Morgunblaðið - 15.08.1982, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.08.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 23 að færa þeim mat eða annan glaðning. Laugardagar séu mjög erilsamir, þá fari hún út um há- degi og komi ekki heim fyrr en á kvöldin. Hann segist heldur ekki muna eftir neinu aðfangadags- kvöldi sem Anna hafi verið heima. Hún eyði þeim kvöldum hjá sjúkl- ingum og aðstandendum þeirra. Anna segir að sér leiðist alltaf á jólum í London. Jóladagur sé sér- lega slæmur, þá hugsi hún mikið heim og sé hálfúrill af leiðindum. — Hvað heldur þú að þú hafir tekið á móti mörgum sjúklingum? Anna fer að hlæja og segist ekki hafa hugmynd um það. Á síðasta ári hafi hún tekið á móti 105 sjúkl- ingum. Árið áður hafi þeir verið 99 og í ár séu komnir út 62 sjúkl- ingar. Hver og einn dvelji í 10—14 daga. Hún segist hafa verið spurð að því á einu sjúkrahúsinu, sem hún kom á með sjúkling, hvort ekki væri búið að skera alla ís- lendinga upp. — Hefur þetta fólk samband við þ'g þegar það er komið heim til Islands? „Já margir gera það, ég hef fengið alveg ógrynni af gjöfum og kortum frá þessu fólki, málverk, íslenskar ullarvörur, bækur, krist- al, allt milli himins og jarðar. Um hver jól fæ ég líka alveg ógrynni af jólakortum, síðustu jól fékk ég til dæmis 390 kort. En bestu gjaf- irnar sem ég fæ frá þessu fólki er að því líði vel, þá er ég ánægð, það er besta gjöfin sem hver og einn getur fært mér.“ Sæmd riddarakrossinum — Fyrir þessi störf í þágu ís- lenskra sjúklinga varst þú sæmd riddarakrossinum ? „Já, það kom mér virkilega á óvart, stelpurnar voru búnar að hringja og segja mér að það stæði til, en ég trúði þeim ekki. Það var ekki fyrr en ég kom til íslands og það var hringt í mig að ég trúði þessu. Reyndar fékk ég alveg „sjokk“, svaf ekki dúr nóttina áður en athöfnin fór fram, en ég er þakklát íslensku þjóðinni fyrir þennan virðingarvott við mig. Samsætið sem mér var haldið sl. laugardag gladdi mig einnig mjög mikið. Hófið sóttu 180 manns og ég þekkti hvern einasta sem kom. Ég var ekki viss á nöfnunum en öll andlitin þekkti ég. Þetta var mjög gaman. Og mig langaði að biðja þig að koma þakklæti til þeirra 7 manna sem stóðu að þessu sam- sæti. Gestabókin, sem mér var færð að gjöf eftir samsætið með nöfnum þeirra 180 manna og kvenna sem sóttu hófið, verður mér ævarandi til mikillar ánægju." Að endingu spyr ég Önnu hvort hún sé ekkert að hugsa um að flytja heim „Nei, ég er búin að búa alltof lengi í London til að mig langi til að flytja heim, hins vegar finnst mér alltaf mjög gaman að koma hingað í heimsókn, labba niður Laugaveginn og fara í kaffi á Hressingarskálann. En maðurinn minn væri til með að flytja hingað strax í dag, honum líkar svo vel hérna." Aðstandendur Önnu sögðu mér að henni hefði verið flutt ljóð í samsætinu á Hótel Sögu. Ljóðið finnist þeim lýsa hvað best fórn- fúsu starfi hennar. Ljóðið var gjöf frá Katli Ólafssyni, Ingu, konu hans, og dóttur þeirra, Jónínu. Ljóðið er birt hér með góðfús- legu leyfi höfundar, Jóhannesar Jónssonar frá Asparvík. Vid þokkum þér, Anna, þín handtökin hlý og hjarta þíns ylríku kenndir. Iljá mörjjum þú vonina vaktir á ný er voru til lækninga sendir. l'mhyKtua þín var svo hugljúr og hrein við hrellda, vonlitla og þjáöa. I*ú skildir svo vel okkar mannlegu mein, þín mildi oss hvatti til dáöa. Iliö innra er lundin af ána jyu klökk aftur ad hitta kæra. Meö einla-jjum huga heiöur, og þökk af hjarta nú viljum þér færa. Svo biöjum viö drottin aö blessa þitt starf með birtu og sólskin í fangi. Ilann blessi þinn dýrmæta íslendings arf á aTinnar líknsama gangi. Texti: Jóhanna Margrét Einarsdóttir Myndir: Kriatján Einarsson • - »r k- r r r XT HESTURINN 4, OKKARM tt 4X0. * rai mt » i Hesturinn okkar kominn út Tímarit Landssambands hesta- manna, Hesturinn okkar, 2. tbl. 1982, er komið út. Efni blaðsins er fjölbreytt að venju, m.a. Þar hræra hófar hörpustrengi, eftir sr. Sig. Hauk Guðjónsson, Um hrossabeit, eftir Ólaf Dýrmunds- son, ferðafrásögn af Mýrdals- sandi, eftir Óttar Kjartansson, Ævintýraferð til S-Afríku, eftir Friðþjóf Þorkelsson, grein eftir Pál A. Pálsson, yfirdýralækni, um vönun hrossa, grein eftir Friðþjóf Þorkelsson og Þorvald Árnason, um sköpulag hrossa, viðtal við Alla Arnljóts eftir Reyni Hjart- arson o.fl. 3 ungmenni slösuðust Fá.skrúósfirði, 13. ágÚNt. ALVARLEGT umferðarslys varð utan við bæinn Kolmúla í Reyð- arfirði aðfaranótt föstudags. Bif- reið fór þar út af veginum og er talin gjörónýt. Þrjú ungmenni frá Fáskrúðsfirði voru í bifreiðinni og voru þau öll flutt á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Neskaupstað. Kr þetta annað slysið, sem verð- ur á þessum stað á skömmum tíma. — Albert Fyrirlestur um Lúðvík II Bavaríukonung Englendingurinn ('hristopher Mclntosh heldur á mánudagskvöld kl. 20.30 fyrirlestur i Norræna hús- inu um Lúðvík II Bavaríukonung. Lúðvík er af mörgum kunnur af kvikmynd, sem Visconti gerði um líf hans. Hann var á sínum tíma vernd- ari margra listamanna á mcðan hann lifði. Hann fæddist 1845 og lést 1886 við dularfullar kringum- stæður, sem hafa orðið mörgum um- hugsunarefni. Christopher Mclntosh hefur fengið aðgang að skjölum, sem til þessa hafa ekki komið fram i dagsljósið og byggir hann fyrir- lestur sinn m.a. á vitneskju, sem hann hefur aflað sér úr þeim. Reynir hann með fyrirlestri sínum að varpa áður óþekktu ljósi á firr- ingu Lúðvíks og dauða. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangseyrir er 15 krónur. -------------------- > SKÓLARITVÉLAR Monica rafritvélin er allt í senn skóla-, feróa- og heimilisritvél, ótrúlega fyrirferóarlítil, ódýr og fáanleg í tveimur litum. Hálft stafabil til leióréttingar, 44 lyklar, 3 blekbandsstillingar o.m.fl. sem aðeins er á stærri geróum *(■*“*• .• j <"■*» o i ritvéla. Fullkomin viógeróa- og varahlutaþjónusta. L 300 MED DRIFIÁ ÖLLUM Rúmgóður bíll sem hentar vel við íslenskar aðstæður. Sami undirvagn og á mitsubishi pajero. Sama yfirbygging og á MlTSUBlSHl sendibíl og Mini Bus. PRISMA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.