Morgunblaðið - 27.07.1982, Page 12

Morgunblaðið - 27.07.1982, Page 12
1 2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1982 Banki páfastólsins dregst enn inn í fjármálahneyksli Bankinn í Vatikaninu er eini bankinn á Ítalíu, sem hef- ur opið á laugardögum. Hann er opinn á hverjum degi, nema á sunnudögum og hátíðisdög- um kirkjunnar, frá klukkan 9 á morgnana og fram eftir degi. Hann er til húsa í turni Sixtus- ar 5, sem stendur við hlið páfa- hallarinnar. Húsakynnin eru glæsileg, en þar er fátt um hús- gögn og aðra innanstokks- muni. Bankinn er þekktur undir nafninu Istituto Per Le Opere di Religione (IOR). Píus páfi XII stofnaði hann árið 1942 í því skyni, að „hafa með hönd- um“ umsjón, varðveizlu og stjórnun fjármuna, sem varið skyldi til starfsemi trúaðra manna“. Áður var starfandi í Vatikaninu vísir að banka sem Leo páfi XIII setti á stofn árið 1887, og runnu eignir hans og skuldir til hins nýja banka. Það er ekkert venjulegt fólk, sem á viðskipti við bankann. Viðskiptavinir eru um 7.000 tals- ins, og þeir eru ýmist prestar, nunnur, biskupar, kardínálar og ýmsir aðrir, sem eiga búsetu í Páfagarði. Ennfremur njóta sendiherrar í og frá Páfagarði viðskipta við bankann, sem og örfáir auðugir og varkárir ítalir. Bankinn lætur í té fullkomna bankaþjónustu á alþjóðlegan mælikvarða. Þar sem starfsemi hans fer í rauninni ekki fram á ítalskri grund, þarf hann ekki að lúta ítölskum gjaldeyrisreglum, en það þýðir, að viðskiptavinir hans njóta þeirra forréttinda að geta fært fé frá einu landi til annars með leynd. Slíkt leyfist ekki almennum borgurum á Ital- íu. Undanfarin 12 ár hefur Marc- inkus, erkibiskup, veitt bankan- um forstöðu. Hann beitti sér mjög fyrir því, að færa starfsemi hans í nýtízkulegt horf. Þar er m.a. talsverð tölvuvæðing og fjölgun hefur orðið á sérfróðu starfsliði, sem er menntað á ver- aldlega vísu. Fólk þetta er í stöð- ugu sambandi við helztu banka og verðbréfamarkaði í Vestur- Evrópu og Bandaríkjunum. Á dögum Píusar páfa XII hafði bankinn viðskipti við all- mörg fyrirtæki, sem lutu að ein- hverju leyti stjórn aðalsmanna í Róm, er höfðu misjafnt orð á sér. Voru þeir einatt tengdir páfan- um á einhvern hátt. Þar á meðal var Carlo Giulio prins, Marcant- onio Pacelli, Giovanni Battista Saachetti markgreifi og Mass- imo Spada. Jóhannes páfi XXIII breytti valdahlutföllum í bankanum, kirkjunnar mönnum í hag, og á dögum Páls VI var dregið úr fjárfestingu bankans í ítölskum fyrirtækjum. Þess í stað tók bankinn í auknum mæli þátt í fjárfestingu á alþjóðamarkaði, en sneiddi gaumgæfilega hjá ðll- um fyrirtækjum, er á einhvern hátt voru bendluð við vopnasmíð eða framleiðslu getnaðarvarna. Vatikanið skaðaðist illilega á viðskiptum sínum við ítalska kaupsýslumanninn Michele Sin- dona, fyrstu árin, sem Marcink- us erkibiskup var stjórnar- formaður bankans. Banki Sin- dona varð gjaldþrota og er talið, að þar hafi IOR glatað mörgum tugum milljóna. Sindona afplán- ar nú 25 ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum fyrir banka- misferli. Fjárhagsstaða Vatikansins er nú bágborin og ber þar ýmislegt til. Verðbólga hefur leikið hana grátt og kostnaður við æðstu stjórn rómversk-kaþólsku kirkj- unnar hefur farið ört vaxandi. Embættismenn Páfagarðs hafa skýrt frá því, að greiðsluhalli á síðasta ári hafi verið rúmlega 260 milljónir króna, og áætlað er að hallinn fari upp fyrir 300 milljónir á yfirstandandi ári. Jóhannes Páll páfi hefur skip- að nokkra kardínála i sérstaka fjárhagsnefnd til að gera yfirlit yfir fjárhag Páfagarðs. Eftir fund nefndarinnar fyrr á þessu ári var gefin út greinargerð, þar sem sagði, að hingað til hefðu “höfðingleg fjárframlög„ frá trúðuu fólki um heim allan, ver- ið notuð til að mæta greiðslu- hallanum. En ef til vill eru hinir trúuðu ekki óðfúsir til að greiða skuldir, sem stofnað hefur verið til, vegna þess að æðstu menn Vatikansins hafa ekki getað stjórnað bankamálum sínum al- mennilega. Á launaskrá í Vatikaninu eru 5.179 manns, þar á meðal prestar á eftirlaunum. Bróðurparturinn af árlegum fjárframlögum til Vatikansins kemur frá Banda- ríkjunum og Vestur-Þýzkalandi. En þar sem engin handbær skjöl um starfsemi bankans eru til, byggjast upplýsingar um hann nánast eingöngu á getgátum. Fyrir nokkrum árum skýrði svissneskt dagblað frá því, að Vatikanið ætti um 500 milljarða sterlingspunda. Dagblaðið í Vatikaninu vísaði þessum upp- lýsingum algerlega á bug og sagði að þær væru einber heila- spuni. — Fjármunir páfastóls nema ekki einu sinni einum hundraðshluta af þessari upp- hæð, — sagði í blaðinu, en það er hálfopinbert málgagn Vatikans- ins. Sem stendur á páfinn í erfið- leikum vegna launagreiðslna. Leikmenn, sem starfa í Páfa- garði, hafa nýlega stofnað með sér verkalýðsfélag. í júnímánuði sl. vísuðu félagsmenn á bug til- lögum um launahækkun frá Marcinkus erkibiskup og hótuðu verkfalli. Og þá hefur enn eitt leiðinda- málið skotið upp kollinum við banka Vatikansins. Telja sumir, að það geti leitt til afsagnar Marcinkusar erkibiskups, en hann hefur verið trúnaðarvinur páfa, og talinn koma til greina sem kardínáli. Nú er verið að rannsaka meinta hiutdeild hans í fjármálahneyksli, er tengist stærsta einkabanka á Ítalíu, Banco Ambrosiano. 18. júní sl. fannst lík manns við Blackfriars-brú í Lundúnum og hafði viðkomandi greinilega hengt sig. Við eftirgrennslan kom í ljós, að þetta var Roberto Calvi, fyrrum formaður Banco Ambrosiano. Italska ríkisstjórn- in hafði beðið hann að gera grein fyrir hvarfi 1,4 milljarða dollara úr sjóðum bankans. En hvernig tengist Marcinkus og IOR máli þessu? Því er til að svara, að IOR á 1,6% hlutabréfa í Banco Am- brosiano, en eins og fram hefur komið, hefur Marcinkus erki- biskup farið með stjórn bankans um árabil. Alvarlegra er þó, að fjármálayfirvöld á Ítalíu full- yrða, að erkibiskupinn hafi veitt Roberto Calvi „verndarbréf" — eins konar fjárhagslega trygg- ingu, sem Calvi hafi notað til að útvega lán til vafasamra fyrir- tækja í Rómönsku Ameríku. Einhverra hluta vegna neitaði Marcinkus snemma í júní sl. að auka þessar fjárhagsiegu trygg- ingu. Skýrt hefur verið frá því, að Marcinkus hafi dregið sig út úr stjórn dótturfyrirtækis Am- brosiano í Nassau eftir að líkið af Calvi fannst. Fjármála- ráðherra Italíu hvatti nýlega til þess í ítalska þinginu, að Páfa- garður gerði grein fyrir viðskipt- um sínum við Ambrosiano. Því hefur og verið fleygt að Marcink- us erkibiskup eigi yfir höfði sér ákæru fyrir sviksamlegt athæfi vegna bankastarfsemi sinnar. Á fundi með fulltrúum itölsku ríkisstjórnarinnar og embættis- mönnum Páfagarðs viðurkenndi Marcinkus að hafa látið Galvi í té verndarbréf, er hann óskaði eftir því. Hins vegar dró hann fram bréf, undirritað af Galvi, þar sem banki Vatikansins er sagður laus undan allri fjár- hagslegri ábyrgð. En Vatikanið hefur ákveðið að rannsaka mál þetta grannt og hefur forsætis- ráðherra þess, Casaroli kardín- áli skipað sérstaka rannsóknar- nefnd. Slíkt er nánast einsdæmi í Páfagarði. Þeir fjármunir, sem Roberto Calvi gat ekki gert grein fyrir munu hafa runnið til fyrirtækja í Panama fyrir einhvers konar milligöngu IOR. Enginn virðist vita, til hvers þeir voru notaðir, en talið er að þeir hafi á ein- hvern hátt stuðlað að kaupum bankans á hlutabréfum Abrosi- ano-fyrirtækjanna. Aðalbanki Ambrasiano og ríkisstjórn Ítalíu reyna nú að fá bankann í Vati- kaninu til að endurgreiða þetta fé, en óljóst er enn, hvaða stefnu mál þetta mun taka. Byggt á Observer, Newsweek og Economist. Roberto Cthi, stjórnarformaður Ranco Ambrosiano, sem fannst hengdur í London. Marcinkus erkibiskup og Jóhannes Páll II páfL Kostir prósaljóösins Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson DIKTAREN om sin dikt nefnist árbók sænska Ijóðaklúbbsins FIBs Lyrikklubb. Þetta er annað bindi, en fyrsta bindið kom út fyrir mörgum árum. Titillinn er óneitanlega forvitni- legur. I árbókinni segja fimmtán sænsk skáld frá lífi sínu og skáldskap. Hver er betur til þess fallinn að varpa ljósi á ljóð og skýra tilefni þess en skáldið sjálft? Þannig spyr ritstjóri bókaflokksins, Börje Lindström, í formála. Lindström kveðst vona að árbókin veiti ekki aðeins innsýn í líf skáldanna og skáldskap þeirra heldur megi henni auðnast að leiðbeina hinum mörgu viðvaningum sem fást við skáldskap, þeir átti sig betur á að- ferðum skáldsins og þætti máls- ins. Tvö gömul skáld hafa óneitan- lega nokkra sérstöðu í bókinni: Jo- hannes Edfelt og Artur Lundkvist. Johannes Edfelt hefur aldrei verið fyrir málalengingar, skýring hans á ljóðinu Söngur í Pireus er ekki nema ein og hálf síða. Þetta ljóð fjallar um Grikkland, klassíska evrópska menningu eins og svo margt hjá Edfelt. Ljóðið varð til í Grikklandsferð og lýsir annars vegar glæsileik fortíðarinnar og eymd samtímans, hvernig þessi andstæðu skaut verka á skáldið. Artur Lundkvist sem hefur varðveitt æsku sína betur en mörg sænsk skáld, er alltaf nýr í bókum sínum og gífurlega afkastamikill, kallar sitt framlag Til móts við prósaljóðið. Eins og flestir vita er prósaljóð viss tegund Ijóðlistar, oft á mörkum ljóðs og frásagnar. Baudelaire og Rimbaud ruddu prósaljóðinu braut í Frakklandi og höfðu mikil áhrif og hafa enn. Meðal brautryðjenda nefnir Lundkvist Ossian, Young, Novalis og Bertrand. í Frakklandi varð prósaljóðið eftirlætisform skálda eins og Parse, Jacob, Michaux og Char. Prósaljóðið var í miklu uppáhaldi hjá súrrealistum. Arthur Lundkvist hefur sent frá sér margar bækur með prósaljóð- um. Kosti prósaljóðsins telur hann þá að þau hafi beinni skír- skotun en háttbundnari ljóð, séu ekki eins mælsk og laus við ofríki hrynjandinnar. Prósaljóðið getur verið ákaflega ljóðrænt í eðli sínu, en skáldinu leyfist líka að fara inn á svið prósahöfundarins. Margir skáldsagnahöfundar hafa nálgast prósaljóðið, stundum eins og í keppni við ljóðskáldið. Hvað sem skáldskap líður, segir Lundkvist, Artur Lundkvist þá er ljóðið ekki háð takmörkun- um formsins. Meðal athyglisverðari prósa- Ijóðskálda á Islandi er Sigfús Daðason, enda tengdur franskri menningu sterkari böndum en margur annar. Diktaren om sin dikt er opinská bók og segir okkur til dæmis heil- mikið um nýja skáldakynslóð í Svíþjóð: Rolf Aggenstam, Tobias Berggren, Ernst Brunner, Eva Runefelt, Niklas Rádström og Eva Ström. Hér er hreinskilnislega og af einlægni lýst tilurðum ljóða og ýmsum sjónarmiðum í skáldskap. Tobias Berggren gengur svo langt að bera einkalíf sitt á torg, en á eftir skilur maður betur hinn flókna skáldskap hans sem meðal annars sækir margt til T.S. Eliots. Einkalífið má vitanlega ekki verða til þess að skáldskapurinn gleymist og skáldið verði viku- blaðahetja. Hneykslið verði eftir- sóknarvert í sjálfu sér. En skáld eru líka menn og það er í skáldinu sem margir vilja sjá sjálfa sig eða þykjast gera það. Þeim sem halda að sænskur skáldskapur sé mjög alvörugefinn eða leiðinlegur öðru nafni, skáldin upptekin af heimsfrelsun, væri hollt að líta í Diktaren om sin dikt. Þessi bók er til marks um ánægjulega þróun sænskrar ljóð- listar. Skáldið kemur til móts við lesendann. En hvað gerir lesand- inn?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.