Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 10. JULÍ 1982 Af Einars deilu Pálssonar Eftir Sigurjón Björnsson, prófessor Fyrir einhverja undarlega rás örlaganna hef ég dregist nokkuð inn í þá deilu sem stendur milli Einars Pálssonar og nokkurra kennara í Heimspekideild Háskóla íslands. Mér þykir þetta leiðin- legt, því að ég hef litið svo á að allt væri andskotalaust milli okkar Einars. Raunar hef ég í einfeldni minni talið hann einn af góðkunn- ingjum mínum. Og ég er hreint saklaus af því að hafa nokkurt vit á fræðum hans. Nú, en hann notar erindi sem ég flutti á fundi í fétagi Háskólakennara 28. mars 1979 sem eina aðalheimildina um það að háskólakennarar bregðist skyldum sínum í rannsóknarstörf- um. Erindi þetta hefur ekki verið birt, en hins vegar munu einhverj- ar frásagnir hafa verið af því í Dagblaðinu. Þá frásögn notar Ein- ar. Ekki hefði getað talist óeðlilegt að Einar hefði beðið mig um hand- rit að þessu erindi, sérstaklega eftir að heimild hans var véfengd, en það hefur hann ekki gert af einhverjum ástæðum. Ég þykist þó vita, að hann vilji, eins og hver annar vandaður fræðimaður, hafa það sem sannara reynist, og bið því um birtingu á kafla þessa er- indis, sem fjallar um þetta mál. Ætti þá ekki frekar að þurfa að deila um, hvort rétt er hermt eða ekki. „Frá því að Háskóli íslands tók til starfa árið 1911 hefur aðalhlut- verk hans verið að mennta fólk til ýmissa starfa og embætta í þjóð- félaginu: lögfræðinga, presta, lækna, kennara, og fleiri starfs- hópar hafa svo bættst við eftir því sem árin hafa liðið. Það er vissu- lega álitlegur hópur fólks, sem lokið hefur námi frá HÍ á þessum 68 árum. Þykir mér líklegt, að í ljósi komi ef athugað væri, að þjóðfélaginu hafi að miklu leyti verið stjórnað af þessum hópi á umliðnum áratugum. Nemendur HÍ gegna sjálfsagt flestum meiri háttar ábyrgðar og valdastöðum. Þaðan eru komnir flestir þeir sem innrætingu nemenda á mennta- skólastigi stunda. Hvað allt þetta varðar hefur HÍ vissulega gegnt mikilvægu þjóðfélagslegu hlut- verki, enda var hann til þess stofnaður. Þá hefur HÍ einnig víða komið við í menningarlífi þjóðar- innar að öðru leyti, í menntum hvers konar og rannsóknastörfum. Þarf ekki annað en fletta ritaskrá háskólakennara til að sannfærast um það. Er þó naumast öllu til skila haldið um áhrif háskóia- manna í þeirri upptalningu. Þetta er að sjálfsögðu að vonum, því að annað meginhlutverk háskólans lógum samkvæmt, auk kennslu, er að vera vísindaleg rannsókna- stofnun. Engan má ráða til kennslu- og rannsóknastarfa að þessum skóla, nema hann geti sannað hæfni sína sem rann- sóknamaður. Á þessu hlutverki er svo enn hert með því að ætla starfsmanninum 40% vinnutím- ans til rannsóknariðju. Við Há- skóla íslands starfa nú nálega 300 vísindajega menntaðir starfs- menn. Ég giska á að um 250 þeirra hafi að meðaltali 40% rannsókn- arskyldu. Því að enda þótt nokkrir hafi hana enga, eru aðrir í fullri vinnu sem áhrifum ætti að valda „Ekki befði getað talist óeðlilegt að Einar hefði beðið mig um handrit að þessu erindi, sérstaklega eftir að heimild hans var véfengd, en það hefur hann ekki gert af einhverj- um ástæðum. Ég þykist þó vita, að hann vilji, eins og hver annar vandaður fræðimaður, hafa það sem sannara reynist, og bið því um birtingu á kafla þessa erindis, sem fjallar um þetta mál." og það svo um munar. Ég kem rétt bráðum að því máli aftur. Háskóla Isiands er þannig ætl- að, eins og öðrum hliðstæðum stofnunum, að hafa áhrif með kennslu sinni og rannsóknastarf- semi. Þeir sem gerðu Háskólanum lög, mörkuðu honum þennan bás. Og hvers vegna átti þetta tvennt að fara saman? Naumast getur það átt sér aðra stoð en þá, að svo hefur verið litið á, að mönnum sem fela þarf mikla ábyrgð á lífs- leiðinni, henti best að þjálfast að agaöa og tiltölulega hlutlæga hugsun vísindamennsku, fremur en að innbyrða dogmatíska þekk- ingarmola. Ætlunin hlýtur að hafa verið að veita skilyrði til upp- eldis, sem leiddu til gagnrýninnar, sjálfstæðrar og hleypidómalítillar hugsunar og forvitni þekkingar- leitandans. Þá hefur það eflaust verið talið nauðsynlegt íslensku þjóðfélagi að þar væru stunduð vísindi af ýmsu tagi til frjóvgunar menningarlífi og hagsbóta fyrir atvinnulíf og efnahag. En 68 ár eru liðin síðan þessi ágæta stofnun tók til starfa. Hver hefur árangurinn orðið og hvernig gegnir háskólinn hlutverki sínu nú? Nú hefur háskólinn um 300 manna sérhæft starfslið á sínum snærum. Um 150 mannár fara til kennslu (raunar víst tvöföld sú tala, ef stundakennsla er talin með, eins og vera ber) og um 150 mannár til rannsóknarstarfa. Hver eru hin þjóðfélagslegu áhrif þessa friða liðs? Hvaða aðstaða er mönnum látin í té? Hver skilyrði til að gegna ætlunarverkinu? Hvernig er háttað tengslum kennslu og rannsókna? Hvernig gengur að miðla akademískum hugsunarhætti til þjóðarinnar, auðga menningarlíf hennar og stuðla að framförum? Þetta eru sannarlega erfiðar spurningar, og ég hef að sjálfsögðu engin tök á að svara þeim hér að neinu gagni. En ljóst má þó vera, að undir svörun- um eða þeirri úttekt sem þau byggja á hlýtur stefnumótun há- skólans að vera mjög komin og þar með þjóðfélagslegt gildi hans. Ætla mætti að stofnun sem í meira en hálfa öld hefur veitt meiri hluta þeirra starfsuppeldi, sem skammta henni lífsskilyrði, búi við góðan og blómlegan hag. Hverjir aðrir em fyrrverandi nem- endur ættu betur að skilja hvert þjóðhagslegt gildi og menningar- leg örvun er fólgin í góðum há- skóla? Okkur er vel kunnugt, og ég mun sýna það lítillega hér á eftir, að fósturlaunin hafa verið og eru enn illa goldin. Ber að skilja það svo að enn sannist hið fornkveðna, að sjaldan launi kálfur ofeldi, — eða hefur innræting hins akadem- íska hugsunarháttar mistekist? Voru steinar gefnir fyrir brauð? Hvað sem veldur virðast áhrif há- skólans á þjóðfélagið vera heldur í rýrara lagi. Ég hef engin tök á að bera sam- an afrakstur vísindastarfa há- skólakennara hérlendis við það Sigurjón Björnsson sem er í erlendum háskólum. En lítilli mynd vil ég samt bregða upp, sem e.t.v. gefur einhverja vísbendingu. Nýlega hef ég séð yf- irlit yfir vísindalega framleiðslu háskólakennara í 100 háskólum í Bandaríkjunum, Kanada og Bret- landi. Tekur þetta raunar einungis til einnar greinar fyrir árið 1975. Mælikvarðinn er vísindalegar rit- gerðir birtar í viðurkenndum fag- tímaritum. Meðal ritgerðafjöldi á mann er 1.04 ritgerðir. Til sam- anburðar lít ég á Skrá um rit Há- skólakennara fyrir árið 1966—1970, en það er seinasta skráin, sem birst hefur. Og tek ég þar síðasta árið, 1970. Talio hef ég saman ritgerðir fag- legs eðlis, en sleppt bókum, ritdóm- um, afmælis- og eftirmælagreinum og öðru, sem ekki varoar fag manna. Valið er sambærilegt við hið er- lenda val, að öðru leyti en því, að í íslenska safninu er það að öllum líkindum töluvert rýmra. Af 150 mönnum, sem við háskólann eða stofnanir hans voru í starfi á ár- inu 1970 höfðu 60 látið birta 97 ritgerðir. Meðaltalsframleiðslan verður 6.65 ritgerð á mann. Af hinum 100 erlendu skólum voru einungis fjórir með lægri eða jafn- lágt meðaltal. 96 voru hærri. Ef við framreiknum sama hlutfall til Séð heim að Grenjaðarstað. í miðið er gamli bærinn sem er byggðasafn og prestssetrið til vinstri Breytingar framundan á vígslubiskupsembættinu: Vígslubiskup hafí meiri stjórnunarstörf með höndum Sunnudaginn 27. júní var Sigurður Guðmundsson á Grenjaðarstað vígður vígslubiskup í Hólastifti hinu forna á Hólum í Hjaltadal. Og síðastliðinn sunnudag, 4. júlí, vann Sigurður sitt fyrsta verk, sem vígslubiskup, þegar hann vígði sundlaug Hólaskóla i 100 ára afmæli skólans. Sigurður var sóttur heim að Grenjaðarstað, og fyrst inntur eftir því, hversu langt sé síðan hann hafi komio að Grenjaðarstað. Uni mér hér vel — Ég vígðist hingað árið 1944 og hefi verið hér síðan. í Grenjað- arstaðarprestakalli eru 4 sóknir, Nes, Einarsstaðir og Þverá fyrir utan aðalkirkjuna. Staðurinn er fornfrægur. Þetta var eitt af eftir- sóttustu prestaköllum hér áður fyrr, en það var nú vegna þess, að jörðin var stór og hlunnindi fylgdu henni. Nú er það öðruvísi. Jörðinni hefur verið skipt upp í sex jarðir og hlunnindi tekin öll undan. En ég kann vel við mig hér. Kann vel við þetta nafn Grenjað- arstaður, þótt menn séu ekki á eitt sáttir, hvað það þýðir. Hér er gamall bær, sem mér finnst setja svip á staðinn, tengir okkur meir við fortíðina. Hér höfum við hjónin unað lengi og vel. Geri ég ráð fyrir því, að við verðum hér eitthvað áfram að öllu óbreyttu. Tengslin við fólk- ið hafa verið góð. Við hjónin höf- um unnið margs konar störf hér í sveit. Ég hefi haft dulítinn búskap med og kann því vel, tel mig kom- ast í betri tengsl við fólkið vegna hans. Hér fæddust börn okkar og ólust upp. Þetta hefur tengt okkur meira og betur við staðinn. Ný löggjöf um vígslu- biskupa í undirbúningi — í hverju felst vígslubiskups- embættið eitt sér? — Ja, eins og lög eru nú um vígslubiskupa, þá er þetta ákaf- lega lítið afmarkað og segir mjög fátt um það. En þetta hefur nú verið í nokkurri mótun. Oftast er það þannig, að það er biskup landsins, sem felur vígslubiskup- um ýmis konar biskupsstörf, t.a.m. prestsvígslur, kirkjuvígslur og ýmislegt fleira. En sem stjórn- unarstarf er það nú ekki eins og er. En viðbúið er, að það verði það í framtíðinni, þar sem í mótun er núna nýtt frumvarp um starf vígslubiskupa. Verður það að lík- indum lagt fram á næsta ári. Það er svokölluð kirkjulaga- nefnd, sem starfar að breytingum á kirkjulöggjöf. Hefur hún unnið í samræmi við það, sem kirkjuþing hefur samþykkt, og einnig tekið upp úr starfsháttanefndaráliti þjóðkirkjunnar, bláu bókinni svokölluðu. En þetta er nú ekki það mótað, að unnt sé að ræða um það núna. — En hver yrðu helztu nýmæli í þessu frumvarpi, ef af yrði. Sér- staklega um breytingar á starfs- vettvangi vígslubiskups? — Það er nú ekki komið það mikið fram um það, að hægt væri að tjá sig um það. Þó er það mein- ingin, að um aukið stjórnunar- starf yrði að ræða sem vígslubisk- upar fá, hvor í sínu stifti. Á hvern hátt er ekki svo mótað, að unnt sé að segja frá því. En annað er að ef það á að auka starf vígslubiskup- ana, þá þarf að létta storf þeirra sem sóknarpresta. Ekki er heldur ljóst hvernig það verður. Eins er það, að starfsaðstaða þeirra þarf að verða önnur og betri. Skálholt — Hólar — Eiga vígslubiskupar að sitja þar? — En með þessa fornu bisk- upsstóla Hóla og Skálholt. Nú er ekki endilega sá starfsakur þar sem skyldi fyrir vígslubiskupa. Teldir þú að þeir ættu að sitja á Akureyri og í Reykjavík eða öðr- um þéttbýliskjarna sunnanlands? — Það eru tvær hliðar á þessu máli. Ekki svo gott að tjá sig um það að svo stöddu. Það fer eftir uppbyggingu á þeim stöðum, að- stöðu og samgöngum, 3em verða. En ýmislegt kemur til greina. — Nú hafið þið Pétur biskup verið nánir samstarfsmenn hér í Hólastifti þar til hann fluttist suður og lengra varð á milli. Áttu von á því að hann feli þér meira af því starfi, sem Sigurbjörn hafði áður t.a.m. að vera við kirkjuvígsl- ur, kirkjuafmæli 6g þess háttar, sem ætlazt er til að biskup sé við. Þá hafi hann rýmri tíma til að vera syðra og sinna sínu marg- háttaða starfi á Biskupsstofu? — Ég þori nú ekki að fullyrða neitt um það. Við höfum ekki rætt mjög mikið um þetta. En ég hygg, að það verði nokkuð. Ég veit það, að Sigurbjörn biskup fól honum ýmiss konar störf hér í Hólastifti, eftir að Pétur varð vígslubiskup. Ég hugsa, að það verði ekki í minna mæli, sem Pétur mun fela Starfið mun aukast að mun við embættið — Nú hefur þú verið prófastur í Þingeyjarprófastsdæmi um hríð, átt einnig setu á Kirkjuþingi og ert orðinn kirkjuráðsmaður, sem varamaður Péturs biskups eftir að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.