Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ1982
unnin á Bislet
MÖRG stórgóð afrek voru unnin á
Oslóarleikjunum í frjálsíþróttum
þótt heimsmet brezka hlauparans
David Moorcroft skyggði að sjálf-
sögðu á allt annað.
Bandaríska hlauparaparið Steve
Scott og Mary Decker-Tabb settu
Bandaríkjamet og náðu nsestbezta
árangri frá upphafi í míluhlaupi og
3000 metrum kvenna. Scott hljóp á
3:47,69 mín., og bætti vikugamalt
met sitt um tæpa sekúndu. Aðeins
Sebastian Coe hefur nað betri ár-
angri, 3:47,33 min. Deeker-Tabb
hljóp 3000 m á 8:29,71 mín, en þar er
heimsmet Kazankinu hinnar sov-
Hjörtur
á 15,04
HJÖRTUR Gíslason frjálsiþrótta-
maður úr KR, sem hefur dvalist við
störf í Svíþjóð i sumar, keppti á
frjálsíþróttamóti í Nyköping á mið-
vikudagskvöld og hljóp þar 110
metra grindahlaup á 15,04 sekúnd-
um, sem er hans bezti árangur í ár.
Þá hefur Hjörtur hlaupið 100 metra
ytra á 11,30 sekúndum. í samtali við
Mbl. kvaðst Hjörtur hafa átt við
meiðsl að stríða að undanförnu, en
hann kvaðst vongóður um að hann
yrði búinn að ná sér af þeim von
bráðar, svo hann gæti orðið með í
Kalott-keppninni um næstu mánaða-
mót.
Á mótinu í Nyköping hljóp Kinar
P. Guðmundsson FH 400 metra
hlaup á 50,88 sekúndum. Einar hef-
ur hlaupið fjölmörg 400 metra hlaup
á 50,7 sekúndum i vor og sumar, og
er við því að búast að hann eigi eftir
að bæta um betur þegar líður á
sumarið.
ézku 8:27,12 min. í míluhlaupinu
setti gamli heimsmethafinn i grein-
inni, Nýsjálendingurinn John Wal-
ker persónulegt met, hljóp a 3:49,08
mín. frinn Ray Flynn hljóp einnig í
fyrsta sinn undir 3:50, hlaut 3:49,77
mín.
Bislet-met settu Evelyn Ash-
ford, Bandaríkjunum í 100 metra
hlaupi kvenna, 11,06 sekúndur,
Jolanda Januchta Pollandi í 800
metrum, 2:00,04 min., og Tiina Lil-
lah, Finnlandi, í spjótkasti
kvenna, 66,04 metra.
Jeff Philips Bandaríkjunum
sigraði í 200 m á 20,49, en þar varð
Ólympíumeistarinn frá 1976, Don
Quarry, annar á 20,79 sek. Bretinn
Gary Cook náði bezta heimstím-
anum i ár í 800 metrum, hljóp á
1:44,71 mín. og var einum hundr-
aðasta úr sekúndu á undan James
Robinson Bandaríkjunum. Fimm
menn hlupu undir 1:46 min. Willie
Banks Bandaríkjunum sigraði í
þrístökki með 16,99 metra stökki,
annar varð Bretinn Aston Moore,
Evrópumethafi og næstbezti þrí-
stökkvari heims frá upphafi, með
16,48 m.
ÞÁ SIGRAÐI Steve Owett ör-
ugglega og eins og honum er lagið
i 2000 metra hlaupi á 4:57,71 mín.,
annar varð V-Þjóðverjinn Thomas
Wessinghage, sem rétt marði Jón
Diðriksson á mótum í V-Þýzka-
landi í vor, á 4:58,42 mín. Gregor-
ek, Bandarikjunum, hljóp á 5:00,19
mín., þá komu tveir Bretar á 5:06
rúmum. í stangarstökki sigraði
Timmo Kuusisto frá Finnlandi
með 5,55, sem er bezti árangur
Finna í ár, en fjórir Finnar til
viðbótar hafa stokkið yfir 5,50 í ár.
Bandaríkjamaðurinn Volz varð
annar með 5,50. Loks sigraði Gaby
Bussmann V-Þýzkalandi i 400 m á
51,04 sek.
Fremur búist við
heimsmeti frá öðrum en
Moorcroft í 5 km
Heimsmet Bretans David
Moorcrofts í ösló eru tiltölu-
lega óvænt tíðindi í frjáls-
íþróttaheiminum, því þótt
Moorcroft eigi glæsilegan feril
að baki og sé til alis líklegur,
var fremur búist við að aðrir
yrðu fyrri til að slá met Henry
Rono, sem sett var í Knarvik í
Noregi í fyrra. Moorcroft hljóp
á 13:00,42 mínútum, en met
Rono var 13:06,20 mín. Fyrir
áratug þótti það vart á færi
mannsins að hlaupa undir
13:20 mín., en nú mega menn
sín vart á stórmótum ef þeir
geta ekki hlaupið undir þeim
tíma.
Það gerir met Moorcrofts
enn stórkostlegra, að hann
hljóp einn síns liðs mest allt
hlaupið, skildi við keppinaut-
ana eftir aðeins tvo hringi.
Varð hann því að treysta á
sjálfan sig, en áhorfendur
hvöttu hann dyggilega. „Þeirra
stuðningur var stórkostlegur,
það munaði því að ég hljóp
hvern hring tveimur sekúndum
hraðar en ég hefði ella gert,“
sagði Moorcroft eftir methlaup-
ið.
Millitímar Moorcrofts
segja sína sögu. Fyrstu 1000
metrarnir voru hlaupnir á
2:38,5 mín., eftir 2000 metra
var millitíminn 5:12,5 og við
3000 metra markið sýndu
klukkurnar 7:50,4 mín., sem
út af fyrir sig þykir stórgóður
árangur í 3000 metra hlaupi
hvar sem er í heiminum. Síð-
asta hringinn hljóp hann á 58
sekúndum. Moorcroft hljóp
mimm
Moorcroft setti stórkostlegt heims-
met í 5 km hlaupi.
tiltölulega jafnt hlaup, fyrsta
km á 2:38,5, þann næsta á
2:34,0, þann þriðja á 2:37,9,
þann fjórða á 2:38,1 en síðasti
km er hraðari en hinir, eða
2:31,9 mín. Að jafnaði hefur
hann hlaupið hvern hring á
62,5 sekúndum.
Moorcroft, sem er 29 ára og
forstöðumaður atvinnuleys-
isskráningarskrifstofu, bætti
sig um 20 sekúndur og sló
brezkt met stórhlauparans
Brendans Foster, sem var
13:14,6 mín. Foster var í stúd-
íói BBC þegar mótið fór fram
og hringdi í Lindu konu
Moorcrofts til að færa henni
tíðindin. „En hún trúði hon-
um ekki, sannfærðist ekki
fyrr en ég hringdi sjálfur
seinna um kvöldið," sagði
Moorcroft í samtali við AP-
fréttastofuna.
Heimsmetið í 5 km hefur
ekki verið eign Breta frá því
Gordon Pirie setti heimsmet
í Bergen fyrir aldarfjórðungi.
Ýmsir halda að Moorcroft,
sem er fyrrum skólabróðir
Vilmundar Vilhjálmssonar í
Loughborough, sé nýgræð-
ingur á hlaupabrautinni, en
svo er ekki. Hann keppti í
1500 metrum á Ólympíuleik-
unum í Montreal 1976, vann
bronz í þeirri grein á Evrópu-
meistaramótinu í Prag 1978
og gull á Samveldisleikunum
sama ár, og í fyrra sigraði
hann í 5 km hlaupi í úrslita-
keppni Evrópubikarkeppn-
innar. Hann hefur lengi þótt
líklegur til stórafreka, og eru
þær vonir að rætast nú. Ef-
laust verður hann harður í
horn að taka á Evrópumeist-
aramótinu í Aþenu í sept-
emberbyrjun, og nú er að því
spurt hver verður fyrstur til
að hlaupa 5 km á innan við 13
mínútum, en lítið vantaði á
það hjá Moorcroft. Jafnvel á
dögum Ron Clarke óraði eng-
an fyrir því að 15 árum
seinna yrði sá múr við það að
verða sigraður.
Jón þriðji í Stokkhólmi
JÓN Iliðriksson hlaupari úr UMSB
varð þriðji í 1500 metra hlaupi á
miklu móti í Stokkhólmi á þriðju-
dag. Hljóp Jón á 3:45,12 mínútum,
var í baráttu um sigurinn lengst af
og leiddi um tima, en V-Þjóðverjinn
Uwe Mönkemeyer var sprækur á
endasprettinum og vann á 3:43,16
mín. Annar varð Bandaríkjamaður-
inn David Pascal á 3:44,94 mín.
Bandaríkjamaðurinn Sidney Maree
sigraði i A-hlaupinu á 3:32,89 mín.,
sem er bezti tími ársins, og einn
allra bezti tími, sem náðst hefur á
vegalengdinni, en heimsmetið er
3:31,36 min. og er í eigu Bretans
Steve Owett.
Frlálsar Ibrúttlr
Frjálsíþróttalandsliðió sem
keppir við Wales valið
Frjálsíþróttasamband íslands hef-
ur valið karlalandsliðið, sem þreytir
landskeppni við Wales á Laugar-
dalsvelli 17. og 18. júlí nk. Tveir
menn keppa í hverri grein, og miðað
við árangur velskra frjálsíþrótta-
manna í fyrra og það sem af er
sumari, stefnir í hörkuspennandi
keppni þjóðanna. Landsliðið skipa
100 m: Öddur Sigurðsson og Vil-
mundur Vilhjálmsson. 200 m: Oddur
Sigurðsson og Vilmundur Vilhjálms-
son, 400 m: Oddur Sigurðsson og
Egill Eiðsson. 800 m: Guðmundur
Skúiason og Gunnar P. Jóakimsson.
1.500 m: Jón Diðriksson og Gunnar
P. Jóakimsson. 5.000 m: Jón Dið-
riksson og Steinar Friðgeirsson.
10.000 m: Sigurður P. Sigmundsson
og Sighvatur D. Guðmundsson. 110
m grind: Þorvaldur Þórsson og Stef-
án Þ. Stefánsson. 400 m grind: Þor-
valdur Þórsson og Stefán Hallgríms-
son. 3.000 m hindrun: Ágúst Ásgeirs-
son og Einar Sigurðsson. Hástökk:
Unnar Vilhjálmsson og Stcfán Frið-
leifsson. Langstökk: Kristján Harð-
arson og Jón Oddsson. Þrístökk:
Guðmundur Nikulásson og Unnar
Vilhjálmsson. Stangarstökk: Sigurð-
ur T. Sigurðsson og Kristján Gissur-
arson. Kúluvarp: Oskar Jakobsson
og Vésteinn Hafsteinsson. Kringlu-
kast: Óskar Jakobsson og Vésteinn
Hafsteinsson. Spjótkast: Unnar
Garðarsson og Einar Vilhjálmsson.
Sleggjukast: Oskar Jakobsson og
Krlendur Valdemarsson. 4x100 m:
Þorvaldur Þórsson, Sigurður Sig-
urðsson, Vilmundur Vilhjálmsson og
Oddur Sigurðsson. Varam.: Sig. T.
Sig. 4x400 m: Þorvaldur Þórsson,
Stefán Hallgrímsson, Egill Eiðsson
og Oddur Sigurðsson. Varam.:
Guðm. Skúlason.
Jón keppti daginn eftir í 800
metra hlaupi í Nyköping í Svíþjóð,
hafnaði þar einnig í þriðja sæti
eftir að hafa leitt hlaupið fyrstu
600 metrana, en þá skutust tveir
stórgóðir Bandaríkjamenn fram
úr honum. Jón hljóp á 1:50,15 mín.,
en James Masterson sigraði á
1:49,3 og Charles Telleford var á
milli þeirra Jóns. Báðir Banda-
ríkjamennirnir eiga milli 1:45 og
1:46 mínútur í 800 metra hlaupi.
Sigraði Jón þriðja Bandaríkja-
manninn og einnig Svíann Gert
Möller, sem verið hefur sænskur
landsliðsmaður í 400 og 800 metr-
um í mörg ár.
Knattspyrnuleikir helgarinnar
Laugardagur 10. júlí
2. deild Borgarnesvöllur — Skallagrímur:Þór A.
2. deild Húsavíkurvöllur — Völsungur:FH
2. deild Neskaupstaðarvöllur — Þróttur N.:Reynir S.
3. deild A Akranesvöllur — HV:Víkingur Ó.
3. deild A Hvaleyrarholtsvöllur — Ilaukar:Víðir
3. deild A Selfossvöllur — Selfoss:Grindavík
3. deild A Stykkishólmsvöllur — SnæfelhÍK
3. deild B Eskifjarðarvöllur — AustrhSindri
3. deild B Grenivíkurvöllur — Magni:KS
3. deild B Krossmúlavöllur — HSÞ:Huginn
3. deild B Laugalandsvöllur — Árroðinn:Tindastóll
4. deild A Grundarfj.v. — Grundarfjörður:Stjarnan
4. deild A Hellissandsvöllur — Reynir He.:UDN
4. deild A Varmárvöllur — Afturelding:Grótta
4. deild B Melavöllur — Ármann:Léttir
4. deild B Kópavogsvöllur — Augnablik.Bolungarvík
4. deild C Heimalandsvöllur — Eyfellingur:Hekla
4. deild C Selfossvöllur — Stokkseyri.Drangur
4. deild C Þorlákshafnarvöllur — Þór Þ.:Hveragerði
4. deild F Borgarfjarðarvöllur — UMF B.:Valur
4. deild F Egilsstaðavöllur — Höttur:Hrafnkell
2. deild kvenna A Ásbæjarvöllur — Fylkir: ÍBÍ
2. deild kvenna B Þórsvöllur — Þór A.:Hveragerði
Sunnudagur 11. júlí
Landsleikur — Finnland.'ísland í Helsinki
2. deild Njarðvíkurvöllur — Njarðvík:Einherji
4. deild F Neskaupstaðarvöllur — Egill rauði:Leiknir
2. deild kvenna A Vestmannaeyjav. — ÍBV:Afture.
Mánudagur 12. júlí
2. deild Laugardalsvöllur — Þróttur R.:Fylkir
kl. 14.00
kl. 14.00
kl. 14.00
kl. 14.00
kl. 14.00
kl. 14.00
kl. 14.00
kl. 14.00
kl. 14.00
kl. 14.00
kl. 14.00
kl. 14.00
kl. 17.00
kl. 14.00
kl. 16.00
kl. 1400
kl. 14.00
kl. 16.00
kl. 14.00
kl. 16.00
kl. 16.00
kl. 14.00
kl. 14.00
kl. 14.00
kl. 15.00
kl. 14.00
kl. 20.00