Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ1982 41 V^LVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI ^yyyJilrfjQQiJiJBL^JL Verið að undirbúa málningu hússins l>orgrímur Halldórsson skrifar: „Steinar Waage hringdi til Velvakanda í dag og hafði þungar áhyggjur af útliti Farfuglaheimil- isins við Laufásveg. Umhyggja hans er þakkarverð, aldrei er snyrtimennskan oflofuð. En hann og blaðamaður Morgun- blaðsins hefðu getað sparað sér skrifin og gengið í bæinn og spurt um ástæðuna. Það er nefnilega verið að undirbúa málningu húss- ins og eru hús venjulega ekki sem best útlítandi á því stigi, en hann hefði einnig komist að raun um að hér var ekki um neina „drauga- höll" að ræða, inni iðaði allt af fjöri og mannlífi. Fólk á öllum aldri hvaðanæva að úr heiminum naut þeirrar ódýru gistingar og hreinlegs umhverfis sem boðið er uppá. En það skal fúslega játað að viðhald hússins við Laufásveg hef- ur fundið fyrir þeim stórfram- kvæmdum sem Farfuglar standa að í Laugardal, þar sem nú rís af grunni glæsilegt nýtt Farfugla- heimli. Hvað svo sem Steinar Waage heldur þá eru Farfuglar ekki ríkir af fé. Þeir hafa ekki gengið um með betlistaf, og ekki fer mikið fyrir styrk ríkis eða borgar til starfsemi þeirra eða fram- kvæmda. Flest er unnið í sjálfboðavinnu karla og kvenna — ungra sem ald- inna og er Steinar velkominn í þann hóp þegar byrjað verður að mála — eða fyrr, nóg eru verkefn- in. Launin hans verða ekki þung í pyngjunni, en hellt verður upp á könnuna og hann mun áreiðanlega njóta ánægjunnar af góðum og heilbrigðum félagsskap." Hógvær ábending Helgi Júlíusson, skrifar: „Velvakandi og kæru lesendur. Allir læknar og flestir leikmenn vita, að þeir, sem eru ellihrumir eða hafa þjáðst af miklum líkam- lega veiklandi sjúkdómum, hafa svo alvarlega skertan viðnáms- þrótt gagnvart líkamlegu álagi eða veikindum, að það sem er heil- brigðu fólki alveg meinlaust, getur dregið þá líkamlega vanheilu til dauða, eins og skyndileg áreynsla fyrir hina hjartaveiku, eða vetr- arkuldi og slæmt kvef fyrir hina ellihrumu. Hins vegar er það svo, að margir leikmenn, nánustu að- standendur og jafnvel læknar þeirra sem eru andlega vanheilir, bæði hinna ungu sem verða þann- ig nokkuð skyndilega, og hinna eldri, sem lengi hafa strítt við andlega vanheilsu, þótt oft hafi farið dult, virðast ekki skilja, að slíkir einstaklingar hafa sambæri- lega skertan viðnámsþrótt gagn- vart andlegu álagi, sem er heil- brigðu fólki meinlaust, eins og langvarandi einmanaleiki eða andvökur, þannig að undir slíku álagi geta hinir andlega vanheilu brotnað niður og orðið áberandi geðveikir, eða gripið til örþrifa- ráða, svo sem óæskilegra lifnað- arhátta eða ofnotkunar lyfja og annarra efna, til að draga úr van- líðan sinni. Þegar þetta gerist, mæta hinir andlega vanheilu mjög oft engum skilningi, samúð eða aðstoð þeirra sem þeir umgangast, heldur oft fyrirlitningu, andúð og jafnvel ofsóknum og fjandskap. í Reykjavík hefur í fáein ár starfað félag geðsjúklinga, vel- unnara þeirra og aðstandenda. Fé- lagið heitir Geðhjálp og hefur margvíslega hjálparstarfsemi á stefnuskrá, auk funda, fyrirlestra og starfsemi minni hópa sem koma saman á heimilum félag- anna. Ef einhver hefur áhuga á þessu félagi, get ég, með leyfi við- komandi stjórnarmanna, sem ég þekki, bent þeim á að snúa sér til Hope Knútsson, núverandi for- manns, í síma 73734, eða Nönnu Þorláksdóttur, í síma 81118, eða Ingibjargar Snæbjörnsdóttur, í síma 32852 (líka er hægt að kynn- ast þessu félagi hjá mörgum öðr- um). Vissulega eru margar fleiri leiðir til að berjast við ofangreind vandamál. Þetta bréf er aðeins hugsað sem hógvær ábending á einn félagsskap, sem, ef hann rís undir nafni, getur ef til vill hjálp- að einhverjum." Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaAeina, sem hugur þeirra stendur til — eoa hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki aó vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: í þessari vinnu er enginn dagur eins. Rétt væri: I þessari vinnu eru engir tveir dagar eins. Eða: í þessari vinnu er enginn dagur sem annar. Hótelstjórar - Innkaupastjórar -Verslunarstjórar Nú sem fyrr FALLEGUSTU PÓSTKORTIN frá LITBRA Höfðatúni 12 — Reykjavík Hringið i síma 22930. 34092. 22865. við sendum um hæl. NYKOMIÐ! OFNÞURRKAÐ OREGONPÆN i STÆRÐIR 31/2"x5" og 3"x6" PANTANIR ÓSKAST SÓTTAR STRAX. ALLAR UPPLÝSINGAR VEITTAR Á STADNUM OG í SÍMUM 11333 — 11420 ÍÁJ TIMBURVERZLUN ÁRNA JÓNSSONAR & CO. H/F LAUGAVEGI 148 ALLTAF A SUNNUDÖGUM OG EFNISMEIRA BLAD! ALLT UM ÚRSLITA- LEIKINN Á HM EINBÚI í HOLTI — rætt viö Pál Bároarson í Holti, Álftaveri. UPPLJÓSTRANIR JAN SENJA — eins háttsettasta kommún- istaforingja, sem flúiö hefur yfir járntjaldiö, I Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.