Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ1982 35 sviði. Ég minnist þess hve oft ég undraðist yfir þeim mikla fjölda góðra hugmynd sem Ragnar kom með á þessum fundum. Hann var eins og ótæmandi uppspretta af slíku. Sumar af þessum áætlunum okkar voru komnar á rekspöl og aðrar orðnar að veruleika en stærsti hlutinn var enn aðeins í umræðuformi eða í besta falli á blaði. Þessar hugmyndir eru m.a. það sem Ragnar skilur eftir sig. Það er sá Ragnar sem heldur áfram að lifa meðal okkar og verð- ur okkur að liði um ókomna fram- tíð. „Deyr fé deyja fra-ndr deyr sjálfr it sanu en orostír deyr akiregi hveim sér góðan getr" Að lokum vil ég flytja eiginkonu og börnum svo og öðrum aðstand- endum mínar bestu samúðar- kveðjur og vona að þau beri gæfu til að sigrast á þeim raunum sem nú steðja að. Ólafur Oddgeirsson dýralæknir Miðvikudaginn 7. júlí síðastlið- inn var vinur okkar .Ragnar Ragnarsson borinn til grafar. Það voru þung spor. Kynni okkar Ragnars hófust haustið 1970. Þá byrjuðum við þrír nám við Dýra- lækningaháskólann í Hannover. Eins og við var að búast mættu okkur ýmsir byrjunarörðugleikar í framandi landi. Þessar aðstæður þjöppuðu okkur saman strax frá fyrsta degi og voru þess valdandi að tengsl okkar urðu meiri og nán- ari en títt er um námsmenn hér heima. I Ragnari eignuðumst við góðan vin og áttum með honum margar ánægjustundir á námsárunum. Það duldist ekki að Ragnar var afburða gáfumaður, sem eins og aðrir átti sínar sterku og veiku hliðar. Auk námsins hafði hann mikinn áhuga á bókmenntum og stjórnmálum. I umræðum um þau mál nutu rökfesta og skýr hugsun Ragnars sín hvað best. Að námi loknu skildu leiðir. Við héldum hver í sína áttina og hitt- umst sjaldnar. Ragnar vann fyrst í Þýskalandi en tók síðan við starfi héraðsdýralæknis á Þórs- höfn. Þar kom fljótt í ljós áhugi hans á málefnum byggðarlagsins. Sýndu Þórshafnarbúar honum það traust að fela honum starf odd- vita. Gegndi Ragnar því með sóma ásamt dýralæknisstarfi þar til fyrir rösklega ári. Þá tók hann að sér rekstur Dýraspítala Watsons í Reykjavík og hóf þar brautryðj- andastarf sem fljótt skilaði góðum árangri. Jafnframt gaf hann nú málefnum dýralækna meiri gaum. Kom hann þar fram með margar athyglisverðar hugmyndir sem hann mun því miður ekki taka þátt í að fullmóta. Við þökkum Ragnari liðnar samverustundir. Jafnframt vott- um við eiginkonu hans, Höllu Bergsdóttur, börnum þeirra og ástvinum samúð okkar í þeirra miklu sorg. Megi minningin um góðan og röggsaman dreng lifa áfram í hug- um okkar, sem hann þekktu. Rúnar Gíslason dýralteknir Hákon Hansson dýralæknir Guðrún Erla Þor- móðsdóttir — Minning Fædd 7. nóvember 1945 Dáin 24. júní 1982 Með örfáum orðum langar mig að minnast elskulegrar frænku minnar sem lést í Reykjavík þann 24. júní sl. í Borgarspítalanum, eftir miklar þjáningar og langa sjúkrahúsdvöl. Guðrún Erla Þormóðsdóttir var dóttir hjónanna Þormóðs Hauks Jónssonar og Laufeyjar Svan- bergsdóttur, fædd í Reykjavík þann 7. nóvember 1945, og var hún því aðeins 36 ára gömul er hún lést. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Benedikt Benediktsson. Eignuð- ust þau hjón 4 börn, en misstu tvær dætur, tvíbura, nýfædda. Hin tvö eru Laufey og Benedikt. Það má segja að fréttin um al- varleg veikindi Erlu hafi komið sem reiðarslag yfir okkur öll. Allt það tilgangsleysi sem fólgið er í því að ung kona er þannig hrifin burt frá börnum sínum og eigin- manni er svo óskiljanlegt. Trúin um að nú líði Erlu vel léttir þann söknuð og hryggð sem hvílir yfir fjölskyldu hennar og vinum. Þau hjómn Erla og Benedikt voru mjög samhent, gestrisin og höfð- ingjar heim að sækja. Mér er minnisstætt frá því er þau bjuggu í Danmörku í nokkur ár og ég heimsótti þau þar, öll sú hlýja og einstaka velvild sem mættu mér á heimili þeirra. Á seinni árum höfðum við ekki hist sérlega oft, en þegar fundum bar saman var sannarlega glatt á hjalla. Sem barn kom Erla norður á Akureyri sumar eftir sumar og dvaldi á heimili foreldra minna. Hún kom sem sannur gleðigjafi, og voru þær miklar vinkonur systir mín og hún, enda jafnöldrur. Veit ég að móðir mín minnist þessara ára með söknuði. Erla og fjölskylda hennar ferð- uðust mikið innanlands og utan, og frá þeim ferðum lifa margar minningar í hugum hennar nán- ustu. Nú hefur Erla farið sína síð- ustu ferð, þá ferð sem bíður okkar allra. Að leiðarlokum lifir minn- ingin björt og hrein í hugum okkar allra og veitir þeim styrk sem eftir lifa. Einlægar samúð- arkveðjur til fjölskyldu Erlu, for- eldra hennar og systkina. Hvíli hún í friði. Nú til þín, Faoir fly ég, á ibðurhjartao knv ég, um aðstoð hin ég þig. V, vert meft mér í verki, ég veit þinn armur aterki í stríði lifsins stvnur mig. En verði, (íuð, þinn vilji, þó veg þinn ei ég skilji, ég fús hann fara vil. M böl og stríA mig beygi, hann brugAist getur eigi, hann leiAir sclulandsins til. (Sílmur) Svanberg Árnason Hjartavernd hleypir af stokkum nýju happdrætti HJARTAVERND hefur mörg undanfarin ár rekið happdrætti til styrktar starfscmi sinni. l'm þess- ar mundir er verið að hleypa af stokkunum happdrætti samtak- anna á nýjan leik en þau eru að- eins með happdrætti einu sinni á ári. Að þessu sinni eru vinningar alls 20, samtals að verðmæti kr. 500.000,00. Aðalvinningarnir eru tvær bifreiðir, Mazda LTD 929 og Galant 1600 GL. Auk þessara að- alvinninga eru 8 utanlandsferðir að eigin vali, kr. 10.000,00 hver, og 10 hljómflutningstæki að eigin vali, kr. 10.000,00 hvert. Dregið verður 17. september nk. Á undanförnum árum hefur happdrættið að verulegu leyti rennt stoðum undir rekstur Rannsóknastöðvar Hjarta- verndar en hún er sem kunnugt er leitar- og rannsóknastofnun. Aðalverkefni hennar er að leit- ast við að finna einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og einnig eru rannsakaðir margir aðrir heilsufarsþættir. Niður- stöður rannsóknanna eru síðan gefnar út í skýrslum. Hjarta- og æðasjúkdómar eru mannskæðustu sjúkdómar með þjóðinni og svo hefur verið síð- ustu áratugina. Öllum ber sam- an um að verndandi og fyrir- byggjandi aðgerðir séu nauð- synlegar ef vinna á bug á bess- ÆTLIÐ ÞÉR AÐ KAUPA IGIMIS CONCORD KÆLISKÁP? TILBOÐSVERÐ Vegna magninnkaupa get- um við boöiö 310 It. kæli- skáp á tækifærisverði: Sérstaklega spameytinn meó polyurethane einangr- un. Hljóðlátur, öruggur, stH- hreinn. Möguleiki á vinstri og hægri opnun. Gott fernu- pláss. Hægt að skipta um lit að framan. Algjörlegasjálfvirkaf- þýóing. Góðir greiðsluskilmálar. Upplýsingar um stæröir á bls. 4 í símaskránni. RAFIÐJAN H.F Kirkjustræti 8 v/Austurvöll S. 19294 og 26660 um sjúkdómum. Rannsóknir eru því knýjandi ef takast á að graf- ast fyrir meinin. Því var Rann- sóknastöð Hjartaverndar stofn- uð en hún hefur nú starfað í næstum 15 ár. Auk þeirra tug- þúsunda einstaklinga sem skoð- aðir hafa verið í stöðinni hafa rannsóknir einnig verið gerðar úti á landsbyggðinni fyrir for- göngu og undir umsjón stöðvar- innar. Rannsóknir hafa verið framkvæmdar í öllum lands- hlutum og þessa dagana eru að hefjast rannsóknir á Snæfells- nesi. 011 þessi starfsemi Hjarta- verndar kostar mikið fé og hef- ur happdrættið frá byrjun lagt drjúgan skerf í þann sjóð. Til- kostnaður eykst árlega og því vilja forráðamenn Hjarta- verndar heita á allan almenning að leggja starfsemi samtakanna lið með því að kaupa miða í happdrættinu og stuðla að sölu þeirra. Um leið eiga þeir von á góðum vinningi ef heppnin er með. Gott málefni á góðan stuðning skilið. (Fréttatilkynning frá Hjartavernd) Hjólhýsi - hjolhysi Úrvalið aldrei betra. Hjá okkur eru hjól- hýsin. tc BHASAIA GUDF1NNS Sími 81588.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.