Morgunblaðið - 27.07.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.07.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ1982 35 Minning: Ingimundur Steins- son verksmiðjustjóri Fæddur 24. september 1910 Dáinn 19. júlí 1982 Það er skammt stórra högga á milli. Á tæpum 3 árum hafa 3 móðurbræður mínir fallið frá. Fyrst Ottó síðla árs 1979, þá Brynjólfur 1981 og nú Ingimund- ur. Fregnin um andlát hans kom mjög á óvart því g vissi ekki betur en að heilsan væri sæmileg og að hann ætti langa lífdaga framund- an. En vegir Guðs eru óiannsak- anlegir og nú er Ingi horfinn líka, á eftir bræðrum sínum og eigin- konu. Þegar ég læt hugann reika til baka þá eru fyrstu kynni mín af þeim Ingimundi og Ruth óljós brot af sjóferð, maður á bryggju og lít- ið hús með garði. Eftir því sem árin líðu skýrðist þessi mynd. Sjó- ferðin var ferð með Akraborg, maður á bryggjunni Ingi frændi og húsið heimili hans og Ruthar. Allar þessar ferðir upp á Skaga voru gleðiferðir, því ekki man ég fólk, sem var betra heim að sækja en einmitt Inga og Ruth. Ingi fæddist á Isafirði 24. sept. 1910, sá fimmti af 9 systkinum og ólst þar upp. Árið 1930 fór hann til Reykjavíkur á Samvinnuskólann og var þar tvo vetur. Næstu árin var hann farmaður á M/S Eddu. Árið 1938 fór hann til Þýskalands til náms í niðursuðu. Þá skall stríðið á og hann varð innlyksa. Hann lauk námi og starfaði öll stríðsárin við niðursuðu, lengst af sem verkstjóri í verksmiðju í Pill- au. Þar kynntist hann konu sinni, Ruth Hildegaard Liedke, sem hann kvæntist 1943. í stríðslok lenti hann í ævin- týralegri ferð frá Þýskalandi til Svíþjóðar og þaðan til Danmerkur og svo aftur til Þýskalands til þess að sækja eiginkonu sína. Er hann kom heim hóf hann störf við niðursuðu, fyrst á Siglufirði og síðan hjá Haraldi Böðvarssyni á Akranesi. Þau Ingi og Ruth festu rætur á Akranesi og starfaði hann alla sína æfi að niðursuðu sem verkstjóri. Þau eru ófá sporin sem við systkinin eigum niður í verk- smiðju, því í hvert skipti sem við komum í heimsókn þurftum við að líta inn. Heimili Inga og Ruth var ynd- islegt. Ruth var einstök handa- vinnukona og handfljótari konu hefi ég ekki fyrirhitt. Ég gat séð hlutina vaxa í höndum hennar enda bar heimilið merki þess. Ingimundur var orðvar maður og vildi aldrei heyra neitt mis- jafnt um nokkra manneskju og ef manni varð á að segja eitthvað ekki beint fallegt, sagði hann: „Hvað segir þú stelpa, svona átt þú ekki að tala.“ Þetta lýsir hon- um vel. Hann vildi öllum það besta, ekki bara sínum nánustu, heldur öllum sem hann kynntist. Frá því að Ingi missti konu sína hefur hann ekki verið samur mað- ur. Það var eins og að hluti af honum sjálfum hefði horfið. En hann átti hauka í horni á Akra- nesi. Þau voru ekki ófá skiptin sem hann nefndi Ingibjörgu og Harald, Magnéu, Pétur og Magn- ús. Ég færi þeim og öllu vinafólki Ingimundar bestu þakkir mínar og minna fyrir alla hjálpina og vinsemdina. Allt þetta verður seint fullþakkað. Ingimundur hefir kennt mér margt og það fyrst og fremst að maður á að vera góður og hjálp- samur og orðvar. Heimurinn væri betri í dag ef allir hefðu sama hugarfar og Ingi hafði. Við systk- inin kveðjum Inga hinsta sinni og ég vona að okkur takist að koma öllu því góða, sem hann kenndi okkur til skila til næstu kynslóðar. Guðrún Halldórsdóttir í dag verður kvaddur hinstu kveðju frá Akraneskirkju Ingi- mundur Steinsson, verksmiðju- stjóri. Hann var fæddur á ísafirði og dvaldist í heimabyggði sinni fram til tvítugsaldurs, þá hleypti hann heimdraganum og hóf nám í Samvinnuskólanum. Að loknu tveggja vetra námi þar vann hann við ýmisleg störf. Árið 1938 sigldi hann til Þýzka- lands og lærði þar lagmetisiðnað. Ingimundur hafði oft orð á því, að hann vissi ekki hvernig það atvik- aðist að áhugi hans varð svo mikill fyrir þessari starfsgrein, því ekki var hún svo blómleg á þeim árum hér heima. í Hamborg vann hann eitt ár á rannsóknarstofu, en fyrir milli- göngu góðra manna komst hann til náms og starfa við lagmetis- verksmiðju í Pillau, þar sem ein- göngu voru soðnar niður sjávaraf- urðir. Víst er að vel hefur þeim líkað við þennan unga ísfirðing í verksmiðjunni, því eftir fárra ára starf þar var hann gerður að yfir- verkstjóra. Þessi ár í Þýzkalandi voru erfið. Styjöldin geysaði og í marz 1945 var verksmiðjunni lok- að. Þá hafði hann ásamt 28 manns skipulagt undankomu frá landinu og var farkosturinn flatbotna kæna. Ferðinni var heitið til Borgundarhólms. Á leiðinni hrepptu þeir hið versta veður og voru dægrum saman í miklum lífsháska. Bátinn hrakti til Sví- þjóðar, þar sem Ingimundur af- henti Rauða krossinum átta fanga, gamla starfsfélaga, sem hann hafði lofað og lagt sig fram um að koma undan. í Þýzkalandi tapaði hann öllum sínum veraldlegu eignum, en fékk að halda því sem dýrmætast var, því í Þýzkalandi hafði hann eign- ast traustan og mikilhæfan lífs- förunaut, Ruth Hildegard. Þreng- ingarnar voru miklar og voru þau þakkiát Guði fyrir hvernig úr rættist. Heim til íslands komu þau slipp og snauð í stríðslokin, en þau voru hamingjusöm og órög við að takast á við lífið og starfið. Til Siglufjarðar lá leiðin. Hún vann við síldarsöltun en hann við niður- langingu á síld. Um tíma áttu þau heimili í Reykjavík, en fljótlega fluttu þau hingað upp á Akranes, þar sem Ingimundur hóf störf hjá Haraldi Böðvarssyni og var verk- smiðjustjóri í niðursuðuverk- smiðju þeirra feðga Haralds og Sturlaugs. Þar gerði Ingimundur garðinn frægan á blómatíma verk- smiðjunnar, voru Hekluvörurnar landsþekktar fyrir gæði og fjöl- breytileika. Verksmiðjustjórinn var maður þeirrar gerðar, að hann vann sér traust hvar sem hann fór. Það eru margir sem unnu undir stjórn Ingimundar í gegnum tíðina. Und- irritaður var einn þeirra mörgu unglinga sem unnu hjá honum, það var nokkuð harður skóli. Hann gekk fast eftir að starfsfólk væri stundvíst, reglusamt og trú- verðugt eins og hann var sjálfur. Þó stjórnaði hann ekki með harðri hendi heldur með ljúfmennsku og elskusemi. Hann gaf skipanir og söng þess á milli við vinnu sína. Samviskusemi var hans aðals- merki og sýndi hann þar slíkt for- dæmi að aldrei verður full þakkað. Hann var vakinn og sofinn yfir velferð fyrirtækisins og fólksins sem vann hjá honum. Hann vakn- aði um miðjar nætur til að yfir- fara ketilinn í verksmiðjunni og athuga hvort allt væri ekki í full- komnu standi fyrir nýjan starfs- dag. Hann krafðist ekki þakklætis né aukaþóknunar, þetta var honum eiginlegt og sjálfsagt. Aldrei var bjartara yfir honum en þegar mikið var um að vera og vinnu- dagurinn sem lengstur. Vinnan var honum gleðigjafi. I einkalífi var Ingimundur ham- ingjasamur. Ruth og hann voru bundin þeim traustu böndum sem dauðinn einn fær slitið. Ruth and- aðist eftir erfitt veikindastríð í janúarmánuði 1976. Eftir að Ruth var fallin frá fór heilsa Ingmundar að bila. Enn var hann þó boðinn og búinn til starfa og bar sig vel. Hann vildi veg fyrirtækisins, sem hann starfaði lengst hjá, sem mestan og sparaði ekki krafta sína. Ættingjum sínum og vinum verður hann eftirminnilegur fyrir tryggð, ræktarsemi og höfðings- skap. Handtak hans var hlýtt og innilegt. Ég og fjölskylda mín þökkum honum góð kynni og far- sæl störf. Við trúum að handan tjaldsins bíði hans konan, sem hann kom með unga til íslands og var honum allt. Ingibjörg og Haraldur Sturlaugsson. + Faöir okkar, STEINN ERLENDSSON, fyrrverandi netagerðarmaöur, Lokaatíg 20a, lóst í Borgarspítalanum aö morgnl mánudagsins 26. þ.m. Synir hina látna. Kona mín og móöir, GUÐRÚN GUOMUNDSDÓTTIR, frá íaafiröi, veröur jarðsungin frá Fossvogsklrkju, mlövikudaginn 28. júlí, kl. 10.30. Siguröur Siguröaaon, börn, tengdabörn og barnabörn. + Hjartkær móöir okkar, tengdamóölr, amma og langamma, KATRÍN HELGADÓTTIR, Vlöimel 19, veröur jarösungin frá Neskirkju, miövikudaginn 28. júlí, kl. 13.30. Signý Egilsdóttir, Friörik Martinsson, Guörún Egilsdóttir, Guömundur Daníelsson, Jórunn Egilsdóttir, Ingiberg Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móöir okkar og tengamóöir, ELÍN BJARNADÓTTIR, sem andaöist í Landspítalanum þann 18. júlí, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 27. þ.m., kl. 15.00. Blóm eru afþökkuö, en þelm sem vildu minnast hennar er vinsam- lega bent á kristniboös- og liknarfélög. Kristin Jóhannsdóttir, Rafn Hafnfjöró, Pétur Jóhannsaon, Kristfn Guömundsdóttir, Oddbjörg Jóhannsdóttir, Jón Norömann, Elín Jóhannsdóttir, Kristinn Ragnarsson. + Elskuleg móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, HALLDÓRA NARFADÓTTIR, Hrísateig 7, Reykjavík, er lést mánudaginn 19. júlf sl., veröur jarösungin frá Laugarnes- kirkju, miövikudaginn 28. júlf, kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeir sem vlldu minnast hinnar látnu, láti Ifknarstofnanir njóta þess. Guörún Hjörleifsdóttir, Jón R. Hjálmarsson, Jón Á. Hjörleifsson, Liija Jónsdóttir, Þuríóur Hjörleifsdóttir, Jón Sveinsson, Leifur Hjörleifsson, Narfi Hjörleifsson, Gyöa Theodórsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Eiginkona mfn, móöir okkar, tengdamóölr og amma, ANNA ÁSLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR, Drápuhlfö 47, veröur jarösungin frá Fossvogsklrkju, miövikudaginn 28. þ.m., kl. 13.30. Blóm afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar, er bent á Minningargjafasjóö Landspítalans og Hallgrfmskirkju. Árni Guómundsson, Guörún Hansen, Ove Hansen, Róbert T. Árnason, Klara Hilmaradóttir, Anna M. Árnadóttir, Pátur Kristjánsson, Sigríöur Ó. Árnadóttir og barnabörn. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, KRISTRÚN ÞÓROARDÓTTIR frá Hvassahrauni, sem lést 24. júlf, verður jarösungin frá Fríkirkjunni f Hafnarfiröi, fimmtudaginn 29. þ.m., kl. 1.30. Hulda Siguröardóttir, Björgvin Jónsson, Guðmundur Sigurösson, Gunnar Sigurósson, Halldóra Aöalsteinsdóttir, börn og barnabörn. + HALLDÓR ÞORLEIFSSON, sem lést 22. þ.m., f Landakotsspftala veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 30. júli nk., kl. 1.30. Jarösett verður í Gufuneskirkjugaröi. Steinþóra Jónsdóttir, Sigrföur Emilsdóttir, Óöinn Halldórsson, Erla Emilsdóttir, Guörún Emilsdóttir. + Hjartkær eiginkona min, móöir, tengdamóöir, amma og lang- amma, GUÐBJÖRG GÍSLADÓTTIR, Dalbraut 23, lést í Landspítalanum, 17. júlf sl. Jaröarförin hefur fariö fram f kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Lyflækningadeild II—B. Fyrir hönd vandamanna, Jens Pálsson. LOKAÐ vegna jarðarfarar Björns Magnússonar, Svanhvítar Gunnarsdóttur, Auöar Björnsdóttur, Axels Björnssonar, föstudag- inn 30. júlí. Fatahreinsunin í Grímsbæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.