Morgunblaðið - 18.07.1982, Síða 31

Morgunblaðið - 18.07.1982, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1982 79 Umsjón: Séra Karl Sigurbjömsson Séra Auöur Eir Vilhjálmsdóttir A ÍJ DROTTINSDEGI Kristnir Kínverjar lita björtum augum til framtíðar. versku kirkjuleiðtogar skýra einnig hversvegna svo margir urðu fyrir kristnum áhrifum og tóku kristna trú þrátt fyrir ofsóknirnar: „Þegar kirkjurnar voru lokaðar og ekki var iengur unnt að halda opinberar guðs- þjónustur, þá hafði kirkjan að- eins einn möguleika til að vitna um fagnaðarerindið: Orð okkar og líferni. Við komum saman til helgistunda á heimilum hver annars. Það gerum við reyndar enn, þótt kirkjur hafi nú víða verið opnaðar. Hússöfnuðurinn er nú eðlilegur hluti af lífi kín- verskrar kristni. Djörfung ein- staklingsins til að bera fagnað- arerindinu vitni í sínu daglega lífi er veigamesti þátturinn í lífi og starfi kínversku kirkjunnar. Þrátt fyrir þjáningar og KÍNA: Lifandi kirkja „Ég hef 500 þátttakendur i Biblíuleshópum og um það bil 300 á trúfræðslunámskeiði, sem undirbýr þá til að geta tekið skírn," sagði séra Tsai, aldraður kínverji, sem er prestur í Han- chow, og einn forystumaður Kirkjuráðs Kína. Hann og sjö aðrir kínverskir kirkjuleiðtogar heimsóttu á sl. ári kirkjulega ráðstefnu í Hong Kong og lýstu högum kirkjunnar í Kína, kirkju, sem í tæpa þrjá áratugi var grimmilega ofsótt af stjórn- völdum og gjörsamlega afskorin öllu samneyti við trúbræður utanlands. Árið 1979 var leyft að opna kirkjur á ný í Kína og halda guðsþjónustur og nú safn- ast þúsundir til guðsþjónustu, þar á meðal eru þeir ótrúlega mörgu, sem voru virkir safnað- armeðlimir fyrir valdatöku kommúnista og féllu ekki frá þrátt fyrir kerfisbundnar og blóðugar ofsóknir. Hins vegar bætast svo við fjölmargir nýir, sem litla þekkingu hafa á krist- inni trú og eru óskírðir. Fræðsla og skírn eru því mikilvægustu verkefni kínversku kirkjunnar um þessar mundir. Þessir kín- ofsóknir einstaklinga og hópa, er kirkjan í Kína sterkari nú en fyrir byltingu Maós. Kristnir menn hafa lært að standa á eigin fótum án stuðnings utan frá. Kristnir menn í Kína hafa lært að bera sjálfir ábyrgðina á því að vitnisburðurinn um Jesú Krist berist áfram, og hafa lært að vinna saman og tilbiðja sam- an. Mótmælendur í Kína mynda eina kirkju, sem er fyrst og fremst kirkja kínverja sem ber ábyrgð á því að Jesús Kristur verði kunnur í Kína, á hann trú- að og hann tilbeðinn. Skjótur til sátta 6. sunnudagur eftir trinitatis Matt. 5. 20—26 Prestastefnan nú í ár fjallaði um frið. Fjarskalega hlakkaði ég til að fylgjast með því hvernig það myndi gert. Skyldi verða talað um vígbúnað og afvopnun, um friðarhreyfingar? Skyldi verða talað um frið milli granna, frið heima, frið í sálu og frið við Guð? Skyldi verða talað um frið milli ríkra þjóða og snauðra, milli fólks í mismunandi launaflokkum og frið mitt í streit- unni? Mig óraði ekki fyrir því hvernig talað myndi um frið. En um allt þetta var rætt og enn miklu fleira. Sá friður, sem kirkjan boðar, er friður Guðs. Slík var niðurstaðan. Friður er ávöxtur réttlætis. Drottinn er uppspretta réttlætisins, friðarins og kærleikans. Smámunir hversdagsins og hin afar flóknu heimsmál eru ekki utan, ofan eða neðan við áhrifasvið Guðs, lífið skiptist ekki í hin friðsælu mál Drottins og hin ólgandi mál hversdagsins. Allt er Guðs. Guðspjallið í dag hefur í nýju biblíuútgáfunni yfir- skriftina: Skjótur til sátta. Okkur er ráðlagt að vinna friðarstarf í eigin hópi. Það er oft ógnarlega erfitt. En Guð heitir hjálp og sigri, þess vegna er okkur það ekki ómögulegt. Og skyldi ekki hver sá, sem vinnur að friði næst sjálfum sér, hafa einhver áhrif til friðar fjær sér líka? Tíu boðorð ferðamannsins í 3. heiminum 1. Vertu auðmjúkur frammi fyrir fólkinu og lífsháttum þess og menningu. Það á sína sögu og fortíð, eins og þú og þitt land. 2. Vertu næmur gagnvart tilfinn- ingum annarra, sérstaklega þegar þú tekur myndir. 3. Æfðu þig í að hlusta og taka eftir. Það er mikilvægasta er það eitt að heyra og sjá. 4. Þú skalt ekki aðeins sækjast eftir sólbaðsströndum, heldur reyna að kynnast fólkinu í landinu, lífsmáta þess og hög- um. 5. Reyndu að kynnast siðvenjum landsmanna. 6. Við höldum svo oft að við vit- um allt svo miklu betur og eig- um svör við öllu. Æfðu þig í að spyrja þess í stað. 7. Minnstu þess að þú ert einn þúsunda ferðamanna í landinu. Þú átt enga heimtingu á því að fá allar óskir þínar uppfylltar. 8. Þegar þú verslar, þá minnstu þess, að lágt verð fyrir góða vöru stafar oftast af því, að laun þeirra sem framleiða vör- una eru svo lág. 9. Gef engin loforð, sem þú ert ekki fullkomlega viss um að geta staðið við. 10. Gefðu þér tíma til að íhuga viðburði dagsins. Það sem auðgaði þig, varð ef til vill til að skaða og auðmýkja aðra. Kirkjurnar verða að axla sinn hluta þeirrar ábyrgðar að reyna að minnka neikvæð áhrif hins örtvax- andi ferðamannastraums frá auð- ugum Vesturlöndum til fátækra þjóða þriðja heimsins. Þess er vænst að Alkirkjuráðið láti nú ferðamál æ meir til sín taka í ná- inni framtíð. Indíánakona með barn sitt. Nauðungaruppboð Aö kröfu skiptaréttar Kópavogs veröur haldiö opinbert nauöungaruppboö á eignum þrotabús Borgarholts hf., (skemmtlstaöurlnn Manhattan) mánudaginn 19. júli 1982 kl. 14, í húsakynnum skemmtistaöarins aö Auöbrekku 55, 3ju hæö Seldar veröa allar innréttingar tilheyrandl skemmtlstaönum. svo og allt innbú og lausafé, sem fylgdl rekstrlnum, svo sem glös, ýmiss konar áhöld, Ijós, loftræstikerfi, gólfteppl, ryksuga, kaffikönnur, ísskápar, stálstigar utanhúss o.ft. Uppboösskilmálar liggja frammi á skrlfstofu uppboöshaldara. aö Auöbrekku 57, en þar veröa gefnar allar frekari upplýsingar. Greiösla farl fram vlö hamarshögg. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Sumarbústaður til sölu á eftirsóttum staö í Grafningrtum viö Þingvallavatn. 47 fm. Veiöileyfi fylgir. Landiö er 'A ha afgirt. Þeir sem hafa áhuga sendi góöfúslega nafn sitt og síma- númer undir merkinu: „Þingvallavatn — 3240“ til augl.d. Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.