Morgunblaðið - 27.07.1982, Síða 40

Morgunblaðið - 27.07.1982, Síða 40
Þú manst’eftir MJNITED 4. ágúst á Laugardalsvelli SHARP * VALUR JMQQBIttflIllfrlfr munið trúlofunarhringa litmvndalistann fffl) #ttll Sc ái>ilfur Laugavegi 35 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1982 Atta ára stúlka drukknaði í Glerá Akureyri, 26. júlí. ÁTTA ára stúlkubarns, sem var í dvöl á vistheimilinu Sólborg, var saknað um klukkan 16 í gær. Starfsfólk vistheimilisins fór þeg- ar að svipast um eftir barninu og fann stúlkuna í Glerá hálftíma síðar og var stúlkan þá látin. Hún hét Hrefna Björg Júlíusdóttir til heimilis í Kjarrhólma 38, Kópa- vogi. _ Sv.P. Stefnir í 3.300 milljóna króna viðskiptahalla VKGNA þeirrar þróunar, sem átt hefur sér stað í gengisskráningu frá fvrri hluta ársins 1981, hefur innflutningur verið mjög mikill að undanlornu, segir m.a. í skýrslu Verzlunarráðs Islands um stöðu atvinnulífs og efnahagsmála á miðju ári 1982. Innflutningur vara og þjón- ustu hefur aukizt um 8,5% á ár- inu 1981 og á sama tíma hefur aukningin í útflutningi og þjón- ustu verið um 2,1%, sem leiddi til þess, að viðskiptahallinn í lok ársins var liðlega eitt þús- und milljónir króna. Fyrstu fimm mánuði þessa árs hefur innflutningur svo vax- ið um 53,4% á ársgrundvelli, en útflutningur hins vegar aðeins um 33,7%. — Ef ekkert lát verður á þessari þróun gæti hallinn á utanríkisviðskiptum í árslok orðið um 3.300 milljónir króna, Auglýsendur athugið SÍÐASTA blað fyrir verzlunar- mannahelgi kemur út laugar- daginn 31. júlí. Auglýsingar sem birtast eiga í því blaði þurfa að hafa borizt auglýsingadeildinni fyrir kl. 18, fimmtudaginn 29. júlí. Fyrsta blað eftir verzlun- armannahelgi kemur út mið- vikudaginn 4. ágúst. sem jafngildir verðmæti 37 nýrra skuttogara, segir enn- fremur í skýrslu Verzlunarráðs Islands. í skýrslunni kemur fram, að um 17% aukning varð á gjald- eyrissölu fyrstu sex mánuði árs- ins á föstu gengi, og hefur gjaldeyrisstaðan farið ört versnandi að undanförnu, sem að sjálfsögðu stafar einnig af minnkandi útflutningi. 27 stiga hiti á Neskaup- stað í gær Nt .skaupstaður, 26. júlí. í DAG er hér 27 stiga hiti í forsælu og alveg logn, svartur sjór og hitinn á kvöldin og næturnar undanfarið hefur verið 18 til 20 stig. Þann 14. júlí breyttist veðrið hér og snerist áttin í suðvestan og allar götur síðan þá hefur verið hér logn og miklir hitar, 20 til 27 stiga hiti. Einn dag síðan 14. júlí, fór hitinn niður í 10 til 12 stig og fannst fólki þá kalt. í gærkvöldi fór hitinn ekki niður fyrir 18 stig. Hey eru hér rýr, en segja má að heyið þorni af ljánum. Sprettan er talin helmingi minni en í fyrra. Hins vegar eru heyin góð vegna þurrkanna. — Ásgeir ísbjörn með gapandi gin. Myndin var tekin i Sædýrasafninu í gær, en nú er allt á huldu um framtíð og rekstur safnsins. í samtali við Morgunblað- ið sagði Jón Gunnarsson að í athugun væru hugmyndir um fyrirgreiðslu vegna safnsins. Sagði hann að safnið myndi ekki verða opið í sumar, og að allt væri óljóst um framhaldið. Ljósm. Mbl. kök Mótmælir hugmyndum um hækkun fiskverðs ut- an hlutaskipta STJÓRN Sjómannafélags ísfirðinga hélt í gær fund þar sem samþykkt var ályktun þar sem mótmælt er hugmyndum um hækkun fiskverðs framhjá hlutaskiptum og segir í ályktuninni að fundurinn minni sjávarútvegsráðherra á gefin loforð um niðurfellingu olíugjalds í tveimur áróngum. Ályktunin er svohljóðandi: „FUNDUR í stjórn Sjómannafé- lags ísfirðinga, 26. júlí 1982, mót- mælir harðlega þeim hugmyndum sem hafa komið fram í fjölmiðlum um hækkun fiskverðs framhjá hlutaskiptum, þar sem þegar séu 17% utan skipta. ísfirskir sjó- menn vilja minna sjávarútvegs- ráðherra á gefin loforð frá apríl 1980 um niðurfellingu olíugjalds í tveimur áföngum. Einnig viljum við benda á að minnkandi tekjur útgerðar þýða að sama skapi minnkandi tekjur sjómanna. Þar sem fiskiskipaflotinn er orðinn allt of stór teljum við að nýta mætti stofnfjársjóðinn til að leysa þennan vanda. Fundurinn skorar á alla sjómenn að beita öllum til- tækum ráðum til að koma í veg fyrir framangreindar aðgerðir, sem munu leiða til aukinnar kjaraskerðingar sjómanna." Ekki gripið til aðgerða, er hindra útflutning á fiski — segir Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson um við varanir Bandaríkjastjórnar vegna hvalveiða „ÞAÐ getur aldrei komið til, að við grípum til neinna þeirra að- gerða, sem hindra myndu útflutn- ing okkar á frystum fiskafurðum til Bandaríkjanna. ísienzka þjóð- in myndi aldrei þola slíkt," sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, for- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, í samtali við Mbl., er hann var inntur álits á fréttum þess efnis, að Bandaríkjamenn hyggist setja innflutningsbann á fiskafurður þeirra þjóða, sem ekki virði algert hvalveiðibann eftir árið 1986. „Því er auðvitað ekki að neita, að hvalaafurðir hafa gef- ið okkur miklar tekjur í gegn- um árin, en þær vega þó lítið í samanburði við útflutning okkar á frystum afurðum til Bandaríkjanna," sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson ennfremur. Það k^m ennfremur fram hjá Eyjólfi ísfeld, að það þyrfti að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um þetta. Mikilvægi útflutnings ís- lendinga á frystum fiskafurð- um til Bandaríkjanna lægi al- veg Ijóst fyrir. Fímm hollenskar stúlkur í reiðileysi í óbyggðum FÉLAGAR úr Flugbjörgunarsveitinni á Hellu björguðu i fyrrinótt fimm hollenskum stúlkum sem voru í reiðileysi i svonefndum Dalakofa sem stendur skammt frá Laufafelli við upptök Markarfljóts. Stúlkurnar voru á bakpoka- ferðalagi í 16 manna hópi á veg- um Dick nokkurs Philips, sem mun reka ferðaskrifstofu í Fljótshlíð. Stúlkurnar ákváðu að verða eftir við Markarfljót, þar sem þrjár þeirra voru orðnar sárfættar og þrekaðar eftir ferðalagið, eins mun þeim ekki hafa litist á að fara yfir Mark- arfljót sem var í vexti en ein- hverjir úr hópnum munu hafa reynt að vaða yfir en misst fót- ana og farið í ána en borist uppá eyrar. Stúlkurnar fóru í Dala- kofann áðurnefnda, sem er í einkaeign, á fimmtudag og voru þar enn þegar fólk kom þangað á laugardagskvöldið. Kofinn er óupphitaður og þurftu þær hol- lensku að vera í svefnpokunum mest allann daginn og voru þær einnig orðnar matarlitlar. Ekk- ert virtist hafa verið gert í því að sækja þær og tók fólkið sem fann þær til þess ráðs að láta lögregluna á Hvolsvelli vita. Fé- lagar úr Flugbjörgunarsveitinni á Hellu tóku síðan að sér að ná í ferðalangana sem þeim tókst í fyrrinótt, þá höfðu stúlkurnar dvalið þarna í reiðileysi eitthvað á fjórða sólarhring. Mbl. hafði samband við Kjart- an Jóhannsson, alþingismann, sem var í hópnum sem fann stúlkurnar og leitaði álits hans á þessu atviki. Kjartan sagði að það ylli sér þungum áhyggjum að hlutir sem þessir gætu átt sér stað, að menn væru að senda ferðahópa inná hálendið sem ekki væru í neinu sambandi við byggð ef eitthvað kæmi fyrir og full ástæða væri fyrir íslensk yf- irvöld að grípa í taumana áður en verr færi. Húsavík: Leitað lyfja í gúmmíbát Ifúsavík, 26. júlí. GÚMMÍBÁTUR, 6 manna, hvarf fyrir hálfum mánuði af mb. Fann- ey sem lá við bryggju á Húsavík. Báturinn fannst sl. laugardag suður í Aðaldalshrauni og voru sýnileg merki þess að leitað hafði verið lyfja í honum og var hann töluvert skorinn og skemmdur. Mál þetta er óupplýst, en spurningin er hvort fíkniefna- neytendur séu farnir að leita lyfja á fjarlægum stöðum, eða eru fíkniefnaneytendur hér, en svo hefur ekki verið talið. — Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.