Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ1982 FIAT ArgetiU 2000. Fiat Argenta reynsluekið Sighvatur Blöndahl FIAT-verksmiðjurnar Kafa löngum verið þekktar fyrir að framleiða lipra oij skemmtilega foila. Á dögun- um reynsluók ég Fiat Argenta og reyndist hann enginn undantekning frá reglunni. I 'm er að rseða mjög lipran og skemmtilegan bíl, hvort heldur er í bæjarumferðinni, eða úti á þjóðvegunum. Til skýringar þá er Fiat Argenta nokkurs konar fram- haldsútgáfa af Fiat 132, nema hvað Argentan er mun ríkulegar búin aukahlutum, og innréttingin er til fyrirmyndar. Innrétting bílsins er í mjög há- um gæðaflokki. Það er sama hvert litið er innanstokks, frágangur allur mjög góður. Argentan er 4ra dyra og mjög þægilegt er að kom- ast inn í bílinn, hvort heldur það er að framan eða aftan. I bílnum er 'miðstýrð rafdrifin hurðalæs- ing, sem virkar þannig, að þegar ökumaður læsir á eftir sér læsast ennfremur allar aðrar hurðir bíls- ins. Þetta er' ótvírætt til mikils hagræðis, en maður veltir því kannski fyrir sér hvernig þetta virki í frosti á vetrum. Framleið- andinn segir reyndar, að ekki þurfi að óttast frost, þar sem læs- upphalararnir að aftan með hefðbundnum hætti, það er, snún- ingssveif. Persónulega tel ég, að framleiðandinn hefði átt að hafa möguleika á rafmagni í afturrúð- urnar líka. T.d. þannig að öku- maður gæti stjórnað öllum rúðun- um. Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar sezt er inn í Argent- una er hversu sætin eru velbúin, hvort heldur maður sezt frammí eða afturí. Sætin eru klædd pluss- áklæði og formið á þeim líkaði mér mjög vel. Hins vegar ber þess auðvitað að geta, að mönnum lík- ar auðvitað mjög misjafnlega við bílsæti eftir líkamsbyggingu hvers og eins. Framsætin er hægt að stilla að vild. Bakið er með fín- og grófstillingu og hægt er að breyta hallanum á setunni, auk þess auðvitað að færa sæti fram og aftur. Bíllinn er sagður 4—5 manna, en það verður að segjast eins og er, að aftursætið er ein- ungis fyrir tvo fullorðna, ef vel á að vera. Miðað við tvo afturí er sætið líka mjög skemmtilegt. Vel formað og nægilegt pláss fyrir farþega. Það á reyndar ennfremur við um fótarými, hvort heldur er frammi í eða aftur í, að það er ágætt. Útsýni úr Argentunni er ágætt. Rými fyrir farþega aftur í er með ágætum. ingin sé böðuð sérstakri feiti, sem geri það að verkum, að hún frýs ekki. Þá má bæta því við, að með einu handtaki er hægt að læsa öll- um hurðum bílsins í mæla- borðinu. Rúðuupphalarar á framhurðum eru rafdrifnir, sem er mjög þægi- legt á keyrslu, en hins vegar eru Maður verður lítið var við hurðar- pósta og annaö þess háttar. Það eina sem eitthvað ?kyggir á út- sýnið eru höfuðpúðarnir á aftur- sætunum, en þeir eru auðvitað mikið öryggistæki. Bíllinn kemur aðcins með hliðarspegli hjá öku- manni, sem er galli. Það er í raun óþarfa sparnaður að sleppa hin- um. Okumannsspeglinum er stjórnað innan frá og er það til- Mælaborðið hefur sérstakt yfirbragð. tölulega handhægt, auk þess sem hann er stór og speglar vel. Mælaborðið í Argentunni hefur nokkuð sérstætt og óvenjulegt yf- irbragð, en er eigi að síður stíl- hreint og í því er að finna alla nauðsynlega mæla og tæki. Stjórntækin eru öll vel innan seil- ingar, þannig að ökumaður þarf lítið að breyta um stellingu til að ná til þeirra. Á vinstri væng borð- sins er mjög þarft og gott tæki, en það er nokkurs konar viðvörun- arpanell, sem t.d. lætur ökumann vita ef hurðir eru ekki vel lokaðar, ef handbremsan er á, auk þess sem ljós 'fer að loga ef olíu eða vatn vantar á bílinn, töluvert áður en einhver merki fara að sjást um það á mælum bílsins. Þá er í bíln- FIAT Gerð: Fiat Argenta 2000. Framleiðandi: Fiat. Framleiðsluland: ítalía. llmboðsmaður: Fiat-umboðið — Egill Vilhjálmsson. Verð: 175.000,- Dyr: 4ra. Farþegafjöldi: 4—5. Vélarstærð: 4 strokka, 1.995 kúbiksentimetrar, 90 Din hest- öfl. Benzíntankur: 60 lítrar. Hjólbarðar: 175/70 SR 14. Bremsur: Diskar að framan, en tunnur að aftan. Fjöðrun: Sjálfstæð á öllum hjólum. Skipting: 5 gíra. Lengd: 4.449 millimetrar. Hjólhaf: 2.558 millimetrar. Breidd: 1.650 millimelrar. Hæð: 1.420 millimetrar. Hraði í 100 km/klst: 11,6 sek- úndur. Kyðsla: 13—13,5 lítrar, mæling IVf bl. í blandaðri keyrslu. Þyngd: 1.180 kíló. um „vacum"-mælir, sem sýnir ökumanninum á hvaða hraða er bezt að aka til að eyða sem minnstu eldsneyti og er það alveg stórsniðugt að mínu mati. Eins og ég sagði áður er hægt með einu handtaki að læsa öllum hurðum bílsins innan frá og því er að sjálfsögðu hægt að opna þær allar með einu handtaki. Það eina, sem ég var ekki fyllilega ánægður með í mælaborðinu eru stjórntækin fyrir miðstöðina, auk þess sem mér fannst hún mega virka held- ur betur. Stjórntæki miðstöðvar- innar skjóta svolítið skökku við annars mjög stílhreint og skemmtilegt mælaborð bílsins. Þau eru nánast gamaldags og ekki sérlega þjál. Argentan, sem ég reynsluók var 5 gíra, en ennfremur er bíllinn fá- anlegur með sjálfskiptinu. Skipt- ingin er vel staðsett og þægilegt er að nota hana. Það er enginn losarabragur á henni og stutt er milli gíra. Um staðsetningu ped- alanna er það að segja, að of lítið bil er aö milli bremsunnar og bensínsins. Fótstórir menn verða að vara sig í upphafi, en hins veg- ar er kúplingin ágætlega staðsett og virkar mjög vel. Reyndar virka bremsurnar líka ágætlega, mættu kannski koma heldur fyrr inn. Stýrishjólið er af ágætri stærð og þá er það mikill kostur í Argent- unni, að hægt er að stilla stað- setningu þess að vild. Það er sér- staklega þægilegt að geta gert það á langkeyrslum. Þá má ekki gleyma því, að Argentan er með vökvastýri, sem er ótvíræður kostur á þetta stórum bíl. Argentan, sem ég reynsluók var með 4 strokka 1.995 kúbiksenti- metra, 90 DIN hestafla vél, sem kom mjög vel út. Bíllinn er kraftmikill og skemmtilegur í viðbragði. Nú, eins og ég sagði í upphafi reyndist bíllinn í alla staði mjög lipur og skemmtilegur á keyrslu, hvort heldur var í innanbæjarumferðinni, á lang- keyrslu á malbiki, eða úti á mal- arvegunum. Hann er hæfilega stífur, þannig að hann leggst ekki niður á framhornin þótt honum sé ekið á töluverðri ferð inn í beygj- ur. Fjöðrunin er mjög góð og það kom mér reyndar á óvart hversu stöðugur hann var á malarþjóð- vegum landsins. Maður skyldi ætla, að hraðakstursbíll eins og Argentan er hugsuð frá Fiat, sér- staklega til notkunar á hrað- brautum Evrópu, yrði höst og leiðinleg, en svo reyndist alls ekki vera. Því má reyndar skjóta inn varðandi vélarstærðina, að hægt er að velja milli fjögurra mismun- andi útfærslna, 4 strokka, 1.585 kúbiksentimetra, 72 DIN hestafla vélar, þeirrar vélar sem ég lýsti hér að framan, nema með elektr- ónískri innspýtingu, sem eykur kraft bílsins nokkuð og loks er hægt að fá bílinn með 4 strokka, 2.445 kúbiksentimetra, 52,9 hest- afia dísilvél. Niðurstaðan er sem sagt sú, að Argentan sé mjög lipur og skemmtilegur bíll, hvort heldur menn aki á malbiki eða mðl og innréttingin er af beztu gerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.