Morgunblaðið - 27.07.1982, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 27.07.1982, Qupperneq 22
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1982 Flugstödvarbyggingin er löngu gengin sér til húðar“ segir Grétar Haraldsson aðstoðarstöövarstjóri á Keflavíkurflugvelli FLESTIR íslendingar kannast við flughörnina á Keflavíkurvelli og þekkja aðstöðu fyrir farþega og starfsfólk. Mbl. fór til Kefla- vikurflugvallar á föstudagin. En þá voru um 1.000 manns staddir þar samtímis siðdegis. Var þröngt á þingi. Hiðraðir við alla staði þar sem vænta mátti einhverrar fyrirgreiðslu. Fólk stóð í hverjum krók og kima og reyndi að tylla sér á hvern þann stað sem sjáanlegur var. Að sögn Grétars Haraldssonar, aðstoðarstöðvarstjóra, þá fóru um morgunin 760 manns út og 2 flug- vélar höfðu stutta viðdvöl voru einnig. Þannig voru um 1.000 manns inni í biðsalnum í einu. Síðan aftur sama dag, síðdegis, þá kom upp sama staða, um 1.000 manns voru á staðnum í einu. Það hefði getað farrð enn verr ef einni til tveimur vélum hefði seinkað. Þá hefðu verið á annað þúsund manns á staðnum. En á þriðja þúsund manns hafði farið um flugstöðina þennan dag. „Vinnuaðstaðan er ömurleg. Þetta hús er ekki byggt, sem flugstöðvarbygging. Hér eru um 1.000 manns, en mega vera um 800. Síðan ef hreyfill spryngi í þotu hér fyrir utan, þá myndi kvikna í þessum útgöngudyrum sem eru út á völlinn. Rafmagn færi af flugstöðvarbyggingunni og aðrar dyr sem eru til útgöngu í austur eru rafmagnsknúnar svo það gæti reynzt erfitt að opna þær. Er þetta ekki forsvaranlegt eins og það er í dag.“ Grétar Haraldsson sagði, að stundum yrði hitinn óbærilegur inni í þessari byggingu. „Núna er góður sunnanvindur, svo þetta er þoianlegt. En ef það er 15 stiga hiti úti og logn þá er ekki verandi hérna inni. Fólkið bókstaflega ryðst á okkur og við verðum að hleypa því út á grasflöt hér fyrir utan sem við höfum ekki leyfi til að gera. Þaðan getur fólkið farið út á flugbrautina. En hvað eigum við að gera? Það líður yfir fólk í þessum hita sem verið hefur hér í sumar. Og þá er kallað á læni, því við vitum ekki hvort þetta er eitthvað alvarlegt. En þá verðum við að biðja fólk að standa upp og leggja fólkið á sætin. En 100 sæti eru til staðar. Loftræstingin getur engan veginn nægt fyrir þetta." Grétar sagði, að eftir að fólkið væri farið, væri salurinn eins og eftir loftárás, þar sem ruslakörfur gætu ekki tekið við öllu ruslinu. Enda kæmist fólk ekki að rusla- fötum til að setja ruslið í. Um morgunin var grenjandi rigning og fólkið þurfti að ganga langa leið til að komast út í flugvél. Það var orðið hundblautt, þegar það komst út í vél og ekki þægilegt fyrir það að sitja í flugi í blautum fötum. „Þetta er svo mikið veðra- víti hér á Vellinum, að það er svo sem sama hvort það er rigning eða snjókoma á veturna. Við höfum enga „fingur" eins og er erlendis vmi A MITSUBISHI ._MOTORS__ Komið og skoðiö MITSUBISHI PAJERO á sjónvarpsskermi í sýningarsal Heklu hf. að Laugavegi 170 Sjón er sögu ríkari. 172. gSöíi# FhIhekiahf Laugavegi 170-172 Sími 21240 GréUr Haraldsson Biðröð fólks, sem er að koma að utan. Nýlega var hálfur metri tekinn af horni hjá bankanum til að auðvelda umgang. En í þessari röð, þá komust þeir varla framhjá, sem ekki ætluðu í bankann heldur í vegabréfsáritunina, og urðu að bíða eftir viðskiptavinum bankans. til þess að láta flugvélina aka að svo fólk geti gengið beint út í flugvélina." Grétar sagði einnig að 11 sinn- um á síðasta vetri hefði hitastig farið niður í 2 gráður, þar sem „tékkun" farþega fer fram. Fólk skammaði starfsfólk fyrir þetta. Það væri með 2ja—3ja mánaða gömul börn og þessar skammir lenda á starfsfólkinu. „Þessi bygging er löngu gengin sér til húðar. Við erum yfir okkur stressuð við að vinna við þessar aðstæður hér. Menn eru að velta því fyrir sér, hvort það þurfi að reisa nýja flugstöðvarbyggingu. Það á nú að taka þetta fyrir í rík- isstjórninni í næstu viku. En það mætti ætla það, að þeir hefðu ekki komið hingað til þess að kynna sér þetta. Það er verið að ræða um það hversu það sé mikil skömm fyrir menn að þurfa að sjá braggadrasl- ið frá hernum hérna, þegar þeir fara úr landi. En þetta er miklu verra. Það er engin flugstöðv- arbygging á alþjóðaflugvelli á norðurhveli jarðar, sem er eins aum og þessi. Við verðum að vinna hér undir mikilli pressu. SAS tel- ur sig þurfa 90 sekúndur til að afgreiða hvern farþega. En við verðum að gera hið sama við miklu verri aðstæður á 14 sekúnd- um. Það yrði um 1—1 tíma seinkun á hverri vél, ef hver far- þegi væri afgreiddur á 90 sek. En það er erfitt að lýsa þessu. Menn verða að hafa upplifað þetta til að skilja þetta," sagði Grétar Har- aldsson að lokum. — PÞ. Mikil veðurblíða hefur verið á Austurlandi undanfarna daga og hefur hitinn daglega verið á milli 20 og 30 gráður í forsælu. í Neskaupstað komst hitinn í gær upp i 30 gráður og nota Norðfirðingar sér blíðuna til útivistar og sólbaða. Mikill fjöldi fólks hefur að undanförnu notfært sér sólbaðsaðstöðu við sundlaugina í Neskaupstað, eins og sjá má á þessari Ijósmynd Jóhanns Kristinssonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.