Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ1982 19 Brezkir fallhlífahermenn grafa sig niður á h*ð nálægt Port San Carlos á Austur-Falklandi. Bretar búast við fleiri loftárásum BRETAR hafa nað undir sig a.m.k. 26 ferkílómetra svæði við höfnina San Carlos á norðvestanverðu Austur-Falklandi samkvæmt fréttum um helgina og þar er m.a. flugbraut fyrir Harrier-þotur. En þeir óttast að Argentínumenn geri loftárásir, sem geti dregið úr þunga sóknar þeirra til höfuðstaðarins Port Stanley á austurströndinni, 80 km frá San Carlos. A sunnudagskvöld flugu argentínskar flugvélar yfir þrönga vík hjá innrásarstaðn- um, San Carlos Water, til að ráðast á brezk herskip. Bretar segjast hafa skotið niður sex til níu árásarflugvélar með eldflaugum á landi og í skip- um. Bretar telja að Argentínu- menn hafi misst 16 af 40 flug- vélum, sem réðust gegn inn- rásarliðinu umhverfis San Carlos á föstudaginn. Sjálfir misstu Bretar eina freigátu, „Ardent", (fjórar skemmdust) eina Harrier-þotu og tvær þyrlur. Önnur freigáta laskað- ist í árásinni á sunnudaginn. Bretar telja að þeim stafi enn mikil hætta frá argent- ínsku flugvélunum og eru við- búnir nýjum loftárásum. Ónefndur heimildarmaður sagði, að það sem skipti máli væri ekki hve margar flugvél- ar Argentínumenn ættu eftir, heldur hvernig þeir mundu beita þeim. „Argentínumenn horfast nú í augu við nýtt ástand. Við erum komnir með þúsundir manna á land. Það má örugglega gera ráð fyrir að loftárásir verði gerðar á skip okkar, en verið getur að þeir beini aðalárásunum á her- sveitirnar." Helzta skotmark Argentínu- manna verður flugbrautin við San Carlos, sem brezkir verk- fræðingar munu vera að breyta í bækistöð fyrir 12 til 16 Harrier-þotur. Svæðið þar sem Bretar hafa náð fótfestu er umkringt brezkum ratsjár- stýrðum Rapier-eldflaugum, sem eru öflugt vopn gegn flugvélum í lágflugi. Bretar furðuðu sig á því hve langur tími leið þar til Argentínu- menn gerðu loksins loftárás á innrásarliðið og talið er að ótti við Rapier-flaugarnar hafi valdið því. Það var ekki fyrr en rúmum 30 tímum eftir innrás- ina að tvær argentínskar flugvélar birtust, og þær sneru báðar við, önnur eftir að hafa varpað sprengjum sínum í sjó- inn án þess að valda skaða. Eitt fyrsta takmark innrás- arliðsins er að eyðileggja arg- entínskar flugvélar á flugvöll- um á Falklandseyjum til að ná yfirburðum í lofti. Bretar segj- ast hafa eyðilagt allt að 55 argentínskar flugvélar síðan 1. maí, en þrátt fyrir það ráða Argentínumenn enn yfir um 140 Mirage-eineltiþotum, A-4 Skyhawk-orrustusprengj u- flugvélum, B-62 Canberra- sprengjuflugvélum og Super Etendard-flugvélum, sem eru búnar hinum banvænu Exoc- et-eldflaugum eins og þeirri sem hæfði tundurspillinn „Sheffield". Sjálfir hafa Bret- ar misst fjórar Harrier-þotur og viðurkenna að það muni draga mjög úr mætti þeirra ef Argentínumenn grandi fleir- um. Strandhöggssveitir og fall- hlífahermenn hafa sótt frá San Carlos upp í hæðirnar til að ráðast á stöðvar Argentínu- manna umhverfis Port Stanley og eyða þeim. Þótt Bretar séu helmingi færri en Argentínu- menn hafa þeir einangrað um 1.500 Argentínumenn um- hverfis Fox Bay á Vestur- Falklandi og búizt er við að þeir einangri 1.000 menn í Port Darwin, nálægt Goose Green- flugvellinum á eiði á miðju Austur-Falklandi. Blöðin „Guardian", „Daily Mail“ og „Sun“ segja raunar að brezkir hermenn hafi þegar tekið Goose Green herskildi, þar á meðal flugvöllinn. Brezk- ínskar stöðvar umhverfis Goose Green á laugardaginn og brezka landvarnaráðuneyt- ið sagði að nokkrar ónýtar Pucara-skrúfuþotur hefðu sézt á flugvellinum, en ráðuneytið neitaði að staðfesta fréttirnar um töku Goose Green. Fréttir herma að brezkir hermenn hafi skipun um að sækja fljótt til Stanley og taka bæinn — fréttaritari ITN segir að búizt sé við að þeir verði í Stanley eftir nokkra daga, en ekki vik- ur. Jafnframt réðust Harrier- þotur Breta, sem voru í „venju- bundnu eftirlitsflugi" yfir Vestur-Falklandi, á þrjár arg- entínskar þyrlur yfir Falk- landssundi. Ein þeirra, af Puma-gerð, sást springa, eldur sást í annarri Puma-þyrlu og sú þriðja, af Bell-gerð, kann að hafa skemmzt. Skotmark innrásarliðsins er aðalliðssafnaður Argentínu- manna, um 4.500 menn — þar á meðal um 1.000 landgöngu- liðar og sérþjálfaðir menn — í stöðvunum umhverfis Stanley. Bretar hafa sagt að þeir ætli að þreyta varnarliðið, en sér- fræðingar telja að innrásarlið- ið verði að þrengja fljótt að Stanley til þess að draga úr hættunni á loftárásum. „Það verður að sækja fram eins fljótt og auðið er,“ sagði fall- hlífahershöfðinginn Michael Blackman um helgina. „Arg- entínski yfirmaðurinn ætti að vera þess albúinn að beita öll- um þeim flugvélum, sem hann hefur yfir að ráða, til að koma í veg fyrir að við treystum stöðu okkar. Það sem mestu máli skiptir er að skriður kom- ist á sóknina." Hreyfanleiki skiptir höfuð- máli samkvæmt brezkum leyniþjónustuheimildum; að Bretar beiti þyrluyfirburðum sínum til að ráðast á birgða- geymslur Argentínumanna og fljúga með víkingahermenn bak við víglínuna, í stað þess að sækja fram með fótgöngulið yfir víðáttumiklar mýrar og móa eyjanna. Slíkar árásir eiga, ásamt loftárásum og herskipaárásum, að draga kjarkinn úr Argentínu- mönnum, sem hafa hírzt í tjöldum í vetrarverði í tæpa tvo mánuði. Margir þeirra eru ungir nýliðar og þjást af vos- búð vegna skorts á þurrum klæðnaði í köldum vetrarrign- ingum. Getum er að því leitt að John „Sandy" Woodward aðmíráll, yfirmaður brezka liðsaflans, fyrirskipi aðra landgöngu nálægt Stanley, e.t.v. á suðausturströndinni, til að auka þrýstinginn með skjótum hætti og forðast erf- iða sókn á landi. Andropov í ritarastöðu Mwkru, 24.maí. AP. YURI ANDROPOV, yfirmadur leynilögreglunnar KGB, var f dag skipaður einn af riturum miöstjórnar kommúnistaflokksins og þar með hefur hann treyst stöðu sína í bar- áttu valdamanna um völd Leonid Brezhnevs forseta. Þetta gerðist á aukafundi mið- stjórnarinnar, þar sem Brezhnev kvartaði enn yfir því að sovézkum bændum tækist ekki að anna eftir- spurn eftir kjöti, mjólk, ávöxtum og grænmeti og boðaði nokkrar ráðstafanir til að sigrast á vöru- skorti. Hann sagði að einum þriðja fjárfestinga 1986—90 yrði varið til landbúnaðar. „Við getum ekki verið ánægðir með það sem hefur áunnizt," sagði hann. Andropov er 67 ára og tekur við af Mikhail Suslov, sem var annar valdamesti maður Sovétríkjanna unz hann lézt, 79 ára að aldri, 25. jan. Andropov gegndi sömu stöðu í miðstjórninni 1962—67 þegar hann var skipaður yfirmaður KGB. Búizt er við að Andropov láti af starfi yfirmanns KGB fljótlega til þess að fjarlægjast leynilögregl- una í augum almennings. Vest- rænir fulltrúar segja að erfitt verði fyrir Andropov í pólitísku tilliti að taka við af Brezhnev nema hann hætti hjá KGB. Vladimir I. Dolgikh, sem fer með mál þungaiðnaðar í mið- stjórninni og er 57 ára, var skipað- ur aukafulltrúi í stjórnmálaráð- inu. Eftirmaður Suslovs var ekki valinn. Líbanon: 14 farast í sprengingu Beirút, 24. maí. AP. FJÓRTÁN fórust og 21 slasaðist þegar fjarstýrð sprengja sprakk und- ir bifreið, sem ekið var inn á lóð franska sendiráðsins í Beirút í dag. Byltingarsamtök Nassersinna lýstu ábyrgð sinni á verknaðinum. Að sögn lögreglunnar i Beirút fór- ust 14 og 21 slasaðist, sumir alvar- lega, en talsmaður sendiráðsins sagði 10 hafa farist og 15 slasast. Ymis vestræn og arabísk sendi- ráð hafa verið skotmörk öfga- manna að undanförnu. Louis De- lamare sendiherra Frakka var myrtur í bifreið sinni í september sl. og háttsettur sendiráðsmaður og ófrísk eiginkona hans voru myrt í íbúð sinni í Beirút 15. apríl. Khorramshahr á valdi Irana? Keinit, 24. maí. AP. ÍRANIR sögðu í dag, mánudag, að hermenn þeirra hefðu streymt inn í hafnarborgina Khorramshahr, náð borginni úr höndum íraka og unnið mesta sigur írana í Persaflóastríðinu. írakir höfðu enga tilkynningu birt í kvöld. Khorramshahr var síðasti „brú- arsporður" íraka í íran og þeir höfðu 30—45.000 manna herlið í borginni til þess að verja hana gegn sókninni, sem Iranar hófu 30. apríl. Samkvæmt tilkynningum Irana gáfust 12.000 íraskir hermenn upp í bardögunum á mánudag. Sagt var að íranir hefðu sótt inn í Khorramshahr frá vestri og dreg- ið íranska fánann að húni á há- degi. Iranir viðurkenndu að harðir götubardagar geisuðu enn í borg- inni, sem er við sundið Shatt al- Arab. írakar minntu arabaþjóðir á það í dag að þær væru skuld- bundnar samkvæmt samningum að hjálpa Irökum gegn Irönum. Blað í Kuwait hafði eftir Saddam Hussein forseta að hann mundi fagna því ef Egyptar tækju þátt í stríðinu við hlið Iraka. I Kaíró er sagt að hættan á ír- önskum sigri grafi nú undan ein- angrun þeirri, sem arabar settu Egypta í fyrir að semja frið við Israel. Bandaríska utanríkisráðuneytið endurtók í kvöld áskorun sína um vopnahlé og samninga um lausn og lýsti því yfir að áframhaldandi átök fælu í sér „hættu við friðinn og öryggi allra ríkja á Persaflóa- svæðinu". John Leake í vestur-þýzkum skriðdreka þegar hann var í brezka Rin- arhernum. Hann stjórnaði vélbyssuárás á argentínskar flugvélar, sem sökktu freigátunni „Ardent", þótt hann væri óbreyttur borgari (stjórn- aði mötuneytinu um borð).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.