Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ1982 21 Mynd þessi er tekin yfir Boston snemma þriðjudagsmorguns, en sjónarhornin eru tvö. Annað sýnir borgina í morgunsárið, en hitt tunglmyrkva og þróunarferli hans á sama tíma. Brezku járnbrautirnar: Hóta lokun ef verk- fallið heldur áfram Sprengjutilræðið í Osló: Engin vís- bending um hverjir voru að verki Osló, 9. júlí. Frá Jan Erik Lauré fréttaritara Mbl. LÖGREGLAN hefur ekki komist á sióð þess eöa þeirra sem stóöu að sprengjutilræöinu í járnbrautarstöð- inni í Osló fyrir viku, sem varð 19 ára stúlku að bana. Margar vísbend- ingar hafa borizt, en ennþá hefur enginn verið handtekinn vegna sprengingarinnar. Jafnframt hefur ekki tekist að ganga úr skugga um stærð sprengjunnar, gerð kveikjunnar, eða hverrar tegundar sprengiefnið var. Þýzkur sprengjusérfræðingur kom til Osló í dag til að aðstoða við rannsóknina. Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um hvort grunur leiki á að pólitísk samtök standi að baki sprengjutilræðinu, eða hvort um hafi verið að ræða verk eins manns. Gerð hefur verið tölvuteikning af einstaklingi, sem sást koma einhverjum hlut fyrir í geymslu- hólfum stöðvarinnar skömmu áð- ur en sprengjan sprakk. Vísað hef- ur verið á 20 einstaklinga, sem sagðir eru líkjast fyrirmyndinni, en enginn þeirra hefur verið tek- inn fastur. Fyrr í sumar voru nokkrar sprengjur sprengdar í Osló með þeim afleiðingum að tjón varð á mannvirkjum. Tókst lögreglu að hafa hendur í hári hins seka, og sat hann á bak við lás og slá þegar sprengjan sprakk í lestarstöðinni. Til íslands í jr stað Israels Osló, 9. júlí. AP. ARNE Skauge, viðskiptaráðherra Noregs, hefur í mótmælaskyni við innrás fsraelsmanna í Libanon hætt við fyrirhugaða ísraelsfor sína i sept- ember og í staðinn ákveðið að sitja norrænan fund í Reykjavík á sama tfma. Skauge hugðist ræða viðskipta- mál við ísraelska kollega sína, en nú hefur hann tilkynnt þeim að ekkert verði af komu hans. London, 9. júlí. AP. BREZKU járnbrautirnar vöruðu við því í dag, að störf þeirra 167 þúsund manna, sem hjá fyrirtækinu störf- uðu, væru í bráðri hættu ef verkfalli lestarstjóra yrði ekki aflýst þegar í stað. Verkfall lestarstjóranna er nú á sjötta degi og varð mikið umferð- aröngþveiti á Bretlandseyjum vegna verkfallsins. Tilraun til að fá fleiri lestarstjóra til að snúa til vinnu í dag mistókst, en rúmlega 800 lestarstjórar hafa mætt til starfa á hverjum degi verkfallsins. Talsmenn járnbrautanna sögðu, að ef ekki mættu a.m.k. 2.000 lest- arstjórar til vinnu á mánudag eða þriðjudag, yrði öllum lestum lagt. Til þess að halda uppi 25% eðli- legrar ferðatíðni þarf um 2.000 lestarstjóra, en samtals starfa um 25 þúsund lestarstjórar hjá brezku járnbrautunum. Það sem af er verkfallinu hefur tekist að halda uppi 10% ferða, en áætlað er að járnbrautirnar verði af 8,5 milljóna punda tekjum dag- lega af völdum verkfallsins. Áttu járnbrautirnar í verulegum fjár- hagskröggum áður en til verk- fallsins kom. í blaðaauglýsingum í dag vör- uðu brezku járnbrautirnar við „al- NORÐMENN hafa bannað Spán- verjum frekari fiskveiðar í norskri lögsögu, þar sem stjórnir landanna hafa ekki náð samkomulagi um há- marks þorskafla Spánverja á þessu ári. Spánverjar vildu ekki fallast á kröfur Norðmanna um að þeir varlegum og óumflýjanlegum af- leiðingum" ef verkfallinu yrði ekki aflýst þegar í stað. Talsmaður járnbrautanna sagði forstöðu- menn þeirra hafa íhugað ýmsa valkosti, þ. á m. stöðvun allra lest- arferða, uppsagnir 167 þúsund starfsmanna eða brottrekstur stríðandi lestarstjóra. drægju úr sókninni á miðin við Svalbarða, þar sem margir spænskir togarar hafa stundað veiðar í leyfisleysi, og þegar upp úr viðræðum slitnaði gripu Norð- menn til þess ráðs að banna allar veiðar Spánverja. Olafsvaka / i Færeyjum 29,—30. júlí, ferö til Færeyja 27. júlí, skoðunarferðir. Skiptiferöir adildarfélaga 17/7—31/7 örfá sæti laus. Dvöl í sumarhúsum í Dan- mörku Verö frá 4.000.- 31/7—18/8 laus sæti. 13 daga rútuferð um Dan- mörku. 7 daga dvöl í sumarhúsum í Danmörku. Verð frá kr. 6.000.- Rfnarlandaferö 16. júlí 3ja vikna ferð, 2 sæti laus. Toronto Júlí 15. laus sæti. 26. 6 sæti laus. Ágúst 5. biðlisti. 16. 3 sæti laus. 26. örfá sæti laus. Portoroz Júlí 22. örfá sæti laus. Ágúst 12. 3 sæti laus. September 2. biölisti. Grikkland Júlí 22. örfá sæti laus. Ágúst 12. 2 sæti laus. September 2. biölisti. Amsterdam Flug og bíll. Verð frá kr. 3.400.-. Flug og hótel í 4 daga. Verö frá kr. 3.900.-. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SIMAR 27077 A 28899 Svíþjóð: Hart deilt um launþegasjóði Frá Cuðfinnu Ragnar.sdóttur Créttaritara Mbl. í Stokkhólmi LAUNÞEGASJÓÐIR er trúlega það mál, sem hafa mun úrslitaáhrif á sænsku kosningarnar í haust. Um fátt er meira ritað og rætt þessa dagana en launþegasjóði. Launþegasjóðir eru í rauninni ekkert nýtt fyrirbrigði i sænsku þjóðlífi. í sjö ár hefur málið verið rannsakað og rætt á ýmsum stöðum. Stjórn- málaflokkarnir hafa gert sínar eigin athuganir og hagsmunasamtök og atvinnurekendur sínar. Opinber nefnd hefur setið með sveittan skallann í mörg ár og velt launþegasjóðunum fyrir sér, án þess að komast að nokkurri endanlegri niðurstöðu. En hvað eru þá launþegasjóð- ir? Því er sannarlega ekki auð- velt að svara. „Launþegasjóðir eru björgun landsins úr efna- hagsörðugleikunum,“ segja fylgjendur sjóðanna. “Launþega- sjóðir eru dauði sænsks iðnaðar og efnahgs," segja andstæðing- arnir. Þeir sem mest hafa barist fyrir launþegasjóðum eru jafn- aðarmenn og hagsmunasamtök- in LO (ísl. ASI). Önnur aðal- hagsmunasamtök landsins PCO (ísl. BSRB), hafa ekki tekið af- stöðu í málinu og innan þeirra eru skiptar skoðanir um laun- þegasjóðina. Launþegasjóðirnir, segja fylgjendur þeirra, hjálpa til við að dreifa peingum og áhrifavaldi á fleiri hendur og veita öruggu fé til sænsks iðnaðar. Launþega- sjóðirnir eru hugsaðir þannig að fyrirtæki af vissri stærð, þ.e.a.s. ekki mjög lítil fyrirtæki, Ieggi hluta af gróðanum í sjóð. I sama sjóð á einnig að renna hluti af kauphækkunum launþega á hverju ári. Peningana á svo að nota til að kaupa hlutabréf í við- komandi fyrirtæki. Með því að gerast þannig meðeigendur í fyrirtækjum vilja launþegar fá aukin áhrif á rekstur fyrirtækj- anna. Atvinnurekendur óttast að launþegasjóðirnir muni verða til þess að launþegar eignist meiri- hluta í flestum fyritækjum, þar sem mikið peningamagn mun renna í sjóðina. Það muni minnka vilja og áhuga iðnrek- enda til að leggja peninga í fyrirtækin og verða til þess að sænskur iðnaður muni dragast saman. Mikið hefur verið rætt um hver eigi að hafa umsjón með slíkum launþegasjóðum og taka ákvarðanir um hvernig nota eigi peningana. Launþegar telja að þeim beri að hafa peningafor- ráðin, en atvinnurekendur og aðrir andstæðingar sjóðanna eru ekki á sama máli. Til að byrja með áttu laun- þegasjóðirnir meira fylgi að fagna. Bæði Mið-og þjóðarflokk- urinn lögðu fram sínar eigin til- lögur um launþegasjóði. Þar áttu hlutabréfin að vera einstaklings- bundin, en ekki vera í sameigin- legri eigu hagsmunafélags hóps- ins eða launþeganna. Meira að segja atvinnurekendasambandið SÁF lagði fram sína eigin mót- tillögu um hugsanlegan launþeg- asjóð. En smám saman hafa átökin harðnað og afstaða flokka og samtaka skýrst. Afstaða at- vinnurekenda hefur harðnað mjög síðustu mánuðina eftir að jafnaðarmenn gáfu það í skyn, að þeir muni koma á stofn laun- þegasjóðum ef þeir komist til valda í haust. Atvinnurekendasambandið SAF hefur nú hafið mikla her- ferð gegn launþegasjóðum. í öll- um blöðum eru stórar auglýs- ingar sem vara við sjóðunum. Á öðru hverju götuhorni eru sömu- leiðis stórar auglýsingar með sama boðskap. Meira að segja í bíóauglýsingum koma þeir að- vörunum sýnum á framfæri. Hægri flokkurinn hefur einnig gert baráttuna gegn launþega- sjóðunum að einu aðalmálinu og hinn nýkjörni formaður flokks- ins, Ulf Adelsson, berst gegn launþegasjóðum í hverri ræðu sinni. Hið gagstæða gildir um jafn- aðarmenn sem lofsyngja laun- þegasjóðina við hvert tækifæri sem gefst. Hvort Svíþjóð fær launþega- sjóði, hvernig þeir þá verða eða hvaða þýðingu þeir hafa fyrir sænskan iðnað og efnhag veit enginn enn. Spánverjum bannaðar veiðar við Svalbarða Osló, 9. júlí. Frá Jan Erik Lauré fróltaritara Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.