Morgunblaðið - 27.07.1982, Síða 30

Morgunblaðið - 27.07.1982, Síða 30
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1982 Elín Bjarnadóttir — Minning í dag, 27. júlí, verður til moldar borin frá Fossvogskirkju, Elín Bjarnadóttir, húsfreyja. Hún var fædd 27. júlí 1899 og hefði því orðið 83 ára í dag. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarni Stefánsson, bóndi á Stóru- Vatnsleysu og Elín Sæmundsdótt- ir. Elín var önnur í röðinni af fjór- um börnum þeirra, hin voru Anna, gift Sigurði Bjarnasyni, stýri- manni, Gísli skipstjóri, giftur Nönnu Guðmundsdóttur og Jón farmaður, sem giftur var Báru Kristófersdóttur. Elín stundaði nám við Flens- borgarskóla í Hafnarfirði og Kvennaskólann í Reykjavík. Starfaði síðan á skrifstofu veið- arfæraverslunarinnar Geysis í nokkur ár, eða þar til hún giftist Jóhanni Péturssyni skipstjóra þann 28. júlí 1928, þá fluttist hún til Patreksfjarðar, þar sem hann var skipstjóri og bjuggu þau þar samfelit í 23 ár. Þau eignuðust 4 börn, Kristínu, sem gift er undirrituðum, Pétur, sem giftur er Kristínu Guð- mundsdóttur, Oddbjörgu, sem gift er Jóni Norðmann og Elínu sem gift er Kristni Ragnarssyni. Þau reistu sér myndarheimili á Patreksfirði og undu þar vel sín- um hag, enda vinsæl og mikils metin af sínu samferðafólki. Eilít- inn búskap ráku þau í nokkur sumur á Eysteinseyri í Tálknafirði og fannst mér Elín og reyndar fjölskyldan öll eiga sínar bestu minningar þaðan. Elín var ein af stofnendum Slysavarnadeildarinnar Unnar á Patreksfirði, fyrsti formaður og síðar heiðursfélagi. Árið 1951 fluttust þau til Reykajvíkur og síðan að Sætúni á Seltjarnarnesi, þar sem þau bjuggu til ársins 1961 er Jóhann lést. Hjónaband þeirra var mjög far- sælt og því stórt skarð fyrir skildi er Jóhann féll frá, 67 ára að aldri. Elín var mjög trúhneigð og starfaði mikið að kristilegum mál- efnum, bar þar hæst KFUM & K og hvers konar kristniboðsstörf. Minntist hún oft á unaðslegar stundir frá kristilegum mótum í Vatnaskógi og sótti samkomur í Betaníu fram til hinsta dags. Hin helga bók var ætíð hennar leiðarljós, enda gekk hún á fund feðra sinna með sömu rósemi og hinu bjarta fagra yfirbragði.er einkenndi hana alla tíð. Sterkustu þættir í skaphöfn Elínar voru gólvild, gjafmildi og gestrisni. Hlýtur hver og einn, að vera þakklátur hverri stund, í nærveru slíkrar sálar. Síðustu ár ævinnar bjó Elín í góðu yfirlæti hjá yngstu dóttur sinni í Kópavogi, þar til í febrúar á þessu ári, að hún fékk inni á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar var hún aftur komin í grennd við æskustöðvarnar, með útsýni yfir hafið, er var svo ríkur þáttur í lífi hennar, — Vatnsleysuströndina sem tengdist ljúfum æskuminningum og sem kórónu á allt þetta, höfuðprýði Suðurnesjanna og hennar uppá- haldsfjall Keilir. Nú þegar Elín Bjarnadóttir er lögð af stað yfir móðuna miklu, vil ég gera hennar sígildu kveðju að minni, — ngóða ferð og Guð varð- veiti þig“. Rafn Hafnfjörð Minningarnar hrannast upp í huga mínum við lát móðursystur minnar, Elínar Bjarnadóttur. Hugurinn reikar langt aftur í tím- ann, eða allt til ársins 1936, er móðir mín stóð uppi sem ekkja með tvö ung börn. Eftir jarðarför- ina, á dimmu desemberkvöldi, héldum við mæðgurnar ásamt Elínu móðursystur minni vestur til Patreksfjarðar með danska skipinu „Nova“. En á Vatneyri við Patreksfjörð var þá heimili þeirra hjóna, Elínar og Jóhanns Péturs- sonar, skipstjóra. Ætlunin var að dvelja hjá þeim yfir jólin en dvölin varð lengri. Við vorum þar allan veturinn. Allt frá þeirri stundu fannst mér ég eiga þar mitt annað heimili. Fyrir vestan dvöldum við systkinin svo meira og minna á hverju sumri upp frá þessu, allt fram yfir fermingu. Þar áttum við yndislegar stundir á þeirra góða og fallega heimili, ásamt börnun- um fjórum, sem okkur fannst vera eins og systkini okkar. Þau hjónin Elín og Jóhann keyptu á þessum árum jörðina Eysteinseyri í Tálknafirði, sem þau notuðu til sumardvalar í nokkur ár. Þar bætast á perluband minninganna enn fleiri perlur, sem ég nú varðveiti sem djásn bernsku minnar og æsku. Elín fékk í vöggugjöf óvenju- legan fríðleika og var eftir henni tekið þar sem hún fór, en það sem mest var um vert í fari hennar var prúðmennskan og velviljinn. Hún beinlínis geislaði af góðvild og öll- um leið vel í návist hennar. í rúmlega þrjátíu ár áttu þau Elín og Jóhann heimili á Vatneyri við Patreksfjörð, þar sem hann var lengst af skipstjóri á bv Gylfa, við góðan orðstír. Það má segja að á þessum árum hafi þau haft meira fé handa á milli en almennt gerð- ist hér á landi á þeim tíma. En fjölskyldan naut þess ekki ein, því greiðugri og hjálpsamari hjón voru vandfundin. Um það get ég borið vitni. Ég minnist þess frá þessum árum að hafa alloft fyrir jólin farið með pakka eða bréf til gamalla einstæðra ættingja Elín- ar hérna fyrir sunnan. Já, þannig var Elín, kærleikur hennar náði langt út fyrir þá nánustu. Elín varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að geta tekið til sín aldraðan föður, þá blindan, síðustu æviár hans. Átti hann hjá þeim fagurt ævikvöld, fyrst fyrir vestan, en síðan hér fyrir sunnan að Sætúni á Seltjarnarnesi. Þar lést hann ár- ið 1954 áttatíu og sjö ára gamall. Jóhann, mann sinn, missti Elín árið 1961. Hún tók því með æðru- leysi. Enda átti hún sína öruggu trú á lífið eftir dauðann. Fljótlega eftir lát hans flutti hún af Sel- tjarnarnesinu í íbúð að Kleppsvegi 38. Þar bjó hún í nokkur ár. Nú síðustu árin bjó hún í skjóli Elínar, yngstu dóttur sinnar, Kristins manns hennar og barna að Melgerði 29 í Kópavogi. Þau báru hana á höndum sér og gaman var að heyra Elínu segja að ekki væri það síst tengdasonurinn sem ætti sinn þátt í því. Síðustu fjóra mánuðina dvaldi Elín á DAS í Hafnarfirði. Hún undi þar vel hag sínum, umvafin ástúð barna sinna, tengdabarna og barnabarna sem öll kepptust við að gera henni ævikvöldið sem fegurst. Ég, ásamt manni mínum og börnum, vil að leiðarlokum þakka t Móöir okkar og tengdamóöir, HELGA SIGURDARDÓTTIR, Laufásvegi 26, andaöist aö kvöldi 25. júlí. Sigurður Egilsson, Kristln Henriksdóttir, Ingunn Egilsdóttir, Matthías Guómundsaon, Egill Egilsson, Erla Guöjónsdóttir. t Móöir mín, ÁSTA JÓNSDÓTTIR, Garövangi, Garði, lést í Landakotsspítala, 22. júlí. Ingibjörg Kriatinsdóttir. t Móöir okkar, VILBORG GUDJÓNSDÓTTIR, Skólavöróustig 17b, andaöist í Heilsuverndarstöö Reykjavíkur aö morgni 24. júlí. Bjarni Ármann Jónsson, Ólöf Jónsdóttir, Guóný Ýr Jónsdóttir, Þurióur J. Jónsdóttir, Kristín Halla Jónsdóttir. t ÓSKAR MAGNUSSON fré Tungunesi, fyrrverandi skólaatjóri, lést í Landspítalanum, 22. júlí sl. Rigmor Magnússon, Magnús Óskarsson, Elin Síguróardóttir. t Móöir okkar, HÓLMFRÍÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR, Vesturbergi 2, lést i Borgarspítalanum, laugardaginn 24. júli sl. Þór Guómundsson, Aldís Guömundsdóttir, Margrét María Guómundsdóttir, Brynja Guömundsdóttir, Magnús Guömundsson. Bróöir okkar, JÓN EMIL ÓLAFSSON, hæstaréttarlögmaöur, Suöurgötu 26, andaöist i Borgarspitalanum 24. þ.m. Jaröarförin auglýst síöar. Elinborg Ólafsdóttir, Sigurrós Ólafsdóttir. t Ástkær móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, JÚLÍANA SIGURBJÖRG ERLENDSDÓTTIR, Sóllandi v/Reykjanesbraut, andaöist 24. júlí. Hilmir Hinriksson, Hulda Sveinsdóttir, Rakel Ragnarsdóttir, Björgvin Árnason, Jón Ragnarsson, Hrafnhildur Valdimarsdóttir, Þór Ragnarsson, Ruth Ragnarsdóttir, Ómar Hallsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móöir okkar, tengdamóðir og amma, LAUFEY GUDJÓNSDÓTTIR, Ásgarði, Grindavik, andaöist í Vífilsstaöaspítala. mánudaginn 26. júlí. Jaröarförin auglýst síöar. Dagbjartur Einarsson, Birna Óladóttir, Kolbrún Einarsdóttir, Guöjón Einarsson, Eltnborg Ingvarsdóttir, Halldór Einarsson, og barnabörn. Elínu, móðursystur minni, alla þá ástúð sem hún hefur sýnt okkur í gegnum árin. Við viljum votta börnum hennar og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Far þú í friði friður (áuds þig blesNÍ hafdu þökk fyrir allt og allt. (.fkkst þú med Cuói, (iuó þér nú fylgi, hans dýróarhnoss þú hljóta skalt. — V.B. Elin Sigurðardóttir í dag er til moldar borin föður- systir mín, Elín Bjarnadóttir frá Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysu- strönd. Það eru margar minningar, sem leita á hugann á kveðjustund, en eitt hversdagslegt smáatvik frá bernzkudögum á Patreksfirði þó einna áleitnast. Það er á góðviðr- isdegi, verið að leggja upp í berja- ferð, að Elín klæðir sig í bomsur. Einhver í hópnum gerir athuga- semd við það. Þá svarar hún: „Fáir kunna sig í góðu veðri heiman að búa.“ En engan þekki ég, sem hef- ur í öllu sínu líferni og sinni ein- lægu trú ávallt verið ferðbúin í þess orðs fyllstu merkingu, og það þrátt fyrir „gott veður" allt frá bernzkudögum. Hún var fædd 27. júlí 1899 á Stóru-Vatnsleysu, dóttir hjónanna Elínar Sæmundsdóttur og Bjarna Stefánssonar útvegsbónda. Þar ólst hún upp við mikið ástríki for- eldra sinna með systkinum sínum, Önnu, Gísla og Jóni, sem öll eru látin. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík og eft- ir það skrifstofu- og verzlunar- störf í Geysi um nokkurra ára skeið. Þann 28. júlí 1928 giftist hún Jóhanni Péturssyni, kunnum tog- araskipstjóra á sinni tíð, og sett- ust þau að á Patreksfirði, þar sem hann var skipstjóri öll sín beztu ár, allt til ársins 1951 er þau fluttu til Reykjavikur. Þeirra börn eru Kristín, gift Rafni Hafnfjörð, prentsmiðjustjóra, Pétur, skip- stjóri, giftur Kristínu Guð- mundsdóttur, Oddbjörg, gift Jóni Norðmann, verzlunarmanni, og Elín, gift Kristni Ragnarssyni húsasmíðameistara. Barnabörnin eru 15 og barnabarnabörnin 6. Mann sinn missti Elín 1. apríl 1961. Síðustu 4 árin átti Elín heimili hjá Elínu dóttur sinni og Kristni manni hennar, og naut hún þar einstakrar hlýju og um- hyggju þeirra og barnabarnanna. Siðustu 5 mánuðina dvaldi hún á Hrafnistu í Hafnarfirði og undi hag sínum vel. Þegar ég hitti hana síðast, nú fyrir stuttu, talaði hún um hvað allir þar væru sér góðir, og henni var efst í huga þakklæti til Guðs fyrir lifslán og góða heilsu. Ég hef hér aðeins stiklað á stóru hvað varðar æviatriði Elínar, enda var ekki tilgangur þessara skrifa að tíunda þau í smáatriðum. Efst er mér í huga nú þakklæti til þeirra beggja Elínar og Jóhanns, hvernig þau opnuðu heimili sitt að Sætúni, Seltjarnarnesi, fyrir mér, þegar ég stundaði skólanám í fjög- ur ár í Reykjavík. Þar var mér tekið eins og dóttur og naut í öllu sama atlætis og vinkona mín og jafnaldra, Elín dóttir þeirra. Þar var gott að vera. Og þegar Jóhann kom heim í frí, en hann var á þeim tíma skipstjóri á togar- anum Gylli frá Flateyri, finnst mér í minningunni eins og væri hátíð á hverjum degi. í allri þeirri fórnfýsi, sem Elín sýndi í sínu lífi, studdi hann hana. Afa minn hafði hún hjá sér síð- ustu 6 æviárin, og var hann allan þann tima blindur og rúmfastur. Hún gerði engar kröfur fyrir sjálfa sig, hennar gleði var að gera öðrum gott. Elín var mjög trúuð kona og tók virkan þátt í kristilegu starfi. Faðir minn mat hana og hennar álit mikils, og minntist þess oft, hve vel hún reyndist föður þeirra. I bænum sínum vitum við að hún minntist okkar. Fyrir það og allt það sem hún var mér og fjöl- skyldu minni, viljum við, móðir mín systkini og fjölskyldur okkar, þakka nú að leiðarlokum, um leið og við sendum börnum Elinar og fjölskyldum þeirra samúðarkveðj- ur. Guðrún Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.