Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1982 31 Samitingur Hjúkrunarfræðingafélags Islands og ríkisins: Samþykktur með mikl- um meirihluta félaga Hjúkninarfreðingar hjá ríkinu og á Landakoti hafa samþykkt nýjan sér- kjarasamning við ríkið, sem tekur gildi 1. ágúst nk., en þó eru atriði í samn- ingnum sem eru afturvirk til 16. maf sl. og vegur þar þyngst, að námstími er metinn að fullu i sambandi við launa- skrið. Samningurinn gerir ráð fyrir, að byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga verði samkvæmt 14. launaflokki, 2. þrepi, en hjúkrunarfræðingar færast síðan 4 mánuðum eftir að þeir ljúka námi upp í 15. launaflokk, 2. þrep, i samræmi við það ákvæði samnings- ins, að þeir skuli hækka í 15. launa- flokk, 2. þrep eftir þriggja ára starf. Hjúkrunarfræðingar fengu áður greidd byrjunarlaun samkvæmt 11. launaflokki, 2. þrepi, en gerðu kröfu um, aö fá þau greidd samkvæmt 16. launaflokki, 2. þrepi, en kjaranefnd úrskurðaði, að þeir skyldu fá byrjun- arlaun greidd samkvæmt 13. launa- flokki, 2. þrepi. Það má því segja, að hækkun hjúkrunarfræðinga sé fjórir launaflokkar í stað fimm, sem þeir fóru fram á í sínum kröfum. Þá má geta þess, að samkvæmt samningnum fá hjúkrunarfræðingar í stjórnunarstöðum launaflokks- hækkun eftir fimm ára starf í stöð- unni, s.s. hjúkrunarstjórar, hjúkrun- arframkvæmdastjórar og hjúkrun- arforstjórar, bæði í heilsugæzlu- stöðvum og á sjúkrahúsum, auk þess sem deildarstjórar fá launaflokks- hækkun eftir sem áður eftir fimm ára starf. Hjúkrunarfræðingafélag íslands boðaði sl. laugardag til almenns fé- lagsfundar til að ræða um þennan nýja samning og sýndist sitt hverj- um á fundinum, en síðan spunnust mjög harðar deilur, þegar ákveðið var af stjórn félagsins, að aðeins þeir hjúkrunarfræðingar, sem starf- að höfðu hjá ríkinu áður en þeir sögðu upp, skyldu greiða atkvæði um hann. Mjög margir hjúkrunarfræð- ingar gengu þá af fundi og voru greidd atkvæði. Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða. Hann var síðan til umfjöll- unar á fundi hjúkrunarfræðinga á Landakoti í fyrradag og var enn- fremur samþykktur með miklum meirihluta atkvæða. Samkvæmt upplýsingum Mbl. var öll starfsemi sjúkrahúsanna að kom- ast í eðlilegt horf í gærdag, en þess ber þó að geta, að enn hefur ekki verið gengið frá samningum við hjúkrunarfræðinga á Borgarspítal- anum, en þeir hafa sagt störfum sín- um lausum 1. júní. Hins vegar hefur verið boðaður fundur með fulltrúum Reykjavíkurborgar og hjúkrunar- fræðingum síðar í vikunni og er reiknað með, að samningurinn verði samþykktur þar eins og annars stað- ar. Vegna ótrúlega hagstæðra samninga við verksmiðjumar getum við nú boðið nýjan Skoda á aðeins 59.700k, Við fengum ekki nema 200 bfla á þessum vfldarkjömm svo nú er um að gera að panta strax Þetta er tilboð sem talandi er um ÆTLIÐ ÞER AÐ KAUPA IGNIS ÞVOTTAVÉL IGNIS K-12 þvottavélin er nú fáanleg aftur. Margra ára reynsla á þessari frá- bæru þvottavél jafnvel' í fjölbýlishúsum sannar að þetta er vél framtíðarinnar. Veltipottur úr ryðfriu stáli. Legur beggja megin við veltipott. Vinduhraði 600 sn/mín. Tekur 5 kg. með sparn- aðarkerfi fyrir 3 kg. RAFIÐJAIM H.F. Kirkjustræti 8 v/Austurvöll Sími 19294 og 26660 ÆTUÐ ÞÉR AÐ KAUPA IGNIS CONCORD KÆLISKÁP ? TILBOÐSVERÐ Vegna magninnkaupa get- um við boóið 310 It. kæli- skáp á tækifærisverói: Verð áður 7.455 Verð nú 6.800 Sérstaklega sparneytinn með polyurethane einangr- un. Hljóðlátur, öruggur, stll- hreinn. Möguleiki á vinstri og hægri opnun. Gott fernu- pláss. Hægt að skipta um lit aó framan. Algjörlega sjálfvirk af- þýðing. Góðir greiðsluskilmálar. RAFIÐJAN H.F Kirkjustræti 8 v/Austurvöll S.19294 og 26660

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.