Morgunblaðið - 18.07.1982, Síða 21

Morgunblaðið - 18.07.1982, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ1982 69 Mynd C»rl S. Junge af Poe við skriftir. f rammanum má lesa titla helstu verka hans. bókmenntamenn í Evrópu dáðu Edgar Allan Poe sem snilling. Sér- ílagi eftir að Baudelaire hafði lok- ið við franska þýðingu sína á verk- um Poes; sú þýðing hafði mikil áhrif á frönsku symbólistana. Iljóðagerð þykir Poe skara fram- úr í því að skapa áhrifamikið andrúmsloft með bragfræðilegum töfrabrögðum og heillandi hrynj- andi; einnig fyrir listilega hálf- kveðnar vísur, sem víða koma fyrir hjá honum. Hins vegar hefur honum verið fundið það til foráttu að orðaforði hans sé lítill, hann endurtaki sig, og sé of mikill rím- ari, taki hljóminn oft framyfir innihaldið. Séu talin upp fáein þekktustu ljóð Poes má byrja á Al Aaraf, sem hann orti tvítugur. Það þykir torlesið og fjallar um upphafningu sálarinnar. Stíll þess þykir heldur ekki aðgengilegur, en ljóðið allt um margt einkennandi fyrir Poe. To Helen orti hann tveimur árum síðar og syrgir þar, sem fyrr segir, Jane Stanard látna. Þetta er eitt af bestu ljóðum hans og ber með sér óvenjulega ögun og hógværð. Hrafninn er án efa frægasta ljóð Poes. Hann var á sínum tíma sakaður um að hafa stolið því meira eða minna, en lík- legt þykir að hann hafi fengið hrafninn lánaðan úr Barnaby Rudge eftir Dickens. Poe skrifaði sérstaka ritgerð, The Philosophy of Composition, þar sem hann lýsti aðferðum sínum við gerð Hrafnsins. Síðustu ljóð hans, eins og Ulalume, Eldorado og Annabel Lee fjalla mörg um vonlausa leit að hamingjunni, svo og dauðann, sem ævinlega var Poe hugleikið efni. Smásögur Poes standa ljóðum hans síst að baki. Frásagnar- gáfa hans var einstæð og hann vandaði ævinlega verk sín eins og hann framast mátti. Smásögunum er talið það fyrst til gildis, hve samfelldar og heillegar þær eru, svo hversu vel Poe heldur spenn- unni, þá fyrir hin tvímælalausu og algeru (loka)áhrif. Ennfremur þykir stíllinn afar unninn og hugsaður. Sögunum er stundum skipt í þrjá flokka: hrollvekjur, sögur um fegurð og loks rökrænar sögur. Eflaust hefur Poe samið hroll- vekjur sínar, vegna þess að þær voru örugg söluvara, en síður vegna þess, að þær hæfðu svo mjög skaplyndi hans og hugarfari. Hrollvekjurnar fjalla að meira eða minna leyti um afbrigðilega heilastarfsemi og sjúkt hugarfar, en þá hluti nýtti Poe einmitt manna best til að auka á hrylling- inn og áhrif hans. Af hrollvekjum má nefna The Tell Tale Heart, William Wilson og The Fall of the House of Usher. Sú síðastnefnda segir af taugasjúklingi sem sumir telja nokkra sjálfsmynd af Poe! Þær sögur sem hafa fegurð að efni og marki, mætti margar fremur kalla prósaljóð en smásög- ur, svo sem Ligeia og Eleonara. I sögum þeim sem nefndar eru rökrænar, kemur skýr og rökræn hugsun Poes vel í ljós. Af þessum sögum eru kannski þekktastar The Gold Bug, The Murders in the Rue Morque og The Mystery of Marie Roget. Tvær þær síðastnefndu brydduðu fyrst uppá tækni og að- ferðum leynilögreglusögu nútím- ans. Meðan Poe lifði var hann þekktastur fyrir gagnrýni sína. Hann var vígreifur í ritdóm- um og hlífði engum — sakaði með- al annars marga samtíðarhöfunda sína um ritstuld! Ennfremur var Poe alveg laus við þjóðskrum það sem útbreitt var um hans daga og dró aldrei óhæfilega taum banda- rískra höfunda. Gagnrýni hans er enn mikilvæg, því Poe studdist við ýmsar reglur og lögmál í dómum sínum. Poe vildi leggja áhersluna á þau heildaráhrif sem bókmenntaverk hefði á lesandann. Þessi áhrif vildi hann að réðu öllum búningi verks- ins og byggingu þess; réðu lengd- inni, tón, hrynjandi, orðaforða, söguþræði, nöfnum á söguhetjunr. Poe áleit fegurðina lokatakmark listarinnar og markmið. Ljóð átti ekki að troða einhverri tilbúinni speki upp á lesanda sinn, það átti að vera fegurðarverk knappt, sam- fellt og hrynjandin var þar þung á metum. Smásagan átti að hefjast í fyrstu línu, ef svo má segja, og hafa eins alger og tvímælalaus áhrif og unnt væri, vera stutt og mætti ekki hafa neina lausa þræði eða enda. Verk Poes munu geyma ótal dæmi um þessar reglur — þær hæfa Poe, en fáum höfundum öðrum. Jakob F. Ásgeirsson tók saman LEIGJENDUR MYNDBANDA ATHUGIÐ! Að gefnu tilefni skal það tekið fram að myndbönd merkt sUiAor eru eingöngu til heimilis- og einkanota hér á landi, en ekki til opinberrar birtingar svo sem skýrt er tekið fram á öllum myndböndum frá sUÍAOf. Opinber birting telst t.d. sýning í myndbandakerfum fjölbýlis- húsa, verslunum, veitingahúsum, vinnustöðum, fólks- flutningabifreiðum, skipum, flugvélum o.s.frv., hvort sem sýnt er gegn gjaldi eður ei. Fjölföldun á efni mynd- bandsins er með öllu óheimil, hvort sem er að hluta til eða í heild sinni. Brot á framanskráðu varðar lögsókn fyrir almennum dómstólum. sfcoioo f Omissandi tæki i viðskiptalíf inu Lamer Tramieioendur hata sérhœf t sig í tœkjum fyrir viðskiptaheiminn og henta þau vel öllum þeim sem vilja örugg og gðð vinnubrögð. Þeir framleiða allt frá litlum talritum upp í stórar skrifstofutölvur, sem geta geymt margskonar upplýsingar og sparað marga starfsmenn. Lanier auðveldar, flýtir og veitir þeim öryggi, sem vilja hafa rekstur fyrirtækja sinna sem bestan. LANIER - skrifstofutæki framtíðarinnar. Þú heldur aö þú getir veriö án þeirra, þar til þú hefur unnið með þeim. óf) Radíóstofan hf. l>órsgötu 14, símar 28377 - 11314 - 14131 8 5 •. 0

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.