Morgunblaðið - 27.07.1982, Page 1

Morgunblaðið - 27.07.1982, Page 1
162. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Bandaríkjastjórn sendir hvalveiðiþjóðum viðvörun: Hótar að banna allan innflutning á fiski Yasser Arafat, leiðtogi PLO, í hópi bandarískra þingmanna úr flokki repú- blikana í Beirút á sunnu- daginn. Við hlið Arafats stendur Mary Rose Oakar frá Ohio, síðan kemur Paul McCloskey, sem er frá Kaliforníu, og loks Nick Rahall frá V-Virg- iníu. AP-símamynd. „Höfum þrjá mánuði til að athuga málið“ — segir Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra YY&shington, 26. júlí. AP. BANDARÍKJASTJÓRN lýsti því yf- ir í dag að varðandi fískinnflutning til Bandaríkjanna og fiskveiðar við Bandaríkin kynni að verða gripið til refsiaðgerða gegn þeim þjóðum sem héldu áfram að veiða hval eftir að allsherjar hvalveiðibann gengi í gildi árið 1986. John V. Byrne, aðal- fulltrúi Bandaríkjanna hjá Alþjóða- hvalveiðiráðinu, sagði þetta i Wash- ington í dag og tók fram að í Banda- ríkjunum væru í gildi lög sem heim- iluðu bann við fiskinnflutningi frá landi sem ekki hlítti slíku banni sem hér um ræðir, svo og allt að helm- ings skerðingu á fiskveiðikvóta sem viðkomandi þjóð hefði leyfi fyrir á miðum Bandaríkjamanna. „Við höfum þrjá mánuði — níutíu daga — til að athuga máiið," sagði Steingrímur Hermannsson, sjávar- útvegsráðherra þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á þessari aðvörun Bandaríkjastjórnar, „og það eru mörg meira aðkallandi mál sem bíða en þetta. Það sér hver maður að við mundum ekki þola að lokað yrði fyrir fiskútflutning okkar til Banda- ríkjanna. Enn sem komið er hef ég aðeins haft tækifæri til að ræða málið við formann íslenzku hval- veiðinefndarinnar, en bíð eftir að geta kallað hana alla saman til að fá fullnaðarskýrslu um málið." * * Iran — Irak: John V. Byrne kvaðst í dag vera þess fullviss að allar þjóðir mundu virða hvalveiðibannið, enda þótt Japanir og Norðmenn hefðu þegar lýst því yfir að þeir hyggðust hafa það að engu og halda áfram hval- veiðum. Yrði hinsvegar um brot á banninu að ræða kvað hann „mjög líklegt að um refsiaðgerðir yrði að ræða. Hann benti á að ríki sem and- víg væru banninu hefðu níutíu daga frest til að koma á framfæri mót- mælum sínum og kvaðst hann viss um að á þeim tíma yrði haldið áfram samningaviðræðum í því skyni að hjálpa hvalveiðiþjóðum til að laga sig að breyttum aðstæðum og sjá til þess að Alþjóðahvalveiði- ráðið haldi virðingu sinni. Næstu níutíu dagar verða jafnmikilvægir og síðustu þrír dagar," bætti hann við og vitnaði þar til ráðstefnunnar í Brighton i síðustu viku þar sem hvalveiðibann var samþykkt með 25 atvæðum gegn sjö, en fimm þjóðir sátu hjá og voru íslendingar í þeim hópi. Aður en atkvæðagreiðsla fór fram höfðu Japanir og Norðmenn lýst því yfir að þeir mundu virða bann að vettugi vegna ónógra vís- indalegra upplýsinga um réttmæti hvalveiðibanns, en ásamt Sovét- mönnum sem einnig greiddu at- kvæði gegn banninu, veiða Norð- menn og Japanir um 90% af öllum hval sem veiddur er í heiminum. Síður hætt við að átökin breiðist út — aö dómi bandarísku leyniþjónustunnar \Ya.shington, 26. júlí. AP. BANDARÍSKA leyniþjónustan telur nú síður ástæðu til að hafa áhyggjur af því að styrjöld írana og íraka breiðist út, en að undanförnu hefur hvorki gengið né rekið í átökum þeirra, að því er fram kom í Washington í dag. Um helgina kom einungis til minni háttar átaka í jaðri víglínunnar suðaustast í írak, en íranir sem réðust inn í írak fyrir tveimur vikum hafa enn á valdi sínu ræmu meðfram landamærum ríkjanna og er þessi ræma hvergi breiðari en þrír kílómetrar, að sögn heimildarmanna innan bandarísku leyniþjónust- unnar. Fyrst eftir að Iranir gerðu inn- rás þessa komust þeir um 15 kíló- metra inn fyrir landamærin, í átt að takmarki sínu, Basra, sem er mikilvægasta olíuhöfn íraka. Samkvæmt sömu heimild tókst ír- ökum síðan að flæma innrásarlið- ið til baka að landamærunum, og alla síðustu viku hefur staðið í stappi án þess að til meiriháttar átaka kæmi. í augum bandarísku leyniþjón- ustunnar mun þetta vera hagstæð þróun, þar sem líkur minnka á því að írönum takist að koma sér svo fyrir að öðrum löndum við Persa- flóa standi ógn af þeim. Athygli vekur að síðustu daga hafa íranir í auknum mæli beitt vopnum sem geta greitt fótgönguliði Ieið, en ír- önsku fótgönguliði varð verulega ágengt við að reka íraka á flótta eftir innrás þeirra í íran 1980. Engar áreiðanlegar tölur um mannfall liggja fyrir, en banda- ríska leyniþjónustan áætlar að í bardögum í þessari lotu kunni um 8 þúsund íranir að hafa fallið og eitt þúsund írakar. Talið er að ír- akar og íranir hafi á að skipa um 100 þúsund manna liði, hvorir um sig, á ófriðarsvæðunum. Líbanon: Mannfall mikið eftir tvær árásarlotur úr lofti og návígi Beirút, Tel A»i», 26. júli. AP. ELDUR gaus upp í bækistöó Frelsis- samtaka Palestínumanna þar sem Yasser Arafat var staddur eftir að ísraelskar herþotur gerðu loftárásir á Beirút fimmta daginn í röð. PLO- samtökin segja að 54 hafi látið lífið eða særzt í árásunum i dag og sé trúlegt að tala látinna eigi eftir að hækka verulega þvi að björgunar- sveitir séu önnum kafnar við að grafa fólk undan rústum húsa sem hafi eyðilagzt. Loftárásirnar, sem stórskotalið fylgir eftir, voru i tveim- ur lotum í dag. Fyrstu israelsku þot- urnar voru komnar yfir V-Beirút kl. 12.42 að íslenzkum tíma, en síðari árásin hófst kl. 19. Fréttaritari AP segir að ísraelskt stórskotalið hafi haldið uppi linnu- lausri skothríð meðan á loftárásum stóð og hafi eldur komið upp víða í borginni. Hvor árásarlota um sig stóð klukkustundum saman. Palestínumenn skutu fjölda loft- varnaeldflauga að þotum ísraels- manna en þoturnar hafa sjálfvirkan útbúnað sem breytir stefnu slíkra flauga þannig að þær missa marks. ísraelsmenn segja að allar þotur þeirra hafi skilað sér aftur úr leið- angrinum. Lundúnum, 26. júlí. AP. PHILIP Habib, sérstakur sendimaður Bandaríkjaforseta, er farinn aftur áleið- is til Miðausturlanda eftir fundahöld með Hussein Jórdaníukonungi og Francis Pym utanríkisráðherra Breta í Lundúnum í dag. Hussein lýsti þvi yfir við fréttamenn í kvöld að viðræður þeirra Habibs hefðu verið mjög gagn- íegar, en varðist frekari frétta. Hussein vildi hvorki játa þvi né neita að hann væri reiðubúinn til að veita viðtöku hluta þeirra átta þúsund l’alestínu- manna sem eru í herkvi í Beirút. ísraelskur höfuðsmaður hættir Eli Geva, háttsettur foringi í her ísraels í Líbanon, baðst í dag lausn- ar þar sem hann kvaðst ekki treysta sér til að horfast í augu við harmi lostna foreldra og segja þeim að synir þeirra hefðu fallið í átökum sem hann teldi að unnt hefði verið að komast hjá. Geva er af frægri hermannaætt, en í yfirlýsingu ísraelshers um málið er þess getið að afstaða hans hafi vakið mikla reiði undirmanna hans. Geva stjórnaði árásum á borgina Sídon á dögunum en hermenn hans eru með- al þeirra sem nú sitja um Beirút. Enn styrkist staða Begins Menachem Begin forsætisráð- herra ísraels hefur nú öruggan meirihluta á þingi, eftir að þrír þingmenn mjög eindreginna þjóð- ernissinna gengu til liðs við hann í dag. Þetta er í fyrsta sinn síðan í kosningunum í fyrra að Begin styðst við öruggan meirihluta á þinginu, þar sem 120 eiga sæti og stjórnin hefur nú 64 til að styðjast við í stað 61 áður. Fundur Habibs og Husseins stóð í tæpa klukkustund en síðan fór Habib að hitta Pym. Brezka utanríkisráðu- neytið segir að Pym hafi óskað eftir upplýsingum Habibs um gang til- rauna hans til að leysa deiluna um hina umkringdu Palestínumenn í Beirút. Ekki er vitað hvert för Habibs frá Lundúnum er heitið, en haft er eftir ónafngreindum heimildarmönnum að hann sé á leið til ísraels. Hvíta húsid um yfirlýsingu Arafats: „Fullnægir ekki skilyrðum Bandaríkjanna“ Washinglon, 26. júlí. AP. TALSMAÐUR HvíU hússins, Larry Speakes, kvað upp úr með það i kvöld að skrifleg yfirlýsing Yasser Arafats, leiðtoga PLO, um „viður- kenningu á öllum ályktunum Sam- einuðu þjóðanna varðandi Palest- ínumenn", fullnægði ekki skilyrðum Bandaríkjastjórnar fyrir viðurkenn- ingu hennar á Frelsissamtökum Pal- estínumanna. Speakes sagði að Bandaríkin mundu ekki viðurkenna PLO fyrr en samtökin féllust á til- teknar ályktanir Sameinuðu þjóð- anna og viðurkenndu tilverurétt fsraelsríkis. „Við höfum gefið til kynna að þetta þurfi að koma fram á skýran og óumdeilanlegan hátt og yfirlýs- ing Arafats nú uppfyllir ekki þessi skilyrði,“ sagði Speakes um leið og hann tók fram að af hálfu Banda- ríkjastjórnar hefði ekkert verið gert til að fá Arafat til að skýra ummæli sín frekar, en ef Arafat sjálfum þætti ástæða til væri ekk- ert því til fyrirstöðu að hann gæti komið því á framfæri sem hann vildi sagt hafa. „Séu skilyrði okkar uppfyllt þá erum við reiðu- búnir að ræða við þá,“ sagði Speakes og lét þess getið að Bandaríkjastjórn kæmi ekki auga á neitt nýtt í yfirlýsingunni sem Arafat lét í té hópi bandarískra þingmanna sem eru á ferð í Beir- út. Sjá nánar á bls. 19. „Mjög gagnlegar viðræður“ — segir Hussein um fund með Habib

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.