Morgunblaðið - 27.07.1982, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.07.1982, Qupperneq 18
18 Stuttfréttir... Atvinnuleysi vex í EBE LuxembourK. 26. júlí. AP. ATVINNIJLEYSI jókst í ríkjum Efnahagsbandalagsins í júní- mánuði og nemur nú 9,1%. IVIest varð aukningin í Hollandi en í nokkrum löndum minnkaði það aðeins. í ríkjunum 10 eru nú 10,3 milljónir manna atvinnulaus- ar, 155.000 fleiri en í maímán- uði þegar atvinnuieysið var 8,9%. í Hollandi eru nú 9,7% vinnufærra manna án atvinnu, en 9,1% í maí sl. Á Ítalíu 10,4%, var 10,2%, í Bretlandi 11,9%, var 11,5%, og í írlandi 12,3%, var 12,1%. í Frakklandi minnkaði atvinnuleysi, 8,3% í 8,2%, í Danmörku úr 8,3% í 8% og í Grikklandi 1% í 0,9%. Óbreytt atvinnuleysi er í Vestur-Þýskalandi, 6,2%, Belgíu, 12,6%, og í Luxem- bourg, 1,1%. 39% atvinnu- lausra í júní voru undir 25 ára aldri. Tala látinna hækkar í Japan Tókýó, 26. júlí. ASP. FJÖLDI þeirra, sem fórust í stórrigningum, flóðum og skriðu- röllum í Japan í fyrri viku er nú kominn í 230 en 133 er enn sakn- að. 89 manns a.m.k. slösuðust. Borgin Nagasaki varð harð- ast úti í hamförunum en þar var úrkoman aðfaranótt sl. föstudags 55 sm og hafði num- ið 100 sm síðustu 10 dagana þar áður. Ófremdarástand er í borginni, þriðjungur íbúanna er án vatns og eldsneytis og rotnandi sorp flýtur um götur og torg. Skriður féllu á borgina og af þeim sökum er búist við að nokkrar vikur líði þar til manntjónið verður endanlega Ijóst. Dali aðlaður Madrid, 26. júlí. AP. TILKYNNT var á Spáni í dag, að Juan Carlos, Spánarkonung- ur, ætlaði að sæma málarann Salvador Dali aðalstign og gera hann að markgreifa „af Dali af PuboI“. Titillinn er settur saman úr fyrsta eftir- nafni hans og þorpinu þar sem hann á sér kastala. Dali er nú 78 ára að aldri. Kona hans, Gala, lést í júní sl., 89 ára göm- ul. Veður Akureyri Amtterdam Aþena Barcetona Bertin BrUaael Chicago Dyflínni Feneyjar Frankfurt Genf a t.i Hong Kong Jerúealem Jóhanneearborg Kairó Kaupmannahöfn Laa Palmaa Liaaabon London Lœ Angeiee Madrtd Wfelaga Mallorca Miami Mexikóborg Mœkva Nýja Delhi New York Oelð Parle Perth Rio de Janeiro Reykjavík Rómaborg vantar 19 ekýjað 33 heiðekkrt vantar 26 ekýjað 18 ekýjað 32 ekýjað 20 heiðekírt vantar 25 rigning 16 rignlng 22 heiðekirt 32 heióakírt 29 heiðakfrt 19 heiðekírt 33 heiðekirt 23 ekýjað vantar 31 heiðakirt 22 heiöekfrt 27 heiðeklrt 33 heiðakin vantar vantar 31 ekýjað 22 ekýjað 20 heíöekfrt 29 rigning 34 skýjað 22 skýjað 21 skýjað 20 heiðskirt 32 heiðekirt 11 ekýjað 26 heiðsklrt MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1982 Farþegar drápu tvo ræningja með flöskum og regnhlífum Pekinj;, 26. júlí, AP. FARÞEGAR um borð í kínverskri áætlunarflugvél drápu tvo flugræn- ingja og réðu niöurlögum þriggja til viðbótar er fimmmenningarnir gerðu tilraun til að ræna vélinni. Að sögn sjónarvotta varð mikið blóðbað i vélinni þegar farþegar réðust gegn ræningjunum vopnaðir flöskum, regnhlifum og öðru tiltæku. Flugvélin var í áætlunarflugi frá Xian til Shanghai og tókst að lenda henni án óhappa tveimur og hálfri klukkustund á eftir áætlun eftir að hún var orðin eldsneytis- laus. Sprengja sprakk á salerni vélarinnar og skildi eftir sig tveggja metra langa rifu á hlið vélarinnar. Yfirvöld í Kína skýrðu frá þessu nokkru eftir atburðinn og mun það vera í fyrsta skipti, sem skýrt er frá flugráni þar í landi. Fyrstu fregnir hermdu að ræningjarnir væru allir á lífi, en keflaðir, en síðar var sagt að tveir þeirra hefðu látið lífið eftir að hafa verið barðir til bana af farþegunum. Alls voru um 80 farþegar í vél- inni þar á meðal 20 Bandaríkja- menn og 10 Japanir. Að sögn bandarísks sjónarvotts voru allir ræningjarnir meðvitundarlausir er þeir voru dregnir aftur eftir gangi vélarinnar og tveir þeirra virtust honum vePa látnir. Að sögn Bandarikjamannsins virtust ræningjarnir vera undir stjórn vitfirrings, sem öskraði á farþegana á milli þess sem hann otaði að þeim hnífum. Öðrum flugmanni vélarinnar tókst að telja ræningjunum trú um að lenda yrði vélinni í Hong Kong til að taka eldsneyti áður en flogið yrði til Taiwan. Flaug hann vél- inni síðan í hringi fyrir ofan Shanghai þar til eldsneyti var á þrotum. Flugfreyjurnar höfðu búið far- þegana undir árásina og um leið og drapst á hreyflunum var ráðist til atlögu undir stjórn einnar flugfreyjunnar. Tókst aðgerðin giftursamlega því áður en varði voru allir ræningjarnir fallnir í öngvit, tveir þeirra látnir. AP símmmynd. Elízabet drottning og Filipus maður hennar koma til minningarguðs- þjónustu sem haldin var í Pálskirkjunni f Lundúnum i gær í tilefni af lyktum Falklandseyjadeilunnar. Mikill fjöldi var viðstaddur athöfnina, m.a. aðstandendur þeirra brezku hermanna sem féllu í átökum um eyjarnar. Sérstaka athygli vakti Diana prinsessa sem nú kom fram opinberlega i fyrsta sinn síðan hún ól Vilhjálm litla. Skarpskyggnir gáfu skýrslu um að vöxtur prinsessunnar væri kominn í samt lag eftir barnsburðinn og hefði hún tekið sig einkar vel út í aðskornum bládopp- óttum kjól með svörtum mittislinda. Var Calvi drepinn? Róm 26. júlí, AP. ÍTALSKI bankastjórinn Roberto Calvi var „án efa“ myrtur í London þann 18. júní segir ítalski fjármála- maöurinn Michele Sindona, sem nú situr í fangelsi, í viðtali við sjónvarp. Aðspurður af fréttaritara sjón- varpstöðvarinnar ABC hvort hann hefði þá trú að Calvi sem fannst hangandi undir brú í London hefði verið myrtur, sagði hann: Á því leikur ekki nokkur vafi ... hvers vegna varð hann að yfirgefa Róm þar sem hann var einn?“ Síðastliðinn föstudag úrskurðuðu breskir líkskoðarar að hann hefði framið sjálfsmorð með þeim hætti að hengja sig. Vasar hans voru full- ir af steinum og sementssteypu. Sindona, sem er að afplána 25 ára langan dóm í Bandaríkjunum fyrir bankasvik, kom fram í ofangreindu sjónvarpsviðtali þann 20. júlí síð- astliðinn. Hann var sterkur fjár- málamaður á Ítalíu, en flýði til Bandaríkjanna eftir að bankaveldi hans hrundi árið 1974. Árið 1980 var hann ákærður fyrir að hafa svikið 45 millj. dollara út úr Franklin National Bank, sem hrundi gersamlega og er það eitt stærsta bankahrun í Banda- ríkjunum frá upphafi sögu þeirra. Sindona tók ekki fram í viðtalinu hvern hann teldi vera morðingja Calvi, en ítölsk blöð hafa haft uppi getgátur um það að mafían hafi átt þar hlut að máli eða jafnvel leyni- leg frímúrararegla sem Calvi og Si- ndona voru báðir meðlimir í. Sjá grein á bls. 12. Meira en 2.000 ættingjar fögnuðu aldarafmælinu Virginopolis, Brasilíu, 26. júlí. AP. NÆSTA óvenjulegt ættarmót var haldið í borginni Virginopolis í Brasilíu um helginga. Komu þar rúmlega 2.000 ættingjar saman til að fagna aidarafmæli móður, ömmu, langömmu og langalang- öramu. Komu gestir alls staðar að úr Brasilíu og jafnvel crlendis frá. Ættarmótið vakti að vonum verðskuldaða athygli og var frá því skýrt í öllum stærstu dag- blöðum landsins, svo og útvarpi og sjónvarpi. „Ég er ákaflega ánægð með þessa samkomu," sagði afmælisbarnið, hinn 100 ára gamla Marina Coelho de Oliveira. „Afkomendur mínir hafa stofnað til 101 hjónabands og ekki í einu einasta tilviki hef- ur verið um skilnað að ræða.“ Á meðal þeirra, sem mættu á ættarmótið má nefna 14 syni og dætur frá Oliveira, 101 barna- barn, 245 barnabarnabörn og 26 barnabarnabarnabörn. Auk þess voru tæplega 1.700 fjarskyldari ættingjar saman komnir á mót- inu. Lyf gegn drykkjusýki? AÐ UNDANFÖRNU hefur þeirri skoðun aukizt fylgi meðal ým- issa brezkra og bandarískra vísindamanna að lífefnafræðilegar skýringar séu á alkóhólisma, eða drykkjusýki. Þeir vísindamenn sem aðhyllast þessa kenningu gera sér vonir um að unnt verði að búa til lyf sem gerir drykkjusjúka ónæma fyrir hinum illu áhrif- um áfengis, sennilega með þeim árangri að þeir geti neytt áfengis sér til ánægju, eins og þorri manna er fær um að gera. Þetta kemur fram í brezka blaðinu The Observer um síðustu helgi, og er þar haft eftir Robert Myers, prófessor við áfengissýki- miðstöð háskólans í Norður- Karólínu: „Þegar öll kurl eru komin til grafar ætti að verða hægt að búa til lyf sem hreinsar heilann þannig að fólkið ætti að verða fært um að neyta áfengis með eðlilegum hætti.“ Þessi staðhæfing grundvallast á niðurstöðum rannsókna sem benda til þess að vegna erfða- galla myndist sljóvgandi efni í heila áfengissjúkra þegar þeir neyta áfengis, og ennfremur að það sé þetta efni sem hafi hin alkunnu fíkni- og vanamyndandi áhrif. Brezkur vísindamaður, Tim- othy Peters hjá Rannsóknar- stofnuninni í Harrow, telur sig hafa komizt að því að margir alkóhólistar líði af skorti á sér- stökum en mjög mikilvægum efnakljúfi sem einmitt hafi þann eiginleika að leysa upp alkóhól í lifrinni. Ef allt er með felldu fer þessi vinnsla fram í tveimur áföngum. Alkóhólið breytist í „acetalde- hýð“ sem síðan breytist í acetic- sýru. Alkóhólistar hafa miklu minna en aðrir af þeim efna- kljúfum sem síðari hluti þessar- ar vinnslu veltur á. Afleiðingin verður sú að acet- aldhýð hleðst upp í líkamanum og það gæti einmitt haft þau áhrif að efni sem eru mikilvæg fyrir taugakerfið fari að fram- leiða hin sljóvgandi efni sem áð- ur eru nefnd og talin eru ástæð- an fyrir óeðlilegri fíkn í áfengi, segir Peters. Unnt á að vera að mæla acetaldehýð-magnið í blóði þeirra sem grunúr leikur á að séu haldnir alkóhólisma eftir að þeir hafa neytt áfengis. Hugsanlega kann skortur á efnakljúfnum að vera afleiðing — en ekki orsök — misnotkunar áfengis, segja ýmsir sérfræð- ingar, en Peters hefur tekizt að sýna fram á að efnaklúfunum fjölgar ekki eðlilega í alkóhólist- um enda þótt langt sé síðan þeir neyttu áfengis og líkaminn hafi jafnað sig eftir drykkjuna að öðru leyti. Það eru áhrifin af hinum sljóvgandi efnum (tetra- hydraiso-quinalin) sem vísinda- menn greinir mest á um í þessu sambandi. Myers, bandaríski prófessorinn, hefur notað gagn- virkandi efni í tilraunum með dýr og segir hann að rottur sem fái sljóvgandi efnin verði æ sólgnari í áfengi. Síðan gaf hann þeim inn Naloxone, sem m.a. er gefið eiturlyfjasjúklingum þegar reynt er að venja þá af eitri, og um leið og rotturnar fengu það efni dró úr fíkn þeirra í áfengið. Myers telur þessar niðurstöð- ur mjög merkilegar. „Ég tel full- komna ástæðu til að gera ráð fyrir því að þær geri það að verkum að okkur takist að finna lyf sem lækni áfengisfíkn," segir hann. Margir vísindamenn leggja áherzlu á að rannsóknirnar séu svo skammt á veg komnar að árangurs sé ekki að vænta í bráð. Merton Sandler, prófessor við Queen Charlotte-sjúkrahúsið í Lundúnum, hefur vakið athygli á erfðafræðilegri þróun alkóhól- isma í Evrópu. Honum finnst athyglisvert að í Suður-Evrópu, þar sem gerjun ávaxtasafa svo úr verði vín og aðrir áfengir drykkir, á sér stað mun hraðar en þar sem loftslag er kaldara, eins og í Norður-Evrópu, hafi menn vanizt á áfenga drykki endur fyrir löngu, og að einstakl- ingar sem ekki hafi þolað áfengi hafi fyrir löngu helzt úr lestinni. Þetta telur Sandler hugsanlega skýringu á því hvers vegna alkó- hólistmi sé miklu tíðari í N-Evr- ópu en í S-Evrópu, en svo sem kunnugt er komust N-Evrópubú- ar löngu síðar upp á lag með það en S-Evrópubúar að búa til áfengi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.