fyrri leiknum og var þá kippt út af. Loks skulum við líta á skipan lið- anna: Tottenham: Clemence, Miller, Houghton, Price, Perryman, Rob- erts, Hoddle, Hazzard, Galvin, Crookes, Archibald. Garry Brooke kom inn á sem varamaður snemma í framlengingunni. QPR: Hucker, Gillard, Fenwick, Hazell, Roeder, Currie, Gregory, Waddock, Flannagan, Allen, Stainrod. Garry Mickelwhite kom inn á fyrir Clive Allen snemma í síðari hálfleik. Aberdeen burstaði Rangers og tók skoska bikarinn ABERDEEN sigraði Glasgow Rang- ers 4—1 í úrslitum skosku bikar- keppninnar í knattspyrnu á Hamp- den-leikvanginum á laugardaginn, staðan að loknum venjulegum leik- tíma var jöfn, 1—1 og þurfti þvf framlengingu til að knýja fram úr- slit Rangers vann bikarinn á síðasta keppnistímabili, en Aberdeen varð þá skoskur meistari. Lið Rangers fékk óskabyrjun er John McDonald skoraði glæsilegt skallamark strax á 15. mínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Gordon Dalziel. En Aberdeen lék betur og Alex McLeish jafnaði með lúmsku skoti á 33. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma þrátt fyrir mikla yfirburði Aber- deen. I framlengingunni gerðist tvennt í senn, úthald leikmanna Rangers brast og mörkin tóku að hlaðast upp. Gordon Strachan lék á als oddi, sendi knöttinn á kollinn á Mark McGhee sem skoraði og bætti síðan þriðja markinu við sjálfur. Neale Cooper, 17 ára gam- all piltur í liði Aberdeen átti síðan lokaorðið er hann skoraði fjórða mark liðsins rétt fyrir leikslok. Liðin voru þannig skipuð: Aberdeen: Leighton, Kennedy, Rougvie, McMaster, McLeish, Miller, Strachan, Cooper, McGhee, Simpson, Hewitt. Rangers: Stewart, Jardine, Daw- son, McClelland, Jackson, Bett, Cooper, Russel, Dalziel, Miller, McDonald. Löggan komst í feitt LÖGREGLAN í Lundúnum hafði mikinn viðbúnað vegna úrslitaleiks Lundúnaliðanna Tottenham og QPR á Wembley á laugardaginn, enda eru óeirðir alls konar tíður fylgifisk- ur viðureigna slíkra nágrannaliöa. Allt fór þó fram með friði og spekt á áhorfendapöllunum meðan á leikn- um stóð, en fyrir og eftir leikinn var talsvert um ryskingar í neðanjarðar- lestunum. Lögreglan handtók alls 47 ungmenni vegna slagsmála þessara, en slys urðu ekki teljandi á fórnar- lömbum, aldrei þessu vant. • Tony Currie t.h. barðist vel í leiknum þrátt fyrir þrálát meiðsli á læri. • Glenn Hoddle. Mark hans tíu minútum fyrir lok framlengingarinnar nægði Tottenham ekki til sigurs. Sagt eftir leikinn: „Ég trúði ekki mínum eigin aug- um, varð þrumulostinn er QPR jafnaði þegar aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. Ég hélt að við myndum hafa það af að sigra, því það var svo lítið eftir af leiknum er Hoddle skoraöi,“ sagði Keith Burkinshaw framkvæmdastjóri Tottenham eftir leikinn. Hann var einnig spurður um mál Ricardo Villa og sagði þá: „Við ræddum saman á föstu- dagskvöldið og hann tók ákvörð- unina miklu fremur en ég, hann taldi að nærvera sín myndi auka álagið á leikmenn Tottenham og það myndi vera í þágu félagsins að hann héldi sig fjarri. Auðvit- að er hann niðurbrotinn, hann er fyrst og fremst knattspyrnu- maður og ætti ekki að þurfa að líða fyrir atburði sem gerast úti í heimi. Það er erfitt að segja hvort fjarvera hans hafi riðið baggamuninn. Hann er stórkost- legur leikmaður, en það er Mike Hazzard, sem tók stöðu hans, einnig." Villa var ekki á Wembley á laugardaginn, hann kaus að dvelja hjá eiginkonu sinni þar sem heimili þeirra var umsetið fréttamönnum. Áhangendur Tottenham létu illa yfir fjarveru hans og sungu ákaft: „Það er að- eins einn Rikki Villa". Ricardo Vilia: „Ég óttaðist alltaf að þetta yrði ofan á, stríð þjóða okkar er hreint brjálæðislegt, en ég hef ekki áhuga á stjórnmálum. Eg er knattspyrnumaður og mér er borgað fyrir að leika knatt- spyrnu. Eg legg metnað í að standa mig og það var voðalegt að geta ekki leikið þennan leik.“ Þess má geta, að Burkinshaw, stjóri Tottenham, sagði enn- fremur að Villa yrði ekki með í aukaleiknum og framtíð hans hjá Tottenham myndi ekki ráð- ast meðan barist væri á Falk- landseyjum. Terry Vennebles: „Markið hjá Fenwick var frá- bært, þetta var ein af leikflétt- unum sem við æfðum sérstak- lega fyrir leikinn, gaman að sjá slíka uppskeru. Mér þótti mínir menn standa sig afar vel, sér- staklega þeir Peter Hucker, Glenn Roeder og Garry Wadd- ock. Við verðum enn sterkari í aukaleiknum, reynslunni ríkari, það sást er liðið lék betur og bet- ur eftir því sem á leikinn leið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.