Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1982 t Maöurinn minn, HERLUF CLAUSEN, forstjóri, Gnoóarvogi 82, andaöist 22. maí. Jarðarförin auglýst siöar. Fyrir hönd aöstandenda, Edith Clauaon. Systir okkar, LÁRA RADLOFF, andaöist 21. maí á heimili sfnu f Knox Ind. USA. Árni Gislaaon, Ásgeir Gfslason, Erla Gfsladóttir. t Móöir okkar og tengdamóöir, LÁRA BJARNADÓTTIR, kaupkona, Hjaröarholti, Ólafsvík, er látin. Birna Jónsdóttir, Sigurður Reynir Pétursson, Úlfljótur Jónsson, Ingibjörg Pétursdóttir, Gfsli Jónsson, Jóna Birta Óskarsdóttir. t Eiginmaöur minn, ÞÓRARINN STEINDÓRSSON fré Brandsbas, Hafnarfiröi, lést í St. Jósefsspítala sunnudaginn 23. maf. Fyrir mfna hönd og annarra vandamanna, Pélfna Hinriksdóttir. t VILHJÁLMUR Þ. GÍSLASON, Starhaga 2, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni miövikudaginn 26. maf kl. 10.30. Inga Árnadóttir, Ingibjörg Vllhjélmadóttir, Ragnhiidur Halgadóttir, Þór Vilhjélmsson, Auður Eír Vilhjélmadóttir, Þórður Órn Sigurósson. t Frændi minn, BENEDIKT SVEINSSON, Fornastekk 11, sem lést 17. maí sl. verður jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 27. maí kl. 15.30. Vigdfs Einarsdóttir og aðrir aöstandendur. t Eiginmaöur minn, ÞORSTEINN M. GUNNARSSON, Lundarbrekku 6, Kópavogi, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 26. maf kl. 13.30. Ingibjörg Valdimarsdóttir. t Eiginkona mfn, SIGRfOUR SIGMUNDSDÓTTIR fré Hamraendum, veröur jarösungin frá Dómklrkjunni miövikudaginn 26. maf kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Magnúa Þóröarson. Móöir okkar, GÍSLANNA GÍSLADÓTTIR, Hólmgarói 13, veröur jarösungin frá Bústaöakirkju miövikudaginn 26. maf kl. 14.00. Jóna Þóróardóttir, Þóröur Þóröarson, Gfali Þóróarson. t Eiginmaöur minn og bróöir okkar, EGILL EGILSSON, Meóalholti 13, Raykjavfk, veröur jarösettur frá Fossvogskirkju f dag klukkan 15. Þeim sem vildu minnast hans, er bent á Ifknarstofnanir. Guöveig Stefénsdóttir, Guóbjartur G. Egilsson og ólaffa Egilsdóttir. Egill Egilsson Minningarorð Fæddur 24. september 1893 Dáinn 14. maí 1982 Hinzta stund vinar míns, Egils Egilssonar, var að kvöldi föstu- dagsins 14. maí sl., er hann lézt í Landakotsspítala eftir stutta legu. Heimkominn úr sinni daglegu gönguför viku áður missti hann kraftinn. En hug sínum hélt hann óskertum til hinztu stundar. Egill Egilsson fæddist að Sjöundá í Rauðasandshreppi, Vestur-Barðastrandarsýslu, 24. september 1893. Foreldrar hans voru Egill Árnason Jónssonar bónda á Lambavatni og Jónína Helga Gísladóttir Þorgeirssonar bónda í Haga. Systkinin voru átta og var Egill þriðji í röðinni. Tvö þeirra létust ung, en þau, sem upp komust ásamt Agli, voru Gíslína, Ólafía, Árni, Bergþóra og Guð- bjartur Gísli. Að Agli gengnum lifa ein eftir systkinanna þau Ólafía og Guðbjartur Gísli. Egill ólst upp í foreldrahúsum á Sjöundá. Á honum sannaðist máltækið, að margur er knár, þótt hann sé smár, því enda þótt hann væri aldrei hár í loftinu, bar snemma á greind og dugnaði í fari hans og þeir eiginleikar einkenndu allt hans ævistarf. Um tvítugt hleypti Egill heimdraganum og hélt til náms við Bændaskólann á Hvanneyri. Þaðan útskrifaðist hann sem búfræðingur 1917 með þriðju hæstu eihkunnina. Ágli var alla tíð hlýtt til síns gamla skóla og hann minntist oft veru sinnar þar með stolti og ánægju. Næstu árin á eftir var Egill til sjós og stundaði jafnframt búskap. Meðal annars var hann á skútunni Oliv- etti og hef ég oft blaðað í sjóferða- bók hans frá þeim tíma. I henni, eins og öllum öðrum skjalfestum vitnisburði um störf Egils, er hans getið að góðu einu; dugnaði, sam- vizkusemi og tillitsemi við aðra. 8. júlí 1922 kvæntist Egill Stein- unni Ó. Thorlacius, greindri og góðri konu. Bjuggu þau fyrst að Neðri-Tungu í Örlygshöfn, en 1922 gerðist hann starfsmaður póst- hússins á Patreksfirði og Kaupfé- lags Patreksfjarðar og um svipað leyti flytjast þau hjónin að Saurbæ til hjónanna Hólmfríðar Pétursdóttur og Gísla Ó. Thorlaci- t Móöir okkar, GUÐLAUG HANNA 8VEINSDÓTTIR, Jórufalli 12, sem lést á Borgarsjúkrahúsinu laugardaginn 22. mal veröur jarö- sungin frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 26. maí kl. 10.30. Fyrir hönd barna, tengdasona og barnabarna, Helga Dóra Reinaldadóttir, Jón B. Ragnarsaon, Birgitta Rainaldadóttir, Sigurbjörn Egilaaon, Hafdía Huld Roinaldadóttir, Statán örn Einarsaon, Sævar Þór Reinaldaaon, Anna Bára Reinaldadóttir, Jóna Júlía Jónadóttlr, Fannar Már Stefánsson. t Þökkum inniloga auösýnda samúö og hlýhug vlö andlát og jaröar- för elsku litla sonar okkar og bróöur, JÓHANNSSÓFUSSONAR. Guörún Ágústsdóttir, Sófua Alexandersson, Bergþóra Á. Sófusdóttir, Þorsteinn Sófusson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR JÓHÖNNU JÓNSDÓTTUR, Bolungarvfk. Jóhanna Sveinadóttir, Kriatjana Guöateinadóttir. t Viö þökkum af alhug auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar-, tengdafööur og afa, ÞÓRÐAR S. ADALSTEINSSONAR, byggingarmeistara, Munkaþverárstræti 1, Akureyri. Sérstakar þakkir færum viö félögum í Múrarafélagl Akureyrar. Stefanfa Steindórsdóttir, Marta Þóröardóttir, Þórdfs Þóróardóttir, Erla Þóröardóttir, Adolf Guómundsaon Ásta Þóröardóttir, Arnald Reykdal, Alda Þóróardóttir, Valsteinn Jónsson, og barnabörn. us, mágs Egils og vinar. Þeir voru mjög samrýndir og milli tengda- fólks Egils og foreldra hans ríkti mikil vinátta. Árið 1933 varð Egill svo kaupfélagsstjóri hins nýstofn- aða Kaupfélags Rauðsendinga á Hvalskeri og gegndi hann því starfi í um 10 ár. Þau Steinunn og Egill fluttu búferlum til Innri-Njarðvíkur 1943. Þar gerðist Egill starfsmað- ur hjá frænda sínum og vini, Jóni Jónssyni, Rauðsendingi, sem var að reisa fiskimjölsverksmiðju í Innri-Njarðvík. Jón var eigandi og aðalframkvæmdastjóri verksmiðj- unnar, en gat ekki sinnt daglegum rekstri vegna verkefna víða um land. Hann valdi Egil vin sinn sem staðgengil sinn til umsjónar og ábyrgðar. Egill annaðist allt bók- hald og daglegan rekstur og reyndist þá sem ætíð traustsins verður. Strax í Saurbæ hafði tekizt mik- il vinátta með Agli og litlum snáða, Guðmundi Jónssyni. Þessi vinátta þróaðist áfram eftir að suður kom og reyndist Diddi, eins og Egill kallaði hann, sannur vin- ur alla tíð og þá ekki síður eftir að starfsdegi Egils lauk. Heimsóknir Didda voru Agli sérstakar gleði- stundir. í Innri-Njarðvik bjuggu Stein- unn og Egill fyrst í Hákoti og urðu þau góðir þegnar þess bæjarfé- lags. Egill var í sóknarnefnd kirkjunnar um 10 ára skeið og var hann þá meðal annars einn frum- kvöðla að stækkun kirkjugarðsins. Agli og Steinunni varð ekki barna auðið. Hún átti við vanheilsu að stríða mörg síðustu árin og reynd- ist Egill henni gæðamaður til síð- ustu stundar. Steinunn lézt 12. ág- úst 1953. Tveimur árum síðar, 3. júlí 1955, giftist Egill Guðveigu Stefáns- dóttur, móðursystur minni. Þau bjuggu í Innri-Njarðvík til ársins 1960, að þau fluttu í Meðalholt 13 Reykjavík. Það sem eftir var starfsævinnar vann Egill hjá Skattstofu Reykjavíkur og vann sér þar sem annars staðar traust og virðingu samstarfsmanna sinna. Agli og frænku varð ekki barna auðið. Sambúð þeirra var innileg og hlý. Þau ferðuðust víða á sínum fyrstu hjúskaparárum, enda voru land og saga sérstök áhugamál Egils. Og þegar ferðalögunum sleppti, bættu endurminningarnar þeim lífið og samveruna. Agli var heimilið í Meðalholtinu kært og þar vildi hann dvelja sem lengst. Með einstakri natni og umhyggju gerði frænka honum það kleift. Og í gegnum frænku eignaðist ég vin- inn Egil Egilsson. Ég var átján ára mín fyrstu jól að heiman og dvaldi þá á heimili Egils og frænku. Egill lagði sig í líma við að gera mér þessi jól eins mikið „heima“ og hægt var. Hon- um var nautn að því að gleðja aðra og aldrei man ég hann það upptek- inn, að hann gæfi sér ekki tíma til þess. Ég hef séð syni mína hverfa til Egils, eins og ég gerði þessi jól. Og ekki bara þá, heldur líka systk- ini mín og þeirra börn og reyndar sérhvern þann, sem ég sá kynnast Agli. En það var ekki aðeins mann- fólkið, sem naut gæzku hans. Smá- fuglarnir í garðinum áttu líka í honum sinn vin, þegar gaddurinn herjaði á. Skylt er að geta þess, að þau frænka og Egill bjuggu ekki ein í Meðalholti 13. Á neðri hæðinni búa hjónin Evlalía Guðbrands- dóttir og Olgeir Vilhjálmsson. Mikil vinátta og umhyggja í smáu sem stóru hefur alltaf ríkt á milli hæðanna. Nú þegar leiðir okkar Egils skiljast um stund, vil ég þakka þeim, sem lífið gefur, fyrir þær gjafir, sem ég hef fengið af kynn- um okkar Egils. Þegar kraftur hans fór að þverra, reyndi ég að vera honum stafur á göngunni. Fyrir það tækifæri er ég þakklát. EgiII Egilsson var hávaðalaus maður. Hann var einlægur í trú sinni, rækti störf sín af elju og kostgæfni og gaf hverjum, sem honum kynntist, meira en hann þáði sjálfur. Blessuð sé minning hans. Sigríður Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.