Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1982 Tjón á húsi í Árbæjarsafni vegna sprengingæ 7 kílóa grjóthnull- ungur inn um glugga UM SJÖ kílóa grjóthnullungur olli skemmduni á einu húsi í Árbæjar- safni um klukkan 9.15 í germorgun, en þá var vcrið að sprengja í hús- grunni á Ártúnsholti, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins í gær. Húsgrunnur sá, sem unnið var við, er skammt norðan Árbæjar- safns og taldi rannsóknarlögregl- an að þrír steinar hefðu flogið um loftið af völdum sprengingarinn- ar, og einn þeirra fór inn um þakglugga á safnahúsinu og þar út í vegg og skemmdi málverk sem þar var. Hinir steinarnir ollu ekki tjóni svo vitað sé. Mál þetta var kært til Rann- sóknarlögreglu ríkisins og er það nú í rannsókn. Loðnustofninn: Fundur í Osló hefst á þriðjudag VIÐRÆÐUR fslendinga, Norðmanna og Efnahagsbandalags- ins um stjórnun veiða úr loðnustofninum íslenzka verða í Osló næstkomandi þriðjudag 13. júlí. A þessum fundi verður rætt um tímabundið bann við loðnuveiðum og einnig hugsan- lega skiptingu veiðiréttinda þegar veiðar hefjast á ný. I frétt frá utanríkisráðuneytinu ráðuneytisstjóri, segir, að þessi fundur sé haldinn í framhaldi af kynningarfundi um þessi mál, sem fram fór í Briissel hinn 15. júlí síðastliðinn. íslenzka viðræðunefndin er skipuð þeim Hannesi Hafstein, skrifstofustjóra í utanríkisráðu- neytinu, sem er formaður nefnd- arinnar, Jóni Arnalds, ráðuneytis- stjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, Má Elíssyni fiskimálastjóra, Jak- obi Jakobssyni fiskifræðingi, Ing- ólfi Falssyni, forseta Farmanna- og fiskimannasambands íslands, og Kristjáni Ragnarssyni, for- manni Landssambands íslenzkra útvegsmanna. í framhaldi af framangreindum viðræðum verður haldinn fundur í íslenzk-norsku fiskveiðinefndinni um sömu málefni. Fulltrúi íslands í þeirri nefnd er Jón Arnalds, en auk hans munu sitja þann fund af íslands hálfu sömu menn og taka þátt í viðræðum íslands, Noregs og Efnahagsbandalagsins. Verkfallsnefnd BSRB stofnuð Samninganefnd BSRB samþvkkti á fundi sfnum 28. júní sl. að undir- búa stofnun verkfallsnefndar. Var kosin fimm manna nefnd til að gera tillögur um fjölda og menn í verkfallsnefnd bandalagsins í átökum þeim, sem framundan eru í haust, en eins og komið hefur fram, renna samningar BSRB og ríkisins út 31. júlí nk. Tveir teknir á Keflavíkurflugvelli: Með lOOgafhassi frá Kaupmannahöfn TVEIR ungir menn voru síðla £ fimmtudag handteknir á Keflavíkur- flugvelli með um 100 grömm af hassi í fórum sínum, samkvæmt upplýs- ingum sem Morgunblaðið fékk hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í gær. Mennirnir voru að koma frá Kaupmannahöfn og skiptu þeir efninu á milli sín og fannst sinn helmingurinn hjá hvorum, í skó annars, en í farangri hins. Menn- irnir voru færðir til yfirheyrslu en síðan sleppt. Annar þessara manna hefur komið við sögu fíkni- efnalögreglunnar áður. Annar mannanna er fæddur árið 1960 en hinn 1962. Ekki er talið að þetta sé Fangi slapp afBorgar- spítalanum FANGI frá Litla Hrauni strauk á fimmtudag, en þá var hann í lækn- isskoðun á Borgarspítalanum. Maðurinn slapp úr gæslu hjúkr- unarkonu og komst óséður út af spítalanum, samkvæmt upplýsing- um sem Mbl. fékk hjá Magnúsi Einarssyni, aðstoðaryfirlögreglu- þjóni, í gær. Logreglan leitar nú mannsins, en leitin hafði ekki bor- ið árangur þegar síðast fréttist. angi af víðtækara fíkniefnamáli, samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar. Hringormur nú kominn í ýsu HRINGORMUR í fiski verður sí- fellt stærra vandamál hjá frysti- húsunum og er hringormur nú far- inn að finnast í öðrum fiski en þorski. Frystihúsamenn, sem Morg- unblaðið hefur rætt við, segja, að hringormurinn hafi til skamms tíma verið svo til eingöngu í þorski, en nú finnist hann í ýsu á vissum stöðum við landið, en þar til fyrir skömmu hefðu menn haldið að hann tæki sér ekki bólfestu í ýsu af einhverjum ástæðum. Þá er hring- ormur orðinn töluvert algengur í lúðu og hrognkelsum svo dæmi séu nefnd. Sýningu List- málarafélagsins lýkur um helgina Sýningu Listmálarafélagsins i Kjarvalsstöðum lýkur nú um belg- ina. Þar sýnir 21 málari verk sín. Sýningin er opin dagiega frá kl. 14.00—22.00. Hún verður ekki framlengd. Auðvitað færStínadúldka fiítttilKöben enkidkkarnirborga 995rkrónur! ( helgarferðunum okkar til Kaupmannahafnar í sumar hugsum við sérstaklega um börnin. Tívolí, dýragarðurinn og Bakkinn eru draumastaðir allra krakka og fullorðinna raunar líka. Við bjóðum þægilegt flug á föstudegi, gistingu á úrvals hótel- um í herbergi með baði, ásamt morgunverði og heimflug á mánudegi. Verðið er frá 3.980.00 kr. fyrir fullorðna en frá 995.00 kr. fyrir börn 11 ára og yngri í herbergi með foreldrum sínum og það kostar ekkert að láta Stínu dúkku fljóta með. Smellið þið nú krökkunum í strigaskóna og sjálf- um ykkur í stellingar og drífið í að kaupa miða strax því sætafjöldi er takmarkaður og ferðirnar fyllast óðum. Leitið upplysinga hjá söluskrifstofum Flug- lelða, umboðsmönnum eða ferðaskrifstofun- um. Farpantanir eru einnig teknar f síma 25100. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.