Morgunblaðið - 27.07.1982, Page 14

Morgunblaðið - 27.07.1982, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ1982 PÓLÝFÓNKÓRINN ÁSPÁNI Morgunblaðið ræddi við nokkra af þeim sem þátt tóku í söngför Pólýfónkórsins um Spán, að henni lokinni, og birtast viðtölin hér á eftir. Nancy Argenta sópran: „Frábært fólk í þessari ferð“ „ÞKTTA var vissulega mjög vel skipulögð ferrt en hún var afskap- lega skemmtileg, þó hún hefði kannski mátt vera auðveldari með því að dreifa tónleikunum á fleiri daga. Fimm tónleikar á fimm dög- um í fimm borgum er svolítið strangt og erfitt er að halda jafn- vjegi á þeim ferðalögum, sem þvi fylgir og komið er i ólíkar borgir og ólíkt andrúmsloft.“ Þetta sagði Naney Argenta, sópransöngkona frá Kanada, sem tók þátt í söngferðalagi Pólýfónkórsins um Spán. Argenta er vel kunn fyrir söng sinn i Kanada en hún býr nú í London. Hún hefur unnið til mik- ilsvirtra verðlauna fyrir söng sinn og komið víða fram í heimalandi sínu og hlotið einróma lof gagnrýn- enda. „Það er frábært fólk, sem hefur tekið þátt í þessari ferð. Eg virtist kunna mjög vel við ís- lendinga. Þeir eru hlýir og vina- legir og ákveðnir í að gera það besta, sem þeir geta. Ég um- gekkst aðallega konurnar í hópnum, æfði sópraninn og þær virtust hafa mjög mikinn áhuga á að læra það sem ég gat kennt þeim. Kórinn er allur svo mikið fyrir að læra allt það sem hann getur." Hvað kom til að þú fórst í þetta söngferðalag með Pólý- fónkórnum? „Góðir vinir mínir, Inga Rós Ingólfsdóttir og maðurinn henn- ar, Hörður Áskelsson, bjuggu í Þýskalandi á sama tíma og ég og Nancy Argenta þar kynntumst við og fórum oft saman á konserta. Þau mæltu með mér við Ingólf. Það er svo- lítið skrítið. í gegnum Þýskaland fór ég til íslands til að fara til Spánar að syngja með Islending- um. Mjög alþjóðlegt verð ég að segja." Er þér einhver konsert minn- isstæðari en annar úr þessari söngferð? „Það var mjög spennandi að syngja í þessari gríðarstóru kirkju í Granada. Það gerði miklar kröfur til mín og mér fannst ég hafa staðist þær. Ég veit ekki hvort það hafi verið besti konsertinn í ferðinni, en fyrir mig var það. Svo var það konsertinn í Nerja. Þar var mjög sérstakur áheyrendahópur. Þar voru aðeins óbreyttir borgarar komnir til þess eins að njóta tónlistarinnar. Ég fann það fljótlega hvað það voru góðir áheyrendur. Bara venjulegir þorpsbúar. Ég talaði við nokkra þeirra og þeir sögðu að þeir fengju mjög sjaldan tækifæri til að hlusta á konserta í bænum. Mér þykir það mjög vel gert að hafa þrjá litla staði eins og Mal- aga, Marbella og Nerja inni í þessu söngferðalagi og svo aftur stóru borgirnar tvær, Granada og Sevilla." Hvað tekur við hjá þér núna? „Nú ferðast ég á meginlandinu og svo fer ég yfir til Kanada. Ég vildi mjög gjarna koma til ís- lands. Ég held ég hefði mjög gaman af því. Ég get a.m.k. staf- að Reykjavík." Friðrik Eiríksson stjórnar Póíýfónkórsins: „Ingólfur hefur unn- ið feikilegt brautryðjendastarf ‘ Friðrik Kiríksson er formaður stjórnar Pólýfónkórsins. Hann hefur verið í kómum í ein 22 ár, þar af gegnt formennsku helming þcss tíma. „Kg er ákaflega ánægður með þessa ferð,“ sagði hann. „Þetta hefur verið sigurfór um Spán og hún hefur geng- ið vel i alla staði. Bæði hvað snertir hina listrænu hlið og hina félagslegu ekki síður. Viðtökurnar hafa verið al- veg frábærar allstaðar og umsagnir blaða mjög lofsamlegar það sem af cr. Pólýfónkórinn er alltaf að verða betri og betri. AHir konsertarnir voru ákaflega góðir, sérstaklega í þessum fallegu kirkjum í Granada og Malaga. Annars vil ég ekki gera upp á milli konserta. Þó held ég að eftir því sem leið á ferðina hafi þeir verið auðveldari. Þessi hópur tónlistarfólks, sem samanstendur af yfir 150 manns hefur verið ákaflega samstilltur, sem ein fjölskylda. Og það hefur verið mjög ánægjulegt að ferðast og vinna með hópnum. Efnisskráin var frábærlega smekkleg, allt frá barroktónlist til tónlistar vorra daga. Og mér þykir það alveg sjálfsagt að flytja út íslenska tón- list eins og eftir Jón Leifs. En það er dýrt. Ég er afskaplega ánægður með að Edda Jóns Leifs var tekin með. í því verki reis snilli Ingólfs Guðbrandssonar hvað mest. Ingólfur hefur með Pólýfón- kórnum unnið alveg feikilegt brautryðjandastarf, sem ég held að sé mikils virði fyrir tónlist á ís- landi. Það fer ekki á milli mála. Og ég held að nú ætti fólk að fara að virða það. Okkur hefur ekki verið sýndur stór sómi hér heima en ef við förum til útlanda þá er það tónlistarlegur viðburður eins og á Spáni. Ég held að íslendingar ættu að fara að meta Ingólf að verðleik- um fyrir þetta starf hans því þó 150 manns taki þátt í svona söngför þá velur hann fólkið og stjórnar því og fær það til að gera sitt besta, sem er bara mjög gott ef marka má við- tökurnar á Spáni og ummæli gagn- rýnenda." Ingólfur Guðbrandsson stjórnandi Pólýfónkórsins: „í sjöunda himni yfir hve söngförin gekk velu „Kg er alveg i sjöunda himni yfir því hve vel hún gekk þessi söngferð. Það er mikill ábyrgðarhluti að stefna saman svona mörgu fólki til átaks, sem kostar mikla vinnu og fórnir en þegar uppskeran er slík sem þessi þá gleymist allt erfiði og amstur. Eg held að fólkið sjái ekki eftir tíman- um, sem farið hefur í þetta,“ sagði Ingólfur Guðbrandsson stjórnandi Pólýfónkórsins í samtali við Morgun- blaðið eftir ferð kórsins um Spán. Og hann hélt áfram: „Svona ferð hefur svo marghátt- að gildi fyrir einstaklinginn, iðkun tónlistar almennt og ekki síst þessi félagslega samstaða, sem er í kringum kórinn. Við lifum í einskonar plastver- öld. Fólk lifir meira og minna gervilífi í gerviheimi. En þessi lífsnautn, hún er ósvikin. Sú, sem fæst í iðkun tónlistar af þessu tagi og það er lífsnautn, sem ekki verð- ur keypt fyrir nokkra fjármuni. Það stækkar einstaklinginn að taka þátt í einhverju, sem rís í tjáningu, í þær hæðir, sem söngur kórsins náði oft í þessari ferð.“ Er langt síðan ákveðið var að fara í söngferðalag til Spánar? „Skömmu eftir að sýnt var að framhald yrði á starfi kórsins að lokinni ítaliuferðinni fyrir fimm árum, var farið að huga að annarri utanferð, sem gæti orðið eitthvað í líkingu við ferð kórsins til Ítalíu. í áhugamannastarfi þar sem stefnt er að listrænum markmiðum þarf alltaf að hafa einhver stefnumið til að halda áhuga fólks og ná fram kröfum, sem eru ekki staðbundnar við ísland. Það liggur í augum uppi að ekki er hægt að fá fólk til að stunda æfingar um hásumar nema með þetta fyrir augum. Spánn varð fyrir valinu því þar hef ég lengi átt ýmsa góða vini og í samvinnu við þá og með viðskiptasamböndum sem ég hef þar, var þetta hægt.“ Hvernig var efnisskráin valin? „Efnisskráin var lengi að fæðast. Það vafðist lengi fyrir mér hvort ég ætti að færa upp þetta sýnis- horn af Eddu-oratoríu Jóns Leifs. Það er fremur sjaldgæft að ein- staklingar taki á sig fjárhagslegar byrðar, sem slíkt hefur í för með sér. Fyrri hlutinn var mun auð- veldari í vali. Þar var ákveðið að flytja barroktónlist fyrst og fremst. Til að geta flutt verk Jóns Leifs þurfti að stækka hljómsveit- ina um 20 manns og þegar svona stór hljómsveit var komin á annað borð, þá var ákveðið að taka verk sem hefur svipaða hljóðfæraskip- an. Þess vegna varð Gloría F. Poul- enc fyrir valinu. Það þurfti ekki að bæta nema fjórum hljóðfæraleik- urum við en Jón Leifs var út- gangspunktur í samsetningu efn- isskrárinnar. Hvaða konsertar eru þér minn- isstæðastir úr þessu ferðalagi? „Ég held að sá fyrsti og sá síð- asti séu mér minnisstæðastir og sá síðasti var langánægjulegastur fyrir mig. Þar þótti mér árangur- inn koma best í ljós. Ég bjóst ekki við þeim viðbrögðum og þeirri mætingu sem varð á tónleikunum hjá okkur. í Barcelona og Madrid er nokkuð fjölbreytt tónlistarlíf en Spánverjar efuðust mjög sjálfir um aðsókn á tónleikana. Hún hef- ur farið framúr því sem nokkur þorði að gera sér vonir um og allar viðtökur við flutningnum." Framtíð Pólýfónkórsins? „Svona starf eins og Pólýfónkór- inn vinnur af hendi má ekki niður falla. Annars er allt óráðið um framtíð kórsins og það verður ekki í framtíðinni hægt að leggja út í jafn umfangsmikil og kostnaðar- söm viðfangsefni og Mattheusar- passíuna á þessu ári eða svona söngför nema til komi einhver skipulegur fjárstuðningur." Verk Jóns Leifs hefur vakið mikla hrifningu og undrun á Spáni. Er það á stefnuskránni að flytja meira út verk eftir innlend tónskáld7 Ingólfur Guðbrandsson „Mér finnst að íslenskt tónlistar- fólk eigi í dag fyrst og fremst að rækta sinn garð og flytja okkar eigin tónlist. Það vildi svo til að ég kynntist Jóni Leifs töluvert fyrir rúmum 20 árum. Hann var mikill aðdáandi Pólýfónkórsins og hann kom á alla hljómleika, sem kórinn hélt. Hann sagði oft við mig, bæði í gamni og alvöru: „Og hvenær ætlar þú að flytja eitthvað eftir mig?“ Hann sagði þetta á sinn kankvísa og dálítið snefsna hátt, sem honum var eiginlegur. Og þá var ég vanur að svara honum: „Þetta er smákór og hann er þess ekkert umkominn að flytja neitt af þinni stóru tón- list.“ Ég vona bara að hann hefði orðið ánægður að hlusta á þessa kafla úr Eddu í Sevilla. Þar var hljómurinn rismikill. Ég held að andi verksins hafi þar notið sín. Það er engin kvörtun af minni hálfu en það er kannski athyglis- vert að ekkert tónskáld íslenskt hefur séð ástæðu til þess að semja verk fyrir Pólýfónkórinn, að und- anskildum nokkrum tónsmíðum Gunnars Reynis Sveinssonar. Og við athugun kom í ljós að það var fáu öðru til að dreifa en verki Jóns Leifs til þess að flytja í þessari söngför, sem sýnishorn af íslenskri tónlist fyrir stóran kór og hljóm- sveit. Því miður. En kannski kem- ur sá dagur að þessi eyða í íslensk- um tónbókmenntum verði fyllt. Þó ekki komi til minna kasta að koma þeirri tónlist á framfæri, hvorki heima né erlendis." Að lokum Ingólfur. Pólýfónkór- inn. Hvernig varð hann til? „Ég .var þá skólastjóri Barna- músíkskólans, sem nú heitir Tón- menntaskóli Reykjavíkur og ég hó- aði saman einn daginn nokkrum nemendum mínum, hóp af ungu músíkölsku fólki og við stofnuðum kór. Þetta var 1957 og ég var ný- kominn frá framhaldsnámi í Þýskalandi þar sem ég kynntist kórstarfsemi á mjög háu plani. Við vorum 30 í fyrstu og í þeim hópi voru til dæmis bæði Rut dóttir mín og Gunnar Kvaran af hljóðfæra- leikurum sem tóku þátt í söngferð- inni um Spán. 1957 hefur sjálfsagt engum dottið í hug að þessi leið yrði svona löng eins og hún er orð- in.“ — ai.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.