Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 10. JULI 1982 Gagnkvæm tillitssemi er allra hagur Anna gleymdir þú nokkru? spurði hann Jónas okkar þegar fjölskyldan lagði af stað í gær- kvöldi. Orðalag spurningarinnar kemur ekki á óvart þegar Jónas á í hlut — gleymdir þú nokkru?, ekki — gleymdum við nokkru? En honum Jónasi láðist sjálfum að huga að nokkrum mikilvægum atriðum varðandi bílinn, og það sem honum fylgir. Fyrst má nefna að hann var nýbúinn að fá kerru, og þar sem vinurinn hafði ekki það mikið fé handa á milli að hann gæti keypt kerru smíðaða af fagmanni, þá fór það svo að hann fékk Tóta vin sinn til þess að smíða fyrir sig gripinn. Jónas ætlaði að hjálpa honum og m.a. að sjá um að kaupa allt sem til þurfti. En svo fór að kappinn hafði engan tíma eftir að grindin og efnið í skúff- una var komið á staðinn svo Tóti vann verkið einn og óstuddur. I fyrrakvöld þegar Jónas æddi inn í bílskúrinn hjá Tóta þá var verkinu lokið, að því undan- skyldu að kerrusmiðurinn hafði ætlað að tengja afturljósabúnað bílsins aftan á kerruna, og koma þar fyrir þríhyrndum rauðum glitmerkjum. Þetta fannst Jónasi algjör óþarfi og tímaeyðsla, en lofaði þó að sjá sjálfur um að Svona átti kerran hans Jónasar að vera. setja glitmerkin á og koma seinna með kerruna til þess að fullljúka verkinu. Tóti benti hon- um á verslun þar sem hann gæti keypt þríhyrningana, og lagði mikla áherslu á að þeir ættu að vera a.m.k. 15 cm á kant og eitt horn þeirra að snúa upp. Ekki láta þá snúa eins og biðskyldu- merkin, þau ein ættu að hafa eitt horn niður. En þetta sveik Jónas og nú er hann einhversstaðar úti á vegi með þessa illa frágengnu kerru sína, og er ástæða til að vara vegfarendur við honum. En því miður er þetta ekki það eina sem að er hjá Jónasi. 011 sú fræðsla um hjólbarða sem fram fór í síðasta mánuði fór gjör- samlega framhjá honum, að und- Pa í umferðarþettinum „Á kant- inum" kl. 13.50 i dag koma þau við sögu „Jónas og fjölskylda". anskyldu því að hann heyrði ein- hvern tala um hjólbarðadag. En hann var fljótur að afgreiða það með sjálfum sér, og fannst reyndar skínandi gott að aðrir fengju fræðslu um þessi örygg- istæki, þeim veitti ekki af því. En staðreyndin er hins vegar sú að Jónas býður sjálfum sér, fjöl- skyldu sinni og öðrum samferð- armönnum upp á það að hafa undir bíl sínum svo til gatslitna hjólbarða. Þegar maðurinn á hjólbarða- verkstæðinu benti honum á þetta, og Tóti vinur hann klifaði á þessu sama, rauk hann upp á nef sér og öskraði eitthvað óskilj- anlegt um ofsóknarbrjálæði og samsæri gegn sér. Þá fannst hon- um það mesta firra að ætlast til að mynsturdýpt ætti að vera a.m.k. 1 mm. Þeir skyldu sko vita það að hann hefði verið alinn upp við það að nýta hlutina, og aldrei hefði afi hans talað um einhvern fáránlegan millimetra á trakt- ornum í sveitinni. Þetta var út- rætt mál af hans hálfu, og nú ekur hann svona um, og það meira að segja hratt sem hann ætti síst af öllu að gera. Síðast þegar hvellsprakk hjá honum var hann svo lánsamur að vegkant- urinn sem hann fór útaf var ekki nema 30 cm hár, og við það tæk- ifæri datt það upp úr honum að svona væri hann alltaf heppinn. Það væri aldrei hár vegkantur þar sem spryngi hjá honum. En vert er að geta þess sem Jónas aðgætir reglulega, en það er loft- þrýstingurinn í hjólbörðunum. Það eru mörg ár síðan hann upp- götvaði að innan á hanskahólfinu gat hann séð hvað þrýstingurinn ætti að vera, og eftir það leit Hátt á sjötta f hundrað manns í Varðarferð HIN árlega Varðarferð var farin laugardaginn 3. júlí síðastliðinn og var að þessu sinni ferðast um Rang- árvalla- og Árnessýslu. Aðalfarar- stjóri var Einar Guðjohnsen. Farið var frá Reykjavík klukk^n 8 og ekið að Sandhólaferju við Þjórsárósa, en þar var aðal ferju- staðurinn yfir Þjórsá um aldir. Við Sandhólaferju var drukkið morgunkaffi og þar flutti formað- ur ferðanefndar, Guðmundur Jónsson, ávarp og Eggert Haukdal alþingismaður talaði til ferða- langa. Síðan var ekið um Þykkvabæ, upp að Hellu. Þá var keyrt að Keldum á Rangárvöllum, framhjá Gunnarsholti og að Haukadal við Bjólfell skammt frá Heklu, en þar var snæddur hádegisverður. Þar flutti Geir Hallgrímsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, ávarp. Að hádegisverði loknum var haldið í Þjórsárdal, framhjá Búr- felli og áð við sundlaugina í Þjórs- árdal. Þar var ferðamönnum færður ís, gjöf frá Kjörís í Hvera- gerði, mæltist það vel fyrir. Við Þjórsárdalslaug talaði Steinþór Gestsson alþingismaður til hóps- ins, einnig hélt Þórir Lárusson, formaður Varðar, ræðu. Síðan var ekið sem leið Já til Reykjavíkur og komið þangað um klukkan 20.00 á laugardagskvöld. Þátttakendur í Varðarferðinni voru hátt á sjötta hundrað. Hlýtt á ræður, — á myndinni mi m.a. sjá Davíð Oddsson borgarstjóra Reykjavíkur, Ástríði Thorarensen eiginkonu hans og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúa. Dr. Gunnar Thoroddsen forsaetisráðherra, Vala Thoroddsen og Þórir Lárus- son, formaður Varðar. Gengið yfir brúna á Ytri-Rangá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.