Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ1982 Minning: Stefán Sölvi Péturs- son frá Rekavík Fæddur 24. apríl 1901 Diinn 16. maí 1982 í dag kl. 2 verður til moldar bor- inn frá Hafnarfjarðarkirkju Stef- án Sölvi Pétursson frá Rekavík bak Höfn á Hornströndum, til heimilis að Suðurgötu 71, Hafnar- firði. Stefán fæddist á heimili afa síns Jóhanns refaskyttu og land- námsmanns í Látravík á Horn- ströndum þar sem nú er Horn- bjargsviti. Foreldrar hans voru Pétur Jóhannsson frá Látravík og Petólína Elíasdóttir ættuð úr Jök- ulfjörðum. Stefán var næst elstur af fimm börnum þeirra hjóna. Tæplega fjögurra ára gamall missir hann föður sinn, er þá bjó í Hælavík og að hætti þess tíma, leystist heimilið upp og hver fór í sína áttina. í fyrstu var Stefáni komið fyrir hjá föðursystkinum sínum í Látravík, en sex ára gömlum er honum komið í fóstur í Rekavík hjá fóstru sinni, Guðrúnu Ebenez- Dr. Kristinn Guðmundsson var fæddur í Króki á Rauðasandi þann 14. október 1897. Foreldrar hans voru þau hjónin Guðrún Júlíana Einarsdóttir Thoroddsen og Guð- mundur Sigfreðsson hreppstjóri. Hann lauk stúdentsprófi utan- skóla 1920. Var síðan við laga- og hagfræðinám í Þýskalandi. Dokt- orspróf tók hann í hagfræði í Kiel 1926. Hann lagði stund á einka- kennslu, verslunarstörf og fleira bæði hér heima og í Þýskalandi. Hann var kennari við Menntaskól- ann á Akureyri frá 1929—1944, síðan stundakennari þar eftir það í nokkur ár. Skattstjóri á Akureyri frá 1944—1953 er hann varð utanrík- isráðherra. Seinna varð hann ambassador í Lundúnum, eftir það í Moskvu. Einnig var hann amb- assador íslands í Rúmeníu og Búlgaríu. A meðan hann var búsettur á Akureyri, gegndi hann fjölda trúnaðarstarfa við ágætan orðstír. Sat tvisvar á Alþingi sem vara- maður Eyfirðinga. Var forseti ráðherrafundar Nato í París og ráðherrafundar Evrópuráðs í Strassburg. Glæsilegur og góður maður er genginn. Maður sem vildi einstaklingum og þjóð sinni allt hið besta. Stórhuga var hann og maður til þess að takast á við margvísleg og ábyrgðarfrek emb- ættisverk, málamaður góður, ráðhollur, sem ekkert aumt mátti vita án þess að vilja reyna að bæta úr. Þær munu ótaldar krónurnar, sem hann rétti þeim er við bág kjör bjuggu, hvort sem voru sjálfskaparvíti eða af öðrum toga spunnin. Skapmaður var hann, og lét ekki hlut sinn ef hann vissi að hann var réttlætisins megin. En hann hafði manndóm til þess að stilla skapið á rétta bylgjulengd og vinna sigur með drengskap. Hann var litríkur persónuleiki og vakti því eftirtekt hvar sem erdóttur, er var honum mjög kær. í Rekavík elst hann síðan upp með fóstursystkinum sínum fjórum og varð þar síðan búandi fram á miðjan aldur, eða þar til sá lands- hluti lagðist i eyði. Síðasta árið er Stefán bjó í Rekavík var Ásta Jósepsdóttir frá Atlastöðum í Fljótavík ráðskona hjá honum, en þau bjuggu saman alla tíð síðan. Árið 1943 fluttist Stefán ásamt Ástu og börnum hennar að Brautarholti við Skut- ulsfjörð og undu þau þar hag sín- um vel. Vegna veikinda Stefáns urðu þau þó aftur að flytjast bú- ferlum og þá til Reykjavíkur. Stef- án var þar um skeið til lækninga, en fékk brátt fullan bata og þau settust að í Hafnarfirði, þar sem þau hafa búið síðan. Stefán hitti ég fyrst fyrir fimm árum, er ég kynntist konu minni, Ólöfu Ástu, fósturdóttur hans. Hann var einstaklega góður mað- ur, trúaður og sjálfum sér sam- kvæmur. Frá honum heyrði ég hann fór. Mér er ljúft að skrifa þessi minningarorð um dr. Krist- in. Mér finnst ég vera í skuld við hann, hefði honum margt að þakka, sem ekki verður tíundað hér. „Vinur er sá er í raun reynist" er mér þá efst í huga framkoma hans gagnvart mér og börnum mínum, þegar ég missti eigin- mann minn árið 1959. Konu hans frú Elsu, sem var þýsk, kynntist ég minna en þó að öllu góðu og göfugu. Hún er látin fyrir nokkr- um vikum. Ekki varð þeim hjón- um barna auðið, en kjördóttur áttu þau, Margréti, var hún bróð- urdóttir Kristins, sonur hennar er Vilhjálmur Arnarson, sem hefur reynst þeim sem besti sonur alla tíð, og mátu þau hann að verðleik- um. Kjördóttirin er dáin fyrir nokkrum árum og syrgðu þau hana sárt. Ég kveð dr. Kristin með virðingu, þakklæti og söknuði. Blessuð sé minning mætra hjóna. Filippia Kristjánsdóttir aldrei styggðaryrði um nokkurn mann. Hann var einrænn og vildi hafa sínar skoðanir í friði, en samt viðræðurgóður enda góðum gáfum gæddur. Skáldmæltur var hann vel, þótt hann flíkaði því ekki og eftir hann liggja margar vísur og ljóð. Stefán var völundur við smíðar og naut þess vel bæði í tómstundum og starfi. í Rekavík smíðaði hann all margar skektur úr rekaviði en á efri árum lét hann smíða eina slíka er hann nefndi Von. Hugðist hann sigla henni á firðinum, en lítið varð úr þeim áformum þar eð heilsan bilaði skömmu eftir að skektan var full- gerð. Eftir að Stefán fluttist til Hafn- arfjarðar, starfaði hann svo lengi sem heilsan entist við íshús Hafn- arfjarðar hjá Ingólfi Flyering og voru þeir góðir vinir. Meðan Stef- án var á Homströndum og fyrst eftir að hann flutti þaðan stundaði hann bjargsig á hverju vori, bæði í Hælavíkur- og Hornbjargi. Þar þekkti hann hvern klett og hverja snös og komst oft í hann krappan, er hrundi úr bjarginu eða þegar honum skrikaði fótur á hálum syllunum. Hans skærustu minn- ingar frá gamalli tíð eru úr björg- unum og þreyttist hann aldrei á því að segja sögur þaðan og skoða litskyggnur af þeim. Móðir Stefáns dó ung, en eftir að Stefán varð uppkominn fór hann að hafa samband við systk- ini sín, en það var ótrúlegt hvað þau tengdust sterkum böndum þrátt fyrir mismunandi uppeldi hvert á sínum stað. Af systkinun- um eru fjögur enn á lífi, Hólmfríð- ur, ekkja í Reykjavík, Pétur, neta- gerðarmaður á ísafirði, Bjargey, ekkja á ísafirði og Hallfríður, hálfsystir þeirra, búsett á Akur- eyri. Eins og fyrr greinir bjó Stefán með Ástu hálfa ævina án þess þó að þau gengju í hjónaband. Sam- búð þeirra hefur einkennst af tryggð og umhyggju hvors til ann- ars. Börnum Ástu, þeim Huldu, Maggý og Grétari, gekk Stefán í föðurstað og var alla tíð mjög hjálpsamur og góður. Frá því að bðrn Ástu fóru að heiman hafa þau Stefán og Ásta alið upp elstu dóttur Maggýjar, Ólöfu Ástu, sem sína eigin dóttur. Þau Stebbi og Lóló bundust mikl- Seoul, 21. maí. AP. STJÓRN Suður-Kóreu sagði öll af sér í dag vegna mikils fjármála- hneykslis. Chun Doo-hwan forseti samþykkti afsagnarbeiðni ellefu ráðherra, en Yoo Chang-soon for- sætisráðherra og ýmsir aðrir ráð- herrar á sviði atvinnulífs og efna- hagsmála sitja áfram. Tilkynnt var einnig að fimm æðstu starfsmenn flokks Chuns hefðu sagt af sér af sömu sökum, og að forsetinn, sem er leiðtogi flokksins, hefði sett nýja menn í þeirra stað. 37 um kærleikum sem entust allt til síðasta dags, án þess að svo mikið sem einn skuggi félli þar á. Sam- band þeirra var jafnvel betra en það getur best orðið milli föður og dóttur. í huga Lólóar eru svo ótalmargar minningar sem tengj- ast Stebba og eru þær allar af hinu góða. Hún fær aldrei full- þakkað allt það sem hann kenndi henni og gerði fyrir hana um dag- ana. Síðustu sex árin hefur Stefán verið heilsuveill og dvalið á Sól- vangi í Hafnarfirði. Hann hefur þó allan þann tíma haft fótavist og komið heim á laugardögum og á stórhátíðum. Á Sólvangi stytti hann stundirnar við að prjóna og sér til heilsubótar fór hann dag- lega í gönguferðir. Stebbi minn er horfinn héðan af jarðríki. Kynni okkar voru ekki löng, en þau skilja eftir minningar um góðan mann. Það er sárt að vita hann horfinn af sjónarsvið- inu, en ég veit að Stebbi á góða heimkomu handan hafsins eilífa. Hafi hann þökk fyrir allt. Frið- ur Guðs sé með honum. Guðmundur Guðjónsson Nítján manns hafa verið hand- teknir í sambandi við fjármála- hneykslið, þ.á m. fyrrverandi bankastjórar tveggja stærstu banka landsins, og fyrrverandi forseti námafélagsins, sem er í ríkiseign, en hann er bróðir tengdaföður Chuns forseta. Einnig blandast inn í þessar uppsagnir slys er varð við gerð neðanjarðarganga í Seoul, en þar fórust 10 menn, og berserksgang- ur ölvaðs lögregluþjóns, sem myrti 57 manns. Minning: Kristinn Guðmunds- son sendiherra Seoul: 11 ráðherrar reknir ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morg- unblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.