Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982
15
|una
yldan
ingar sendu hingað menn með
blómunum, til að aðstoða við upp-
setningu þeirra, ásamt mönnum
frá Blómavali. Þeir sendu meira
að segja tvöfalda vakt, til að fylgj-
ast stöðugt með þeim og það munu
þeir gera sjö fyrstu dagana," segir
Gunnar og heldur áfram. „Þetta
hefur gengið mjög vel, við klárum
þetta í kvöld. Básinn verður alveg
tilbúinn í fyrramálið og það eina
sem þá verður eftir, eru taeki og
hráefni til demantaslípunar og til
þess að smíða tréskó, en þau koma
með flugvél á morgun. Fagmenn-
irnir eru þegar komnir og bíða
bara eftir tækjunum og hráefnun-
um.
Tvær dömur baða sig
Að síðustu tókum við tali Guð-
mund Karlsson í bás Baðstofunn-
ar og spyrjum hann hvernig hafi
gengið.
„Alveg ljómandi vel, við verðum
búnir að þessu fyrir miðnætti í
kvöld. Það hefur verið góður gang-
ur á þessu, enda hef ég haft góða
hjálp. Við byrjuðum á mánu-
dagsmorguninn og höfum unnið
þetta til 10—11 á kvöldin."
Hvers konar fyrirtæki er Bað-
stofan?
„Baðstofan er líkams- og heilsu-
rækt í Breiðholtinu með gufuböð,
vatnsnuddpotta og annað slíkt.
Við ætlum að reyna að kynna
starfsemina á sýningunni, verðum
með kynningarverð og þvíumlíkt.
Við erum að vona að fólk kíki og
sjái hvað við höfum upp á að
bjóða. Það verður vatn hér í pott-
inum og tvær dömur munu baða
sig í honum öðru hverju, svo
eitthvað sé nefnt," sagði Guð-
mundur Karisson að lokum.
— hrópaði Jón Ragnarsson er ljóst var að Renaultinn
var bilaður. Skipt um keppnisbíl á tveimur tímum!
„Ómar, sæll, þetta er
hérna á Morgunblaðinu,“
sagði blaðamaður, en svar
Ómars kom strax: „Já, bless-
aður, ég má ekki vera að því
að tala við þig, vélin er biluð
í bílnum hjá okkur. Þaö er
stór spurning hvort við förum
eða ekki, bless.“ Þannig
komst Morgunblaðið á snoð-
ir um að ekki væri allt með
felldu hjá bræðrunum Ómari
og Jóni Kagnarssonum vegna
þátttöku þeirra í Ljóma-rall-
inu, sem þeir ætluðu að taka
þátt í á Renault-bíl.
Er upp í Renault-umboð
kom, gall við rödd Jóns Ragn-
arssonar: „Kaupa bíl, kaupa
bíl, við verðum bara að kaupa
annan bíl.“ Með það flýttu
bræðurnir sér, ásamt nokkr-
um sem staddir voru á verk-
stæðinu, út á plan. Omar og
Jón leituðu að heppilegum
BMW-bíl á söluplaninu, en
áfram reyndu viðgerðarmenn
að sjá út, hvað orsakaði bank
er heyrðist í Renault-keppn-
isbílnum margfræga. Ómar
hafði skroppið í prufuakstur á
bílnum og þá hafði komið í ljós
hávært bank í vélinni. Pannan
var rifin undan og þá kom í
ljós, að eitthvað var að henni,
eða svo töldu menn í fyrstu.
Ómar hafði þá þegar, ásamt
Jóni, fundið BMW til vara, ef
ekki tækist að gera við hinn
bílinn. Á tímabili var unnið í
báðum bílum samtímis, en
loks kom í ljós, að Renaultinn
var meira bilaður en talið var.
Skipaði Jón þá öllum að hefja
vinnu í BMW-bílnum, sem all-
an öryggisbúnað vantaði í. Á
meðan hentist Jón upp í Bif-
reiðaeftirlit og umskráði bíl-
ana tvo. Veltigrind úr „gamla“
Renaultinum var sett í
BMW-bílinn, en þó með ýms-
um tilfæringum og skipt var
um dempara. Vildi svo vel til
að inni á lager voru til Bil-
stein-gasdemparar, sem skellt
var í hvelli undir bílinn. Síðan
kom Ómar með dekk, sem
hann hafði látið setja
á felgur er fengust i umboðinu.
Þegar hér var komið sögu, var
aðeins rúmur klukkutimi lið-
inn frá þvi að Jón heimtaði að
fá að kaupa nýjan bíl. Velti-
grindin skreið saman og mín-
úturnar tifuðu. Bíllinn átti
eftir að fara í skoðun hjá
keppnisstjórn rallsins og eftir
hana mátti ekki hreyfa við bíl-
unum fyrr en keppnin hæfist.
Jón sagði: „Þeir skulu ekki
halda að þeir séu búnir að
vinna, þó að málin hafi farið
svona." BMW-inn, sem þeir
bræður völdu, var aðeins 75
hestöfl og því sýnt að þeir
ættu ekki möguleika í topp-
sætin. Hinsvegar var það
ódrepandi áhugi á að vera
með, sem hélt öllu gangandi.
Fór svo að lokum að bræðurn-
ir náðu í skoðun, en fengu fjór-
ar sekúndur í mínus, þar sem
þeir komu örlítið of seint, en
það er vegna sérstakra reglna
sem gilda við rallkeppni af
þessu tagi. Ómar sagði er í
skoðun kom: „Þetta er stór-
fínt, það eru fínar steríógræj-
ur í bílnum og ágætar spólur."
Jón sagði síðan: „Þetta er
heimsmet, tæpir tveir tímar
að útbúa rallbíl," og hló. Skal
engan undra því stressið
undanfarna tvo tíma hafði
verið gífurlegt. Er vonandi að
þeir bræður standi sig á bíln-
um, sem er eini „standard"-
bíll rallsins.
Þegar flest var unnu itta vidgerðarmenn við það að skella í BMW-bílinn
öryggisbúnaði, sem skylt er að nota f rallkeppni.
Hamagangurinn var gífurlegur þegar f Ijós kom að Renault Ómars og Jóns
var bilaður. Allir sem vettlingi gitu valdið aðstoðuðu við að finna út hvað að
væri.
Líklega settu viðgerðarmenn Renault/ BMW-umboðsins heimsmet er þeir
gerðu BMW-keppnisbíl kliran fyrir rall i tveimur klukkutimura.