Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ1982 BETA — BETAMAX — BETA — BETAMAX — BETA MESTA ÚRVAL AF BETA-SPOLUM Á ÍSLANDI Og stöndum við þad. Hér erum Nýtt efni vikulega. V "'*< Komiö ** Sjáið Sannfærist Opiðkl. 11—21. Laugardaga 10—20. 'x I Sunnudaga 14—20. co r VIDEÓSPÓLAN. i Holtsgötu 1, i sími 16969. BETA — BETAMAX — BETA — BETAMAX — BETA KÓR ÖLDUTÚNSSKÓLA Tónleikar í Norræna hús- inu ídag kl. 16.00. Fjölbreytt efnisskrá. SUMAR MATSEDHJL TOUraSIMENU í sumar bjóða 26 veitingastaðir víðsvegar um landið heimilislega rétti á lágu verði af sumarmatseðl- inum. Börn 6—12 ára greióa hálft gjald. Þau yngstu fá frían mat. Léttið ykkur eldhússtörfin. Njótið sumarsins betur. „Skærasagn- fræðingurinn" í Svarthöfða segir í fyrradag: „I Tímanum er Þórarinn Þnrarinsson byrj- aður að klippa út blaða- greinar frá árinu 1953 og birta í leiðara, og Jiykir það hentug sagnfræði nú um stundir, þegar harðar yfir- heyrslur fréttamanna út- varps yfir hrelldum sjálf- stæðismönnum duga ekki til að deyfa ugg manna út af efnahagssamningum við Rússa." Þá vekur Svart- höfði máls á því, að Eggert Haukdal hafi ritað forsæt- isráðherra bréf og sagst „enga stjórn myndi styðja, sem undirritaði efnahags- samning við Kússa". Og enn segir Svarthöfði: „Það er nefnilega mikin alvöru- leysi því fylgjandi að leyfa Eggert Haukdal að sprengja stjórnina í máli, sem er út í hött að mati allaballa og skærasagn- fræðingsins í Tímanum. ()g verði hægt að komast að þeirri niðurstöðu að staða þjóðarbúsins finnist engin eftir tæpra þriggja ára stjórnarsetu, þa er náttúr- lega mikið skynsamlegra að sprengja út af þeirri vöntun." Svarthöfði rýkur máli sínum með þessum orðum: „Meðan skæra- sagnfræðingurinn á Tíman- um hamast við sínar rétt- lætingar til lofs og dýrðar allabollum, munu þeir hefja næturleit að stöðu þjóðarbúsins í trausti þess að efnahagsstefnu þeirra fáist enginn til að sam- þykkja." I hinum tilvitnuðu orð- um kemur fram, hve mikil upplausn ríkir nú meðal framsóknarmanna og al- þýðubandalagsmanna og þeir sýnast ekki vita, hvaða stöðu þeir hafa gagnvart forsætisráðherra og stuðn- ingsmönnum hans. Varn- arræður Þórarins Þórar- inssonar fyrir uppgjafar- samningnum við Sovét- menn má ekki aðeins skilja sem hollustuyfirlýs- ingar við Kremlverja held- ur einnig sem blíðuhót í garð kommúnista innan- lands að mati Svarthöfða. Hefur Framsóknarflokkur- inn ekki lagst jafn lágt Ólafur Jóhannesson, utanrlkisráoherra, f viðtali viA Tfmar „ÞEIR MUNU SÍÐAR EKKI VIUAÐ HAFA TAIAD ÞAU" — segir hann um þá sem stærst oro hafa haft um efnahagssamvinnusamninginn vio Sovétrfkin Gleði komma Magnús Bjarnfreösson segir um nýgeröan efnahagssam- vinnusamning viö Sovétmenn í Dagblaöinu og Vísi í gær: „.. .kommar eru skiljanlega haröánægöir með samninginn, enda kvað vera í honum viss viðurkenning á hinni geöþekku mannréttinda- og mannúðarstefnu sem Kremlverjar hafa stundað síðan um mannréttindamál var samið í Helsinki á sínum tíma. í anda hennar hafa þeir stuðlað að friði og mannréttindum, hvort heldur litið er til Póllands eða Afgan- istans, nú eða þá bara uppörvunar þeirrar sem mannrétt- indasamtökin KGB hafa sýnt friðarsinnum á Rauða torginu." fyrir Alþýðubandalaginu og Sovétríkjunum um langan tíma og síðustu daga. Skærasagnfræðingurinn er meira að segja farinn að klippa niður lokasam- þykktina, sem undirrituð var í Helsinki 1975 og nota hana Sovétríkjunum til framdráttar. Er óhætt að fullyrða, að engum blaða- manni vestan járntjalds hafi dottið í hug að nota samþykktina með þessum hætti síðan hún var undir- rituð nema Þórarni Þórar- inssyni og þeim „blaða- mönnuni", sem starfa á vegum Kremlverja leynt og Ijóst. Dýrkeypt fyrir Framsókn Magnús Bjarnfreosson, sem er kunnugur innan dyra í Framsóknarflokkn- um, segir í grein í Dagblað- inu og Vísi í gær í tilcfni af umræðunum um samning Framsóknar við knnil verja: „Mest er þó taugaveikl- unin auðsæileg hjá fram- sóknarmönnum. Ég minn- ist þess varla ða Tíminn hafi lagt annað eins ofur- kapp á að verja nokkurt mál jafnlengi og þessa nýgerðu samninga. Leiðari eftir leiðara fjallar um mal ið og ráðherrar vitna. Þór- arinn ritstjóri fer hamför- um við að bendla óvinina í Sjálfstæðisflokknum við Rússa, á stundum gæti maður haldið að Bjarni sál ugi Benediktsson hefði verið formaður Framsókn- arflokksins. Sannleikurinn er líka sá að framsóknar- menn hafa fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur af samningnum. Vígstaða flokksins í þingkosningum var orðin nokkuð góð í höf- uðborginni, vegna eindreg- innar og augljósrar afstöðu Olafs Jóhannessonar í iilanríkismálum. Fjölmarg- ir menn, sem annars telja sig alls ekki framsóknar- menn, voru reiðubúnir til þess að styða hann áfram vegna þessarar afstöðu. Ivini fækkar nú vafalítið. Kkki fjölgar þeim heldur við það að hinn þingmaður flokksins í Keykjavík ((iuðmundur G. iMrarins son, innsk. Mbl.) skyldi fara að lala á útihátíð hjá herstöðvaandstæðingunum svokölluðu tveimur diigum eftir undirritun samnings- ins. enda þótt þar væri um að ræða málefni sem óháð er flokksbondum. Hér inn- anlands verður þessi samn- ingur því r>amsókn líklega dýrkeyptastur, hvað sem líður hástemmdu lofi um Bjarna Benediktsson í Tímanum." LOKSINS ; LOKSINS / LOKSINS ' ( erum viö búnar aö i opna LAUGAVEG 21 S 19274

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.