Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 10. JULI1982 AISTURLANI) Seyðisfjörður var um aldamótin rjóröi stærsti kaupstaður landsins og langfjölmennust byggo á Aust- fjörðum. Síðan þá hefur margt breytzt. Aðrir béttbýslisstaðir í kjor dæminu hafa vaxið yfir höfuð Seyð- isfjarðar. Hvað ðrastur hefur vöxt- urinn verið á Egilsstöðum, þar sem búa um 1.200 manns, og í Höfn í Hornarfirði (Hafnarhreppi), en þar búa um 1.500 manns. Fjölmennast- ur þéttbýlisstaða á Austurlandi í dag er Neskaupstaður með rúmlega 1700 íbúa. Á Kskífiroi eru um 1.100 manns og í Seyðisfirði um 1.000 en færra á öðrum stöðum. í kjördæminu búa samtals um 13.000 manns — eða nálægt 5,6% þjóðarinnar. Veruleg fækkun hef- ur orðið í strjálbýli, miðað við íbúahlutfall fyrr á öldinni, en fjölgun í þéttbýli. Þetta er í sam- ræmi við breyttar þjóðlífsaðstæð- ur í landinu í heild. Neskaupstaður FRETTASKYRING Kosning var óhlutbundin á STÖÐVARFIRÐI OG DJÚPA- VOGI. Horft um öxl og fram á veginn Framsóknarflokkur hefur lengi verið sterkur á Austfjörðum. I Alþingiskosningunum 1979 fékk hann flest atkvæði framboðsað- ila, eða 2.963, og tvo þingmenn kjörna: Tómas Árnason og Hall- dór Ásgrímsson. Alþýðubandalag hefur einnig verið fylgisdrjúgt í Austur- landskjördæmi — og hafa stuðn- ingsmenn þess vttt um land lengi „séð roðann í austri" þar sem Neskaupstaður er. í kosningun- um 1979 fékk það 2.154 atkvæði og tvo þingmenn kjörna: Helga Seljan og Hjörleif Guttormsson. „Roðinn í austri" yfír Neskaupstað — Sjálfstæðisfiokkurinn stóreykur fylgi sitt á Egilsstöðum, Eskifirði og Seyðisfirði Milli 15—16% Austfirðinga sinna iandbúnaði (frumvinnslu), 32% sjávarútvegi (veiðum og vinnslu), öðrum iðnaði og bygg- ingarstarfsemi tæplega 22% og hinum ýmsu þjónustustörfum nútíma samfélags 30%. Tæplega 5.700 manns eru á „vinnuakrin- um" í landshlutanum. Meðalbrúttótekjur framtelj- anda á Austurlandi vóru rétt undir landsmeðaltali 1970—1978 — og stígandi. Talið er að nálægt 1.100 ný störf þurfi að verða til eystra fram til 1990 til að svara líklegri aukningu vinnuframboðs á ára- tugnum. Neskaupstaður rauður áfram Þrátt fyrir hægri sveiflu, sem víðast sagði til sín í sveitar- stjórnarkosningunum 22. maí sl., varð lítil sem engin breyting á flokkafylgi í Neskaupstað. Al- þýðubandalagið hélt með „brav- ör" bæði meirihluta sínum og hlutfallslegu kjörfylgi, rúmlega 57%. Það fékk 5 fulltrúa, af 9, kjörna. Þessi niðurstaða er áber- andi undantekning frá megin- reglunni: að flokkurinn reytti af sér kjósendur. Framsóknarflokkurinn fær nákvæmlega sama atkvæðahlut- fall og 1978, 22,5%, og tvo full- trúa kjörna. Sama má segja um Sjálfstæðisflokk, sem raunar krækti í 2 viðbótaratkvæði um- fram niðurstöðu 1978, fékk 20% kjörfylgi og 2 fulltrúa kjörna. Al- þýðuflokkurinn bauð ekki fram. Segja má að kosningaúrslit í Neskaupstað nú séu „kópía„ af úrslitunum 1978. Atkvæðahlut- fall flokkanna haggast naumast. Allt er í sama farinu. Kratar tapa á Seyðisfirði Sjálfstæðisflokkurinn jók fylgi sitt um 39% frá fyrri bæjar- stjórnarkosningum, fékk 3 full- trúa kjörna, vann 1 af Alþýðu- flokki. Flokkurinn fékk flest at- kvæði nú og ýtti Framsóknar- flokknum úr fyrsta sæti, hvað kjörfylgi varðar, en sá flokkur fékk mest kjörfylgi 1978. Fylgi Sjálfstæðisflokksins reyndist 185 atkvæði, eða 33%. Framsóknarflokkurinn fékk næst flest atkvæði, 157, og þrjá fulltrúa kjörna. Alþýðuflokkur er þriðji í röðinni, 110 atkvæði, fær tvo fulltrúa kjörna. Lestina rekur Alþýðubandalag með 84 atkvæði og 1 fulltrúa. Kommar tapa á Eskifirði Sjálfstæðisflokkurinn jók fylgi sitt jafnmikið, 39%, á Eskifirði og Seyðisfirði — og vann bæjar- fulltrúa af Alþýðubandalagi. Flokkurinn fékk 36,2% kjörfylgi og 3 bæjarfulltrúa kjörna. Framsóknarflokkurinn bætti einnig hlut sinn og fékk 27,7% kjörfylgi og 2 fulltrúa kjörna. Al- þýðubandalag skreppur hins veg- ar saman, fékk 23,5% atkvæða og Eskífjörður tapar lítilsháttar, fær 35,10% og 3 fulltrúa kjörna — og er enn for- ystuflokkur, hvað fylgi áhrærir. Alþýðubandalagið er með 27,4% kjörfylgi og 2 fulltrúa. I-listi Óháðra og Alþýðuflokks fékk ekki mann kjörinn. hreppur): Hér vinnur Framsókn- arflokkurinn fulltrúa af Sjálf- stæðisflokki. Framsókn fær 285 atkvæði og 3 fulltrúa kjörna. Sjálfstæðisflokkur fær 255 at- kvæði og 2 kjörna. Alþýðubanda- lag 174 atkvæði og 2 kjörna. Fleiri framboð vóru ekki. Stöðnun í fylgi Alþýðubandalags Alþýduflokkurinn las burða á Austurlandi 1 fulltrúa. Alþýðuflokkur fékk 12,6% og 1 fulltrúa. Tvíeflt „íhald" á Egilsstöðum Þá verður lítilega vikið að úr- slitum í kauptúnahreppum: EGILSSTAÐIR: Sjálfstæðis- flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt á Egilsstöðum, fékk 25,6% atkvæða og 2 fulltrúa kjörna. Framsókn FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR (Búða- hreppur): Þar varð engin breyting á fulltrúatölu framboðsflokka. Alþýðubandalag heldur fyrri for- ystu með 37,4% kjörfylgi og 3 fulltrúa kjörna, en missir þó nokkuð í atkvæðum. Framsókn fær 35,9% og 2 fulltrúa kjörna. Sjálfstæðisflokkur 26,8% og 2 kjörna. Fleiri buðu ekki fram. HÖFN í HORNAFIRÐI (Hafnar- REYÐARFJÖRÐUR: Alþýðu- bandalag gerir sér lítið fyrir og vinnur fulltrúa af Óháðum og fær 3 fulltrúa kjörna. Fjögur önnur framboð komu fram: Sjálfstæðis- flokkur, Framsóknarflokkur, Oháðir og Framfarasinnar, sem hver um sig fékk 1 fulltrúa kjör- inn. Hér er því Alþýðubandalag með ótvírætt forskot fram yfir aðra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sótt sig jafnt og þétt þar eystra. Hann fékk 1.369 atkvæði 1979, Sverri Hermannsson kjördæma- kosinn og Egil Jónsson landskjör- inn (uppbótarþingsæti). Alþýðuflokkur fékk hvorki kjördæmakosinn né landskjörinn þingmann í Austurlandskjör- dæmi 1979. Staða Alþýðuflokksins sýnist veik í kjördæminu. Hann bauð ekki fram í Neskaupstað nú, tap- ar fulltrúa á Seyðisfirði, þar sem hann hefur haft nokkra tátyllu, tapar fylgi á Eskifirði — og er óvíða með í kauptúnahreppum. Ekki er sjáanlegt að flokkurinn hafi styrkt stöðu sína í sveitar- stjórnarkosningunum nú, nema síður sé. Alþýðubandatagið hefur hins- vegar góða fótfestu í kjördæm- inu. Það deilir og drottnar í stærsta þéttbýlisstaðnum, Nes- kaupstað, en hefur þó ekki aukið fylgi sitt þar frá því 1978 og 1979. Það tapar fylgi og fulltrúa á Eskifirði. Á Reyðarfirði vinnur það mann af Óháðum. Á heildina litið virðist staða þess ekki afger- andi breytt í kjördæminu. Kosn- ingaúrslitin vóru Alþýðubanda- laginu hagstæðari í Austurlands- kjördæmi en annarstaðar á land- inu. Engu að síður eru þó sjáan- legir brestir í flokksfylginu hér og þar — og hvergi er um umtals- verða aukningu að ræða. Framsóknarflokkurinn stendur í stað í Neskaupstað og Seyðis- firði en bætir stöðu sína á Eski- firði. í kauptúnahreppum heldur flokkurinn fyrra fylgi eða eykur nokkuð, svo sem í Höfn í Horna- firði og á Fáskrúðsfirði. Breyting á stöðu flokksins er óveruleg á heildina litið, en hún hefur þó fremur styrkst en veikzt, að því er sýnist. Sjálfstæðisflokkurinn stendur í itað í Neskaupstað, eins og raun- ir önnur framboð þar, en eykur fylgi sitt verulega, eða nálægt 39%, bæði á Seyðisfirði og á Eskifirði — og vinnur bæjar- fulltrúa á báðum stöðunum. Flokkurinn tvöfaldar fylgi sitt á Egilsstöðum og vinnur fulltrúa þar. Þá heldur hann hlut sínum í öðrum kauptúnahreppum nema í Höfn, þar sem hann missir full- trúa. Ekki er vafi á því að staða flokksins í Austurlandskjördæmi er mun sterkari en var 1978/ 1979. Þingmenn Sjálfstæðisflokks úr Austurlandskjördæmi, Sverrir Hermannsson og Egill Jónsson, eru harðduglegir þingmenn og vel fylgnir sér. Sá fyrrnefndi hefur lifandi tengsl við og haldgóða þekkingu á málefnum sjávarút- vegs — og raunar byggðamálum almennt — en hinn er einn skel- eggasti talsmaður laudbúnaðar á Alþingi um árabil. Þeir eru því til þess meir en líklegir að fylgja vel eftir þeirri bættu stöðu, sem flokkurinn virðist hafa unnið í kjördæminu. — sf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.