Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1982 17 íslendingar gætum lært eitthvað af umferðar-tillitssemi þeirra þarna á Flórida. Hún er alveg frábær. Til St. Petersburg Beach koma núorðið íslendingar í hópum, á vegum ferðaskrifstofa hérna heima, sumir hóparnir, en samt að mestu leyti á eigin vegum, þ.e. ferðafólkið, fær mikið að ráða sér sjálft og að ég held, enginn sér- stakur fararstjóri. Ég þekki orðið talsvert til þarna og hef eignast nokkra kunningja meðal starfs- fólks hótela þarna. Mér hefur ver- ið tjáð að Islendingar séu mjög góðir gestir, drykkjuskapur? Ekk- ert til að hafa orð á, en þú ættir að sjá þá frá Kanada maður. Og þá kemst ég loks að rúsín- unni í pylsuendanum og ástæð- unni fyrir þessari langloku. Er drykkjuskapur íslendinga erlendis mikið íslenzkum ferðaskrifstofum að kenna? Þarna í St. Petersburg eru engir fararstjórar á þeirra vegum sem skipuleggja „drykkju- ferðir" og „grísaveizlur". Aðeins Walt Disney og Sea World. Enda er munurinn stórkostlegur. Gætu nú ekki ferðaskrifstofurn- ar okkar athugað sinn gang í þess- um efnum? Ég veit að þær svara: „Nú, er það ekki þetta, sem íslend- ingar vilja, nóg að drekka?" En er það víst? Væri ekki reynandi að bjóða t.d. upp á ferðir sem væru fyrst og fremst fyrir þá, sem ekki vilja drekka áfengi og gætu ferða- skrifstofurnar ekki eitthvað minnkað öll „skálin" í hinum fjöl- mörgu „fundum" og „grísaveizl- um“ er þær halda fyrir viðskipta- vini sína erlendis? Að siðustu langar mig til að spyrja þær ferðaskrifstofur sem eiga þessa auglýsingu (ólögleg?) þar sem boðið er upp á „kynn- ingarskál" og „flösku af víni“, hvort þær haldi raunverulega að þetta sé það sem einna helst muni draga hinn ferðaglaða íslending að þessari „ódýru ferð til Amst- erdam“? — Og í framhaldi af því, hvaða gylliboð munu þær geta beitt á mig og aðra sem kunnum ekki að meta „kynningarskál“ og „flösku af víni hússins"? Svar óskast. Skrifað 6. júlí 1982. Til hamingju strákar Eftir Ronald Símonarson Ég sé, strákar, að þið eruð búnir að stofna félag. Alvöru listmál- arafélag. Má ég vera með? Annars er ég svo félagslega vanþroska að ég hef aldrei gengið í félag, hvað þá sótt um félagsskap annarra á tilskildum eyðublöðum. Ég sé að félagið er stofnað vegna þess að alltof mikið er orðið af félögum listamanna, grafík og eitt og annað, sagði formæland- inn. Ég er hjartanlega sammála ogóska til hamingju með frumlegt andsvar við ósómanum. Um leið væri rétt að beina því til rithöfunda sem sömuleiðis eru að burðast með alltof mörg félög, hvort ekki væri rétt að stofna al- vöru rithöfundafélag, manna með góðan bakgrunn og menntun. Njörður, þú ættir nú að kíkja á málið. Ég tek samt vara við jafn ströngum inntökuskilyrðum og listmálarafélagið setur. í fyrsta viðtali sem ég heyrði við formæl- andann kom fram að þau væru ströng — mjög ströng. I næsta viðtali sem ég las, kom fram að þau hefðu verið hert svo að enginn fengi þar inngöngu í bráð. Ég óttast mjög að í þriðja viðtali verði farið að reka menn úr félag- inu. Ég sá á formælanda ykkar að hann lítur málið mjög alvarlegum augum, enda er það segin saga að byrji maður að brosa, veit enginn hvar þess konar lausung endar. Hvaða keisari getur líka ætlast til að sannfæra heila þjóð um rétt snið á nýjum fötum, ef hann gerir ekki annað en hafa alvarleg mál í flimtingum. Einhver pörupiltur- inn gæti aukinheldur tekið upp á að spyrja nærgöngullar spurn- ingar. Best af öllu væri auðvitað að ríkið spornaði við listafúskinu með því að úthella myndverkunum og bókunum með barnabótunum og ellilaununum, svo fólk sólund- „Sannleikurinn er sá aö i landinu eru tveir alveg aö- skildir hópar sem tengjast myndlist. Annar stundar sýningar útá boðskort, ell- egar helst ekki. Þessi hóp- ur er hallari undir opin- bert álit, en hann kaupir sjaldnar myndlist, heldur nýtur hennar. Hinn hópur- inn er fólk sem kemur inn á sýningar, sumt í fyrsta skipti á ævinni, og sjái þaö mynd sem það fellur fyrir, klífur þaö þrítugan hamar- inn að komast yfír verkið þótt dýrt sé.“ aði ekki hart sóttri hýrunni í tómt fúsk. Til að gera langa sögu stutta, dreif ég mig á sýningu alvöru listamannafélagsins nýja. Á leið- inni uppá Kjarvalsstaði umdi um mig einn gleðinnar óður í mildum aftansvalanum að fá tækifæri að nema við fótskör meistaranna. Það væri þannig hrein firra að halda því fram að ég hafi lagt upp með neikvæðu hugarfari. Maður fór heldur aldrei á þrjú bíó í gamla daga með neikvæðu hugar- fari, jafnvel þótt maður lenti stundum á vitlausri sýningu, en það var einmitt það sem henti mig nú. Ég kom til að leita að lífinu. Leita að tilfinningum, að fersk- leikanum. Hughrifum að kveikja í mér lífsþorstann. Ég fann mestanpart steingelda steriliseraða theoríu. Einu hug- hrifin voru: hvílíkt geðleysi, hví- líkt átakaleysi, hvílíkt tilgangs- leysi. Það eina sem kom mér á óvart á þessari sýningu, annað en þetta, strákar, var að einn ykkar er stelpa. En við lifum á jafnréttis- tímum og vísast rétt að setja und- ir lekann. Það verður annars ekki sagt að þið lifið lífinu gegnum pentskúf- inn, málið með lóknum eins og Picasso orðaði það, enda ekki öll- um gefið að skipa raðir stórmál- ara sem ná að snerta þjóðarsálir og hrista af sér meðalmennskuna eins og hundur baðvatnið. Eflaust þess vegna sem aðrir láta nægja að stofna félög. Þeir áttu svona dundara-salon í Paris fyrir réttum hundrað árum. Sá hafði þann kost fyrir innvígða að ráða nokkru um innkaup yfirstétt- arinnar á listaverkum. Mér skilst að hið nýja félag vilji seilast til slíkra ítaka. Mér segir svo hugur um að verr gangi að koma íslend- ingum i það hús en horrollu að vori, sem setur fyrir sig fæturna og vill hvergi. Fegnari frelsinu en fóðurgjöfinni. Það er slæmt með fúskið, strák- ar, mig svíður það sjálfan, en sín- um augum lítur hver silfrið. Vilji fólk borga stórfé fyrir slíkt verk, er fjarri mér að argviðrast út í það. Haldi einhverjir ykkar að fólkið í landinu hætti að kaupa agalega sætar Þingvallamyndir og svaka flott sjávarútvegsskilerí, leiti sér nú fanga hjá sjálfstimpl- uðum salon, þá má ég til með að leiðrétta. Flest það fólk myndi ekki snerta þessi verk með töng- um. Gud bevare os. Sannleikurinn er sá að í landinu eru tveir alveg aðskildir hópar sem tengjast myndlist. Annar stundar sýningar útá boðskort, ellegar helst ekki. Þessi hópur er hallari undir opinbert álit, en hann kaupir sjaldnar myndlist, heldur nýtur hennar. Hinn hópur- inn er fólk sem kemur inn á sýn- ingar, sumt í fyrsta skipti á ævinni, og sjái það mynd sem það fellur fyrir, klífur það þrítugan hamarinn að komast yfir verkið þótt dýrt sé. Þótt fyrri hópurinn hyrfi af sjónarsviðinu, hefði það sáralitil áhrif á myndlist í landinu, utan hvað allt tilstand og fjölmiðla- brölt yrði litlausara. Innihaldið stæði án silkibréfsins. Hyrfi seinni hópurinn, leggðist myndlist af í landinu. Hreinar línur. Auð- vitað fúskið með, en ég trúi að þið séuð mér sammála að heimskulegt væri að slátra gæsinni sem verpir gulleggjunum bara af því að hún verpir stundum fúleggjum á milli. Annars eru þessi tilskrif mín orðin svo lítillar ættar, að ég er auðvitað orðinn ósanngjarn. Sýn- ingin var afbragðs vel upp sett og á meðal ykkar leynast auðvitað al- vöru listamenn, þótt ekki hafi þeir flaggað sínu besta. Ég er ekki að segja að ekki hafi tekist að ná ein- hvers staðar spennu í myndflöt- inn. En menn verða að vakna af þessum draumi. Spennan ein næg- ir ekki lengur. Fólk kaupir orðið frekar fúsk en spennu í myndfleti. Það gengur jafnvel svo langt að kaupa ekki neitt, heldur en tug- þúsunda króna spennu í mynd- fleti. Svo hefur meira að segja besti myndlistargagnrýnandi landsins blessað fyrirtækið með þátttöku, en hann er nú líka nýbúinn að fá bjartsýnisverðlaun úti í heimi, svo þið megið ekki byggja of mikið á því, strákar. Félagsbrölt og fræðistagl skilar engum áleiðis að því takmarki að verða alvörulistamaður. Þangað er aðeins ein leið, illgreiðfær, að skapa list sem lifir. Ég er ekki viss um að kolleginn í austursalnum hefði sótt um inn- göngu í alvöru listmálarafélagið, en hann hefði ábyggilega óskað ykkur til hamingju. Til hamingju strákar. ímyndaða gullkálf verða úr sög- unni. Nú munu margir hugsa sem svo: Hvað er maðurinn að fara, er hann eitthvað ruglaður í kollin- um? Ja, von er að menn spyrji. En þá vil ég aftur spyrja á móti: Eru ekki flestir íslendingar meira og minna ruglaðir í ríminu? Mér virðist allt þeirra hátterni, kröfuharka, sjálfshyggja, tillits- leysi um annarra hag og algert vanmat á staðreyndum, oft og ein- att, sýna óumdeilanlega að svo hafi verið á liðnum árum og fari síst minnkandi. Mér er það fyllilega ljóst, þó að ég hafi ekki mikla innsýn í þessi flóknu mál, að þau verða ekki leyst með einu pennastriki. Þar þarf margt og mikið að koma til. En við höfum Þjóðhagsstofnun, ráðherra (10 núna), aðstoðarmenn þeirra, ráð, nefndir, sérfræðinga, virta bankastjóra, vitringa og hagspekinga, þeir eiga að geta fundið ráðin sem duga, ef þeir leggjast allir á eitt og láta ekki annarlega sjónarmið villa sér sýn, en stefna allir sem einn að þeirri lausn: Að sctla þaö mundang stéttar gvgn stétt, er stuölar aö fjoldans og alþjóöar hag. Til þess eru þeir í sínum stöðum — og kostaðir af því opinbera, flestir hverjir — það er krafa þjóðarinnar að þeir standist próf- in og skili jákvæðum árangri. Það er sláandi dæmi ásamt mörgu öðru sem aflaga fer í þjóð- félaginu, að flest ef ekki öll fyrir- tæki eru rekin með tapi og eina leiðin sem stjórnvöld virðast hafa og geta náð samstöðu um þeim til bjargar er æ og ætíð hin sama: Gengisfelling og/ eða opinber stuðningur, þá er skattheimtan aukin — farið í vasa skattborgar- ans, tekið úr öðrum, fært yfir í hinn — svo koma verkföll — sem er eitt hið mesta böl einstaklinga og þjóðarheildar — vinnuafl, sem er dýrmætasta eign hverrar þjóð- ar, nýtist ekki, ómæld verðmæti glatast, allir verða fátækari eftir en áður. Þannig heldur hringrásin áfram, hjólið snýst hraðar, hrað- ar. Þetta er eintóm villimennska. Lýsir þetta ekki gleggst rök- þrota hugsun og hyggjuleysi alls þorra manna? Auðvitað er það fyrsta skilyrðið að fyrirtækin geti dafnað og skilað hagnaði, það er allra hagur að þannig sé að þeim búið, svo eiga þeir sem við þau vinna og njóta ávaxtanna — að sínu leyti, þegar vei árar, en einnig ber skarðan hlut þegar illa fellur, það er það sem koma skal. Fyrir sjö hundruð árum glötuðu íslendingar sjálfstæði sínu fyrir sundurlyndi, valdafíkn og auð- hyggju, það tók þá sex og hálfa öld að öðlast það aftur. Nú um skeið hefur ríkt önnur Sturlungaöld á Islandi, þó menn vegist ekki með vopnum enn sem komið er. Hvern- ig lyktar henni? Það er auðvelt að spyrja, en erfiðara að gefa rétt og raunsæ svör. Til að raunhæfar úrbætur náist til hins betra þarf þrennt: 1. Ein- lægan vilja. 2. Athöfn og úrræða- semi. 3. Samstöðu og félagsþroska. Hvort vilja íslendingar heldur hrun eða batnandi lífskjör? Valdamenn og vitringar, hvar í flokki sem þið standið, hristið af ykkur slenið, sofið ekki lengur á verðinum, hefjist handa. Þá mun íslenska þjóðin standa einhuga að baki ykkar. Víðiholti 28. júní 1982, Hjalti Jónsson Krædsluþættir l'rá (ædhjálp: Fordómar Á næstunni munu birtast í Morgunblaöinu fræösluþættir um geövernd frá samtökunum Geðhjálp og fer sá fyrsti hér á eftir: Geðsjúklingar eru sá hópur ör- yrkja sem búa við hvað mesta for- dóma. Við í Geðhjálp höfum velt því fyrir okkur hvers vegna. Okkar skoðun er sú að ástæðan sé þekkingarskortur. Mikil leynd hefur hvílt yfir geðsjúkdómum. Hvað er geð og hvað er sál? Hvað eru geðsjúk- dómar og hvað eru geðræn vanda- mál? Það er svo ótal margt sem flokkast undir geð. í ímynd okkar er geðveikur maður eins og við höfum séð hann í bíó, hann þarf að vera í spennitreyju og froðufellir ... þið kannist við þetta. Auðvitað er þetta misskilningur og er leitt til þess að vita að veikt fólk skuli vera notað sem skemmtiefni fyrir okkur sem erum svo heppin að vera ófötluð. Geðsjúklingar eru alls staðar á meðal okkar í þjóðfélaginu, því með tilkomu nýrra lyfja er hægt að halda ýmsum tegundum geð- sjúkdóma niðri. Því getur sjúkl- ingur lifað eðlilegu lífi ef hann tekur inn lyfin sín. Geðsjúklingar hafa sagt að þeg- ar þeir reyna að segja frá því á vinnustað að þeir hafi verið á geð- veikrahæli, þá sé allt í fari þeirra skyndilega gagnrýnisvert. Jafnvel það sem heilbrigðum finnst eðli- legt og sjálfsagt. Þeir mega ekki reiðast eða hækka röddina, þá fara starfsfélagar strax í varn- arstöðu og hræðsla skín úr augum þeirra. Við biðjum ófatlaða að líta í spegil næst þegar þeir reiðast, við erum hrædd um að einhverjum bregði í brún. I kröfugerðarþjóðfélagi eins og okkar er ekki nema von þótt eitthvað láti undan. Einstaklingar eru misvel undir það búnir að tak- ast á við þá miklu hörku sem þarf til að halda andlegri ró. Nú biðjum við hvern þann er les þennan pistil að líta í eigin barm og athuga hvort hann kannast ekki við eitthvert af eftirfarandi einkenn- um: Kvíða, ótta, hryggð, svefn- leysi, spennu, þráhyggju, þreytu og verki. Fólk með þessi einkenni leitar í stórum stíl til geðsjúkra- húsanna í von um hjálp og er þar af leiðandi flokkað undir geðveika. En vissulega er það ekki geðveikt, heldur á það við geðræn vandamál að stríða. Aðallega leitar þetta fólk á þrjá staði sér til hjálpar, Kleppsspít- ala, geðdeild Borgarspítalans og geðdeild Landspítalans. Við skyld- um ætla að það ætti ekki að skipta máli á hvern staðinn fólk leitar hjálpar, en því miður er ekki svo. Fólk sem leitar hjálpar á Kleppsspítala og hefur jafnvel þurft að liggja þar inni hefur sagt okkur að það hafi hreinlega misst æruna við að vera þar. Hér koma fram miklir fordómar, og virðist skilningur lítið hafa aukist á þess- um málum því enn hefur heitið Kleppur á sér fordæmingarbrag. Fólk sem leitar til þessara stofnana vegna sjúkdóma sinna og vandamála mætir oftast tor- tryggni í stað þess skilnings og þeirrar hjálpar sem sjálfsagt er talið að veita fólki með annars konar sjúkdóma. Ár aldraðra er nú gengið í garð. Skyldum við þegja um elligeðveiki á því ári? Á ári fatlaðra var ekkert rætt um geðsjúkdóma og geðræn vanda- mál, sem eru þó algengasta ástæð- an fyrir fötlun. Gæti ástæðan fyrir þessari þögn verið fordómar? Það kæmi okkur í Geðhjálp ekki á óvart. Við biðjum ykkur að setja ykkur í spor foreldra sem eiga geðveik börn, afa og ömmu sem eiga við elligeðveiki að stríða, ungra og aldinna er eiga í erfiðleikum vegna geðrænna vandamála. Sýn- um þessu fólki skilning í stað þess að notfæra okkur það sem skemmtiefni. 1 liitl A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.