Morgunblaðið - 27.07.1982, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 27.07.1982, Qupperneq 38
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1982 Virkjun Deildartunguhvers lokið: Hverinn nú aðgengilegur ferðafólki NÚ ER framkvæmdum að mestu lokið við virkjun Deild- artunguhvers fyrir Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Vörðufell hf., sem sá um bygg- ingu stöðvarhússins við Deild- artunguhver, virkjun hversins og frágang svæðisins, skilaði verkinu formlega af sér í síðustu viku. Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Vörðufells hf., sagði í samtali við Mbl., að Hita- veitan hefði staðið vel að þessari framkvæmd og lagt sig fram um að ganga sem best frá landinu. Vatninu úr hvernum, en hverinn samanstendur af mörgum sjálfstæðum hvera- laugum, hefur verið safnað saman inní veituþrær og renn- ur nú allt í gegnum stöðvar- húsið sem reist var skammt frá hvernum. Hverinn gefur um 200 sekúndulítra af 100 gráðu heitu vatni og eru um 125 lítrar virkjaðir, það sem afgangs er, rennur framhjá. Steingarður sem afmarkar hverinn hefur verið reistur og svæðið tyrft og sáð í það. Malarbornir göngustígar liggja síðan að hvernum. Sigurður Jónsson sagði að með þessu móti væri hverinn aðgengilegri fyrir fólk til skoðunar, hann hefði reyndar ekki verið beint augnayndi áð- ur en framkvæmdir hófust. Kristján Benediktsson, garðyrkjubóndi í Víðigerði er nýkjörinn oddviti Reykholts- dalshrepps og er hann jafn- framt einn af næstu ná- grönnum Deildartunguhvers. Kristján sagði í samtali við Mbl. að nágrannar hversins væru í stórum dráttum ánægðir með frágang hvers- ins, þetta yrði bara þokkalegt þegar búið væri að ganga frá svæðinu að fullu. Reynt hefði verið að ganga frá sárunum Deildartunguhver. Reistur hefur verið garður aem afmarkar hverinn og minnkar slysahættu. Svæðið hefur verið tyrft og malarbornir göngustígar liggja að hvernum. Ljósm. unj. Stöðvarhús Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar við Deildartunguhver. Góð stemmning á „Revlon-open“ ÞAÐ FOR vel um þá sem fylgdust með „Revlon“-mótinu sem haldið var í blíðskaparveðri á laugardag- inn. Þátttaka var mikil í öllum greinum nema unglingakeppni tólf ára og yngri, þar voru keppendur aðeins fimm. Góður andi ríkti á mótinu og var það ekki síst að þakka frábærum þul, Olafi Erni Péturssyni, sem jafnframt er for- maður íþróttadeildar Fáks. Margir kunnir hestar voru i keppni og má þar nefna hesta eins og Sóta sem var á meðal tíu efstu á A-flokki á nýafstöðnu landsmóti og Fjölnir sem var annar í sömu keppni. Frami og Glæsir mættu einnig til leiks. Frægir skeiðhestar voru þarna bæði í kappreiðum og gæð- ingaskeiði og ber fyrst að nefna afrekshestinn kunna, Fannar, en Aðalsteinn Aðalsteinsson sat hann og hreppti fyrstu verðlaun í gæð- ingaskeiði. Tveir fljótustu kappreiðavekr- ingar landsins í dag, þeir Villingur og Börkur, mættu til leiks og keppti Kagnar Tómasson á Berki í fimmgangi og rekur undirritaðan ekki minni til þess að hann hafi verið reyndur í slíkri keppni áður. Að síðustu má svo geta þess að hinn síungi Sigurður Olafsson mætti í gæðingaskeiðið á Kulda sínum. Framkvæmd keppninnar gekk vel fyrir sig og stóðust tímasetn- ingar með ágætum. Vert er að minnast á eitt atriði er varðar úrslitakeppnina. Lengi vel var sá háttur hafður á í úrslitum, að raðað var í sæti en ekki gefnar einkunnir. Síðan var reglunum breytt og farið að gefa einkunn- ir. Frá sjónarhorni áhorfandans er þessi breyting stórt skref aft- ur á bak, því mikill tími fer í að gefa einkunnir fyrir öll atriði. Af þessu leiðir að öll spenna dettur niður auk þess sem röðun í sæti gerir áhorfendum auðveldara að fylgjast með gangi mála. Að lokinni verðlaunaafhend- ingu fyrir íþróttagreinar hófust keppreiðarnar og voru þær drifnar áfram í hvelli án þess þó að um flaustursgang væri að ræða. Voru það lokin á vel heppnuðu móti og ánægjulegum degi hjá hestaunnendum á Víði- völlum. Annars urðu úrslit sem hér segir: 1. Trausti Þór Guðmundsson á Goða frá Ey. 88,25. 2. Olil Amble á Fleyg frá Kirkjubæ. 86,25 3. Þorvaldur Ágústsson á Snækolli frá Eyvindarmúla. 85,25 Fjórgangur: 1. Trausti Þór Guðmundsson á Goða frá Ey. 59,16 2. Sigurbjörn Bárðarson á Bjarma frá Kirkjubæ. 57,29 3. Olil Amble á Fleyg frá Kirkjubæ. 55,93 Fimmgangur: 1. Sigurbjörn Bárðarson á Sóta frá Kirkjubæ. 66,14 2. Tómas Ragnarsson á Fjölni frá Kvíabekk. 65,29 3. Trausti Þór Guðmundsson á Funa frá Dæli. 61,14 Tölt unglinga 13—15 ára: 1. Sigurður Kolbeinsson á Flugari frá Stóra-Hofi. 81,0 2. Þórir Ásmundsson á Tralla. 80,5 3. Þórunn Þórarinsdóttir á Svarta-September. 72,0 Tölt unglinga 12 ára og yngri: 1. María Magnúsdóttir á Tígli. 76,75 2. Birta Jóhannsdóttir á Glað. 76,50 3. Guðmundur Snorri Ólafsson á Mugg. 61,50 Gæðingaskeið: 1. Aðalsteinn Aðalsteinsson á Fannari frá Eiríksstöðum. 91,50 2. Sigurbjörn Bárðarson á Ása-Þór frá Kirkjubæ. 90,00 3. Tómas Ragnarsson á Fjölni frá Kvíabekk. 86,00 150 metra skeið: 1. Fjölnir frá Kvíabekk. Knapi og eigandi: Tómas Ragnarsson. Tími: 15,3 sek. 2. Ása-Þór frá Kirkjubæ. Eigandi: Fríða H. Steinarsdóttir. Knapi: Sigurbjörn Bárðarson. Tími: 15,6 sek. 3. Frigg frá Kirkjubæ. Eigandi Hörður G. Albertsson. Knapi: Trausti Þór Guðmundsson. Tími: 16,2 sek. 250 metra skeið: 1. Villingur frá Möðruvöllum. Eigandi: Hörður G. Albertsson. Knapi: Aðalsteinn Aðalsteinsson. Tími: 22,2 sek. 2. Börkur frá Kvíabekk. Eigandi: Ragnar Tómasson. Knapi: Tómas Ragnarsson. Tími 23,8 sek. 3. Jón Haukur frá Tyrfingsstöðum. Eigandi: Haraldur Siggeirsson. Knapi: Sævar Haraldsson. Tími: 23,8 sek. VK Trausti Þór Guðmundaaon var siguraæll á þesmi móti, en hann sigraði i bæði fjórgangi og tölti og varð auk þess í þriðja sæti í fimmgangi. Hér situr hann hestinn Goða en hann keppti á honum í fjórgangi og tölti. Verðlaunahafar í fjórgangl fara hér mikinn að lokinni verð- launaafhendingu en þeir eru fri vinstrí: Trausti á Goða, Sigur- björn á Bjarma og Olil Amble á Fleyg. Gunnar Arnarson keppti á hestinum Glæsi frá Glæsibæ og eru þeir hér á yfirferðartöfti I úralitum töltkeppninnar. Ljódin. Valdimar Krutinwon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.