Morgunblaðið - 27.07.1982, Page 29

Morgunblaðið - 27.07.1982, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ1982 33 Kristján Jóhannsson syngur fyrir Akur- eyringa á miðvikudag KRISTJÁN Jóhannsson, óperu- söngvari, hefur gert víðreist um landió aö undanfdrnu og hefur söng- ur hans vakiö hrifningu áheyrenda. Píanóleikari hans er Guörún A. Kristinsdóttir. Um helgina 23.-25. júlí söng hann fyrir Þingeyinga, I Hnitbjörgum og að Ýdölum. Akureyringar og Eyfirðingar fá tækifæri til að hlýða á Kristján í Iþróttaskemmunni á Akureyri, miðvikudaginn 28. júlí kl. 21. For- sala aðgöngumiða stendur yfir í bókabúðinni Huld. Tónleikaför- inni lýkur í Vestmannaeyjum 1. ágúst. Á efnisskránni eru lög eftir: Bach, Bizet, Verdi, Leoncavallo, Tosti, Cardillo, Rossini, Donizetti, Árna Thorsteinsson, Sigurð Þórð- arson, Sigfús Einarsson, Sigvalda Kaldalóns og Pál ísólfsson. STERKI U u u □ / KA tl K »■ *~* tappinn frá Rönning hf. fyrir múr, létta veggi og gips. IXEBSÍÍECS tappinn tví- þenst nema við kragann. Þar er innra þver- mál tappans stærra og kraginn aftrar tapp- anum að fara of langt inn í gatið sem kemur í veg fyrir sprungumyndanir í pussningu. 'íjKIESZEKS tappinn hefur slétt yfirborð og gefur þarafleiðandi hámarks snertiflöt. 'úKEES?axiZ@ getur haldið allt að þremur tonnum. TitXEIIS [uEDBsterki tappinn frá Rönning hf. fæst í helstu bygging avöruverslunum. Það er öryggi í því að vita að það sem er fest upp, situr áfr- am eftir rétta festingu með Thorsmans tappa. JOHAN RÖNNING HF s1Xt$Söt> Siglufjörður: Flugbrautin lengd úr 700 í 1100 metra Siglufirði, 24. júli 1982. HÉR er nú nýlokið þeim fram- kvæmdum sem unnið verður að í sumar við lengingu flugbrautarinnar á Siglufjarðarflugvelli. Lengist brautin nú úr 700 metrum í 1.100 metra malarbraut. Auk sjálfrar leng- ingarinnar ber svo að nefna að unn- ið hefur verið að alls konar hliðar- framkvæmdum, svo sem skurð- greftri er tengist lagfæringum á flug- vellinum. Nú eiga menn eftir að vinna í um það bil viku við Strákaveginn. Þar er lagður nýr vegur fyrir neð- an Mánárskriður, á stað sem er mun snjóléttari en núverandi veg- arstæði. Verður framkvæmd þessi til mikilla bóta í samgöngumálum okkar hér, þar sem vegurinn er venjulega sá sem fyrst lokast og teppir samgöngur á landi við Siglufjörð á vetrum. Ekki er þó útlit fyrir að þessum framkvæmd- um ljúki í sumar, eins og lofað hafði verið. Hér kom Stálvíkin inn í gær með um 130 tonn af blönduðum fiski, og er nú verið að vinna afl- ann. Hér hafa menn haft spurnir af talsverðu magni af síld við Langa- nes, bæði í gær og fyrradag, og bátur sem lóðaði þar í tilrauna- skyni varð var við allmikið magn. Einnig hefur orðið vart við síld inni á Skagafirði. Fjórðungs- þing Norð- lendinga á Sauðárkróki ÁKVEÐIÐ hefur verið að 24. Fjórð- ungsþing Norðlendinga verði haldið í Fjölbrautaskólanum á Sauðákróki dagana 26.-28. ágúst 1982. Þing- setning verður fimmtudaginn 26. ágúst kl. 8 e.h. og þinginu lýkur á laugardagskvöld. Auk venjulegra þingstarfa verða meginmál þingsins atvinnu- málefni, sem rædd verða sérstak- lega á þingfundi þegar eftir setn- ingu þingsins og ennfremur verk- efnaskipti ríkis og sveitarfélaga, sem rædd verða á þingfundi eftir hádegi föstudaginn 27. ágúst. Þingið sækja yfir 90 fulltrúar sveitarfélaga og sýslufélaga af Norðurlandi auk alþingismanna og g|sta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.