Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ1982 29 Hvart sejfja |>au um úrslit kosninganna Akranes: Bestu úrslit frá 1946 fyrir Sjálfstæðisflokkinn „Hér hefur verið mjög góð stemmning undanfarið og mikið hef- ur verið unnið í flokknum enda er- um við mjög ánKgðir með úrslit þessara kosninga," sagði Valdimar Índriðason, efsti maður á lista SjálfstKðisflokksins á Akranesi, en þar vann flokkurinn einn mann, hlaut Qóra menn kjörna. „Við endurheimtum mann sem við töpuðum í kosningunum 1978, enda eru þetta bestu úrslit fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæjar- og sveitastjórnakosningum hér á Akranesi síðan 1946. Við höfum ekki farið yfir 40 prósent atkvæða síðan þá. Ástæðurnar fyrir þessum hag- stæðu úrslitum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn eru eflaust margar. Fólk- ið vann mjög vel með okkur en úrslitin sýna fyrst og fremst traust til þess fólks, sem skipar okkar lista. Við erum ekkert farn- ir að ræða samstarf við neinn. Fyrst þarf að átta sig á hlutunum. Hér var áður meirihlutasamstarf með okkur, Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum síðasta kjör- tímabil og það er skrítið að eftir að við höfum setið saman í stjórn tapa þeir báðir manni en við vinn- um mann og Framsóknarflokkur- inn einnig. Það er því greinilegt að það þarf að hugsa málið vel áður en samstarf er ákveðið," sagði Valdimar. Keflavík: Góð málefnastaða og sýnilegur árangur á síðustu 4 árum „ÞAÐ MÁ fyrst til telja að það var unnið mjög vel. Fólk lét mjög til sín taka í kosingaundirbúningnum og einnig á kjördag. Þá var hlutur ungs fólks hvað mest áberandi í starfinu, sem er það bezta og ánægjulegasta hvað ég man í almennu kosninga- starfi," sagði Tómas Tómasson oddviti sjálfstæðismanna í Keflavík, en þar vann Sjálfstæðisflokkurinn einn bæjarfuiltrúa af Alþýðuflokkn- um. Tómas sagði einnig; „Að öðru leyti tel ég, að eftir 12 ára ágætt samstarf okkar við Framsóknar- flokkinn sé staðreyndin sú, að á sl. fjórum árum hafi sýnilegur árangur orðið í mjög veigamiklum atriðum, sem vekur athygli. Mörg góð mál komust í höfn á sl. fjórum árum, málefnastaðan er því sterk. Þá hefur fjárhagsstaða bæjarins verið að styrkjast á þessum árum og er nú góð. Þetta hefur allt áhrif. Svo tel ég til viðbótar að það hafi veruleg áhrif hvernig lands- málin snúast. Staða þjóðmála hef- ur geysileg áhrif, almenn þróun þeirra hefur verið þannig undan- farin ár. Allt frá því að viðreisnar- stjórnin kvaddi hafa þeir sem ver- ið hafa í ríkisstjórn alltaf fengið bakslag. Þá finnst mér að fólk sé ekki eins rigbundið í flokkum á undanförnum árum og það var áð- ur. Þá vil ég að lokum þakka öllum stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins í Keflavík fyrir mjög gott starf og ötult, því má þakka þennan sigur,“ sagði Tómas að síð- ustu. Hafnarfjörður: Lítum á kosninga- úrslitin sem traustsyfirlýsingu „VIÐ sjálfstæðismenn i Hafnarfirði erum mjög ánægðir með úrslitin. Sjálfstæðisflokkurinn vann bæjar- fulltrúa og hefur nú flmm í bæjar- stjórn. Við lítum á úrslitin sem traustsyfirlýsingu á stefnu þá sem við höfum fylgt og þau störf sem við höfum innt af hendi. Við teljum að bæjarbúar hafí með þessu vottað okkur traust til að halda áfram á sömu braut. Þá er Ijóst að það mikla moldviðri og þær blekkingar sem andstæðingar okkar reyndu að þyrla upp í sambandi við Bæjarútgerðina hrifu ekki, — fólk sá í gegnum blekkingarvefinn," sagði Árni Grét- ar Finnsson, efsti maður Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði. Árni Grétar sagði einnig; „Það verður að sjálfsögðu farið í það að mynda meirihluta næstu daga. Við sjálfstæðismenn setjum það á oddinn að tekist verði á við þau miklu vandamál sem eru hjá Bæj- arútgerð Hafnarfjarðar. Úttekt fari fram á stöðu fyrirtækisins og unnið verði að því að finna leiðir til að tryggja rekstur þess þannig, að það geti staðið á eigin fótum, en verði ekki áfram rekið með stór- kostlegum halla sem bæjarbúar þurfa að greiða upp. Að öðru leyti bíða fjöldamörg verkefni sem við höfum verið að undirbúa og höfum verið með í gangi. Maður bindur vonir við að hægt verði að vinna áfram að þeim og við munum setja metnað okkar í að standa við okkar fyrirheit, eins og við höfum gert. Það var mikill fjöldi sem vann að kosningasigri okkar á einn eða annan hátt og fjöldi nýrra kjós- enda gekk til liðs við okkur og við erum þakklátir þeim öllum. Þá var sérstaklega áberandi hversu mikið af ungu fólki kom til starfa og studdi okkur við þessar kosningar. Fyrir þetta eru við mjög þakklátir og munum gera okkar ýtrasta til að bregðast ekki því trausti,“ sagði Árni Grétar Finnsson að lokum. Kópavogur: Sjálfstæðis- flokkurinn sterk- asta stjórnmála- aflið í Kópavogi „ÉG ER ákaflega ánRgður með úr- slitin og þakka Kópavogsbúum fyrir þann stuðning sem þeir hafa veitt SjálfstKðisflokknum og öllum þeim fjölmörgu sjálfstKðismönnum og öðrum sem unnu að þessum sigri okkar. Þeim vil ég þakka fyrir mikla vinnu og veitta aðstoð. Sjálfstæðis- flokkurinn fer út úr þessum kosn- ingum með hRsta hlutfall sem hann hefur nokkurn tima fengið í Kópa- vogi. Hlutfallið er heldur ha'rra en í beztu kosningunum þar á undan, munar þar 5%. Það var 37,1% 1974 en nú er það 42,1%,“ sagði Richard Björgvinsson, oddviti sjálfstæð- ismanna í Kópavogi, en sjálfstKð- ismenn þar fengu nú fimm fulltrúa, en höfðu aðeins þrjá áður. Richard var spurður hverju hann þakkaði þessi úrslit. Hann svaraði: „í fyrsta lagi vil ég þakka það, að flokkurinn er nú samein- aður. Hann var klofinn í upphafi kjörtímabils, en það hefur tekist mjög vel að sameina hann og fá einhuga flokk og það held ég að sé fyrsta grundvallaratriðið. I öðru lagi held ég að stefna meirihluta- flokkanna, vinstriflokkanna, hafi beðið skipbrot. Fólk hafi fengið nóg af þeirri skattaáþján sem þeir hafa lagt á almenning, þrátt fyrir litlar framkvæmdir. Til mótvægis má sjá að sú stefna sem við rákum áður, meðan við vorum í meiri- hluta, og fluttum tillögur um í framhaldi af á meðan við vorum í minnihluta, hefur átt upp á pall- borðið hjá kjósendum. Einnig má nefna að við höfum hagstæðan byr vegna ástandsins í landsmálum í dag. Það er ekki um það að villast að það á líka mikinn þátt í þessum sigri.“ Richard sagði í lokin, að allt of snemmt væri að spá um hver meirihlutinn verður. Vinstri flokkarnir hafa samanlagt sex menn og sagði Richard, að vinstri menn hefðu lýst yfir áhuga á að vinna saman áfram. „Þessi sigur þarf alls ekki að þýða að við kom- umst í meirihluta, en hins vegar er Sjálfstæðisflokkurinn sterkasta stjórnmálaaflið i Kópavogi i dag. Um það er engum blöðum að fletta lengur," sagði hann í lokin. Akureyri: „Greinilegt hvað menn hér vilja“ „Úrslit kosninganna eru mikið fagnaðarefni fyrir okkur. Bæði hér og ekki síður í Reykjavík, en þangað beindust augu allra landsmanna, og ég samfagna flokksbræðnim mínum í höfuðborginni. Það er stórkostlegt að þeir hafa unnið þetta vígi sitt aft- ur,“ sagöi Gísli Jónsson, efsti maður á lista sjálfstæðismanna á Akureyri, en þar vann Sjálfstæðisflokkurinn einn mann, fékk fjóra. „Við hér á Akureyri erum af- skaplega ánægðir með okkar hlut,“ sagði Gísli ennfremur. „Aukning sjálfstæðismanna hér er meiri en meðaltalsaukning flokks- ins yfir landið. Við bættum að vísu ekki við nema einum manni, þótt atkvæðatalan hefði nægt okkur til að bæta við okkur tveimur full- trúum. Við vorum óheppnir með skiptingu atkvæða milli keppi- nauta okkar. Við teljum að Akureyringar hafi komið til móts við okkur í þessum kosningum. Þetta er traustsyfirlýsing þeirra til okkar. Kjósendur vilja veita okkur um- boð til að þoka frá meirihluta vinstrimanna. Úrslit kosninganna eru greinileg vísbending um hvað menn hér vilja.“ „Sérstakar þakkir okkar fram- bjóðendanna færi ég kosninga- stjórn okkar, ritstjórn íslendings og öllu okkar baráttuliði. Þá var einstaklega uppörvandi hversu margt ungt fólk kom nú til liðs við stefnu Sjálfstæðisflokksins," sagði Gísli. Grindavík: „Þakka góðan stuðning viö sjálfstæðismenn“ >.Ég er mjög ánægð með úrslit kosninganna hér hjá okkur. Útkom- an var mjög góð þar sem við bættum við okkur manni en að því unnura við fyrir þessar kosningar,** sagði Ólína G. Ragnarsdóttir, fyrsti maður á lista sjálfstæðismanna í Grindavik, en þar bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig einum manni og fékk þrjá menn kjörna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 364 atkvæði, sem er 12% aukn- ing frá þvi i kosningunum 1978. „Svona virðist þetta vera víða um landið," sagði Ólína ennfrem- ur. „Það er furðuleg þróun hér í Grindavík þar sem vinstra fylgið virðist hoppa á milli flokka. Þeir missa báða sína menn yfir til Framsóknar. Það er einkennilegt en þeir hljóta að hafa haft svona mikið lausafylgi. Ég þakka þessi jákvæðu úrslit því að við sjálfstæðismenn erum með ábyrga stefnuskrá þar sem ekki er lofað því sem við ekki kom- um til með að geta staðið við. Listi okkar er sérstaklega vel skipaður og á honum gott fólk og ég vil þakka íbúunum hér þennan góða stuðning, sem þeir hafa sýnt okkur sjálfstæðismönnum," sagði Ólína í lokin. Selfoss: „Úrslitin krafa um breytingu á stjórn bæjarins“ „Við túlkum úrslitin hér á Selfossi á þann veg að þau séu krafa um breytingu á stjórn bæjarins frá því sem var síðasta kjörtímabil þegar vinstri flokkarnir voru saman í stjórn," sagði Óli Þ. Guðbjartsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins á Selfossi, en þar hlaut flokkur- inn fjóra menn kjörna en hafði áður þrjá menn. „Við erum vitaskuld mjög ánægðir með þennan árangur og sérstaklega með það að við hlutum 80 atkvæða fylgisaukningu. Sam- staða innan flokksins á stóran hlut í þessum árangri sem náðst hefur og dugnaður þeirra, sem unnu fyrir flokkinn í kosningabar- áttunni. Þá á blaðið Suðurland ef- laust stóran hlut í því hvernig úr- slitin hafa ráðist. Það er greini- legt að öll breyting á fylgi flokk- anna rennur til okkar, sem er eins og ég segi krafa um breytingu á meirihlutanum, sem hefur verið við lýði hér undanfarin ár. Ekkert er enn farið að ræða samstarf enda liggja endanlegar tölur ekki enn fyrir. Þetta er mesta fylgi, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur feng- ið held ég síðan 1954 hér á Selfossi og því ber að fagna. Okkar megin- verkefni verður að svara kröfu al- mennings hér um aukna atvinnu- uppbyggingu á svæðinu," sagði Óli Þ. Guðbjartsson í lokin. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.