Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1982 Drykkjuskapur ís- lendinga erlendis Eftir Jóhannes Proppé Ég rak augun í auglýsingu frá tveim stórum ferðaskrifstofum hér í Reykjavík í Morgunblaðinu í morgun. Boðið var upp á ódýrar ferðir til Amsterdam og var vænt- aniegum fórnarJömbum boðið upp á gull og græna skóga, m.a. er eft- irtalið innifalið: „Flug, gisting, morgunverður, kynningarskál (let- urbr. mín), ferð um síkin, flaska af víni hússins með kvóldveroi i mat- stofu hótelsins (leturbr. mín), auk annars." Girnileg auglýsing eða hvað? (Er ekki annars bannað að aug- lýsa áfengi í ísl. blöðum?) Þessi auglýsing varð til þess að ég ákvað að festa nokkur orð á pappír, um drykkjuskap íslend- inga erlendis, sem er heimsfrægur eins og öllum er kunnugt sem eitthvað hafa ferðast. Einfaldasta skýringin á þessu fyrirbæri, eða minnsta kosti sú skýring, sem fullir íslendingar erlendis halda fram, er sú, að hér á landi sé ekki hægt að drekka „mannsæmandi", þ.e: að kaupa áfengan bjór, þessvegna gái hinir saklausu íslenzku „hófdrykkju- menn" ekki að sér er þeir koma út í hinn „frjálsa drykkjuheim". Finnst ykkur að þarna sé komin skýringin á hinum heimsfræga drykkjuskap íslendinga erlendis? Hver svari fyrir sig. Eg ætla ekki núna að fara nánar út í einstök atriði þessa vandamáls, almennt, þar mætti skrifa margar og lengri SBiÍ.' k lik r9Br$&. dajtf& W ^ÉÉÉ i^Riiít-^S-*-:'' ^P^I iBL É ¦*l Is§s-í; ¦ "^P^ |&&\j§ 1 Jóhanm-s Proppé greinar en þessi á að verða. En mig Iangar til að nefna eina ástæðu, sem í mínum huga á stór- an þátt í að auka drykkjuskap ís- lendinga erlendis, og það er þáttur íslenzkra ferðaskrifstofa. Ég hef farið þó nokkuð oft er- lendis, kannske ekki vítt og breitt um veröldina, heldur reynt að finna mér staði, þar sem mér og mínum liði vel, öryggis gætti og við gætum notið þess að vera til. Eg hef reynt að forðast hópferðir ísl. ferðaskrifstofa eftir fremsta megni, af hverju? Það er of langt mál, en m.a. hefur auglýsingaflóð þeirra, hástemmd lýsingarorð og „Fyrsta daginn á Kan- aríeyjum, var allur hópur- inn kallaður saman til að kynna „prógrammið" og þar var að „sjálfsögðu" séð um að nóg væri að drekka af áfengu glundri, frítt fyrir alJa, og farar- stjóri gleymdi aldrei að hrópa skál, með ekki of löngu millibili. Síðan end- aði ferðin á heljarmikilli „grísaveislu" þar sem víni var bókstaflega hellt oní fólkið." vafasöm kostaboð fælt mig frá þeim. Ég vil þó taka fram að mjög gott getur verið að njóta þjónustu þeirra að öðru leyti. Margar af mínum utanlands- ferðum, hafa verið vegna starfs míns, og eru þær ekki sérstaklega til umræðu hér. Hér áður fyrr, þegar við hjónin vorum yngri, fór- um við oft í frí til Englands, einu sinni til Danmerkur, og þá að mestu leyti á eigin vegum. Einn Heklutúr til Glasgow var farinn á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins, 1949. I öllum þessum ferðum var ég oftast meira og minna undir áhrifum áfengis (bjórinn?), og þó einna mest í Hekluferðinni, og þá kemst ég loks að efninu. Arið 1973 fór ég ásamt konu minni, í okkar fyrstu „sólarlanda- ferð", loks hafði ég efni á slíkum ferðum, enda verið allsgáður í nokkur ár. Þessi fyrsta „sólarlandaferð" lá til Kanaríeyja og keypti ég farseðlana hjá Flugfélagi Islands, taldi mig ekki þurfa á aðstoð ferðaskrifstofu að halda. Að vísu komst ég að raun um að ég var að vissu leyti á vegum ís- lenzkrar ferðaskrifstofu meðan á dvöl okkar þarna stóð. M.a. bauð ferðaskrifstofan upp á allskonar ferðir um eyjarnar (ferðist núna, nóg að borga þegar þið komið heim), og fór ég í nokkrar þeirra. Sameiginlegt með öllum þessum ferðum var það, að vandlega var séð um að þræða þær leiðir, sem lágu um „fræg" veitingahús þar sem hægt var að éta óæta geitar- osta en aðallega að smakka á sem flestum víntegundum, en oft sleppt að heimsækja áhugaverða staði sem gaman hefði verið að skoða. Fyrsta daginn, á Kanaríeyjum, var allur hópurinn kallaður saman til að kynna „prógrammið" og þar var að „sjálfsögðu" séð um að nóg væri að drekka af áfengu glundri, frítt fyrir alla, og fararstjóri gleymdi aldrei að hrópa skál, með ekki of löngu millibili. Síðan end- aði ferðin á heljarmikilli „grísar- veizlu" þar sem víni var bókstaf- lega hellt oní fólkið. Við sem ekki drukkum, yngstu börnin og ég, fengum að vísu „Coke" en stundum var erfitt að útvega slíkan „óþverra". Ég fór í 4 slíkar ferðir til Kanaríeyja, alltaf með konunni og stundum var yngsta dóttir okkar einnig með, og átti hún, og við, oft í erfiðleikum með að forðast ýmsar „uppáhell- ingar" af áfengum drykkjum, þrátt fyrir það að hún væri þa að- eins krakki. Allar þessar ferðir voru mjög líkar í allri uppbyggingu og stíg- anda. Varð ég vitni að mörgum harmleik, þar sem góður ásetning- ur fór forgörðum vegna „gest- risni" þeirra sem skipulögðu ferð- irnar. Þar endaði mörg „fjölskyld- uferðin" sem stofnað var til í eft- irvæntingu og tilhlökkun, í skelf- ingu og sorg. Árið 1976 var síðasta ferðin far- in til Kanaríeyja, það sama ár þurfti ég að fara til Bandaríkj- anna og síðan hefur leið mín legið þangað árlega í sumarfríum mín- um. Ein ferð var þó farin, á vegum ferðaskrifstofu, og lá leiðin til Grikklands. Þarna var um aðra ferðaskrifstofu að ræða en ég hafði áður skipt við á Kanaríeyj- um, en þar endurtók sig mikið til sama sagan og áður er lýst, nema þarna voru ekki haldnar „grísa- veizlur". En fundurinn með hópn- um gleymdist ekki og þar var áfengi veitt af mikilli rausn og vel gætt þess að aðeins örfá orð voru sögð á milli „skála". Ekki margir ódrukknir eftir þann fund. — Ferðin var samt mjög skemmtileg því Grikkir eru svo elskuleg þjóð, þjóð sem lét ferðamanninn í friði, en reyndi ekki að troða inn á hann allskonar óþarfa. Lokin á þeirri ferð voru nær því að enda með leiðindum en með hörku og hótun- um tókst okkur að láta ferða- skrifstofuna standa við gerða samninga og ég komst heim í tæka tíð. En síðan hef ég ekki farið á vegum íslenzkra ferðaskrifstofa. Eg vil þó taka fram að flest af því starfsfólki hjá hinum ýmsu ferðaskrifstofum sem ég hef haft afskipti af, hefur verið alveg prýðilegt og lagt sig í líma við að þóknast duttlungafullum ferða- mönnum og oft haft miklar áhyggjur og armæðu af framkomu þessara skjólstæðinga sinna. Þetta starfsfólk fer aðeins eftir skipunum vinnuveitenda sinna, hvað allt skipulag snertir. Mínar árlegu ferðir síðan 1976, til Bandaríkjanna, hafa að mestu legið til sama staðar, St. Peters- burg Beach, Florida. Þó hef ég dvalið á fleiri stöðum þar, t.d. Sarasota, New Smyrna Beach, einnig Cape Cod, New Orleans o.fl. Konan og stundum yngsta dóttirin hafa verið, með, en alltaf höfum við ferðast á eigin vegum. Hvergi hef ég komið þar sem ég og við öll höfum mætt eins miklum vin- gjarnlegheitum og hjálpsemi, allir reiðubúnir til að aðstoða, ef beðið er um, og mikið væri gott að við Vandamál liðins tíma og líðandi stundar Eftir Hjalta Jónsson, Víðiholti Þegar talið var úr kjörkassa á Sauðárkróki við Alþingiskosn- ingarnar 1978 kom miði úr kass- anum með eftirfarandi vísum: ht-rfiA er rottrt og komio ao fmlli og kolbtteypu hlýtur ao fá Kanngirnismál er ao steypa af slalli þeim styttum er cnginn vill sjá. Ýmsu ad breyta <»g afnema galla, k þvi er nauosvn og þorf: Vel á ao launa þá verkamenn alla, sem vinna hin erfíou störf. Jofnuour jplli og rétlbeti ao rikja hvo ræti-st úr almennings hay I íilt-kjumonnum úr hátuetum vrkja er hagstjórnar köllun i da£. Þær voru merktar stöfunum HJV. Þá um vorið höfðu spellvirki verið unnin með ólöglegum hætti og hnefaréttur látinn ráða (út- flutningsbann Verkamannasam- bandsins) til að hnekkja gengi stjórnar Geirs Hallgrímssonar þrátt fyrir viðleitni þeirrar stjórn- ar til að bæta kjör þeirra lægst launuðu en halda í við þá, sem i hærri launastigum voru. Vísurnar munu hafa verið birt- ar í Mjölni 17. júní 1978, og að líkindum hafa alþýðubandalags- menn tekið þær sér til framdrátt- „Eru ekki flestir íslend- ingar meira og minna ruglaðir í ríminu? Mér virðist allt þeirra há- tterni, kröfuharka, sjálfshyggja, tiJlitsleysi um annarra hag og al- gert vanmat á stað- reynduiu, oft og einatt, sýna óumdeilanlega að svo hafí verið á Iiðnum árum og fari síst minnk- andi." ar, og byggt það á þessari máls- grein: Sanngirnismál er að steypa af stalli þeim styttum er enginn vill sjá. Þeir hafa talið að þar væri átt við fráfarandi ríkisstjórn. Sú mun þó ekki hafa verið meiningin, heldur átt við ýmsa þá stólpa og styttur, sem tróna hátt í valda- miklum stöðum í „kerfinu" t» beita bolabrögðum — ef annað bregst — til að halda í sína mjúku stóla og stöður, sem gefa þeim að- stöðu til að ganga flibbaklæddir dag- og árlangt án þess að dýfa hendi í kalt vatn, hirða sín laun á þurru — og væntanlega hærri en þeirra, sem þeir þykjast bera fyrir brjósti og eru ráðnir til að vinna fyrir — meðan þeir sem skítverkin vinna við undirstöðuatvinnuvegi þjóðarbúsins, sem öll yfirbygging- in (píramítinn) hvílir á, súpa dreggjarnar af veigunum. í kjallara Dagblaðsins & Vísis þann 18. júní sl. skrifar Vilmund- ur Gylfason athyglisverða grein, sem ráðherrar, leiðtogar atvinnu- rekenda, forkólfar Alþýðusam- bandsins, samninganefndarmenn 32ja og 72ja manna nefndanna — og yfirleitt allir aðrir, sem leiða hugann að þeim málum, sem þar er fjallað um, ættu að þaullesa og draga svo sínar ályktanir af. Greinin er rituð í léttum tón með bitru háði en þungri undir- öldu alvöru og ádeilu á kerfið og þann sýndarleik sem settur er á „svið" í útvarpi, sjónvarpi, blöðum og viðtölum og sem fjöidi manna er búinn að gera sér grein fyrir, að er ekkert annað er blekkingarvef- ur og látalæti. Þó að ég sé skoðunum Vilmund- ar ekki sammála nema að tak- mörkuðu leyti, vil ég eindregið hvetja menn til að lesa greinina og þá sérstaklega þann hluta, sem heyrir undir fyrirsögnina: Um hvað eiginlega? Þá vil ég leyfa mér að birta hér lokaorð greinarinnar: „Svo koma penir piltar, Þor- steinn og Ásmundur, og láta sem þeir séu að tala um kjaramál fólksins. Þá kemur Guðmundur J. og flytur sömu velluna, sem hann hefur flutt í þrjátíu ár. En sérhver ræða þeirra fjallar ekki um kjaramál nema á ysta yf- irborði. I þeim er dýpri tónn. Þeir eru að verja valdakerfi, verja völd sín og stofnana sinna. Þorsteinn og Ásmundur hafa auðvitað báðir rétt fyrir sér, þegar þeir segja þetta sem þeir segja alltaf: Launin hafa ekki haldið í við verðbólguna, kaupmátturinn hefur rýrnað. En þeir nefna ekki ástæðuna: Kerfið sem þeir sjálfir halda dauðahaldi í ** Svo mörg eru þau orð. Þarna er stungið í kýli, mein- semdina, sem þjáir þjóðfélagið og allir vita um, en flestir líta fram- hjá viljandi eða óviljandi, draga bara annað augað í pung og blína hinu út í bláinn. En það er ekki nóg að stinga í kýlið, það þarf að nema mein- semdina burt úr þjóðarlíkamanum og það fyrr en síðar. En þá er spurningin, hvað á að gera? Svarið er einfalt: Valdamenn þjóðfélagsins, ráð og nefndir eiga að setjast að samningaborði, ná samkomulagi um að kasta þessu „snarvitlausa" kerfi fyrir björg og byrja frá grunni, fyrst og fremst með hliðsjón af því að jafna hið gífurlega launamisræmi sem við- gengst í okkar litla þjóðfélagi, þar sem hátekjumennirnir hafa allt upp í fimm- til sexföld laun þeirra, sem erfiðisverkin vinna: Sjó- manna, iðnaðarmanna, almennra verkamanna, bænda o.fl. o.fl. sem vinna þau störf, er öll afkoma þjóðarbúsins hvílir á. Það hefur verið í gildi, er í gildi og mun verða í gildi — ef svo held- ur sem horfir — að: Hátekju- mönnum úr hásætum víkja er ha- gstjórnarköllun í dag. Það má láta sér koma margt í hug, setjum upp lítið dæmi af handahófi. Setjum svo, að lægst launaði verkamaðurinn hefði níu þúsund kr. í mánaðarlaun fyrir 40 klst. vinnuviku, hámarkið væru þau þreföld, kr. 27 þúsund. Gæti verkamaður lifað „mann- sæmandi" lífi af níu þúsundum, þá er burgeisnum engin nauð að lifa sínu hátekjumannslífi af 27 þús- undum. Hugsið ykkur breytinguna inn- an þjóðfélagsins, ef þetta, eða eitthvað í þessa átt, yrði stað- reynd. Allir Islendingar gætu lifað lúxuslífi, svo framt að atvinna yrði næg. Þjóðin sæi nýjar glæsisýnir og hillingar framtíðarinnar eins og Hannes Hafstein um aldamótin, hún yrði samstæð með örugga trú á mátt sinn og megin, gæði lands og gjöfulleik fiskimiða. Menn hættu að flýja land, (hér gæti ég hugsað mér að margir stansi við og segi sem svo, — landflóttinn myndi aukast — en það yrðu að teljast óþjóðhollir íslendingar, sem mættu fara veg allrar verald- ar og ættu ekki að eiga aftur- kvæmt, þegar allt væri komið í réttar skorður og batnandi lífskj- ör farin að segja til sín) lífsafkom- an batna, þjóðin lyfta Grettistök- um með einhug, festu og samstillt- um vilja, verðbólgubálið kulna, lífsgleði vaxa — og vonandi „Hrunadansinn" kringum hinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.