Morgunblaðið - 20.08.1982, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982
Örn og Sig-
uröur á al-
þjóöaþing
ÞING IAAF, Alþjóða frjáls-
íþróttasambandsins, fer fram í
Aþenu dagana 3. og 4. sept-
ember nk. Örn Eiðsson, for-
maður FRÍ, og Sigurður
Björnsson, varaformaður,
munu sækja þingið af hálfu
Frjálsíþróttasambands ís-
lands.
IAAF, sem er eitt fjölmenn-
asta alþjóðasambandið í
íþróttum, aðildarþjóðir eru
162, var stofnað 1912 og er því
70 ára á þessu ári. Forseti þess
er dr. Primo Nebiolo, Ítalíu.
Stjarnan
er efst
ÚRSLITAKEPPNI 4. deildar í
knattspyrnu stendur nú sem
hæst. Tveir leikir fóru fram í
fyrrakvöld, Ármann og Stjarnan
geróu jafntefli, 2:2, og Valur,
Reyóarfírði, fór með bæði stigin
frá Árskóg.sströnd, þar sem þeir
sigruðu Reyni, 3:2.
Staðan í A-riðli er þessi:
Stjarnan 2 1 1 0 5:2 3
Armann 2 110 6:3 3
Þór, Þorláksh. 2 0 0 2 1:7 0
Og í B-riðli er hún þannig:
Valur, Reyðarf. 2 2 0 0 4:2 4
Leiftur, Ólafsf. 2 1 0 1 2:2 2
Reynir 2 0 0 2 3:5.0
Næstu leikir eru á morgun
og leika Ármann og Þór og
Reynir og Leiftur.
— SH.
„Fannarsbikar“
OPIN kvennakeppni í golfi,
„Fannarsbikarinn", verður
haldin á Grafarholtsvellinum
á morgun og sunnudaginn og
hefst keppnin á morgun klukk-
an 10.30. Leiknar verða 36 hol-
ur, 18 hvorn dag, og er um
svokallaða valkeppni að ræða,
þ.e.a.s. keppandi velur betra
skor á hverri holu hvorn dag.
Reiknuð verður 3/t forgjöf.
Skráning fer fram í goifskál-
anum.
Minningarmót
í golfi
Minningarmót í golfi um Ingi-
mund Árnason fer fram á
golfvelli Akureyrar um helg-
ina. læiknar verða 36 holur
með og án forgjafar. Þátttöku
þarf að tilkynna fyrir klukkan
18.00 í dag, en golfklúbbur Ak-
ureyrar er aðstandandi þessa
móts. Það er KEA sem gefur
verðlaun.
Öldungamót
ÓLDUNGAKEPPNI í golfi
verður haldin á Ilólmsvelii við
Iæiru á morgun og hefst
keppnin klukkan 10.00. Mótið
er ætlað kylfingum sem eru 50
ára eða eldri. Skráning fer
fram í golfskála Golfklúbbs
Suðurnesja.
Aberdeen áfram
SKOSKA knattspyrnuliðið
Aberdeen tryggði sér sæti í 1.
umferð Evrópukeppni bikar-
hafa í fyrrakvöld, er liðið
burstaöi Sion frá Sviss, 7—0, á
heimavelli sínum. Staðan í
hálfleik var 4—0. Black (2),
Strachan, Hewitt, Simpson,
McGhee og Kennedy skoruðu
mórk liðsins, en 14.000 manns
horfðu ^hugfangin á.
#
• Björgvin hefur verid sterkur í sumar.
Úrslitakeppnin í 2.
flokki hefst í dag
Úrslitakeppni í 2. aldursflokki ís- annars vegar, en KR og Grindavík
landsmótsins í knattspyrnu hefst i
dag meó tveimur leikjum. Keppnin
hcldur síðan áfram á laugardaginn
og lýkur á sunnudaginn. Fjögur lið
hafa komist i úrslitakeppni þessa,
KR, Breiðablik, Grindavík og Vík-
ingur.
I dag leika Víkingur og UBK
Santana
Tele Santana, sá er þjálfaði brasil-
íska knattspyrnulandsliðið á HM á
Spáni, heldur innan tíðar til Saudi
Arabíu þar sem hann mun stunda
þjálfunarstörf. „Sá sem býður lægri
hlut verður að beygja sig og ég er
engin undantekning, þvi yfirgef ég
Brasiliu. Ég hef engan áhuga á því
að þjálfa landsliðið áfram eftir að
það var slegið út úr HM-keppninni í
fjórðungsúrslitunum," sagði Sant-
ana í samtali við AP.
Auk þess að þjálfa félagsliðið
Al Ahli Jeddha, mun Santana
hins vegar. Á morgun mætast síð-
an UBK og Grindavík og Víkingur
og KR. Loks eigast við á sunnu-
daginn KR og UBK annars vegar,
en Grindavík og Víkingur hins
vegar. Allir leikirnir fara fram á
Smárahvammsvellinum í Kópa-
vogi.
til Arabíu
starfa fyrir arabíska knatt-
spyrnusambandið, aðstoða það
við að skipuleggja mót í neðri
deildunum, en knattspyrnan er í
mikilli sókn í miðausturlöndum
sem víðar. Aðspurður um eftir-
mann sinn hjá brasilíska lands-
Iiðinu sagðist Santana hafa enga
hugmynd um hver myndi hreppa
stöðuna. Taldi þó að sinu mati að
Paolo Cesar Carpegiani ætti
skilið að spreyta sig, en hann er
þjálfari Flamengo, sem er
heimsmeistari félagsliða í
knattspyrnu.
Kínverskur fimleika-
þjálfari til Ármanns
f HAIIST eru tæp tvö ár liðin síðan
elsta íþróttafélagið i Reykjavík,
Glímufélagið Ármann, flutti í eigið
húsnæði við Sigtún. Við þá stórbættu
aðstöðu hljóp mikill fjörkippur i
fimleikadeild félagsins.
Til að fylgja þessum aukna
áhuga eftir og að veita sem besta
þjálfun, hefur fimleikadeild Ár-
manns ráðið til sín erlendan þjálf-
ara næsta vetur.
Fyrir lipra milligöngu sendiráðs
Kínverska alþýðulýðveldisins hef-
ur fengist þjálfari til starfa.
Hann heitir Chen Sheng Jin og
er fyrrverandi landsliðsþjálfari
unglinga og fullorðinna. Hann
lærði fimleikaþjálfun í heimaborg
sinni, Jiangsu. Að því námi loknu
nam hann við íþróttaháskólann í
Peking í fjögur ár og síðan í þrjú
ár til viðbótar til doktorsgráðu.
Jafnframt námi æfði hann og
keppti í fimleikum. M.a. varð hann
þrisvar Peking-meistari. Að lokn-
um keppnisferli sínum hóf hann
þjálfun og m.a. þjálfaði hann fim-
leikameistarann Chiao Chen Ying
og fimleikakonuna Chen Xiao
Zhang, en þau voru kínverskir
meistarar um árabil milli 1960 og
1970, auk annars fimleikafólks.
Það er mikill fengur fyrir fim-
leikana á Islandi að fá svo hæfan
þjálfara til að þjálfa, stjórna og
skipuleggja æfingarnar.
Chen Sheng Jin mun hefja
þjálfun hjá fimleikadeild Ár-
manns í byrjun september.
Frúttatilkynning.
Icelandic masters á morgun:
Björgvin sigraði,
í stigakeppni GSI
ICELANDIC Ma-sters-mótið i golB
hefst í Grafarholtinu á morgun. Mót-
ið er haldið á vegum GSÍ, og rétt til
þátttöku eiga 16 stigahæstu kylf-
ingar úr stigamótum vetrarins.
Björgvin Þorsteinsson, Golfklúbbi
Akureyrar, sigraði i stigakeppninni,
en 16 efstu urðu þessir:
Björgvin Þorsteinss. GA 84
Sigurður Péturss. GR 80
Sveinn Sigurbergss. GK 61
Ragnar Ólafss. GR 47
Hannes Eyvindss. GR 42
Óskar Sæmundss. GR 31
Magnús Jónss. GS 28
Páll Ketilss. GS 27,33
Sigurður Hafsteinss. GR 21,33
Gylfi Garðarss. GV 21
Gylfi Kristinss. GS 17,5
Sigurður Sigurðss. GS 12,5
Magnús Birgiss. GK 11
Jón Haukur Guðlaugss. NK 8
Gunnlaugur Jóhannss. NK 7
Hilmar Björgvinss. GS 5,5
Fyrirkomulag keppninnar er
þannig að leikin verður holu-
keppni, einn gegn einum, án for-
gjafar, og er þar um útsláttar-
keppni að ræða. Hver umferð er 18
holur, og eru leiknar tvær umferð-
ir á morgun. Þeir fjórir keppendur
sem eftir verða eftir fyrri daginn,
leika síðan á sunnudag til úrslita
með sama fyrirkomulagi. Hinir 12,
sem fallnir verða úr keppni, munu
hinsvegar keppa innbyrðis í 18
holu höggleik. Þannig er raðað
niður í fyrstu umferð að leikmað-
ur nr. 1 úr stigakeppninni keppir
gegn þeim nr. 16, sá sem varð nr. 2
gegn þeim fimmtánda o.s.frv.
Björgvin leikur sem sagt gegn
Hilmari Björgvinssyni, Siggi P.
gegn Gunnlaugi Jóhannssyni og
síðan koll af kolli.
Fyrstu verðlaun gefa
Samvinnuferðir, og er það beint
flug eitthvert út í heim. Golfversl-
un John Nolans gefur síðan önnur
verðlaun á mótinu.
I dag verður haldin í tengslum
við Icelandic Masters, svokölluð
AM/AM-keppni. Er þar um
sveitakeppni að ræða, og eru fjórir
keppendur í hverri sveit. Sveitirn-
ar skipa tveir menn frá hverjum
klúbbi, annar þeirra formaður
klúbbsins, auk eins þátttakanda af
Icelandic Masters-mótinu. Fjórði
maður sveitarinnar er síðan yal-
inn úr stjórn og varastjórn GSÍ.
- SH.
Glæsilegt heims-
met í tugþraut!
HINN 24 ára gamli Jiirgen Hingsen
frá Vestur-Þýskalandi setti fyrir
skömmu nýtt og glæsilegt heimsmet
í tugþraut er hann keppti á frjáls-
íþróttamóti miklu í Ulm í Þýska-
landi. Hingsen hreppti 8723 stig, eða
16 stigum meira en heimsmetið sem
hann sló. Það átti Bretinn Daley
Thompson, sem náði árangri sínum í
maí á þessu ári. Thompson fékk þá
8707 stig.
Árangur Þjóðverjans var afar
góður, en hann var sem hér segir í
einstökum greinum: 100 metra
hlaup 10,74 sekúndur, langstökk
7,85 metrar, kúluvarp 16,00 metr-
ar, hástökk 2,15 metrar, 400 metra
hlaup 47,65 sekúndur, 110 metra
grindahlaup 14,64 sekúndur,
kringlukast 44,92 metrar, stang-
arstökk 4,60 metrar, spjótkast
63,10 metrar og loks 1500 metra
hlaup 4:15,13 mínútur.