Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 18
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1982 Akurnesingarnir voru með þeim síAustu sem komu ríAandi á mótsstaAinn. Komu þeir um miðnjetti aðfaranótt fbstodags. Útlendingar sigruðu í GÆRKVÖLDI for fram fjrri hluti tilrauna KvrópumóLsins. Mikil eftirvænt- ing ríkti l>a-oi meðal keppenda og áhorfenda. Úm kvökfmatarleitið drógu keppendur um hesta og fengu peir pá afhenta klukkustundu áður en kcppnin hófst ílrslit í „Evrópumóti" urðu þessi: I fjórgangi: íslenskur, og upphófst þá samreið 1. Karly Zimgsheim frá Þýska- þessara knapa sem líktist meira landi á Dömu. 2. Unn Kroghen frá kappreiðum en yfirvegaðri fetsýn- Landsmót hestamanna að Vindbeimamehim — Frá Hildi Eiaaradóttnr, VaMimar KrisUnssyni og Krúrtjáai Erai Elíassyai, IjósmyBdara, S.júlí Hjólað á landsmót Hann kallar ekki allt ömmu sina hann Sigurður Karlsson trommari í hljómsveitinni Krioryk, sem kom hjólandi næstum 300 kílómetra leið fri Reykjavík til að komast á Landsmót hestamanna á Vind- neimamelum. Sigurð hittum við, þegar hann var að koma inn á móts- svæðio, búinn að hjóla frá Blöndu ósi að Vindheimamelum í einni lotu. Sú för tók hann 24 tima, enda var drengurinn orðinn nokkuð þreyttur þegar hér var komið og hugðist koma litla tjaldinu sínu upp og leggjast til svefns. Sigurður kvaðst aldrei hafa far- ið í slíka langför á hjóli fyrr, en þessi ferð tók hann ekki nema rúman einn dag. Hann hafði lagt af stað á miðvikudagskvöldi klukkan átta og var kominn á Vindheimamela snemma morguns á föstudegi. Prá Holtavörðuheiði að Blönduósi, fékk hann bílfar með stórum flutningabíl. Sagði Sigurður að ferðin hefði gengið í alla staði vel Til allrar hamingju hefði ekki sprungið, því hann hefði verið búinn að týna hjól- hestapumpu sinni. Aðspurður hvaða leið hefði verið erfiðust, sagði Sigurður að leiðin yfir Vatnsskarð hefði verið nokkuð strembin og fyrir Hvalfjðrð hefði það tekið hann 10 tíma að hjóla. Noregi á Hvin. 3. Sigurbjðrn Bárð- arson á Þokka. 4. Anna Svenson frá Svíþjóð á Kjarval. 5. Sandra Nieuwenijk frá HoIIandi á Snæ- kolli. í fimmgangi: 1. Jóhannes Hoyos frá Austur- ríki á Dropa. 2. Johnny Zigerlig frá Sviss á Nasa. 3. Bent Skuevold frá Noregi á Glæsi. 4. Marjolein Tiepen frá Hollandi á Randver. Keppnin fór vel fram, þar til undir lokin í úrslitum fimmgangs. Þá gerðist það að tveir keppendur óhlýðnuðust fyrírmælum dómar- ans og leiddi það til þess að vísa varð öðrum keppandanum af velli en hinn vissi upp á sig sökina og fór sjálfviljugur út af vellinum. Tildrög málsins voru þau að í upp- hafi keppninnar áttu keppendur að sýna fet eins og lög gera ráð fyrir. Annar áðurnefndra kepp- enda, sem er þýskur að þjóðerni, reið þá fast upp að hinum, sem er ingu. Leikurinn æstist stöðugt og voru viðkomandi knapar ítrekað beðnir að hægja hesta sína. Yfir- dómari gaf þeim þýska aðvörun, en hvorugur lét segjast og fór svo að lokum að tveir dómaranna gengu í veg fyrir Þjóðverjann og fjarlægðu hann af vellinum. Sá ís- lenski fór þá einnig út af. Þorvaldur Ágústsson yfirdóm- ari keppninnar kvaðst hafa gefið Þjóðverjanum eina aðvörun, en hann ekki látið segjast. Einnig kvað hann sárt tíl þess að vita að Islendingar skuli láta hafa sig út í slíkt sem þetta. Margir góðir knapar hefðu sóst eftir að fá að keppa fyrir íslands hönd en aðeins tveir útvaidir komist að. Hefði keppendunum verið lánaðir góðir hestar og lágmarkskrafa væri að þeir færu vel með þá og sýndu landsmótinu virðingu, en það gerði áðurnefndur Þjóðverji ekki, sagður Þorvaldur ennfremur. Góður arangur hjá tveim ungum, Fjðrai fri Kviabekk, 6 vetra, og eiganda hans og knapa, Tómasi Ragnarssyni, 17 ára. Þeir sigruðu í A-flokki gæðinga með einkunnina 8,69. Vel heppnuð sýning kynbótahrossa SÝNING kynbótahrossa fór fram í gær. Stóðhestar voru sýndir fyrir hádegi og hryssur eftir há- degi. Tímaáætlun stóðst vel og sýningarnar gengu vel fyrir sig, en þrátt fyrir leiðinlegt veður komu hrossin vel fyrir. Hæst bar að sjálfsðgðu afkvæmasýningu á stóðhestunum, sem keppa til heið- ursverðlauna, en þeir eru Hrafn 802 frá Holtsmúla og Þáttur frá Holtsmúla. Sennilegt er að Hrafn muni standa efstur. Afkvæmi hans vöktu mikla athygli fyrir mikinn vilja, vekurð og mynd- arskap. Stóðhestar sem einstakl- ingar komu vel út í sýningunni og greinilegt að menn leggja nú meiri áherslu á að hafa stóðhest- ana í góðu formi en áður. Hryss- urnar vom góðar að vanda. Á sunnudaginn verða kynbótahross- in sýnd á nýjan leik og verður þá dómunum Iýst. írskur kardináli tekur þátt í kaþólsku móti hér KAÞOLSKI söfnuðurinn hér hefur undanfarið verið að undirbúa 100 manna mót kaþólskra manna frá Norourlondum og frá Hamborg. Hefst það 22. júlí og stendur til 29. júlí. Hápunktur mótsins verður sunnudaginn 25. júlí er sungin verð- ur biskupsmessa í Kristskirkju með þátttöku kardinálans Tomas O'FÍa- ieh frá írlandi. I þeirri messu munu tveir prestsnemar meðtaka djákna- vígslu. Það verður dr. Henrik Frehen bískup sem setur mótið við messu í Krist.skirkju 22. júlí: Frá Félagi kaþólskra leikmanna hefur blaðinu borist eftirfarandi fréttatilkynning um mótið: „Dagana 22.-29. júlí verður haidið í Reykjavík mót kaþólskra manna frá Norðurlöndum og Hamborg. Kringum 100 manns sækja mótið, sem verður haldið í Háskóla íslands, hvað talað orð snertir. Gestirnir koma síðdegis 21. júlí, miðvikudag, skoða borgina og þjóðminjasafnið daginn eftir og þann dag, 22. júlí hefst sjálft mót- ið með því að dr. Hinrik Frehen biskup syngur messu í Krists- kirkju, kl. 18. Forseti íslands verð- ur viðstaddur þá messu. Um kvöldið, kl. 20.30, flytur Gunnar F. Guðmundsson cand. mag. erindi um upphaf kaþólskrar kristni hér eftir siðaskipti. Föstudaginn 23. júlí kl. 10, flyt- ur Paul Imhof SJ. dr phil., fyrir- lestur um anda fagnaðarerindis- ins og framtíð kirkjunnar og kl. 11 flytur Leif Carlsson dr. phil. er- indi um viðhorf, viðfangsefni og framtíðarhorfur kirkjunnar. Um kvöldið, kl. 20.30, talar Halldór Laxness um Maríu sögu. Dagana 23., 26. og 27. ræða starfshópar efni fyrirlestranna frá félagslegu og siðrænu, bók- menntalegu og sögulegu, og trúar- legu viðhorfi. Dagana 22., 23., 26. og 27. júlí verða sungnar messur í Krists- kirkju, kl. 18. Laugardaginn 24. júlí verður farin skemmtiferð um Þingvöll, til Gullfoss, Geysis og fleiri staða. Leiðsögumaður verður séra Heim- ir Steinsson. Sunnudaginn 25. júlí verður sungin biskupsmessa í Krists- kirkju með þátttöku Thomas O'Fiaich kardínála frá írlandi og allmargra presta. í þeirri messu meðtaka djáknavígslu þeir Hjalti Þorkelsson og Jacques Rolland. KI. 15 þann dag flytur kardínálinn erindi um írska trúboða í Evrópu. Kl. 20 verða kirkjutónleikar í Kristskirkju. Mánudaginn 26. júli, kl. 10, flyt- ur séra Jan Habets SMM erindi um samkirkjulegt starf. Kl. 11 flytur Elisabeth Peter, dr. theol. erindi um trúleysi og skeytingar- leysi um andleg mál. Kl. 20.30 flyt- ur Wilhelm Nyssen dr. phil, erindi með litskyggnum um kristinn sið til forna í Norður-Evrópu. Þriðjudaginn 27. júlí verða panelumræður kl. 10, og fjalla þær um lifandi sögu og tilveru manns- ins. Viðræðum stjórna Jónas Gíslason dósent, Jarl Gallén dr. phil. og Richardt Hansen dr. theol. Kl. 20.30. flytur Wilhelm Nyssen dr. phil. erindi með litskyggnum um forna list írskra munka. Miðvikudaginn 28. júlí verður farið til Akraness, kringum Hvalfjörð, á slóðir Kelta á íslandi. Leiðsógumaður verður Jónas Gíslason dósent. Fimmtudaginn 29. júlí verður Listasafn íslands skoðað. Gestirnir halda síðan heimleiðis 31. júlí." Ilnnið að uppsetningu sýaingartjalds i aýja sýaingarsalnum, sem Stjornubíó opnar að Laugavegi 9S. Nýr salur í Stjörnubíói í DAG tekur Stjörnubíó formlega í notkun nýjan sýningarsal, að Lauga- vegi %, en sýningar fyrir almenning hefjast á morgun, sunnudag. Salur inn er hundrað og tíu fermetrar og tekur 115 manns í sæti. Nokkrar breytingar hafa átt sér stað á and dyri Stjörnubíós, til þess aA koma inngangi aA þessum nýju salarkynn- um fyrir. Að sögn Þorvarðar Þorvarðar- sonar, forstjóra Stjörnubíós, verð- ur þessi salur notaður í þeim til- gangi að sýna þær myndir, sem aðsókn er farin að minnka að í stóra salnum. Þetta kvikmynda- húsaform, sem tekið hefur verið upp annars staðar hérlendis og víða erlendis, býður upp á betri sætanýtingu, aukna hagkvæmni í reksti, auk þess sem kostur er að sýna myndir yfir lengra ttmabil. Þá verður þessi nýi salur notaður undir sýningar á myndum, sem fyrirfram er vitað að eiga sér lít- inn áhorfendahóp. Við hönnun á salnum var lögð áhersla á að hafa þægileg sæti og nægilegt rými á milli sætaraða. Það er Aðalsteinn Richter, arkitekt, sem hannaði innréttingu. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.